Bæjarráð

28. mars 2019 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3516

Mætt til fundar

 • Ágúst Bjarni Garðarsson formaður
 • Kristinn Andersen varaformaður
 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
 • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður
 • Birgir Örn Guðjónsson Varaáheyrnarfulltrúi
 • Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi

Einnig sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

 • Ívar Bragason Lögmaður á stjórnsýslusviði

Einnig sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

 1. Almenn erindi

  • 1702357 – Eftirlitsnefndar með fjármálum íþrótta- og æskulýðsfélaga.

   Farið yfir störf eftirlitsnefndar 2018 um fjármál íþrótta- og æskulýðsfélaga. Ljósbrá Baldursdóttir formaður nefndarinnar og lögg.endurskoðandi og Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi mæta til fundarins.

   Skipunartími nefndarinnar er útrunnin.

   Farið yfir störf eftirlitsnefndar vegna ársins 2018.

   Bæjarráð tilnefnir í eftirlitsnefnd með fjármálum íþrótta- og æskulýðsfélaga Ljósbrár Baldursdóttur endurskoðanda bæjarins sem verður formaður: Helga F. Arnarsson og Maríu Sólbergsdóttur.

   Bæjarráð tilnefnir eftirtalda sem varamenn í eftirlitsnefnd með fjármálum íþrótta-og æskulýðsfélaga Atli Þór Jóhannsson og Þór R. Jóhannsson.

  • 1805293 – Eignaskiptasamningar Hafnarfjarðarbæjar og íþrótta- og tómstundafélaga

   9. liður úr fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs dags 30. janúar 2019 ?
   Lagður fram eignasamningur milli Hafnarfjarðarbæjar og Sörla til samþykktar.
   Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi eignasamning.

   Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu og Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi mæta til fundarins.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi eignasamning.

  • 1903474 – Hestamannafélagið Sörli, framkvæmdasamningur, erindi

   Lagt fram erindi dags. 20.mars sl., frá Hestamannafélaginu Sörla – ósk um framkvæmdasamning.

   Bæjarstjóra falið að taka málið til frekari skoðunar.

  • 1811155 – Langeyrarvegur 2, lóðarleigusamningur

   Lagður fram uppfærður lóðarleigusamningur vegna Langeyrarvegs 2.

   Bæjarráð leggur til að bæjarstjórn samþykkja breytingu á lóð og endurnýjun lóðarleigusamnings á Langeyrarvegi 2.

  • 1703015 – Langeyrarvegur 4, lóðarstærð og lóðarleigusamningur

   Lögð fram yfirlýsing um breytta lóðarstærð og uppfærður lóðarleigusamningur vegna Langeyrarvegs 4

   Bæjarráð leggur til að bæjarstjórn samþykkja breytingu á lóð og endurnýjun lóðarleigusamnings á Langeyrarvegi 4.

  • 1902206 – Sléttuhlíð B3, endurnýjun lóðarleigusamnings

   Lagður fram lóðarleigusamningur um lóðina Sléttuhlíð B3.

   Bæjarráð leggur til að bæjarstjórn samþykki framlagðan lóðarleigusamning um Sléttuhlíð B3.

  • 1903475 – Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar 2018, uppgjör

   Lagður fram ársreikningur Hafnarfjarðarkaupstaðar 2018 og fyrirtækja hans. Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.

   Bæjarráð vísar ársreikningi bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og fyrirtækja hans 2018 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

  • 1811176 – Fjárhagsáætlun, gerð viðauka leiðbeinandi, verklagsreglur

   Lagt fram bréf dags 18. mars sl. frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga

   Rósa Steingrímsdóttir mætir til fundarins undir þessum lið.

   Lagt fram til kynningar.

  • 18129469 – Menningarstyrkir 2019

   6. liður úr fundargerð Menningar- og ferðamálanefndar frá 21. mars sl. “Samstarfssamningar við Sönghátíð í Hafnarborg og Lúðrasveit Hafnarfjarðar lagðir fram til samþykktar. Samningunum verður nú vísað til bæjarráðs til staðfestingar. Menningar- og ferðamálanefnd fagnar þessum áfanga í stuðningi Hafnarfjarðar við menningarlífið í bænum og að hægt sé að styðja við starfsemi sem fests hefur í sessi”

   Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samstarfssamninga við Sönghátíð í Hafnarborg og Lúðrasveit Hafnarfjarðar.

   Bæjarráð samþykkir jafnframt fyrirliggjandi úthlutunarreglur.

  • 1903352 – Malarskarð 16, umsókn um lóð

   Lögð fram umsókn Óskars Kristins Óskarssonar og Klöru Daggar Sigurðardóttur um einbýlishúsalóðina Malarskarð 16.

   Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

  • 1903351 – Glimmerskarð 5, umsókn um lóð

   Lögð fram umsókn Benedikts Arnar Bollasonar og Margrétar Láru Rögnvaldsdóttur um tvíbýlishúalóðina nr. 5 við Glimmerskarð.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi umsókn að því virtu að öll nauðsynleg gögn liggi fyrir á fundi bæjarstjórnar.

  • 1903546 – Bjargsskarð 5, umsókn um lóð

   Lögð fram umsókn Jóns Þórs Sigurðssonar og Margrétar Jóhannsdóttur um tvíbýlishúsalóðina nr. 5 Bjargsskarð.

   Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

  • 1811291 – Bjargsskarð 2, umsókn um lóð, úthlutun, afsal

   Lagður fram tölvupóstur frá lóðarhöfum að Bjargskarði 2 þar sem fram kemur að óskað er eftir að afsala sér lóðarúthlutun á lóðinni.

   Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi ósk um afsal lóðarinnar og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

  • 18129587 – Glimmerskarð 1, Umsókn um lóð, úthlutun, afsal

   Lagður fram tölvupóstur frá lóðarhöfum að Glimmerskarði 1 þar sem fram kemur að óskað er eftir að afsala sér lóðarúthlutun á lóðinni.

   Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi ósk um afsal lóðarinnar og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

  • 1903512 – Lækjargata 32, F228000, kaup á íbúð

   Lagt fram kauptilboð í íbúð að Lækjargötu 32 ásamt söluyfirliti.

   Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi kauptilboð og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

  • 1903511 – Míðvangur 41, F2077994, kaup á íbúð

   Lagt fram kauptilboð í íbúð að Miðvangi 41 ásamt söluyfirliti.

   Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi kauptilboð og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

  • 1903229 – Miðbær, deiliskipulag, starfshópur

   Skipan í starfshóp

   Bæjarráð samþykkir að skipa Ágúst Bjarna Garðarsson, sem verður formaður hópsins, Lovísu Traustadóttur, Jón Inga Hákonarson, Guðmund Bjarna Harðarson, fulltrúi fyrirtækja, og Sigríði Margréti Jónsdóttir, fulltrúi Markaðsstofu Hafnarfjarðar. Fulltrúi íbúa í hópnum er Kári Eiríksson.

   Starfsmenn hópsins verða:

   Helga Stefánsdóttir forstöðumaður framkvæmda- og rekstrardeildar á umhverfis- og skipulagsþjónustu
   Gunnþóra Guðmundsdóttir, arkitekt á umhverfis- og skipulagsþjónustu
   Þormóður Sveinsson, skipulagsfulltrúi á umhverfis- og skipulagsþjónustu

  • 1903545 – Starfshópur, Krýsuvík, framtíðarnýting

   Lagt fram erindisbréf. Skipun í starfshóp

   Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf. Jafnframt samþykkir bæjarráð að skipa eftirtalda aðila í starfshópinn:

   Skarphéðinn Orri Björnsson, formaður
   Ágúst Bjarni Garðarsson
   Guðbjörg Oddný Jónasdóttir
   Sverrir Jörstad Sverrisson
   Karólína Helga Símonardóttir

   Með hópnum mun starfa Helga Stefánsdóttir, forstöðumaður framkvæmda- og rekstrardeildar á umhverfis- og skipulagsþjónustu.

  • 1902490 – HS veitur hf, aðalfundur 2019

   Varamaður í stjórn

   Bæjarráð samþykkir að tilnefna Önnu Karen Svövudóttur sem varamann í stjórn HS veitna hf.

  • 1903419 – Íbúasamráðsverkefni, Samband íslenskra sveitarfélaga

   Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um íbúasamráðsverkefni.

   Andri Ómarsson verkefnastjóri mætir til fundarins.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að Hafnarfjarðarkaupstaður leggi fram umsókn um þátttöku í Íbúðarsamráðsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og Akureyrarkaupstaðar.

  • 1901112 – Bæjarráðsstyrkir 2019

   Lagðar fram umsóknir um styrki bæjarráðs.

   Andri Ómarsson, verkefnastjóri mætir til fundarins.

   Lagt fram.

  Fundargerðir

  • 1902024F – Hafnarstjórn - 1545

   Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 6.mars sl.

  • 1903011F – Hafnarstjórn - 1546

   Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 20.mars sl.

  • 1901146 – Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2019

   Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 25.mars sl.

  • 1901145 – Samband ísl.sveitarfélaga, fundargerðir 2019

   Lögð fram fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 15.mars sl.

  • 1901143 – Strætó bs, fundargerðir 2019

   Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 15.mars sl.

Ábendingagátt