Bæjarráð

25. september 2018 kl. 14:00

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3503

Mætt til fundar

 • Ágúst Bjarni Garðarsson formaður
 • Kristinn Andersen varaformaður
 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
 • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður
 • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi

Auk þess sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

 • Guðríður Guðmundsdóttir

Auk þess sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

 1. Almenn erindi

  • 1604079 – Húsnæðisstefna

   Fjölskylduráð vísaði á fundi sínum þ. 14.sept. sl. drögum að húsnæðisstefnu til kynningar og umsagnar í bæjarráð.
   Guðmundur Pálsson hjá ráðgjafarsviði KPMG ehf. mætti til fundarins.

   Lagt fram til umsagnar. Bæjarráð leggur til að endurskipað verði í starfshóp á næsta fund bæjarráðs til að ljúka við gerð húsnæðisáætlunar.

  • 1809386 – Lífsgæðasetur St. Jó.

   Eva Rún Michelsen verkefnastjóri mætir til fundarins.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1809363 – Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2018

   Lagt fram bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga dags.18.sept.sl. þar sem boðað er til fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 11.og 12.október nk.

   Lagt fram.

  • 1809362 – Sorpa bs., gas- og jarðgerðarstöð, lánveiting

   Lagt fram erindi frá stjórn SORPU bs., dags.12.sept.sl. þar sem óskað er eftir formlegri samþykkt sveitarstjórna vegna lántöku.

   Bæjarráð samþykkir bókun stjórnar SORPU bs. dags. 12. september 2018 vegna lántöku upp á 750 milljónir hjá Lánasjóði sveitarfélaga vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar og leggur til við bæjarstjórn að “samþykkja lántöku SORPU bs upp á kr. 750 milljónir hjá Lánasjóð sveitarfélaga vegna bygingar gas- og jarðgerðarstöðvar, sbr. bókun stjórnar SORPU bs frá 12.september s.l. sbr. framlagðan lánasamning.”

  • 1801099 – Kaplakriki, framkvæmdir

   Lagt fram svar við fyrirspurn. Lagður fram svarpóstur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs til bæjarfulltrúa Guðlaugar Svölu Steinunnar Kristjánsdóttur við fyrirspurnum hennar.
   Lagðar fram fundargerðir Kaplakrikahóps frá 16. og 22.ágúst sl. og 21.sept. sl.

   Guðlaug Kristjánsdóttir fulltrúi Bæjarlista leggur fram svohljóðandi bókun:
   Í dag, 25. september 2018 hafa verið lagðar fram 3 fundargerðir Kaplakrikahóps, frá 16. ágúst, 22. ágúst og 21. september sl.
   Fundargerðirnar staðfesta að ekki liggur fyrir verðmat á þeim byggingum sem til stendur að bærinn taki yfir frá FH (og á þegar að hluta), enda bókað þann 21. sept að gera þurfi verðmat sem fyrst. Upphæðin í rammasamkomulaginu virðist því einungis styðjast við framsettan byggingarkostnað í áætlun FH (rétt ríflega það reyndar).
   Fram kemur að byggingarleyfi fyrir framkvæmdinni er útrunnið og að þann 21. sept er ný umsókn í vinnslu.
   Þann 21. september er bókað að rætt hafi verið um hvernig hægt sé að mæla framvindu verksins, en í erindisbréfi hópsins er kveðið á um að greiðslur skuli inntar af hendi í samræmi við fjárhagsáætlun bæjarins og framvindu verksins.
   Samþykktar hafa verið greiðslur upp á 170 milljónir króna, þó ekki liggi fyrir hvernig mæla skuli framvinduna og byggingarleyfi liggi ekki fyrir.

