Bæjarráð

22. mars 2018 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3488

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Einar Birkir Einarsson varamaður
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir varamaður

Ritari

  • Sigríður Kristinsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og bæjarlögmaður
  1. Almenn erindi

    • 1712233 – Persónuvernd, innleiðing

      Telma Halldórsdóttir lögfr. hjá Samband íslenskra sveitarfélaga mætir til fundarins.
      Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslusviði sat fundinn undir þessum lið.

      Telma Halldórsdóttir lögfræðngur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga kynnti frumvarp til laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

    • 1803111 – Frum­varp til laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga

      Lagt fram til umræða og afgreiðslu.

      Bæjarráð tekur undir fyrirliggjandi umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga, um drög að frumvarpi að nýjum lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Bæjarráð leggur sérstaka áherslu á þær athugasemdir sem lúta að því hve óheppilegt sé að umrætt frumvarp sé ekki fullbúið rétt rúmum tveimur mánuðum fyrir ætlaða gildistöku laganna. Bæjarráð telur í þessu ljósi óraunhæft að lögin taki gildi þann 25. maí nk., eins og gert er ráð fyrir. Bæjarráð tekur einnig undir og leggur sérstaka áherslu á þær athugasemdir sem lúta að fyrirhuguðu sektarákvæði laganna. Nauðsynlegt er að þessi heimild verði skoðuð ítarlega og afleiðingar slíks ákvæðis metin. Er ljóst að núverandi drög að sektarákvæði getur haft veruleg áhrif á rekstur og afkomu sveitarfélaga sem einungis mun koma niður á þjónustu til íbúa sveitarfélaganna ef á reyndi. Þá tekur bæjarráð undir og leggur áherslu á að nauðsyn þess að kostnaðarmat við undirbúning sveitarfélaganna vegna innleiðingu löggjafarinnar verði ítarlegt og vandað, enda ljóst að gríðarlegur kostnaður mun fylgja þeirri vinnu hjá sveitarfélögum. Leggur bæjarráð áherslu á að við þá vinnu verði hliðsjón höfð af þeirri vinnu sem Sambandið hefur þegar unnið í þeim efnum. Það er rétt og eðlileg krafa að vandað sé við gerð slíkrar lagasetningar.

    • 1803242 – Samgönguframkvæmdir til 2030, tillögur

      Hrafnkell Á.Proppé svæðisskipulagsstjóri mætir til fundarins.

      Bæjarstjóra falið að rýna tillögurnar frekar í samræmi við umræður á fundinum.

    • 1312019 – Hraðlest, fluglest

      Til umræðu og afgreiðslu.

      Málinu vísað til bæjarstjórnar.

    • 1801504 – Hafnarfjarðarkaupstaður, geymslur

      Til umræðu geymslur Hafnarfjarðarkaupstaðar.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera tillögur til úrbóta.

    • 1612131 – Sörlaskeið 22, ósk um lóðarstækkun

      Lögð fram beiðni lóðarhafa um ósk um lóðarstækkun í samræmi við gildandi deiliskipulag.

      Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt og Lílja Ólafsdóttir lóðaritari mættu til fundarins.

      Bæjarráð samþykkir erindið og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja stækkun á lóðinni í samræmi við gildandi deiliskipulag og að lóðarleigusamningur verði gerður miðað við stærð lóðarinnar.

    • 1803045 – Sörlaskeið 7, yfirlýsing um skipti á lóð

      Ósk um makaskipti á lóðum við Sörlaskeið þar sem lóðin Sörlaskeið 7 mun hverfa við breytingu á deiliskipulagi á athafnasvæði Sörla.

      Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt og Lílja Ólafsdóttir lóðaritari mættu til fundarins.

      Bæjarstjóra falið að hefja viðræður við lóðarhafa.

    • 1802108 – Karlar í skúrnum, erindi

      Lögð fram beiðni Rauða krossins í Hafnarfirði og Garðabæ um tímabundin afnot að Kató, Hlíðarbraut 10.

      Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu en felur bæjarstjóra að ræða við umsækjendur.

    • 1801249 – Strandgata 4, Bæjarbíó, erindi

      Lögð fram drög að breytingu á samningi um Bæjarbíó.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög og felur bæjarstjóra að ljúka málinu í samræmi við umræður á fundinum.

