Bæjarráð

22. febrúar 2018 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3486

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Einar Birkir Einarsson varamaður
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir varamaður

Auk þess sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

  • Guðríður Guðmundsdóttir

Auk þess sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

  1. Almenn erindi

    • 1312019 – Hraðlest, fluglest

      Hrafnkell Proppé svæðisskipulagsstjóri mætti til fundarins. Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslusviði mætti til fundarins.

      Málið til umræðu.

    • 1802305 – Skíðasvæðin,framtíðarsýn

      Framtíðarsýn skíðasvæða. Magnús Árnason framkv.stjóri skíðasvæðanna og Eva Einarsdóttir form.samstarfsnefndar um rekstur skíðasvæðanna kynna.

      Bæjarráð Hafnarfjarðar þakkar kynninguna og fagnar framkomnum hugmyndum um uppbyggingu skíðasvæðanna.

    • 1802110 – Skíðasvæði höfuðborgarsvæðis, áskorun um úrbætur

      Lögð fram áskorun frá formönnum skíðafélaga á höfuðborgarsvæðinu um úrbætur á skíðasvæðunumm í Bláfjöllum og Skálafelli.

      Lagt fram.

    • 1705222 – Samband íslenskra sveitarfélaga, þátttökulýðræði í sveitarfélögum

      Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi ísl. sveitarfélaga þar sem vakin er athygli á kynningarfundi sem haldinn verður 22.mars nk. Sambandið er að gefa út handbók fyrir sveitarfélög um íbúasamráð og þátttöku íbúa.

      Lagt fram.

    • 1801249 – Strandgata 4, Bæjarbíó, erindi

      Lagt fram erindi frá Bæjarbíói slf um leigu á fyrstu hæð Strandgötu 4 og um framlengingu á samningi um Strandgötu 6.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara í viðræður við rekstraraðila Bæjarbíós um erindið og fyrirhugaðar framkvæmdir á Strandgötu 4.

    • 1802258 – Rimmugýgur, Víkingahátíð í Hafnarfirði, ósk um aðstöðu

      Lagt fram erindi frá Rimmugýgi dags.14.febr. sl. þar sem óskað er eftir að Hafnarfjarðarbær aðstoði við að halda Víkingahátíð í Hafnarfirði 14.-17.júní 2018.

      Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til vinnslu í umhverfis- og skipulagsþjónustu. Jafnframt fari fram samtal við skólastjóra Víðistaðaskóla um afnot af íþróttahúsi skólans.

    • 1802260 – Lánasjóður sveitarfélaga, framboð í stjórn, auglýsing

      Lagt fram bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga dags. 16.febr.sl. þar sem auglýst er eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga.

      Lagt fram.

    • 1802262 – HS veitur hf, aðalfundur 2018

      Lagt fram bréf frá HS Veitum, dags. 16.febr. sl. um aðalfund félagsins mánudaginn 19.mars nk.

      Bæjarráð samþykkir að fulltrúi Hafnarfjarðarbæjar á aðalfundinum verði Skarphéðinn Orri Björnsson.

    • 1710499 – Suðurnesjalína 2, stofnun verkefnaráðs

      Tilnefning fulltrúa í verkefnaráð.

      Bæjarráð tilnefnir Helgu Stefánsdóttur í verknaráðið sem aðalmann og Þormóð Sveinsson sem varamann.

    • 1711070 – Hlíðarþúfur, endurnýjun, lóðarleigusamningar

      Endurnýjun lóðarleigusamninga. Lögð fram drög að lóðarleigusamningum um Hlíðarþúfur.

      Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi og Lilja Ólafsdóttir lóðaritari mættu til fundarins.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að lóðarleigusamningi og leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að endurnýja lóðarleigusamninga í samræmi við fyrirliggjandi drög.

    • 1802161 – Umsókn um lóð, Brynja, hússjóður öryrkjabandalagsins

      Lögð fram lóðarumsókn dags. 7. febr. sl. frá Brynju Hússjóð Öryrkjabandalagsins þar sem óskað er eftir lóð undir raðhús.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka upp samtal við Brynju hússjóð vegna lóðarumsóknarinnar.

    • 1704352 – Brú, lífeyrissjóður, A-deild, breyting, vegna breytinga á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, nr. 1/1997.

      Lántaka vegna uppgjörs við Brú lífeyrissjóð. Lagt fram minnisblað vegna lántöku og lánasamningur.

      Bæjarráð leggur til að bæjarstjórn samþykki eftirfarandi bókun:

      Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:
      Bæjarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 530.000.000 kr. til 15 ára í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggur fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að ganga frá uppgjöri við Lífeyrissjóð Brú vegna breytinga á lögum um lífeyrissjóð opinberra starsmanna.
      Jafnframt er Haraldi Líndal Haraldsyni, kennitala 170852-3469, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

    • 1708577 – Skarðshlíð 2. áfangi, tilboðslóðir

      Lögð fram beiðni Péturs Ólafssonar bygg.verktakar ehf um að lóðarúthlutun til félagsins vegna lóðanna Vikurskarðs 5 og Móbergsskarðs 14 og 16 verði afturkölluð þar sem viðskiptabanki félagsins synjar félaginu um lánafyrirgreiðslu að svo stöddu vegna framkvæmda á framgreindum lóðum.

      Lögð fram beiðni JT Verk ehf um að lóðarúthlutun til félagsins vegna lóðarinnar Bjargskarðs 3 verði afturkölluð þar sem viðskiptabanki félagsins synjar félaginu um lánfyrirgreiðslu vegna verkefnisins.

      Gunnar Axel Axelsson vék af fundi kl. 10:10.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutun lóðanna Vikurskarðs 5 og Móbergsskarðs 14 og 16 til Péturs Ólafssonar bygg.verktaka ehf verði afturkölluð.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutun lóðarinnar Bjargsskarðs 3 til JT Verk ehf verði afturkölluð.

    • 1801326 – Stjórn SSH, fundargerðir 2018

      Lögð fram fundargerð stjórnar SSH frá 12.febr. sl.

    Fundargerðir

    • 1802007F – Hafnarstjórn - 1521

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 14.febr. sl.

    • 1802009F – Menningar- og ferðamálanefnd - 299

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 14.febr. sl.

    • 1802001F – Stjórn Hafnarborgar - 349

      Lögð fram fundargerð stjórnar Hafnarborgar frá 13.febr. sl.

    • 1801244 – Sorpa bs, fundargerðir 2018

      Lögð fram fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 7.febr. sl.

    • 1801243 – Strætó bs, fundargerðir 2018

      Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 2.febr.sl.

Ábendingagátt