Bæjarráð

17. maí 2018 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3494

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir varaformaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir varamaður

Einnig sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

  • Guðríður Guðmundsdóttir

Einnig sátu fundinn Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

  1. Almenn erindi

    • 1805212 – Rekstrartölur 2018

      Rekstrarreikningur jan.-mars lagður fram.
      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætti til fundarins.

      Lagt fram.

    • 1704040 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2018 og 2019-2021

      Lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun. Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs og Guðmundur Sverrisson rekstrarstjóri á fjármálasviði mættu til fundarins.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlagðan viðauka við fjárhagsáætlun.

    • 1712270 – Bæjarráð, styrkir 2018

      Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir. Úthlutun styrkja.

      Andri Ómarsson verkefnastjóri mætti til fundarins.

      Bæjarráð úthlutar styrkjum til eftirfarandi:

      Halldórs Árna Sveinssonar – Mannlíf og menning í Hafnarfirði frá 1980 til vorra daga varðveitt í hljóð- og kvikmyndatökum, 450.000.- kr.

      Páls Eyjólfssonar – Hjarta Hafnarfjarðar 2018, 400.000.- kr.

      Hafnarfjarðardeildar RKÍ – Konumorgnar og opið hús fyrir fjölskyldur, 400.000.- kr.

    • 1805016 – Kvikmyndagerð, styrkbeiðni

      Lögð fram styrktarbeiðni frá Steinboga kvikmyndagerð, heimildamyndin “Monument”

      Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu en bendir á að auglýst verði eftir umsóknum um menningarstyrki næsta haust.

    • 1801455 – Knattspyrnufélagið Haukar, knatthús, erindi

      Lögð fram drög að viljayfirlýsingu milli Hafnarfjarðarkaupstaðar og Knattspyrnufélagsins Hauka.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi viljayfirlýsingu með áorðnum breytingum.

      Guðlaug Kristjánsdóttir, óháður bæjarfulltrúi, leggur fram svohljóðandi bókun:

      Skjól fyrir knattspyrnuiðkun barna á Ásvöllum er þarft verkefni hvort sem horft er til skipulags, umferðar, umhverfis, lýðheilsu eða fjölskylduvænna þátta. Samþykki mitt á forgangsröðun ÍBH sem grundvelli fyrir uppbyggingu íþróttamannvirkja í bænum byggir á því að sú tímaáætlun sem henni fylgdi gangi eftir, meðal annars hvað byggingu knatthúss á Ásvöllum varðar. Mikilvægt er að uppbygging íþróttamannvirkja sé unnin á ábyrgan hátt í samvinnu bæjaryfirvalda og íþróttahreyfingarinnar í heild.

      Áheyrnarfulltrúi Vinstri Grænna leggur fram svohljóðandi bókun:

      Í ljósi þess að aðeins eru nokkrir dagar til kosninga er gerð alvarleg athugasemd við framlagningu yfirlýsingar af þessu tagi af hálfu meirihluta. Að ætla að koma núna fram þegar nokkrir dagar eru eftir af kjörtímabilinu og samþykkja viljayfirlýsingu þar sem fram koma loforð fram í tímann, sem engin innistæða er fyrir finnst mér einfaldlega vera pólitík sem ég get ekki tekið þátt í og virðist ekki hafa annan tilgang en að stilla fólki upp sem annaðhvort fylgjendur eða andstæðingar uppbyggingar í íþróttamálum. Ég tel að fjárhagur sveitarfélagsins ráði ekki við byggingar á tveimur knatthúsum á sama tíma án þess að taka fyrir framkvæmdunum lán. Hér er ekki um annað að ræða en innantóm loforð enda ekkert í hendi með úrslit kosninga.

      Fulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi bókun:

      Langtímafjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar gerir ráð fyrir tiltekinni upphæð til uppbyggingar íþróttamannvirkja á grunni forgangsröðunar ÍBH. Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar hafa óskað eftir faglegri umsögn og greinargóðum upplýsingum um fjárhagslegar forsendur þessara verkefna í samræmi við fyrirspurnir sem lagðar voru fram á fundinum. Mikilvægt er að uppbygging íþróttamannvirkja sé unnin á ábyrgan hátt og forsendur sem gefnar eru í fjárhagsáætlun haldi.

    • 1612120 – Barnvænt samfélag, vottun

      Lögð fram drög að erindisbréfi.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf.