    • 1801248 – Félag eldri borgara í Hafnarfirði, styrkbeiðni

      Lagt fram

      Bæjarráð samþykkir að veita Félagi eldri borgara styrk í tilefni 50 ára afmælis að upphæð 700.000.- kr.

    • 1803131 – Sorpa bs, ársreikningur 2017

      Ársreikningur SORPU bs. 2017 lagður fram.

      Lagt fram.

    • 1803270 – Malarskarð 8, umsókn um lóð

      Lögð fram lóðarumsókn um lóðina Malarskarð 8. Umsækjendur Hilmar Rafn Emilsson, kt. 120986-3179 og Hrafnhildur Ágústsdóttir kt. 041188-3329 og Jón Hjörtur Emilsson kt. 150491-2159 og Emilía Ýr Jónsdóttir, kt. 281191-2099.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Malarskarði 8 verði úthlutað til Hilmars Rafn Emilssonar og Hrafnhildar Ágústsdóttur og Jóns Hjartar Emilssonar og Emilíu Ýrar Jónsdóttur.

    • 1803261 – Malarskarð 18, Umsókn um parhúsalóð

      Lögð fram lóðarumsókn um lóðina Malarskarð 18. Umsækjendur Kristinn Þór Ásgeirsson kt. 010957-2149 og Inga Kristín Guðmannsdóttir, kt. 290360-2429 og Benedikt Reynir Kristinsson kt. 251190-2599.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Malarskarði 18 verði úthlutað til Kristins Þórs Ásgeirssonar og Ingu Kristínar Guðmannsdóttur og Benedikts Reynis Kristinssonar.

    • 1803268 – Móbergsskarð 1, umsókn um lóð

      Lögð fram lóðarumsókn um lóðina Móbergsskarð 1. Umsækjendur eru Heiðdís Rún Guðmundsdóttir kt. 110892-2419 og Brynjar Darri Baldursson, kt. 150193-2659 og Guðmundur Karlsson kt. 050164-2419 og Björg Gilsdóttir kt. 290663-3859.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Móbergsskarði 1 verði úthlutað til Heiðdísar Rúnar Guðmundsdóttur, Brynjars Darra Baldurssonar, Guðmundar Karlssonar og Bjargar Gilsdóttur.

    • 1803267 – Hádegisskarð 23, umsókn um lóð

      Lögð fram lóðarumsókn um lóðina Hádegisskarð 23. Umsækjandi er Helga Björg Sigurðardóttir kt. 280771-5039.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Hádegisskarði 23 verði úthlutað til Helgu Bjargar Sigurðardóttur.

    • 1803274 – Hádegisskarð 21, umsókn um lóð

      Lögð fram lóðarumsókn um lóðina Hádegisskarð 21. Umsækjandi er Einar Þór Lárusson, kt. 281082-6049 og Hildur Hálfdanardóttir, kt. 281284-3209

      Tvær umsóknir eru um lóðina Hádegisskarð 21 og dregið er á milli umsækjenda. Nafn Einars Þórs Lárussonar og Hildar Hálfdanardóttur er dregið út.
      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að úthluta lóðinni Hádegisskarði 21 til Einars Þórs Lárussonar og Hildar Hálfdanardóttur.

    • 1803266 – Hádegisskarð 21, umsókn um lóð

      Lögð fram lóðarumsókn um lóðina Hádegisskarð 21. Umsækjandi Björn Arnar Magnússon kt. 040964-2589 og Rannveig Sigurðardóttir kt. 090667-5569.

      Tvær umsóknir eru um lóðina Hádegisskarð 21 og dregið er á milli umsækjenda. Nafn Einars Þórs Lárussonar og Hildar Hálfdanardóttur er dregið út.
      Umsækjendur sækja um til vara lóðina Hádegisskarð 11.
      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Hádegisskarði 11 verði úthlutað til Björns Arnars Magnússonar og Rannveigar Sigurðardóttur.

    • 1407042 – Bæjarstjórn, starfsumhverfi

      Tilkynning frá forsetanefnd:

      „Bæjarstjórnarfundur 28. mars næstkomandi fellur niður sökum páskaleyfis þar sem sá fundur er í miðri dymbilviku. Næsti bæjarstjórnarfundur verður 11. apríl“

    Fundargerðir

Ábendingagátt