Bæjarráð

15. ágúst 2019 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3525

Mætt til fundar

  • Ágúst Bjarni Garðarsson formaður
  • Kristinn Andersen varaformaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Hákonarson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi
  • Birgir Örn Guðjónsson varamaður

Einnig sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

  • Ívar Bragason Lögmaður á stjórnsýslusviði

Einnig sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

  1. Almenn erindi

    • 1903229 – Miðbær, deiliskipulag, starfshópur

      Starfshópurinn leggur fram drög að skýrslu hópsins.

      Til fundarins mæta Kári Eiríksson og Gunnþóra Guðmundsdóttir einnig taka þátt í kynningu Ágúst Bjarni Garðarsson og Jón Ingi Hákonarson.

      Bæjarráð samþykkir að drög að skýrslu frá starfshópi um skipulag miðbæjar Hafnarfjarðar fari á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar í 30 daga. Þar gefst bæjarbúum og öðrum þeim sem hagsmuna hafa að gæta, möguleiki á að senda inn athugasemdir/viðbætur við fyrirliggjandi drög. Bæjarráð samþykkir einnig að starfshópurinn haldi 2 auka fundi til að yfirfara innsendar athugasemdir/viðbætur og skili fullunnu skjali til bæjarráðs fimmtudaginn 26. september nk.

    • 1905329 – Vinafélag Pólska skólans í Reykjavík, styrkbeiðni

      Lögð fram styrkbeiðni dags. 5.maí sl. frá Pólska Skólanum í Reykjavík.

      Bæjarráð synjar erindinu en telur mikilvægt að ríkið styðji vel við móðurmálskennslu skólabarna almennt og þar sé gætt jafnræðis.

    • 1907326 – Namyslów Póllandi, ósk um samstarf

      Lagt fram bréf dags. 17.júlí sl. frá bæjarstjóra bæjarins Namyslów í Póllandi þar sem fram kemur ósk um samstarf við Hafnarfjarðarbæ.

      Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að vinna áfram með málið.

    • 1901438 – Vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins, fyrirspurn

      4. liður úr fundargerð bæjarstjórnar 6. febrúar sl.
      6.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 29.janúar sl.
      Þann 24. janúar barst erindi frá Vegagerðinni þar sem óskað er eftir afstöðu Hafnarfjarðarbæjar vegna fyrirhugaðrar lokunar syðri hluta Bláfjallavegar, suður undir Leiðarenda, og lagfæringar á norðurhluta Bláfjallavegar.
      Skipulags- og byggingarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
      Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson. Einnig tekur til máls Guðlaug Kritjánsdóttir. Því næst Sigurður Þ. Ragnarsson, og þarnæst Helga Ingólfsdóttir. Sigurður Þ. Ragnarsson kemur að andsvari. Ólafur Ingi Tómasson kemur einnig að andsvari.
      Til máls tekur Friðþjófur Helgi Karlsson. Einnig tekur til máls Kristín Thoroddsen.
      Rósa Guðbjartsdóttir tekur til máls. Hún ber upp tillögu um að vísa málinu til bæjarráðs til umfjöllunar.
      Tillagan samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum

      Til fundarins mæta Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri, Hörður Þorsteinsson framkvæmdastjóri og Páll Stefánsson heilbrigðisfulltrúi frá Heilbrigðiseftirliti og Bryndís Skúladóttir frá VSÓ.

      Bæjarráð þakkar fyrir kynninguna. Málinu er frestað til næsta fundar bæjarráðs og jafnframt er bæjarstjóra falið að vinna í málinu á milli funda í samræmi við þær umræður sem fram fóru á fundinum.

    • 1905196 – Rekstrartölur 2019

      Rekstrarreikningur janúar – maí 2019 lagður fram. Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.

    • 1906100 – Fornubúðir 5, bótakrafa vegna tafa

      Farið yfir kröfugerð.

      Gizur Bergssteinsson hrl. mætir til fundarins.

      Bæjarráð hafnar framkominni bótakröfu Fornubúða fasteignafélags hf. og felur bæjarlögmanni að svara bótakrefjanda.

    • 1703022 – Hornsteinar gegn Hafnarfjarðarkaupstað, dómsmál, Hamranesskóli hönnun og ráðgjöf

      Lagður fram dómur héraðsdóms Reykjaness frá 15.júlí 2019.

    • 1809259 – Stekkjarberg 11, lóðarstærð

      Lagður fram dómur héraðsdóms Reykjaness frá 18.júlí sl.

    • 1710601 – Hellubraut 5 og 7, dómsmál

      Lögð fram ákvörðun Hæstaréttar Íslands í máli nr. 2019-228 og áfrýjunarstefna.

    • 1906336 – Sléttuhlíð B1, lóðarleigusamningur

      Lögð fram beiðni um endurnýjun lóðarleigusamnings til 20 ára.

      Bæjarráð samþykkir beiðnina og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 1804509 – Kaldárselsvegur 121309, Hlíðarendi, niðurrif hesthúsa

      Farið yfir stöðu málsins. Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslusviði mætir til fundarins.

    • 1907292 – Hellisgata 32, lóðarleigusamningur

      Lögð fram beiðni lóðarhafa um stækkun á lóð í samræmi við nýtingu lóðarinnar.

      Bæjarráð tekur jákvætt í beiðnina og felur umhverfis- og skipulagsaþjónustu að vinna málið.

    • 1908003 – Hverfisgata 28, endurnýjun lóðarleigusamnings

      Endurnýjun lóðarleigusamnings.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggandi endurnýjun á lóðarleigusamning og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 1904129 – Stuðlaskarð 2-4, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Landssamtakanna Þroskahjálpar um lóðina Stuðlaskarð 2-4 til byggingar búsetukjarna fyrir fatlað fólk.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn um lóð og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 1906047 – Völuskarð 4, umsókn um lóð, úthlutun, afsal

      Lagður fram tölvupóstur frá lóðarhöfum að Völuskarði 4 þar sem óskað er eftir að afsala sér lóðarúthlutun á lóðinni.

      Bæjarráð samþykkir erindið og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 1906048 – Tinnuskarð 28-30, umsókn um lóð, úthlutun, afsal

      Lögð fram beiðni frá lóðarhafa Tinnuskarðs 28-30 þar sem fram kemur að óskað er eftir að afsala sér lóðarúthlutun á lóðinni.

      Bæjarráð samþykkir erindið og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 1609187 – Útlendingastofnun

      Lagt fram bréf dags. 19.júlí sl. frá Útlendingastofnun um beiðni um stækkun þjónustusamnings við umsækjendur um alþjóðlega vernd.

      Bæjarráð vísar málinu til umfjöllunar í fjölskylduráði.

    • 1806356 – Fjölgun úrræða fyrir fólk með heilabilun

      Lagt fram bréf heilbrigðisráðherra um að veita Hafnarfjarðarbæ heimild til reksturs 12 sérhæfðra dagdvalarrýma fyrir fólk með heilabilun.

      Bæjarráð fagnar þessari viðbót í dag¬dvalarrýmum fyrir fólk með heilabilunarsjúkdóma. Þessi viðbótardagdvalarrými munu minnka biðlista og bæta þjónustu.

    Fundargerðir

Ábendingagátt