Bæjarráð

31. janúar 2019 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3512

Mætt til fundar

  • Ágúst Bjarni Garðarsson formaður
  • Kristinn Andersen varaformaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður
  • Birgir Örn Guðjónsson Varaáheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi

Einnig sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

  • Guðríður Guðmundsdóttir

Einnig sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

  1. Almenn erindi

    • 1901510 – Bæjarbíói, Hjarta Hafnarfjaðrar bæjar- og tónlistarhátíð og Stjörnur íslenskrar tónlistar, kynning

      Lagður fram tölvupóstur frá Páli Eyjólfssyni og Pétri Ó.Stephensen þar sem óskað er eftir að kynna starfsemina í Bæjarbíó og framtíðaráform.

      Andri Ómarsson verkefnastjóri situr fundinn undir þessum lið.

      Kynning.

    • 1808075 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2019 og 2020-2022

      Lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun 2019. Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka við fjárhagsáætlun 2019 og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.
      Fulltrúar Samfylkingarinnar og Viðreisnar sitja hjá.

      Fulltrúar Samfylkingarinnar og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

      Undirrituð gera athugasemd við að verið sé að leggja fram viðauka vegna endurbóta á St. Jó. á þessum tímapunkti. Innan við tveir mánuðir eru síðan fjárhagsáætlun var samþykkt þar sem einungis var gert ráð fyrir átta milljónum í framkvæmdir á árinu 2019. Fulltrúar minnihlutans gerðu við það athugasemdir strax við fyrri umræðu um miðjan nóvember. Það hefði öllum mátt vera ljóst að meira þyrfti að leggja í endurbætur á húsinu á þessu ári.
      Adda María Jóhannsdóttir
      Jón Ingi Hákonarson

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra leggja fram svohljóðandi bókun:

      Lögð er áhersla á að breytingin á fjárhagsáætlun sem nú er gerð með fyrirliggjandi viðauka leiðir ekki til hækkunar á fjárfestingaáætlun heldur er einungis um tilfærslu milli verkefna á framkvæmdasviði að ræða. Viðauki er gerður og lagður fram til útskýringar á þeirri tilfærslu.

    • 1705360 – Framkvæmdasjóður aldraðra, hjúkrunarrými, Hafnarfjörður

      Lagt fram svar heilbrigðisráðuneytis við umsókn um framlag úr Framkvæmdasjóði aldraðra um framlag til að breyta fjölbýlum í einbýli og til viðhalds og endurbóta á gamla Sólvangi.

      Bæjarráð fagnar þessari úthlutun úr framkvæmdasjóði aldraðra sem er afar mikilvægur þáttur í því að heildstæð þjónusta við aldraða verði að veruleika á Sólvangssvæðinu eins og stefnt hefur verið að.

    • 1506568 – Sólvangur, hjúkrunarheimili á Sólvangssvæði

      Lagt fram bréf frá heilbrigðisráðuneytinu dags. 23.janúar sl. varðandi rekstur hjúkrunrrýma á gamla Sólvangi.

      Bæjarráð fagnar þessari fjölgun um 33 hjúkrunarrými. Heildarfjöldi hjúkrunarrýma á Sólvangi verður því 93. Fjölgun hjúkrunarrýma er mikilvægur þáttur í þjónustu við aldraða í Hafnarfirði.

    • 1901083 – Samband íslenskra sveitarfélaga, kjarasamningsumboð

      Lagt fram erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um að Hafnarfjarðarkaupstaður veiti sambandinu fullnaðarumboð til kjarasamningsgerðar fyrir sína hönd.

      Bæjarráð samþykkir að fela stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga fullnaðarumboð fyrir sína hönd til kjarasamningsgerðar við Félag grunnskólakennara.

    • 1901366 – Suðurhella 8H, stofnun lóðar og lóðarleigusamningur

      Umsókn HS veitna hf um lóðina Suðurhellu 8H fyrir dreifistöð.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að úthluta lóðinni Suðurhellu 8H til HS Veitna hf.

    • 1711174 – Skjalavarsla og skjalastjórn sveitarstjórnarskrifstofa, eftirlitskönnun

      Lagðar fram niðurstöður eftirlitskönnunar Þjóðskjalasafns Íslands 2017, dags. desember 2018. “Skjalavarsla og skjalastjórn sveitarstjórnarskrifstofa afhendingarskyldra til Þjóðskjalasafns.”

      Lagt fram.

    • 1901471 – Sveitarfélög og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, kynningarfundur.

      Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem boðað er til kynningarfundar um sveitarfélögin og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna 15.febr. nk. og bréf frá forsætisráðuneyti dags 28. janúar 2019.

      Lagt fram.

    • 1901511 – Siglingaklúbburinn Þytur, styrkumsókn.

      Lagður fram tölvupóstur frá formanni Sigligngaklúbbsins Þyts þar sem óskað er eftir styrk til að hjálmvæða barnastarf siglingaklúbbsins.

      Bæjarráð vísar erindinu til íþrótta- og tómstundafulltrúa.

    Fundargerðir

Ábendingagátt