Bæjarráð

6. júní 2019 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3520

Mætt til fundar

 • Ágúst Bjarni Garðarsson formaður
 • Kristinn Andersen varaformaður
 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
 • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður
 • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi

Einnig sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

 • Guðríður Guðmundsdóttir

Einnig sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

 1. Almenn erindi

  • 1905322 – Strætó bs, hlutverk og stefna

   Kynning á drögum að stefnu Strætó og áherslum næstu ára.Jóhannes S. Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó bs. og Björg Fenger stjórnarformaður Strætó mæta til fundarins.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1706097 – Bærum, vinabæjarmót 2019

   Andri Ómarsson verkefnastjóri, mætir til fundarins og segir frá heimsókn á vinabæjarmótið.

   Lagt fram.

  • 1905387 – Uppsala, vinabæjarmót 2021

   Lagt fram boðsbréf dags. 29.maí sl. á vinabæjarmót í Uppsala árið 2021.
   Andri Ómarsson verkefnastjóri, mætir til fundarins.

   Lagt fram.

  • 1903419 – Íbúasamráðsverkefni, Samband íslenskra sveitarfélaga

   Lagt fram bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga dags. 28.maí sl. varðandi val á sveitarfélögum til að taka þátt í íbúasamráðsverkefni Sambands ísl. sveitarfélaga og Akureyrarkaupstaðar.
   Andri Ómarsson verkefnastjóri, mætir til fundarins.

   Lagt fram.

  • 1802242 – Sólvangur hjúkrunarheimili, kröfur Munck á Íslandi á hendur Hafnarfjarðarbæ, verksamningur

   Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu, Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs og Örn Guðmundsson frá VSB mæta á fundinn.

   Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins til aukafundar ráðsins sem verður þriðjudaginn 11. júní nk. kl. 9.

   Adda María Jóhannsdóttir fulltrúi Samfylkingarinnar leggur fram svohljóðandi fyrirspurnir:
   Varðandi umræður um samkomulag um uppgjör vegna hjúkrunarheimilis á Sólvangi óskar fulltrúi Samfylkingar eftir svörum við eftirfarandi:
   – Frá áramótum hafa staðið viðræður við verktaka vegna verksins. Hvers vegna hefur staða málsins ekki verið kynnt bæjarráði fyrr en nú?
   – Hversu miklar tafir hafa orðið á verkefninu frá upphaflegri áætlun og hvaða ástæður eru fyrir þeim töfum?
   – Hver var upphafleg kostnaðaráætlun við nýtt hjúkrunarheimili á Sólvangi? Hvað var gert ráð fyrir að framkvæmdir myndu kosta skv. fjárhagsáætlun og hvað er nú gert ráð fyrir að heildarkostnaður verði mikill?
   – Hver er greiðslustaða verkefnisins nú, þ.e. hvað hefur Hafnarfjarðarbær greitt vegna framkvæmda við nýtt hjúkrunarheimili á Sólvangi?

   Adda María Jóhannsdóttir

  • 1808075 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2019 og 2020-2022

   3.liður úr fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 22. maí sl.
   Lagðar fram lykiltölur fyrir fyrstu 3 mánuði ársins sem og breytingar í fjárfestingum 2019. Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir framlagðar breytingar í fjárfestingum 2019 og vísar til bæjarráðs.

   Lagður fram viðauki.

   Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.

   Bæjarráð samþykkir framlagaðan viðauka og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.

   Fulltrúi Samfylkingarinnar situr hjá við afgreiðslu framlagðs viðauka og leggur fram eftirfarandi bókun:
   Framlögðum tillögum Samfylkingarinnar um uppbyggingu á leikskóla í Öldutúnsskólahverfi hefur ítrekað verið hafnað. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra ákváðu þess í stað að stækka leikskólann Smáralund til að bregðast við skorti á leikskólaplássum í hverfinu. Nú hefur þeirri framkvæmd einnig verið frestað um óákveðin tíma þar sem lagt er til að lækka framlög til undirbúnings stækkunarinnar úr 15 m.kr. í 5 m.kr. Gert er ráð fyrir að viðbótarkennslustofa verði sett á lóðina sem gerir ráð fyrir 20 plássum til viðbótar en uppfyllir engan veginn þörfina sem fyrir er í hverfinu sem við síðustu samantekt voru rúmlega 100 pláss. Óskað er svara við því hvað eigi að rúmast innan þeirra 5 milljóna sem nú eru áætlaðar í stækkun leikskólans. Minnt er á að enn bíða þá foreldrar barna í Öldutúnsskólahverfi eftir að þessari mikilvægu nærþjónustu sé sinnt með viðunandi hætti innan hverfisins.

   Adda María Jóhannsdóttir

   Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar bóka eftirfarandi:
   Fræðsluráð samþykkti á fundi sínum 9. maí 2019 að kennslustofu verði komið fyrir á lóð Smáralundar. Við þá breytingu getur nemendum í Smáralundi fjölgað úr 50 í 70. Auk þess er rétt að benda á að nýr leikskóli í Skarðshlíð muni bæta við annarri deild í haust, til viðbótar við það sem áætlað var og opna tvær deildar í haust í stað einnar, alls 37 nemendur.

