Bæjarráð

9. október 2018 kl. 14:00

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3504

Mætt til fundar

  • Ágúst Bjarni Garðarsson formaður
  • Kristinn Andersen varaformaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi

Auk þess sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

  • Ívar Bragason Lögmaður á stjórnsýslusviði

Auk þess sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

  1. Almenn erindi

    • 1506568 – Sólvangur, hjúkrunarheimili á Sólvangssvæði

      Lagt fram til kynningar bréf frá Velferðarráðuneytinu dags. 3.okt. sl.um fjölgun hjúkrunarrýma í gamla Sólvangshúsinu.

      Bæjarráð fagnar ákvörðun um fjölgun hjúkrunarrýma á Sólvangi.

    • 1809475 – Sveitarfélög, lögmæt verkefni

      Lagt fram yfirlit frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu um lögmæt verkefni sveitarfélaga.

    • 1712233 – Persónuvernd, innleiðing

      Lagt fram til kynningar bréf frá Þjóðskjalasafni Íslands dags. 16.ágúst sl.

    • 1704040 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2018 og 2019-2021

      Lagt fram svar við fyrirspurn sem lögð var fram í bæjarráði 25.sept. sl. Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri mætir til fundarins.

    • 1809463 – Öldungaráð

      Lagt fram svar við fyrirspurn frá 25. sept. s.l.

    • 1801099 – Kaplakriki, framkvæmdir

      Lagðar fram fundargerðir Kaplakrikahóps frá 25. sept. og 2. okt. og svar við fyrirspurn frá 25. sept.sl.

      Bókun Öddu Maríu Jóhannsdóttur:

      Undirrituð þakkar framlagningu þeirra gagna sem óskað var eftir á seinasta fundi. Varðandi svör við birtingu fundargerða óskast bókað: Skrifleg svör hafa ekki verið lögð fram varðandi það hvers vegna fundargerðir Kaplakrikahóps biðu birtingar og samþykkis bæjarráðs um margra vikna skeið. Frá því að fyrsti fundur var haldinn liðu sex vikur þar til fundargerðin var birt í bæjarráði. Það er einkum markvert fyrir þær sakir að strax á þeim fundi var samþykkt 100 milljón króna greiðsla úr bæjarsjóði í verkefnið. Minnt er á að Kaplakrikahópurinn er starfshópur sem enginn bæjarfulltrúi á sæti í og getur því ekki haft ráðstöfunarrétt á bæjarstjóði, enda heyrir hann samkvæmt erindisbréfi undir Bæjarráð.

      Adda María Jóhannsdóttir

    • 1809511 – Daggarvellir, 4b, fastanr. 226-8694, kauptilboð

      Lagt fram kauptilboð í íbúð að Daggarvöllum 4b.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi kauptilboð sveitarfélagsins í íbúð að Daggarvöllum 4b og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.

    • 1809092 – Malarskarð 22, umsókn um lóð,afsal

      Lagður fram tölvupóstur frá lóðarhöfum að Malarskarði 22 þar sem fram kemur að óskað er eftir að afsala sér lóðarúthlutun á lóðinni.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi ósk lóðarhafa um að þau afsali sér lóðaúthlutun og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.

    • 1610306 – Öldugata 45, lóðarumsókn, úthlutun

      Lagt fram bréf frá Þroskahjálp dags. 9.jan.sl. ósk um skil á lóðinni Öldugötu 45 fyrir íbúðakjarna.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi ósk lóðarhafa á lóðinni Öldugötu 45 um að hann afsali sér lóðaúthlutun og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.

      Bæjarfulltrúi Bæjarlistans óskar bókað:

      Minnt er á tillögu undirritaðrar frá bæjarstjórnarfundi 20. júni, svohljóðandi: “Stefnumótun í búsetumálum fatlaðra Farið verði í heildstæða stefnumótun í samráði við notendur um framtíðarfyrirkomulag búsetumála fatlaðs fólks í sveitarfélaginu, meðal annars með tilliti til þjónustu í eigin húsnæði. Farið verði yfir kosti og galla ólíkra búsetuúrræða og þarfagreining gerð á hverju úrræði fyrir sig. Niðurstöður vinnunnar verði hluti af húsnæðisstefnu Hafnarfjarðarbæjar, sem nú er í vinnslu.”
      Óskað er eftir að málið verði tekið til skoðunar í vinnu við húsnæðisstefnu.

      Guðlaug S Kristjánsdóttir
      bæjarfulltrúi Hafnarfjarðarbæ

    • 1809509 – Öldugata 45, íbúðakjarni

      Lögð fram umsókn frá Arnarhrauni 50 íbúðafélagi hses um lóðina Öldugötu 45 til byggingar búsetukjarna fyrir fatlað fólk.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn um lóðina Öldugötu 45 og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.

    • 1509207 – Miðbær, bílastæði

      Til umræðu.

      Helga Stefánsdóttir, forstöðumaður framkvæmda- og rekstrardeildar mætir til fundarins.

      Kynning á tillögum um bílastæði í miðbæ Hafnarfjarðar. Bæjarráð vísar málinu til frekari skoðunar í skipulags- og byggingarráði.

    • 1810105 – VR, leigufélag,íbúðir

      Tekið fyrir erindi frá VR,stéttafélag, ósk um viðræður á samstarfi um byggingu íbúða.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga um málið.

    • 1810106 – Samtök orkusveitarfélaga, aðalfundur 2018

      Lagt fram fundarboð á aðalfund samtaka orkusveitarfélaga sem haldinn verður miðvikudaginn 10.okt.nk.

    • 1604079 – Húsnæðisstefna

      Skipan í starfshóp

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf og að vinnu verði lokið eigi síðar en í lok október. Einnig skipar bæjarráð eftirfarandi aðila í starfshópinn vegna vinnu við húsnæðisstefnu:

      Valdimar Víðisson
      Ólafur Ingi Tómason
      Skarphéðinn Orri Björnsson
      Guðlaug Kristjánsdóttir
      Friðþjófur Helgi Karlsson

    Fundargerðir

    • 1809027F – Hafnarstjórn - 1534

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 3.okt. sl.

    • 1801608 – Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2018

      Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 24.sept. sl.

    • 1802034 – Samband ísl. sveitarfélaga, fundargerðir 2018

      Lög fram fundargerð stjórnar Sambands ísl.sveitarfélaga frá 26.sept. sl.

    • 1801244 – Sorpa bs, fundargerðir 2018

      Lagðar fram fundargerðir stjórnar SORPU bs. frá 21.sept. og 3.okt. sl.

    • 1801455 – Starfshópur um Ásvelli 2018

      Lagðar fram fundargerðir starfshóps um uppbyggingu á Ásvöllum frá 11. og 18.sept.sl.

Ábendingagátt