   Adda María Jóhannsdóttir fulltrúi Samfylkingar leggur fram svohljóðandi bókun:
   Fulltrúi Samfylkingar fagnar því að fundargerðir Kaplakrikahóps séu loks birtar og kynntar í bæjarráði. Nú er ljóst að hópurinn hefur fundað a.m.k. þrisvar, þann 16. og 22. ágúst og 21. september sl. Óskað er eftir formlegum skýringum á því hvers vegna fundargerðir hafa ekki verið birtar eða kynntar í bæjarráði fyrr en nú, þegar ljóst er skv. erindisbréfi að hópurinn starfar í umboði bæjarráðs og fjárheimildir skuli vera fyrir útgjöldum. Í ljósi upplýsingaskyldu, er einnig óskað formlegra skýringa á því hvers vegna legið hefur verið á þessum gögnum í margar vikur, annars vegar út frá markmiðum um ábyrgð, traust og gagnsæi sem sett eru fram í upplýsingastefnu Hafnarfjarðarbæjar og hins vegar gagnvart bæjarfulltrúum þegar skýrt er kveðið á um aðgengi bæjarfulltrúa að gögnum í 1. gr. verklagsreglna, sem og 20. gr. samþykkta um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaða og 28. gr. sveitarstjórnarlaga.
   Einnig er farið fram á að að verkáætlanir og mat á framvindu verks sem vísað er til í fundargerðum séu birtar með fundargögnum. Eins að þeir samningar sem fundargerðir vísa til séu settir undir fylgigögn með málinu.
   Þá er óskað formlegara svara við því hvað í erindisbréfi Kaplakrikahópsins gefi tilefni til að áætla að hópurinn hafi heimildir til að greiða út úr bæjarsjóði, fyrst 100 milljónir og nú 70 milljónir skv. fundargerð frá 21. september sl.

  • 1809428 – Fasteignagjöld, álagning á atvinnuhúsnæði, erindi

   Lagt fram bréf frá félagi atvinnurekenda dags. 19.sept. sl. vegna álagningu fasteignagjalda á atvinnuhúsnæði.

  • 1809298 – Tækniskólinn, nýbygging, erindi

   Tekið fyrir erindi frá Tækniskóla dags. 10.sept sl. um fyrirhugaða nýbyggingu Tækniskólans.

   Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.

   Adda María Jóhannsdóttir fulltrúi Samfylkingar leggur fram svohljóðandi bókun:
   Fulltrúi Samfylkingar leggur áherslu að leitað verði allra leiða til að halda uppi öflugu iðnnámi í Hafnarfirði.

  • 1708672 – Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar, húsnæði, erindi

   Lagt fram erindi frá Bandalagi kvenna í Hafnarfirði dags. 19.sept.sl. varðandi húsnæðisaðstöðu Mæðrastyrksnefndar.

   Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.

  • 1710601 – Hellubraut 5 og 7, dómsmál

   Lagt fram til kynningar. Dómi héraðsdóms Reykjaness hefur verið áfrýjað til Landsbréttar.

  • 1809328 – Reykjavíkurvegur 60, Ölhúsið, tímabundið áfengisleyfi

   Beiðni um umsögn um tímabundið áfengisleyfi laugardaginn 6. október 2018 kl. 12:00 til 06:00 fyrir Ölhúsið Reykjavíkurvegi 60 vegna beinnar útsendingar frá UFC í Bandaríkjunum.

   Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu tímabundins áfengisleyfis til Ölhússins Reykjavíkurvegi 60 þann 6. október n.k. frá kl. 12:00 til 06:00.

  • 1809013F – Hafnarstjórn - 1533

   Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 19.sept.sl.

  Fundargerðir

  • 1801244 – Sorpa bs, fundargerðir 2018

   Lögð fram fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 12.sept.sl.

  • 1809299 – Sorpa bs, eigendafundir, fundargerðir 2018

   Lögð fram fundargerð 13.eigendafundar SORPU bs. frá 3.sept.sl.

  • 1809300 – Strætó bs, eigendafundir,fundargerðir 2018

   Lögð fram fundargerð 15.eigendafundar Strætó bs. frá 3.sept.sl.

  • 1801326 – Stjórn SSH, fundargerðir 2018

   Lögð fram fundargerð stjórnar SSH frá 3.sept.sl.

Ábendingagátt