Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6
Einnig sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslusviði.
Lagt fram erindi frá Fimleikafélaginu Björk dags. 31.ágúst sl. varðandi húsnæðismál félagsins. Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi mætti til fundarins.
Bæjarráð leggur áherslu á að húsnæðismál Fimleikafélagsins Björk og Dansíþróttafélags Hafnarfjarðar verði leyst hið fyrsta. Erindinu vísað til ÍTH og umhverfis- og framkvæmdaráðs.
Lagður fram samningur við Capacent vegna stjórnsýsluúttektar.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning og felur bæjarstjóra að undirrita hann.
Lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun.
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka við fjárhagsáætlun og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Breyting á skipan starfshóps.
Bæjarráð samþykkir að Sveinn R. Reynisson taki sæti í starfshópnum í stað Ljósbrár Baldursdóttur.
Fulltrúi Bæjarlista leggur fram svohljóðandi bókun og fyrirspurn: Undirrituð sendi sviðstjóra stjórnsýslu, bæjarlögmanni, erindi þann 23. ágúst síðastliðinn, sem hér segir:
23. ágúst kl. 08:34: Góðan daginn, óska eftir upplýsingum um það hvenær nákvæmlega (dagsetning) 100 milljónir króna voru greiddar til Fimleikafélags Hafnarfjarðar, sem fjallað var um í viðauka í bæjarstjórn í gær. kkv gk
Því var svarað á þennan veg síðar sama dag: Sæl Guðlaug, Á fundi Kaplakrikahóps þann 16. ágúst s.l. var samþykkt að greiða kr. 100 millj. til Fimleikafélags Hafnarfjarðar skv. rammasamkomulagi milli Hafnarfjarðar og FH og var greiðslan innt af hendi í lok þess dags. Með kveðju, Rósa Steingrímsdóttir Sigríður Kristinsdóttir
Framhaldsfyrirspurn var send stuttu síðar sama dag: Takk. Á félagið FH semsagt? Og í hvað var féð notað? Hvað var verðið á dúknum finnska? Var þetta hluti af kaupverði húss? Hvar er þá sá kaupsamningur? Óska eftir fundargerð hópsins. Og annað: hvernig stendur á því að endurskoðandi bæjarins er orðinn hluti af framkvæmdavaldi bæjarins? Hver á að endurskoða þessa gjörninga? Gk
Fimm dögum síðar barst eftirfarandi svar: 28. ágúst kl. 11:52 Sæl Guðlaug, Fyrirspurn þín er móttekin. Verið er að vinna að svari við henni.
bkv Sigr. Kristinsdóttir
Í dag er 13. september og enn liggur ekki fyrir svar frá bæjarlögmanni, sviðstjóra stjórnsýslu, við þessum fyrirspurnum. Hér í dag er því svarað að upplýsingar verði lagðar fram á næsta fundi starfshóps, sem hingað til hefur ekki skilað frá sér fundargerðum. Ég undrast þennan vandræðagang, að Hafnarfjarðarbær geti ekki lagt fram gögn eða staðfest eigin embættisfærslur með skjölum. Það eitt og sér er slæmt, að þriðja stærsta sveitarfélag landsins geti ekki aflað gagna um eigin stjórnsýsluframkvæmdir. Ef það er hins vegar ekki skýringin á þessum drætti á svörum, þá er hér um afar ámælisverða leyndarhyggju að ræða, sem er til þess fallin að skapa vantraust og tortryggni á þessum viðskiptum öllum. Undirrituð óskar staðfestingar hér í dag á því að ekki liggi fyrir fundargerðir Kaplakrikahóps, með öðrum orðum að ekki sé vitað hvað fram fór á fundum hans í síðasta mánuði. Einnig óska ég að það sé staðfest sem fram kom í umræðum í bæjarráði í dag, að bæjarstjóri og formaður bæjarráðs viti ekki hvernig þeim 100 milljónum sem greiddar voru til FH þann 16. ágúst var varið og geti ekki fengið þær upplýsingar frá viðskiptaaðilanum, nema gegnum fundarsetu í Kaplakrikahópi. Vakin er athygli á því að enginn aðalbæjarfulltrúi á sæti í umræddum starfshópi, sem bendir þá til þess að kjörnir fulltrúar geti ekki fengið upplýsingar um málið með beinum hætti.
