Bæjarráð

25. október 2018 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3505

Mætt til fundar

  • Ágúst Bjarni Garðarsson formaður
  • Kristinn Andersen varaformaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi

Einnig sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

  • Guðríður Guðmundsdóttir

Einnig sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

  1. Almenn erindi

    • 1510229 – Jafnréttisáætlun, Jafnréttis- og mannréttindastefna samþ. feb 2017

      Andri Ómarsson verkefnastjóri og Guðrún Þorsteinsdóttir mannauðsstjóri mættu til fundarins.

      Andri Ómarsson og Guðrún Þorsteinsdóttir kynntu stöðu jafnréttismála í sveitarfélaginu.

    • 1712270 – Bæjarráð, styrkir 2018

      Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir vegna seinni úthlutunar 2018.

      Andri Ómarsson verkefnastjóri mætti til fundarins.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1808494 – Stjórnsýsluúttekt

      Arnar Pálsson og Snædís Helgadóttir frá Capacent mættu til fundarins.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1701084 – Hamranes I, nýbyggingarsvæði

      Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu mætti á fundinn.

      6.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 23. október sl.
      Lagt fram erindi Íbúðarfélagsins Bjarg móttekið 9.10.2018. Einnig lögð fram tillaga að lóð í Hamranesi dags. okt. 2018.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða tillögu að þróunarreit fyrir um 150 íbúðir til handa Bjargi íbúðarfélagi og vísar erindinu til Bæjarráðs.

      Fulltrúi Samfylkingarinnar fagnar því að Bjarg íbúðarfélag sæki um lóð undir íbúðir í Hafnarfirði eftir að hafa skilað lóð í Skarðshlíð fyrr á árinu vegna íþyngjandi skilmála sem féllu ekki innan kostnaðarmarkmiðs reglugerðar um almennar íbúðir. Í Hafnarfirði eru langir biðlistar eftir félagslegu húsnæði og skortur á hagkvæmu húsnæði á viðráðanlegum kjörum fyrir almenning. Það er því mikilvægt að vinna að því að úthluta Bjargi íbúðarfélagi lóð svo framkvæmdir geti hafist sem fyrst.

      Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um þróunarreit fyrir um 150 íbúðir til handa Bjargi íbúðafélagi.

    • 1708577 – Skarðshlíð 2. áfangi, tilboðslóðir

      Sigurður Haraldsson sviðsstjóri mætti til fundarins.

      Bæjarráð samþykkir að auglýsa allar lausar lóðir í Skarðshlíð 2. áfangi til úthlutunar bæði til lögaðila og einstaklinga, einstaklingar ganga fyrir um einbýlis- og parhúsalóðir. Verð lóða er skv. gjaldskrá.

    • 1810250 – Hraunskarð 2

      Sigurður Haraldsson sviðsstjóri mætti til fundarins.

      Bæjarráð samþykkir að auglýsa eftir tilboðum í fjöleignarhúsalóðina Hraunskarð 2. Lágmarksverð er skv. gjaldskrá, fjöldi íbúða er 32.

    • 1810251 – Öldutún 4, dómsmál

      Sigurður Haraldsson sviðsstjóri mætti til fundarins.
      Lögð fram stefna á hendur Hafnarfjarðarbæ.

      Lagt fram.

      Bæjarfulltrúi Miðflokksins leggur fram eftirfarandi bókun:

      Í þessu máli er lóðarhafi með öll tilskilinn leyfi frá bæjaryfirvöldum 2003, þ.e. byggingaleyfi til að byggja bílskúr. Lóðarhafi hefur byggingu bílskúrs í góðri trú. Umhverfis- og auðlindanefnd fellir byggingaleyfið úr gildi 2014 þar sem ekki hafi verið staðið rétt að grenndarkynningu á sínum tíma. Bæjarfulltrúi Miðflokksins leggur áherslu á að bærinn leiti allra leiða til að leysa þá flækju sem upp er komin. Takist það ekki telur fulltrúi Miðflokksins mikilvægt að ná samkomulagi við lóðarhafa til að lágmarka tjón hans vegna málsins.

    • 1804522 – Bæjarfulltrúar, kjörgengi og forföll, erindi

      Lagt fram álit samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags, 10.okt.sl.

      Lagt fram.

    • 1810180 – Lífsgæðasetur St. Jó, gjaldskrá

      Lögð fram gjaldskrá Lífsgæðaseturs St. Jó.

      Bæjarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar til bæjarstjórnar til samþykktar.

    • 1802305 – Skíðasvæðin, framtíðarsýn, samstarfssamningur

      Lagt fram undirritað samkomulag um endurnýjun og uppbyggingu á mannvirkjum skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.

