Bæjarráð

14. mars 2019 kl. 11:10

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3515

Mætt til fundar

 • Ágúst Bjarni Garðarsson formaður
 • Kristinn Andersen varaformaður
 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
 • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður
 • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi

Einnig sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

 • Guðríður Guðmundsdóttir

Einnig sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

 1. Almenn erindi

  • 1902054 – Brú lífeyrissjóður, Hjallastefnan uppgjör vegna breytinga

   Lagt fram bréf frá Brú lífeyrissjóði frá 29. janúar sl. þar sem óskað er eftir að bæjarfélagið gangi til uppgjörs við lífeyrissjóðinn vegna ógreidds framlags sem Hjallastefnanna ehf telur sig ekki eiga að greiða og vísar á sveitarfélögin.
   Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs sat fundinn undir þessum lið.

   Bæjarráð óskar eftir lögfræðiáliti frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um kröfu Brúar.

  • 1810029 – Kærumál vegna ákvarðana bæjarstjórnar Hafnarfjarðarkaupstaðar

   Lagt fram bréf frá settum samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra frá 21. febrúar sl. og drög að svarbréfi til hans.

   Áheyrnafulltrúi Bæjarlistans leggur fram eftirfarandi bókun:
   Bæjarfulltrúi Bæjarlistans gerir alvarlega athugasemd við þá túlkun að ekki hafi verið ágreiningur á fundi bæjarráðs þann 8. ágúst 2018, þar sem engin atkvæði hafi fallið gegn fyrirliggjandi tillögu. Á þeim fundi sat undirrituð sem atkvæðislaus bæjarfulltrúi á fundi sem þó hafði umboð bæjarstjórnar, beitti þeim úrræðum sem á mínu valdi voru, þ.e. að leggja fram tillögu um frestun og að málið yrði rætt í fullskipaðri bæjarstjórn, sem og að færa til bókar þá afstöðu sem þó var hægt að mynda sér á þeim stutta tíma sem gafst í aðdraganda fundar. Hér með er sú bókun ítrekuð í heild sinni og því mótmælt að niðurstaða atkvæðagreiðslu á fundi þar sem ekki allir hafa atkvæðisrétt sé lögð að jöfnu við niðurstöðu fundar þar sem jafnræðis gætir milli bæjarfulltrúa og allir hafa jöfn tækifæri til að tjá afstöðu sína.

   Fullrúi Viðreisnar í bæjarráði leggur fram eftirfarandi bókun:
   Fulltrúi Viðreisnar gerir athugasemd við þá fullyrðingu sem fram kemur í svarbréfi til ráðherra að öll nauðsynleg gögn hafi legið fyrir fundinum 8. ágúst. Bréf frá framleiðanda hússins var ekki lagt fram, en bréfið var forsenda þess flýtis sem málið fékk og téð fundarboð. Hins vegar var bæjarráði tjáð munnlega hvert innihaldið hafi verið. Ég var því beðinn um að taka afstöðu til málsins án þess að hafa öll nauðsynleg gögn í málinu.

   Fulltrúi Samfylkingar leggur fram eftirfarandi bókun:
   Fulltrúi Samfylkingarinnar vill koma eftirfarandi athugasemdum á framfæri vegna umsagnar Hafnarfjarðarkaupstaðar, undirritaðri af bæjarstjóra, til setts samgöngu og sveitarstjórnarráðherra varðandi kærumál vegna ákvarðana bæjarstjórnar Hafnarfjarðarkaupstaðar um framkvæmdir við knatthús í Kaplakrika.
   Minnt er á að það voru bæjarfulltrúar minnihlutans sem óskuðu eftir því að boðað yrði til bæjarstjórnar þann 15. ágúst 2018 eftir að fulltrúar meirihlutans höfðu keyrt málið í gegnum bæjarráð þann 8. ágúst með minnsta löglega fyrirvara á tíma sem búið var að ákveða að yrði fundarhlé vegna sumarleyfa ráðsfólks. Einnig er rétt að geta þess að einungis tveir af fjórum flokkum minnihlutans hafa atkvæðisrétt í bæjarráði og gátu því ekki allir tekið formlega afstöðu.
   Í umsögninni sem liggur fyrir þessum fundi er vísað til þess að ekki hafi verið ágreiningur um málið á umræddum fundi bæjarráðs í skilningi sveitarstjórnarlaga. Öllum mátti þó vera ljós afstaða þeirra fulltrúa sem sátu fundinn og ýmist óskuðu eftir fresti á afgreiðslu eða höfðu ekki atkvæðisrétt. Sé sú málsmeðferð talin lögleg þá má hið minnsta draga sanngirni hennar og siðferði í efa.
   Á fundi bæjarstjórnar þann 15. ágúst lögðu fulltrúar minnihlutans fram fyrirspurnir sem taldar voru mikilvægar til að taka upplýsta ákvörðun um málið þar sem fullnægjandi gögn lágu ekki fyrir. Þeim var ekki svarað á fundinum og því voru sömu fulltrúar jafn óupplýstir um málið þegar bæjarstjóri lagði tillöguna fram til samþykktar á ný. Við þetta voru gerðar athugasemdir og óskað eftir fresti en því var hafnað og ákvörðunin keyrð í gegn í ágreiningi öðru sinni.