  • 1905244 – Lög um opinber innkaup, breytingar er varða sveitarfélög

   Lagt fram bréf til frá fjármála- og efnahagsráðuneyti dags. 3. maí 2019 um breytingar á lögum um opinber innkaup er varða sveitarfélögin.

   Guðmundur Ragnar Ólafsson innkaupastjóri mætir til fundarins.
   Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs sat fundinn undir þessum lið.

   Bæjarráð felur innkaupastjóra að endurskoða innkaupareglur Hafnarfjarðarkaupstaðar m.t.t. nýrra laga um opinber innkaup nr. 120/2016.

  • 1702065 – Leikfélag Hafnarfjarðar, ósk um nýtt húsnæði.

   Ósk um nýtt húsnæði.

   Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við aðila í samræmi við umræður á fundinum.

  • 1802321 – Hverfisgata 12, stofnun lóðar

   Ný lóð Hverfisgata 12.

   Bæjarráð samþykkir að lóðin nr. 12 við Hverfisgötu verði auglýst laus til úthlutunar fyrir flutningshús skv. deiliskipulagi. Lóðarverð er lágmarksverð einbýlishúsalóða nú 13.065.540. Umsækjendur skulu skila ítarlegri greinargerð um það hús sem fyrirhugað er að flytja á lóðina og framkvæmdina að öðru leyti.

  • 1706152 – Hverfisgata 49, lóðarstækkun, lóðarleigusamningur, endurnýjun

   Endurnýjun lóðarleigusamnings.

   Bæjarráð samþykkir endurnýjun lóðarleigusamnings og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

  • 1905362 – Tinnuskarð 7, umsókn um lóð

   Lögð fram umsókn Helgu Lindberg Jónsdóttur og Sumarliða Dagbjarts Gústafssonar um einbýlishúsalóðina nr. 7 við Tinnuskarð.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Tinnuskarði 7 verði úthlutað til Helgu Lindberg Jónsdóttur og Sumarliða Dagbjarts Gústafssonar.

  • 1906048 – Tinnuskarð 28-30, umsókn um lóð

   Lögð fram umsókn Einars Jóns Blandon um parhúsalóðina nr. 28-30 við Tinnuskarð.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Tinnuskarði 28-30 verði úthlutað til Einars Jóns Blandon.

  • 1905361 – Völuskarð 3, umsókn um lóð

   Lögð fram umsókn Edmunds Kampe um einbýlishúsalóðina nr. 3 við Völuskarð.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Völuskarði 3 verði úthlutað til Edmunds Kampe.

  • 1906047 – Völuskarð 4, umsókn um lóð

   Lögð fram umsókn Írisar Kristinsdóttur og Grettis Adolfs Haraldssonar um einbýlishúsalóðina nr. 4 við Völuskarð.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Völuskarði 4 verði úthlutað til Írisar Kristinsdóttur og Grettis Adolfs Haraldssonar.

  • 1904419 – Hafnarfjarðarkaupstaður, félagslegar leiguíbúðir

   3.liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 10. maí sl.
   Hálfdán Karl Þórðarson, umsjónarmaður fasteigna mætir á fundinn.

   Fjölskylduráð þakkar Hálfdáni fyrir kynninguna. Fjölskylduráð samþykkir tillögu um sölu á íbúð í Suðurhvammi og vísar tillögunni til bæjarráðs.

   Bæjarráð samþykkir skv. tillögu fjölskylduráðs að fasteignin Suðurhvammur 11, íbúð 0401, fastanúmer 2079904, verði seld og annað hentugra húsnæði keypt í staðinn.

  • 1905273 – Heildstætt og samræmt verklag stofnana sveitarfélaga vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu gagnvart börnum

   Lagður fram tölvupóstur frá Unicef á Íslandi dags. 22.maí sl. þar sem sveitarfélög eru hvött til að setja sér heildstætt og samræmt verklag, vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu fyrir allar stofnanir sem starfa með börnum.

   Bæjarráð bendir á að í gegnum nýundirritaðan samning milli Hafnarfjarðarkaupstaðar og ÍBH er formleg samþykkt um stofnun óháðs fagráðs sérfræðinga í Hafnarfirði sem tekur á ágreinings- og álitamálum frá íþróttafélögum í Hafnarfirði varðandi mál sem tengjast ofbeldi, þar á meðal kynferðislegu ofbeldi og eineltismálum.
   Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til frekari vinnslu og skoðunar hjá fjölskylduráði.

  • 1511158 – Útboð á endurskoðun og kæra Enor vegna útboðs

   Lögð fram stefna Enor ehf. á hendur Ríkiskaupum og Hafnarfjarðarkaupstað.

   Bæjarráð felur bæjarlögmanni að taka til varna í málinu.

  Fundargerðir

Ábendingagátt