Bæjarráð

20. júní 2019 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3522

Mætt til fundar

 • Ágúst Bjarni Garðarsson formaður
 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
 • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður
 • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Helga Ingólfsdóttir varamaður
 • Bjarney Grendal Jóhannesdóttir Varaáheyrnarfulltrúi

Einnig sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

 • Ívar Bragason Lögmaður á stjórnsýslusviði

Einnig sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

 1. Almenn erindi

  • 1902448 – Lántökur 2019

   Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri mætir til fundarins.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:

   „Bæjarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstólsfjárhæð 350.000.000- krónur með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við samþykkta skilmála að lánsamningi sem liggur fyrir fundinum. Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstólsfjárhæðinni, uppgreiðslugjaldi, auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Er lánið tekið til fjármögnunar á byggingu hjúkrunarheimilis sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Rósu Guðbjartsdóttur, kennitala 291165-3899 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.”

  • 1904233 – Bjarg íbúðafélag umsókn um stofnframlag

   Lögð fram umsókn Bjargs íbúðafélags um stofnframlög frá Hafnarfjarðarkaupstað.

   Bæjarráð staðfestir með vísan til 1. mgr. 2. gr. reglna Hafnarfjarðarkaupstaðar um stofnframlög, veitingu stofnframlaga til Bjargs íbúðafélags hses, kt. 490916-0670 vegna byggingar á allt að 150 íbúðum í Hamranesi, sbr. tillögu Matsnefndar um veitingu stofnframalaga Hafnarfjarðarkaupstaðar. Stofnframlagið verði veitt með lækkun lóðaverðs og gatnagerðargjalda. Með vísan til 5. mgr. 14. gr. laga nr. 52/2016 er stofnframlagið veitt með því skilyrði að það verði endurgreitt þegar þau lán sem tekin voru til að standa undir fjármögnun þeirra almennu íbúða sem sveitarfélagið hefur veitt stofnframlag til hafa verið greidd upp. Um endurgreiðslu stofnframlags fer eftir 16. gr. sömu laga.

   Áætlað heildarstofnvirði bygginganna er samkvæmt umsókn kr. 4.747.662.489 og 12% stofnframlag sveitarfélagsins er áætlað kr. 569.719.499.-.

  • 1801455 – Starfshópur um Ásvelli 2018

   Ósk er um að breyting verði gerð á skipan í starfshóp þannig að fulltrúi Hauka, Ágúst Sindri Karlsson fari úr hópnum og í stað hans komi Eiður Arnar Pálmason,Hamravöllum 5

   Bæjarráð samþykkir breytta skipan í starfshóp um Ásvelli.

  • 1903229 – Miðbær, deiliskipulag, starfshópur

   Formaður hópsins, Ágúst Bjarni Garðarsson gerir grein fyrir stöðunni og leggur fram ósk um að samþykktir verði 4 fundir til viðbótar og að skiladagur verði 15. ágúst 2019.

   Bæjarráð samþykkir ósk um 4 aukafundi og að skiladagur verði 15. ágúst 2019.

  • 0911239 – Hafnarfjarðarkaupstaður, lóðarleigusamningar

   Nýr lóðarleigusamningur, Kirkjuvegur 10 (Siggubær).

   Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi lóðarleigusamning og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

  • 1701286 – Suðurhella 4, lóðarumsókn, úthlutun, afsal

   Lögð fram beiðni um að skila lóðinni Suðurhellu 4.

   Bæjarráð samþykkir beiðni um skil á lóðinni Suðurhellu 4 og vísar í bæjarstjórn til staðfestingar.

  • 1906281 – Suðurhella 4, lóðarumsókn,

   Lögð fram umsókn Pallaleigunnar Stoð ehf., um lóðina nr. 4 við Suðurhellu.

   Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni nr. 4 við Suðurhellu til Pallaleigunnar Stoð ehf. og vísar í bæjarstjórn til staðfestingar.

  • 1904401 – Völuskarð 2, umsókn um lóð, úthlutun, úthlutun, afsal

   Lagður fram tölvupóstur frá lóðarhöfum að Völuskarði 2 þar sem fram kemur að þau óska eftir að afsala sér lóðarúthlutun á lóðinni.

   Bæjarráð samþykkir beiðni um afsal á lóðinni Völuskarði 2 og vísar í bæjarstjórn til staðfestingar.

  • 1906213 – Völuskarð 5, umsókn um lóð

   Lögð fram umsókn Ragnars Kaspersen um einbýlishúsalóðina nr. 5 við Völuskarð

   Fyrir lágu tvær umsóknir um lóðina Völuskarð 5, frá Ragnari Kaspersen annars vegar og hins vegar frá Helga Vigfússyni og Elínu Önnu Hreinsdóttur, og þurfti því að draga á milli þeirra umsókna. Fulltrúi Sýslumanns á Höfuðborgarsvæðinu mætti til fundarins og fylgdist með útdrættinum.

   Dregin var út umsókn Helga Vigfússonar og Elínar Önnu Hreinsdóttur.

   Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni nr. 5 við Völuskarð til Helga Vigfússonar og Elínar Önnu Hreinsdóttur og vísar í bæjarstjórn til staðfestingar.

   Umsækjandi Ragnar Kaspersen tilgreindi varalóð Völuskarð 20. Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni nr. 20 við Völuskarð til Ragnars Kaspersen og vísar í bæjarstjórn til staðfestingar.