   Um heimildir starfshóps með framkvæmdum í Kaplakrika vísar undirrituð til erindisbréfs hópsins sem samþykkt var í bæjarráði 16. ágúst 2018. Þar kemur fram að hópurinn starfi í umboði bæjarins og sé óheimilt að stofna til kostnaðar án samþykkis ráðsins. Það er því með öllu óskiljanlegt að fulltrúar meirihlutans telji eðlilegt að greiddar hafi verið út hundruði milljóna í umboði hópsins án aðkomu bæjarráðs.

   Adda María Jóhannsdóttir

   Fundarhlé kl. 10:08
   Fundi fram haldið kl. 10:25

   Fundarhlé kl. 10:30
   Fundi fram haldið kl. 10:35

   Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra leggja fram svohljóðandi bókun:
   Vísað er til efnislegra svara við fyrirspurnum fulltrúa minnihlutans sem lögð voru fram á fundi bæjarráðs 13. september, þar sem meðal annars kemur fram að með því að stofna til kostnaðar eins og það er orðað í erindisbréfi starfshóps er átt við kaup á utanaðkomandi ráðgjöf til starfshópsins.

  • 1901309 – Endurskoðun lóðarverðs, gatnagerðargjalda og þjónustugjaldskrá 2019.

   Tekið fyrir að nýju.

   Bæjarráð samþykkir að lóðaverð vegna hesthúsalóða verði óbreytt á árinu 2019.

  • 1801074 – Smyrlahraun 41a.

   6. liður úr fundargerð Fjölskylduráðs frá 14. september sl. “Fjölskylduráð samþykkir að óska eftir lóðinni að Smyrlahrauni 41a fyrir búsetukjarna fyrir fatlað fólk.”

   Lagt fram minnsblað og lóðarleigusamningur um lóðina.

   Um lóðina er í gildi lóðarleigusamningur við Hafnarfjarðarkaupstað frá 29. desember 1992 þar sem kemur fram að lóðinni sé ráðstafað til byggingar leikvallar ? leikskóla. Bæjarráð samþykkir að í stað byggingar leikvallar ? leikskóla á lóðinni verði á henni byggður búsetukjarni fyrir fatlað fólk. Málinu er vísað til afgreiðslu í umhverfis- og skipulagsþjónustu.

  • 1811278 – Álfhella 5, lóðarumsókn, úthlutun, afsal

   Lagt fram bréf frá lóðarhafa, ósk um að skila lóðinni.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutun lóðarinnar Álfhellu 5 til Borgarafls ehf verði afturkölluð.

  • 1808494 – Stjórnsýsluúttekt.

   Arnar Pálsson ráðgjafi mætir til fundarins.
   Lögð fram stjórnsýsluúttekt unnin af Capacent.
   Lögð fram tillaga að breyttu stjórnskipulagi Hafnarfjarðarbæjar.

   Guðrún Þorsteinsdóttir mannauðsstjóri og Árdís Ármannsdóttir samskiptastjóri sátu fundinn undir þessum lið.

   Bæjarráð vísar tillögum að stjórnskipulagsbreytingum til afgreiðslu í bæjarstjórn.

  • 1903229 – Miðbær, deiliskipulag, starfshópur

   Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf.

   Bæjarfulltrúi Miðflokksins leggur fram eftirfarandi bókun:
   Þegar starfshópur er skipaður um jafn stórt mál og skipulag miðbæjarins, hjarta bæjarins er, telur bæjarfulltrúi Miðflokksins það fullkomlega óeðlilegt að flokkar sem sæti eiga í bæjarstjórn komi ekki allir að þeirri vinnu í starfshópnum.

  Fundargerðir

Ábendingagátt