      Bæjarráð vísar framlögðum samningi til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

    • 1808075 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2019 og 2020-2022

      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætti á fundinn.

      4.tl. fundargerðar skipulags- og byggingaráðs 23. 10. 2018.
      Skipulags- og byggingarráð vísar tillögu að skipulagsverkefnum 2019-2022 til Bæjarráðs. Ráðið telur jafnframt að nauðsynlegt sé að ráðin sé lögfræðingur til Umhverfis- og skipulagsþjónustu. Skipulagsgerð og vinna tengdri henni er flókin og þarfnast oftar en ekki lögfræðilegrar yfirferðar. Viðkomandi lögfræðingur gæti verið hluti af lögfræðiteymi bæjarins.

      1.tl. fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs 24. 10. 2018. Umhverfis og framkvæmdaráð leggur til að aukið fjármagn, 110 milljónir, verði sett í eftirtalda rekstrarliði;
      Viðhald húsnæðis 31-111
      Yfirlagnir 311-524
      Sópun 31-571
      Snjómokstur 31-582
      Umhverfis og auðlindastefna, framkvæmdaáætlun, óstofnað verknúmer.
      2 stöðugildi í þjónustumiðstöð
      Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur áherslu á að fjármagn til vatns og fráveitu verði aukið í samræmi við framlagt minnisblað dags. 10.10.2018. Heildarhækkun um 98,6 milljónir. Jafnframt er lagt til að verðskrá til stórnotenda vatns verði endurskoðuð í samræmi við framlagt exelskjal dags. 16.10.2018.
      Lagt er til að húsaleiga félagslega kerfisins verði hækkuð um 10%.
      Lagt er til að sorphirðugjöld verði hækkuð í samræmi við aukið þjónustustig við losun á blátunnum.
      Ráðið samþykkir framangreint með 4 atkvæðum. Fulltrúi Samfylkingar, Friðþjófur Helgi Karlsson, situr hjá.
      Fulltrúi Samfylkingarinnar, Friðþjófur Helgi Karlsson, óskar eftir því að eftirfarandi sé fært til bókar:
      Ég vil gera athugasemd við það hversu seint gögn eru framlögð er snúa að fjárhagsáætlunargerðinni að þessu sinni. Erfitt er einnig að gera sér grein fyrir heildarmyndinni þar sem m.a. fjárfestingaáætlun til næstu ára hefur ekki verið lögð fram.
      Varlega þarf að fara í hækkun á húsaleigu félagslegs húsnæðis. Um er að ræða viðkvæman hóp sem á erfitt með að mæta auknum álögum. 10% hækkun er of mikil hækkun á mínu mati. Ég er því mótfallinn henni.
      Fulltrúar Viðreisnar Þórey S. Þórsdóttir og Miðflokks Arnhildur Ásdís Kolbeins bóka eftirfarandi: Farið verði varlega í hækkanir í félagslega kerfinu og þær frekar teknar í áföngum en einu lagi.
      Framkvæmdaáætlun 2019 lögð fram. Boðað verður til aukafundar mánudaginn 29.10.2018 um fjárfestingar.
      Fulltrúi Samfylkingarinnar, Friðþjófur Helgi Karlsson, óskar eftir því að eftirfarandi sé fært til bókar:
      Vil ítreka athugasemdir mínar um það hversu seint gögn eru að berast ráðsmönnum. Fjárfestingaáætlun er að koma fyrst nú fyrir augu ráðsmanna. Það er óásættanlegt og gerir ráðsmönnum erfitt með að taka afstöðu til hennar. Fyrsta umræða um fjárhagsáætlun fer fram á fundi bæjarstjórnar næstkomandi miðvikudag þannig að tíminn er naumur.
      Fulltrúi Bæjarlistans, Helga Björg Arnardóttir, bókar eftirfarandi:
      Góð vinna við fjárhagsáætlun er mikilvægur hluti af vinnu kjörinna fulltrúa og að geta unnið málin í sátt og vel er grundvöllur fyrir góðri stjórnsýslu. Það að fá gögn svona seint og vera sniðinn þessi þröngi rammi fyrir umræðu og vinnslu fjárhagsáætlunarinnar er mjög slæmt og er vinnuháttur sem gengur ekki.

      Farið yfir drög að fjárhagsáætlun stjórnsýslu- og fjármálasviðs.
      Farið yfir forsendur í drögum að fjárhagsáætlun 2019-2020.

    • 1810299 – Bæjarbíó, stjörnur íslenskrar tónlistar, erindi

      Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til vinnslu á umhverfis- og skipulagsþjónustu.

    Fundargerðir

    • 1810007F – Menningar- og ferðamálanefnd - 312

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 4.okt. sl.

Ábendingagátt