  • 1905363 – Völuskarð 5, umsókn um lóð

   Umsókn um lóðina Völuskarð 5.

   Fyrir lágu tvær umsóknir um lóðina Völuskarð 5, frá Ragnari Kaspersen annars vegar og hins vegar frá Helga Vigfússyni og Elínu Önnu Hreinsdóttur, og þurfti því að draga á milli þeirra umsókna. Fulltrúi Sýslumanns á Höfuðborgarsvæðinu mætti til fundarins og fylgdist með útdrættinum.

   Dregin var út umsókn Helga Vigfússonar og Elínar Önnu Hreinsdóttur.

   Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni nr. 5 við Völuskarð til Helga Vigfússonar og Elínar Önnu Hreinsdóttur og vísar í bæjarstjórn til staðfestingar.

  • 1906100 – Fornubúðir 5, bótakrafa vegna tafa

   Bótakrafa Fornubúða fasteignafélags hf vegna tafa vegna breytinga á aðal- og deiliskipulagi.

   Bæjarráð óskar eftir lögfræðiáliti um kröfugerð.

  • 1906133 – Hvassahraun,flugvöllur,uppbygging,efnahagsleg áhrif á Hafnarfjarðabæ

   Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þ. 12.júní sl. að vísa málinu til bæjarráðs.

   Fulltrúi Viðreisnar leggur fram eftirfarandi tillögu.
   Úttekt: Efnahagsleg áhrif uppbyggingar flugvallar í Hvassahrauni á Hafnarfjarðarbæ
   Lagt er til að Hafnarfjarðarbær ráði aðila til þess að leggja mat á þau hagrænu tækifæri Hafnarfjarðarbæjar af mögulegri uppbyggingu flugvallar í Hvassahrauni.
   Annars vegar væri skoðaðar líklegar sviðsmyndir af auknum útsvarstekjum bæjarins og hinsvegar tekjur af lóðasölu vegna meiri ásóknar í samgöngutengdum atvinnulóðir í bænum. Úttektin skal miða við fjórar sviðsmyndir: A) ábata af nýjum kennslu og æfingavelli B) ábata af nýrri miðstöð fyrir innanlandsflug og C) ábata af nýjum alhliða alþjóðaflugvelli. D) ábata af nýjum alhliða alþjóðaflugvelli og stórskipahafnar að Óttarstöðum.

   Bæjarstjóra falið að taka saman gögn og leita upplýsinga um kannanir og úttektir sem gerðar hafa verið og eru í vinnslu af hálfu ríkisins og annarra aðila á fýsileika flugvallar í Hvassahrauni.

   Bæjarráð vísar skoðun á nýrri stórskipahöfn í landi Óttarstaða til hafnarstjórnar.

  • 1309581 – Betri Hafnarfjörður

   7. liður úr fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 5.júní sl.
   Tekið á dagskrá. Þórey S Þórisdóttir, fulltrúi Viðreisnar, óskar eftir að málefni um Betri Hafnarfjörður verði sett á dagskrá.
   1. Setja Betri Hafnarfjörð á ábyrgð nýs sviðs Þjónustu og Þróunar.
   2. Sett verði fjármagn í að kynna vefinn.
   3. Samþykkt verði sú verklagsregla að hæsta tillaga í lok hvers mánaðar verði tekin til formlegrar afgreiðslu hjá viðkomandi ráði.
   4. Settir verði á fót hverfapottar fyrir hverfi bæjarins þar sem íbúar geti forgangsraðað fjárfestingum bæjarins innan síns hverfis að fyrirmynd Reykjavíkur og Garðabæjar.

   Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til bæjarráðs.

   Betri Hafnarfjörður og önnur rafræn þjónusta og samráð við íbúa verður á meðal helstu verkefna sem taka á til endurskoðunar og gera umbætur á, á nýju sviði þjónustu- og þróunar sem tekur gildi 1. september n.k.

  Fundargerðir

  • 1906009F – Hafnarstjórn - 1553

   Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 11.júní sl.

  • 1906007F – Menningar- og ferðamálanefnd - 328

   Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 11.júní sl.

  • 1905025F – Stjórn Hafnarborgar - 354

   Lögð fram fundargerð stjórnar Hafnarborgar frá 7.júní sl.

  • 1901144 – Stjórn SSH, fundargerðir 2019

   Lögð fram fundargerð stjórnar SSH frá 3.júní sl.

  • 1801455 – Starfshópur um Ásvelli 2018

   Lögð fram fundargerð 11. júní s. l.

   Fulltrúi Samfylkingarinnar leggur fram eftirfarandi fyrirspurnir:
   Í erindisbréfi starfshóps um Ásvelli kemur fram að vinnu hans hafi átt að vera lokið fyrir 1. nóvember 2018.
   – Hversu margir fundir hafa verið haldnir í starfshópnum?
   – Hver er heildarkostnaður fyrir greidda fundarsetu?
   – Hvenær er gert ráð fyrir að hópurinn ljúki störfum og hvað er gert ráð fyrir að kostnaður fyrir greidda fundarsetu verði mikill?
   Adda María Jóhannsdóttir

  • 1903229 – Miðbær, deiliskipulag, starfshópur

   Lögð fram fundargerð fundar 3. og 12. júní s. l.

Ábendingagátt