Bæjarráð

5. apríl 2018 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3489

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi

Einnig sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

  • Guðríður Guðmundsdóttir

Einnig sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

  1. Almenn erindi

    • 1708254 – Sandskeiðslína 1, framkvæmdaleyfi, kæra mál 84/2017 - Lyklafellslína

      Kynntur úrskurður UUA, í máli nr. 84/2017.

      Fulltrúar frá Landsneti, Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri og Guðjón Axel Guðjónsson lögfræðingur, mættu til fundarins.

      Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu og Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslusviði sátu fundinn undir þessum lið.

      Funarhlé gert kl. 8:45.
      Fundi fram haldið kl. 8:51.

      Bæjarráð óskar eftir því að fulltrúar Landsnets leggi fram á næsta fundi ráðsins tímasetta áætlun um bráðabirgðaflutning á Hamraneslínu sem liggur yfir Skarðshlíð og Hamranes. Ljóst er að flutningur á háspennulínum í hverfinu þolir ekki frekari bið. Því þarf að grípa til bráðabirgðaflutnings hið fyrsta samhliða því að unnið verði að framtíðarlausn.

    • 1712233 – Persónuvernd, innleiðing

      Lagt fram minnisblað vegna nýs stöðugildis persónuverndarfulltrúa.

      Bæjarráð samþykkir að ráðinn verði persónuverndarfulltrúi til sveitarfélagsins.

    • 1702065 – Leikfélag Hafnarfjarðar, ósk um nýtt húsnæði

      Ágústa Kristófersdóttir og Andri Ómarsson mættu til fundarins.

      Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

    • 1803389 – Sólvangsvegur 3, fastanr. 222-0530, íbúð, kauptilboð og fylgiskjöl

      Lagt fram kauptilboð ásamt söluyfirliti í íbúð að Sólvangsvegi 3.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gengið verði að framlögðu kauptilboði vegna íbúðar að Sólvangsvegi 3.

    • 1803123 – Ruslatunnur á bæjarlandi

      Umhverfis- og framkvæmdaráð vísaði á fundi sínum þ. 21.mars sl. eftirfarandi erindi til bæjarráðs:
      Ruslatunnur í Hafnarfirði og umgegni um þær teknar til umfjöllunar.
      Ishmael R. David verkefnisstjóri mætti til fundarins vegna þessa máls.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir við bæjarráð að stöðugildum verði fjölgað til að tryggja viðunandi þjónustustig við losun ruslatunna á opnum svæðum bæjarins.

      Bæjarstjóra falið að skoða málið.

    • 1804029 – Staðarberg 6, húsnæðiskaup

      Lögð fram beiðni um kaup á fasteigninni við Staðarberg 6.

      Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

    • 1801249 – Strandgata 4, Bæjarbíó, erindi

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög og felur bæjarstjóra að ljúka málinu í samræmi við umræður á fundinum.

    • 1802416 – Straumur, sala fasteignar

      Bæjarstjóra falið að vinna að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

    Fundargerðir

Ábendingagátt