Bæjarráð

17. janúar 2019 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3511

Mætt til fundar

 • Ágúst Bjarni Garðarsson formaður
 • Kristinn Andersen varaformaður
 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
 • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður
 • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Rósa Guðbjartsdóttir varamaður
 • Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi

Fundinn sat einnig Sigríður Kristinsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og bæjarlögmaður.

Ritari

 • Ívar Bragason Lögmaður á stjórnsýslusviði

Fundinn sat einnig Sigríður Kristinsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og bæjarlögmaður.

 1. Almenn erindi

  • 1706312 – Starfshópur, mótun framtíðarstefnu um notkun St. Jósefsspítala

   Fulltrúar samstarfsvettvangs mæta til fundarins og skilar skýrslu og fer yfir hana.

   Eva Rún Michelsen verkefnastjóri situr fundinn undir þessum lið.

   Karl Guðmundsson kynnti skýrslu samstarfsvettvangs.
   Bæjarráð þakkar fyrir kynninguna og þakkar starfshópnum jafnframt fyrir vel unnin störf.

  • 1803258 – Stytting vinnuvikunnar, erindi

   Guðrún Þorsteinsdóttir mannauðsstjóri mætir til fundarins.

   Mannauðsstjóri kynnti þá vinnu og undirbúning sem í gangi hefur verið hjá Hafnarfjarðarbæ vegna verkefnisins. Bæjarráð tekur undir það sem fram kemur í fyrirliggjandi minnisblaði mannauðsstjóra, m.a. um að settur verði á laggirnar starfshópur um styttingu vinnuvikunnar og þá þvert á stofnanir sveitarfélagsins þar sem áhugi og vilji sveitarstjórnarmanna er til staðar fyrir málefninu.

  • 1901083 – Samband íslenskra sveitarfélaga, kjarasamningsumboð

   Lagt fram erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga um að Hafnarfjarðarkaupstaður veiti sambandinu fullnaðarumboð til kjarasamningsgerðar fyrir sína hönd til nánar tilgreindra stéttarfélaga.

   Tilaga að bókun:
   Bæjarráð samþykkir að fela Sambandi íslenskra sveitarfélaga fullnaðarumboð til kjarasamningsgerðar fyrir sína hönd við eftirtalin stéttarfélög:
   Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum
   Félag leikskólakennara
   Félag stjórnenda leikskóla
   Skólastjórafélag Íslands
   Félag íslenskra hljómlistarmanna
   Starfsmannafélag Hafnarfjarðar
   SFR stéttarfélag í almannaþjónustu
   Verkalýðsfélagið Hlíf
   Félag íslenskra félagsvísindamanna
   Stéttarfél. bókasafns- og upplýsingafræðinga
   Fræðagarður
   Þroskaþjálfafélag Íslands
   Stéttarfélag lögfræðinga
   Félag skipstjórnarmanna
   Verkfræðingafélag Íslands
   Sálfræðingafélag Íslands
   Kjarafélag viðskipta- og hagfræðinga
   Félagsráðgjafafélag Íslands
   Félag íslenskra náttúrufræðinga
   Félag vélstjóra og málmtæknimanna
   MATVÍS
   Samiðn
   Samband stjórnendafélaga

   Bæjarráð samþykkir að fela stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga fullnaðarumboð fyrir sína hönd til kjarasamningsgerðar ofangreindra stéttarfélaga.

  • 1901197 – Verkfallslistar 2019

   Lögð fram tillaga mannauðsstjóra að verkfallslista 2019 sem birtast skal í B deild Stjórnartíðanda 1. febrúar nk.

   Guðrún Þorsteinsdóttir mannauðsstjóri mætir til fundarins.

   Bæjarráð staðfestir fyrirliggjandi lista.

  • 1811361 – Skuldbreyting lána Íslandsbanka

   Lagður fram lánasamningur vegna skuldbreytinga á lánum við Íslandsbanka hf.

   Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja eftirfarandi bókun:

   “Bæjarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar samþykkir hér með að taka óverðtryggð lán hjá Íslandsbanka að andvirði 2.610.000.000- króna, sbr. framlagðan lánasamning. Andvirði lána verður ráðstafað til fullnaðargreiðslu lánasamninga hjá Íslandsbanka og er því einungis um endurfjármögnun/skuldbreytingu lána að ræða.
   Jafnframt er Rósu Guðbjartsdóttur, kennitala 291165-3899 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar að undirrita lánssamning við Íslandsbanka sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.”

  • 1506569 – Samningur, yfirdráttur, lán

   Lagt fram minnisblað um hækkun yfirdráttarheimildar um 200 millj. kr.

   Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálsviðs mætir til fundarins.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja eftirfarandi bókun:

   “Bæjarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar samþykkir hér með uppfærðan samning um yfirdráttarlán við Íslandsbanka að fjárhæð 600 milljónir króna. Jafnaframt er samþykkt að hækka tímabundið, eða til 19. apríl 2019, yfirdráttarheimild hjá Íslandsbanka um 200 milljónir króna þannig að hún verði alls 800 milljónir króna. Jafnframt er Rósu Guðbjartsdóttur, kennitala 291165-3899 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar að undirrita við Íslandsbanka sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast samningnum.”

  • 1706097 – Bærum, vinabæjarmót 2019, boð

   Lagt fram boðsbréf frá Bærum um vinabæjarmót sem haldið verður í Bærum 23. til 25. maí 2019.

   Andri Ómarsson verkefnastjóri mætir til fundarins.

   Bæjarráð samþykkir að tveir frá meirihluta og einn frá minnihluta ásamt bæjarstjóra og tveggja embættismanna verði þátttakendur sveitarfélagsins á vinabæjarmótinu.

  • 1702065 – Leikfélag Hafnarfjarðar, ósk um nýtt húsnæði

   Tekið fyrir að nýju.

   Ágústa Kristófersdóttir forstöðumaður Hafnarborgar og ritari ferða- og menningarmálanefndar og Andri Ómarsson verkefnastjóri mæta til fundarins.

   Bæjarráð felur Ágústu Kristófersdóttur og Andra Ómarssyni að ræða við Leikfélag Hafnarfjarðar vegna óskar félagsins um nýtt húsnæði undir starfsemina.

  • 1708457 – Hraun vestur, deiliskipulag

   Samningsmarkmið lög fram.

   Sigurður Haraldsson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu mætir til fundarins.

   Bæjarráð samþykkir framlögð samningsmarkmið sveitarfélagsins í viðræðum við lóðarhafa á Hraunum-Vestur um uppbyggingu hverfisins og felur bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.

  • 1810469 – Kapelluhraun 1. áfangi, endurskoðun deiliskipulags

   Lögð fram lóðarumsókn frá Arcus ehf um lóð í Koparhellu.

   Bæjarráð samþykkir að úthluta Arcus ehf. lóðinni Koparhella 5 og vísar til samþykktar í bæjarstjórn.

  • 1811424 – Merkurgata 12, lóðarleigusamningur og lóðarstærð

   Lagður fram drög að endurnýjun lóðarleigusamnings ásamt minnisblaði.

   Bæjarráð samþykkir framlagðan endurnýjun á leigulóðarsamning og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.

  • 1206073 – HS veitur ehf, lóðarleigusamningar fyrir ýmsar lóðir

   Lóðarleigusamningur Lindarberg 1

   Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi lóðarleigusamning við HS veitur og vísar til samþykktar í bæjarstjórn.

  • 1811291 – Bjargsskarð 2, umsókn um lóð

   Lögð fram lóðarumsókn um fjölskylduhúsalóðina nr. 2 við Bjargsskarð. Umsækjendur eru Þorgils Arason, Sigurrós Auður Sveinsdóttir og Erlendur Halldór Durante,Þórey Ólöf Þorgilsdóttir.

   Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni nr. 2 við Bjargskarð í samræmi við fyrirliggjandi umsókn og vísar til samþykktar í bæjarstjórn.

  • 18129587 – Glimmerskarð 1, Umsókn um lóð

   Lögð fram umsókn PE pípulagna ehf., um tvíbýlishúsalóðina nr. 1 við Glimmerskarð

   Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni nr. 2 við Glimmerskarð í samræmi við fyrirliggjandi umsókn og vísar til samþykktar í bæjarstjórn.

  • 1810250 – Hraunskarð 2

   Tekið fyrir að nýju.

   Lagt fram tilboð M3 Capital ehf f.h. óstofnaðs einkahlutfélags. Einkahlutafélagið er Bulls eye ehf. kt. 630516-1370, lögð hefur verið fram tilkynning til hlutafélagaskrár um breytingu á nafninu í Hraunskarð 2 ehf.

   Tillaga að bókun:
   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að taka framlögðu tilboði M3 Capital ehf f.h. Bulls eye ehf., í fjöleignarhúsalóðina nr. 2 við Hraunskarð lóðina og úthluta lóðinni til Bulls eye ehf., kt. 630516-1370.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að taka framlögðu tilboði M3 Capital ehf f.h. Hraunskarðs 2 ehf., í fjöleignarhúsalóðina nr. 2 við Hraunskarð og úthluta lóðinni til Hraunskarðs 2 ehf., kt. 630516-1370.

  • 18129673 – Alþingi, starfshópur um endurskoðun kosningalaga, ósk um athugasemdir

   Lagt fram bréf frá starfshóp um endurskoðun kosningalaga dags. 19. des.sl.

  Fundargerðir

Ábendingagátt