Í samþykktum Hafnarfjarðarbæjar segir, um rétt bæjarfulltrúa á upplýsingum: Vegna starfa sinna í bæjarstjórn á sérhver bæjarfulltrúi rétt á að kynna sér gögn og upplýsingar sem fyrir liggja í stjórnsýslu sveitarfélagsins og varða málefni sem komið geta til umfjöllunar í bæjarstjórn. Beiðni um slíkt skal beint skriflega til skjalastjóra og/eða viðkomandi sviðsstjóra sveitarfélagsins. Tiltaka skal í beiðninni hvaða gögnum óskað er eftir og/eða um hvaða málefni þau fjalla. Miða skal við að aðgangur sé veittur innan 5 daga frá móttöku beiðninnar. Ef gögn eru undanþegin upp¬lýs¬inga¬rétti almennings hefur bæjarfulltrúi heimild til að kynna sér þau á skrifstofu sveitarfélagsins en hefur ekki heimild til að taka af þeim afrit eða fara með þau af skrifstofu sveitar¬félagsins. Í þeim tilvikum þegar bæjarfulltrúi óskar eftir ákveðnum upplýsingum sem krefjast sérstakrar vinnu starfsmanna, svo sem úttektir eða útreikningar, ber bæjarfulltrúa að bera fram skriflega fyrirspurn í viðkomandi ráði eða snúa sér til bæjarstjóra eða viðkomandi sviðsstjóra. Undirrituð gerir alvarlegar athugasemdir við þá meðferð sem fyrirspurn, sem send er eftir réttum boðleiðum, á sviðstjóra stjórnsýslu og lögð fram í bæjarráði, fær, eins og liggur fyrir hér. Það er fullkomlega óviðunandi að svörum við fyrirspurnum kjörins fulltrúa sé vísað á starfshóp, hvað þá þegar starfshópurinn hefur ekki lagt fram fundargerðir um störf sín.
Guðlaug S Kristjánsdóttir bæjarfulltrúi Hafnarfjarðarbæ
Fulltrúar Samfylkingar, Bæjarlista og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun: Bæjarfulltrúar Samfylkingar, Bæjarlista og Viðreisnar gera alvarlegar athugasemdir við þau ítrekuðu brot á rétti til aðgengis að upplýsingum sem fulltrúar flokka sem sitja í minnihluta í bæjarstjórn hafa orðið fyrir í þeim málum er varða framkvæmdir í Kaplakrika. Á seinasta fundi bæjarráðs voru lagðar fram fyrirspurnir m.a. um greiðslu 100 milljóna króna úr bæjarsjóði án samráðs eða fjárheimilda og ósk um aðgengi að fundargerðum starfshópsins sem að sögn samþykkti greiðsluna. Eftir að hafa þurft að ítreka beiðnina um að þessum fyrirspurnum væri svarað hafa loks verið lögð fram svör sem eru ófullnægjandi og ekki annað hægt en gera við þau formlegar athugasemdir. Það er algjörlega óásættanlegt að umbeðnum gögnum sé haldið frá kjörnum fulltrúum og formlegum fyrirspurnum ekki svarað. Á grundvelli 28. gr. sveitarstjórnarlaga sem kveður á um rétt kjörinna fulltrúa að gögnum krefjumst við þess að fundargerðir starfshóps um framkvæmdir í Kaplakrika verði birtar án frekari tafa. Einnig förum við fram á tafarlaus svör við fyrirspurn okkar varðandi það hvenær nákvæmlega 100 milljónir króna voru greiddar til Fimleikafélags Hafnarfjarðar og í hvað féð hafi verið notað. Það er fullkomlega óeðlilegt að bæjarfulltrúum sé ekki gerð grein fyrir greiðslu slíkrar upphæðar þegar skýrt er í erindisbréfi starfshópsins að óheimilt sé að stofna til kostnaðar án samþykkis bæjarráðs eða að fjárheimildir séu fyrir útgjöldunum. Það er í okkar huga alvarlegt þegar slíkar fjárhæðir eru greiddar út af reikningi bæjarins til þriðja aðila án alls samráðs. Það er enn alvarlegra að bæjarstjóri neiti síðan að svara fyrirspurnum eða veita kjörnum fulltrúum aðgengi að gögnum sem hljóta að teljast mikilvæg í allri málsmeðferðinni.
Fulltrúar meirihluta leggja fram svohljóðandi bókun: Mörgum fyrirspurnum minnihlutans hefur þegar verið svarað og ýmsu öðru var svarað á fundi bæjarráðs nú í morgun. Annað þarf lengri tíma en það stendur ekki annað til en að svara öllum þeim fyrirspurnum sem til okkar koma. Við bendum einfaldlega á fundargerðir bæjarstjórnar og bæjarráðs þessu til staðfestingar. Bæjarstjóri og formaður bæjarráðs vísa fullyrðingum sem koma fram í bókun Guðlaugar Kristjánsdóttir áheyrnafulltrúa á bug. Verið er að leggja undirrituðum orð í munn varðandi 100 milljóna króna greiðslu. Það er ámælisvert að túlka umræður á lokuðum fundi með slíkum hætti og áskiljum við okkur rétt til að leita til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins vegna þessara vinnubragða.
