Bæjarráð

8. mars 2018 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3487

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir varaformaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir varamaður

Einnig sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

  • Guðríður Guðmundsdóttir

Einnig sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

  1. Almenn erindi

    • 1802338 – Markaðsstofa, markaðsstefnumótun fyrir Hafnarfjörð

      Til fundarins mættu, Ása Sigríður Þórisdóttir framkvæmdastjóri MsH,Linda Hilmarsdóttir formaður stjórnar MsH, Sigríður Margrét Jónsdóttir stjórnarmaður í MsH
      Dr. Friðriki Larsen lektor við Háskóla Íslands ráðgjafi MsH í verkefninu og Einar Bárðason samskiptastjóri.

      Guðlaug Kristjánsdóttir varaformaður bæjarráðs setti fundinn og stjórnaði honum.

      Rósa Guðbjartsdóttir kom á fundinn kl. 8:40 og tók við fundarstjórn.

      Fulltrúar MsH kynntu hugmyndir stofunnar um markaðsstefnumótun fyrir Hafnarfjörð.

    • 1802074 – Hafnarborg - útboð á veitingarými 2018

      Ágústa Kristófersdóttir forstöðurmaður Hafnarborgar mætti til fundarins.

      Forstöðumaður Hafnarborgar kynnti áform um veitingastað í Hafnarborg.

    • 1802110 – Skíðasvæði höfuðborgarsvæðis, áskorun um úrbætur

      Lögð fram áskorun til sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frá skíðafélögum á höfuðborgarsvæðinu um aukið samráð vegna málefna skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.

      Lagt fram.

    • 1707207 – Straumsvík 123154, endurnýjun lóðarleigusamnings

      Lagt fram erindi frá LOGOS lögmannaþjónustu dags. 13.febr. sl. Ósk um endurnýjaðan lóðarleigusamning vegna lóðarinnar “Straumsvík 123154”

      Lagt fram. Bæjarstjóra er falið að vinna áfram í málinu.

    • 1802370 – Álfholt 56C, íbúð, kauptilboð

      Lagt fram kauptilboð ásamt söluyfirliti í íbúð að Álfholti 56C.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja kaup á íbúð að Álfholti 56C, sbr. meðfylgjandi kauptilboð.

    • 1802371 – Suðurvangur 10, íbúð, kauptilboð og fylgiskjöl

      Lagt fram kauptilboð ásamt söluyfirliti í íbúð að Suðurvangi 10.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja kaup á íbúð að Suðurvangi 10, sbr. meðfylgjandi kauptilboð.

    • 1802372 – Eyrarholt 18, íbúð, kauptilboð og fylgiskjöl

      Lagt fram kauptilboð ásamt söluyfirlit í íbúð að Eyrarholti 18

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja kaup á íbúð að Eyrarholti 18, sbr. meðfylgjandi kauptilboð.

    • 1802373 – Háholt 14, íbúð, kauptilboð og fylgiskjöl

      Lagt fram kauptilboð ásamt söluyfirliti í íbúð að Háholti 14.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja kaup á íbúð að Háholti 14, sbr. meðfylgjandi kauptilboð.

    • 1802374 – Álfaskeið 80, íbúð, kauptilboð og fylgiskjöl

      Lagt fram kauptilboð ásamt söluyfirliti í íbúð að Álfaskeiði 80

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja kaup á íbúð að Álfaskeiði 80, sbr. meðfylgjandi kauptilboð.

    • 1711015 – Borgahella 13, umsókn um lóð, úthlutun, afsal

      Lagður fram tölvupóstur frá lóðarhöfum að Borgahellu 3 þar sem fram kemur að óskað er eftir að afsala sér lóðarúthlutun á lóðinni.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutun lóðarinnar nr. 3 við Borgahellu til H-Bergs ehf verði afturkölluð.

    • 1703142 – Suðurhella 9 , umsókn um lóð, úthlutun, afturköllun

      Lóðargjald sem þegar er fallið í gjalddaga hefur ekki verið greitt og er lagt til að lóðarúthlutun verði afturkölluð.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðarúthlutun verði afturkölluð.

    • 1210332 – Hjúkrunarheimili á Völlum 7, Sólvellir ses

      Lagður fram dómur Hæstaréttar sem kveðinn var upp 1. mars s.l. í málinu Sólvellir ses gegn Hafnarfjarðarkaupstað.

      Lagt fram.

    • 1802381 – Sveitarfélög, norrænt samstarf, ráðstefna í Svíþjóð

      Lagt fram til kynningar

      Lagt fram.

    • 1802434 – Ráðstefna í Bilbao júní 2018 fyrir sveitarstjórnarmenn um jafnrétti, fjölbreytileika og þátttöku allra

      Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi ísl. sveitarfélaga þar sem vakin er athygli á ráðstefnu fyrir evrópska sveitarstjórnarmenn.

      Lagt fram.

    • 1702264 – Hraunskarð 2, fjölgun íbúða

      Til umræðu.

      Fundarhlé gert kl. 10:00.
      Fundi fram haldið kl. 10:25.

      Guðlaug Kristjánsdóttir vék af fundi kl. 10:30.

      Fulltrúar Samfylkingar og VG lögðu fram svohljóðandi bókun:

      Þann 5. júlí 2016 undirrituðu Hafnarfjarðarbær og Alþýðusamband Íslands viljayfirlýsingu um uppbyggingu 150 leiguíbúða í Hafnarfirði á næstu fjórum árum. Samkvæmt fréttatilkynningu sem birtist á vef Hafnarfjarðarbæjar sama dag kemur fram að afhenda átti lóðir fyrir 60 íbúðir á árunum 2016-2017 og 90 íbúðir á árunum 2018-2019.

      Þann 12. september 2016 úthlutaði bæjarstjórn Hafnarfjarðar lóðinni Hraunskarð 2 í þetta verkefni. Í bréfi frá íbúðafélaginu Bjargi dags. 11. janúar 2018 kemur fram að skipulag lóðarinnar styðji ekki við markmið um hagkvæmni sem kveðið er á um í lögum um almennar íbúðir og er skilyrði fyrir veitingu stofnframlags. Skilmálar varðandi húsagerð og útanhúsklæðningar kalla á töluvert meira en hámarkskostnaður leyfir fyrir almennar íbúðir. Íbúðafélagið Bjarg telur því ekki mögulegt að byggja almennar íbúðir á lóðinni.

      Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna lýsa vonbrigðum með þá stöðu sem upp er komin. Hafnarfjörður var fyrsta sveitarfélagið til að gera slíkan samning í þeim tilgangi að auka framboð á leiguhúsnæði fyrir tækjulægri hópa. Nú virðist sá samningur í uppnámi, en á sama tíma er uppbygging að hefjast í Reykjavík og fleiri sveitarfélögum og er allt útlit fyrir að enn frekar tefjist uppbygging á almennu leiguhúsnæði í Hafnarfirði.

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar Framtíðar lögðu fram svohljóðandi bókun:

      Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar ítreka það sem upplýst var um á fundinum að vinna er í fullum gangi á Umhverfis- og skipulagssviði við að finna lausn á málinu.

    Fundargerðir

Ábendingagátt