    • 1804363 – Lindarhvammur 8, sala eignarhluta

      Lagður fram kaupsamningur um sölu á eignahluta bæjarfélagsins í Lindarhvammi 8, efri hæð til meðeigenda.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi kaupsamning vegna Lindahvamms 8 og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.

    • 1606047 – Norðurhella 3, lóðarumsókn

      Lögð fram lóðarumsókn Aqua Angels um lóðina Norðurhella 3.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Norðurhellu 3 verði úthlutað til Aqua Angels ICELAND ehf.

    • 1805240 – Stuðlaskarð 2H, lóðarumsókn

      Lögð fram umsókn Vatnsveitu Hafnarfjarðar um lóðina Stuðlaskarð 2H fyrir vatsndælustöð.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Stuðlaskarði 2H verði úthlutað til Vatnsveitu Hafnarfjarðar.

    • 1803261 – Malarskarð 18, umsókn um parhúsalóð, úthlutun, afsal

      Lagður fram tölvupóstur frá lóðarhöfum að Malarskarði 18 þar sem fram kemur að þau óska eftir að afsala sér lóðarúthlutun á lóðinni.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutun lóðarinnar nr. 18 við Malarskarð til Kristins Þórs Ásgeirssonar verði afturkölluð.

    • 1708302 – Vikurskarð 8, lóðarumsókn, úthlutun, afsal

      Lagður fram tölvupóstur frá lóðarhöfum að Víkurskarði 8 þar sem fram kemur að þau óska eftir að afsala sér lóðarúthlutun á lóðinni.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutun lóðarinnar nr. 8 við Víkurskarð til Guðlaugs Kristbjörnssonar verði afturkölluð.

    • 1804372 – Einhella 11, umsókn um lóð, úthlutun, afsal

      Lagður fram tölvupóstur frá lóðarhafa að Einhellu 11 þar sem fram kemur að hann óskar eftir að afsala sér lóðarúthlutun á lóðinni.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutun lóðarinnar nr. 11 við Einhellu til Blikaáss ehf. verði afturkölluð.

    • 1706134 – Skarðshlíð íbúðafélag, húsnæðissjálfseignarstofnun

      Bæjarstjóri gerir grein fyrir málinu.

      Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu og Guðmundur Sverrisson rekstrarstjóri á fjármálasviði sátu fundinn undir þessum lið.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að komi til þess að stofnstyrkur verði ekki hækkaður ábyrgist bærinn greiðslu á mismun á stofnstyrk frá Íbúðalánasjóði skv. nýrri reglugerð og eldri reglugerð að upphæð 5.483.000.-. Komi til þessa verður gerður viðauki.

      Fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar leggja fram svohljóðandi bókun:

      Bæjarfulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar fagna stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar Hafnarfjarðarbæjar. En hörmum að meirihlutinn hafi ekki tekið undir tillögu okkar sem lögð var fram þann 29. mars 2017. Um óhagnaðardrifið leigufélag fyrir almenning sem sæi um byggingu íbúða sem standa öllum almenningi til boða til leigu án tillits til efnahags eða annarra aðstæðna, gegn leigugjaldi sem miðast við afborganir, vexti af lánum, vaxtakostnað, almenns rekstrarkostnaðar og annars kostnaðar af íbúðinni.

    • 1803045 – Sörlaskeið 7, yfirlýsing um skipti á lóð

      Lagt fram samkomulag um skipti á lóðum.

      Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs mætti á fundinn.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samkomulag um skipti á lóðum og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

    • 1804509 – Kaldárselsvegur 121309, Hlíðarendi

      Farið yfir stöðu málsins.

      Sigurður Haraldsson sviðsstjóri mætti á fundinn.

      Bæjarstjóra falið að fara í viðræður við hesthúsaeigendur í samræmi við umræður á fundinum.

    • 1604501 – Skarðshlíð 2. áfangi, deiliskipulag

      Lagt fram svar við fyrirspurn frá fulltrúum Samfylkingar og Vinstri grænna á fundi bæjarráðs 3.maí sl.

      Lagt fram svar við fyrirspurn frá fulltrúum Samfylkingar og Vinstri grænna á fundi bæjarráðs 3. maí sl.

    • 1805342 – Kynningarblað Fréttablaðsins 15.maí 2018

      Lagt fram minnisblað.

      Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri Grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

      Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna gera alvarlegar athugasemdir við að Hafnarfjarðarbær hafi borgað fyrir opnuviðtal við oddvita Sjálfstæðisflokksins í dagblaði svo stuttu fyrir kosningar. Það er ekki eðlilegt að fjármunir almennings séu notaðir með þessum hætti til að styðja við kosningabaráttu eins stjórnmálaflokks. Slík meðferð á almannafé er fullkomlega óeðlileg og getur ekki talist siðferðislega rétt.

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi bókun:

      Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka að Fréttablaðið átti frumkvæði að því að Hafnarfjarðarbær tæki þátt í kynningarblaði þess um bæjarfélagið. Óskað var eftir ummælum frá formanni bæjarráðs inn í jákvæða umfjöllun um miðbæinn og blómlega starfsemi, eins og svo oft áður. Ummælin voru almenns eðlis um málefni sem ríkt hefur samstaða um. Að öðru leyti var framsetning efnisins alfarið í höndum Fréttablaðsins eins og kemur fram í meðfylgjandi minnisblaði.

    • 1805373 – Opnar fyrirspurnir til bæjarstjóra vegna uppbyggingar íþróttamannvirkja

      Adda María Jóhannsdóttir leggur fram fyrir hönd fulltrúa Samfylkingar eftirfarandi fyrirspurnir til bæjarstjóra:

      Í ljósi umfjöllunar um byggingu nýrra íþróttamannvirkja í Hafnarfirði, m.a. byggingu tveggja nýrra knatthúsa óska bæjarráðfulltrúar Samfylkingarinnar eftir því að bæjarstjóri leggi fyrir ráðið faglega umsögn og skýrar og greinargóðar upplýsingar um fjárhagslegar forsendur þessara verkefna.

      1. Hvað er gert ráð fyrir miklu fjármagni til byggingar knatthúss í Kaplakrika í fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árin 2018-2021 og hvar í áætlunni þær fjárveitingar er að finna?
      2. Hvað er gert ráð fyrir miklu fjármagni til byggingar knatthúss á Ásvöllum í fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árin 2018-2021 og hvar í áætlunni þær fjárveitingar er að finna?
      3. Miðað við óbreyttar forsendur fyrirliggjandi fjárhagsáætlunar, hvenær má gera ráð fyrir að framkvæmdir við knatthúss á Ásvöllum geti hafist og hvenær má gera ráð fyrir að þeim verði lokið?
      4. Hafa fyrrgreind verkefni verið kostnaðarmetin af hálfu Hafnarfjarðarbæjar og ef svo er, hver er áætlaðar heildarkostnaður vegna þessara tveggja framkvæmda?
      5. Í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir árin 2018-2021, er þar gert ráð fyrir fjárveitingu vegna byggingar reiðhallar á íþróttasvæðii Hestamannafélagsins Sörla og ef svo er, hversu há er sú fjárveiting á hvaða árabili er gert ráð fyrir þeim framkvæmdum?
      6. Er gert ráð fyrir fjármögnun annarra nýframkvæmda á sviði íþróttamála í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir árin 2018-2021 og ef svo er, til hvaða verkefna og hvert er áætlað fjárhagslegt heildarumfang þeirra?
      7. Í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir árin 2018-2021, hvað er gert ráð fyrir miklu fjármagni til viðhalds og stærri endurbóta á núverandi íþróttamannvirkjum í Hafnarfirði, þar með talið til endurbóta (eða endurbyggingar) á sundlaugum bæjarins og hvenær er gert ráð fyrir að þær framkvæmdir muni eiga sér stað?

      Í ljósi þess að stutt er í kosningar og mikilvægt er að íbúar bæjarins hafi réttar upplýsingar um þau málefni sem eru til umfjöllunar förum við fram á að bæjarstjóri taki þessar upplýsingar saman svo fljótt sem auðið er verði þær gerðar opinberar í kjölfarið.

    Fundargerðir

    • 1801608 – Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2018

      Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 30.apríl sl.

    • 1802034 – Samband ísl. sveitarfélaga, fundargerðir 2018

      Lögð fram fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27.apríl sl.

    • 1801244 – Sorpa bs, fundargerðir 2018

      Lögð fram fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 4.maí sl.

    • 1801326 – Stjórn SSH, fundargerðir 2018

      Lögð fram fundargerð stjórnar Sambands ísl.sveitarfélaga frá 7.maí sl.

    • 1801243 – Strætó bs, fundargerðir 2018

      Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 4.maí sl.

Ábendingagátt