Fulltrúi Bæjarlista leggur fram svohljóðandi bókun: Undirrituð biðst afsökunar á því ef bókun hennar er túlkuð sem svo að verið sé að leggja fulltrúum orð í munn á lokuðum fundi. Til að fyrirbyggja að orð séu hér lögð í munn er hér með spurt og óskað svars í bókun: Vita bæjarstjóri og formaður bæjarráðs í hvað 100 milljón króna greiðslu til FH þann 16. ágúst var varið? Sé svo, er óskað eftir að gerð sé grein fyrir því. Hafa fulltrúar meirihlutans séð fundargerðir frá Kaplakrikahópi, eða þá drög að slíkum? Með öðrum orðum, hvernig vita þau hvað fór þar fram? Verði fyrirspurn send til ráðuneytis um þessi samskipti, óskar undirrituð eftir því að mat verði lagt á ferlið við svörun fyrirspurnar undirritaðrar, fyrst til sviðstjóra og svo í bæjarráði.
Fulltrúar meirihluta leggja fram svohljóðandi bókun: Meirihluti bæjarráðs vísar í fyrri bókun undir sama lið og ítrekar að öllum fyrirspurnum verður svarað ásamt viðeigandi gögnum þegar þau hafa fengið sína eðlilegu meðferð.
Fulltrúi Miðflokks leggur fram svohljóðandi bókun: Bæjarfulltrúi Miðflokksins harmar hvernig mál hafa þróast milli fulltrúa Bæjarlistans, Víðreisnar og Samfylkingar annars vegar og Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og óháðra hinsvegar er varðar byggingu nýs knatthúss á Kaplakrika. Það er metnaðarfull ákvörðun hvers sveitarfélags að byggja íþróttamannvirki og ætti það því að vera gleðiefni. Algjör gjá hefur myndast milli þessara fylkinga í málinu sem leitt hefur til þess að öll samskipti i málinu eru orðin stirð og ekki til þess fallin að vera málinu til framdráttar.
Lögð fram umsókn frá Járn og Blikk ehf, kt. 651191-1069, um atvinnuhúsalóðina að Gjáhellu 9.
Tvær umsóknir liggja fyrir um lóðina Gjáhellu 9. Lögmaður á stjórnsýslusviði dró úr umsóknum á fundinum og upp kom umsókn Járns og Blikks ehf. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Gjáhellu 9 verði úthlutað til Járns og Blikks ehf.
Lögð fram umsókn Fjarðarafls ehf, kt. 560418-0940 um atvinnuhúsalóðina að Gjáhellu 9.
Lögð fram umsókn um einbýlishúsalóðina Malarskarð 22. Umsækjendur eru Sylwester Malinowski kt. 201272-2389 og Ewa Malinowska kt. 270472-2229.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Malarskarði 22 verði úthlutað til Sylwester Malinowski og Ewu Malinowska.
Lögð fram umsókn Fitjaborgar ehf kt.521288-1409 um atvinnuhúsalóðina að Suðurhellu 9.
Bæjarráð leggur til bið bæjarstjórn að lóðinni Suðurhellu 9 verði úthlutað til Fitjaborgar ehf.
Lögð fram umsókn um frá Strók ehf, kt. 580788-1739 um atvinnuhúsalóðina að Einhellu 1.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Einhellu 1 verði úthlutað til Stróks ehf.
5.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 11.september sl. Valur Sveinbjörnsson sækir um stækkun lóðarinnar Kirkjuvegur 8b, L121380, um 19,5m2 fyrir hönd meðeigenda Enoks Sveinbjörnssonar, Halldóru S. Hafsteinsdóttur og Guðrúnar A. Guðmundsdóttur.
Skipulags- og byggingarráð tekur undir framlagða umsögn arkitekts vegna lóðarstækkunar við Kirkjuveg 8b og samþykkir fyrirhugaða lóðarstækkun og vísar erindinu til afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja stækkun á lóðinni Kirkjuvegi 8b.
Lagt fram kauptilboð ásamt söluyfirliti í íbúð að Bjarkarvöllum 1A
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja kaup á íbúð að Bjarkarvöllum 1A, sbr. meðfylgjandi kauptilboð.
Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 5.september sl.
Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 6.september sl.
Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 30.ágúst sl.