Bæjarráð

29. ágúst 2019 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3526

Mætt til fundar

 • Ágúst Bjarni Garðarsson formaður
 • Kristinn Andersen varaformaður
 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
 • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir aðalmaður
 • Jón Ingi Hákonarson áheyrnarfulltrúi
 • Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi

Einnig sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

 • Ívar Bragason Lögmaður á stjórnsýslusviði

Einnig sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

 1. Almenn erindi

  • 1706132 – Íþróttabandalag Hafnarfjarðar, nýr samstarfssamningur

   Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi mætir til fundarins og fer yfir reglur um tímaúthlutun ÍBH í íþróttahúsnæði/mannvirkjum í eigu og/eða afnotum bæjarins.

  • 1801455 – Starfshópur um Ásvelli 2018

   Starfshópurinn kynnir drög að skýrslu hópsins.

   Fulltrúar starfshópsins Magnús Gunnarsson, Samúel Guðmundsson og Jóhann Unnar Sigurðsson og Kristinn Andersen kynna drög að skýrslu og stöðu málsins.

  • 1908176 – Hverfisgata 12,umsókn um lóð

   Lögð fram umsókn Hendrikku Jónínu Alfreðsdóttur, Ólafar Petrínu Alfreðsdóttir Anderson og Sveins Alfreðssonar um lóðina Hverfisgötu 12 fyrir flutningshús.

   Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi mætir til fundarins.

   Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni Hverfisgötu 12 í samræmi við fyrirliggjandi umsókn og leggur fyrir bæjarstjórn til staðfestingar.

  • 1701084 – Hamranes I, nýbyggingarsvæði

   10. liður úr fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 27. ágúst sl.
   “Skipulags- og byggingarráð samþykkir drög að auglýsingu er varðar skipulag reita 1-4 og vísar erindinu til afgreiðslu bæjarráðs.”

   Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi mætir til fundarins.

   Bæjarráð samþykkir að auglýsingu er varðar skipulag reita 1-4 í Hamranesi I.

  • 1905046 – Samgöngustyrkur, tillaga

   Guðrún Þorsteinsdóttir mannauðsstjóri mætir til fundarins og kynnir tillögu að útfærslu tilraunaverkefnis vegna fyrirkomulags samgöngustyrkja.

   Bæjarráð samþykkir fyirliggjandi tillögu að útfærslu tilraunaverkefnis vegna samgöngustyrkja til starfsmanna og vísar til vinnu við fjárhagsáætlun.

   Fulltrúi Samfylkingarinnar kemur að svohljóðandi bókun:

   Fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram tillögu um samgöngusamninga á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar þann 20. júní 2018. Nánari útfærsla á þeirri tillögu var lögð fram af fulltrúa Samfylkingarinnar í umhverfis- og framkvæmdaráði þann 8. maí sl.
   Samgöngusamningar, eða samgöngustyrkir, hafa víða verið teknir upp og tímabært að starfsfólki sveitarfélagsins bjóðist slíkir samningar, sem hafa t.a.m. verið í boði fyrir starfsfólk Reykjavíkurborgar frá árinu 2017. Með samgöngusamningum er starfsfólk hvatt til að nýta vistvænar samgöngur vegna ferða til og frá vinnu. Með þeim má létta á umferð á álagstímum, stuðla að aukinni lýðheilsu og umhverfisvernd. Það er ánægjulegt að sjá jákvæðar undirtektir við tillögu um samgöngusamninga. Undirrituð hefði þó viljað sjá verkefnið tekið fastari tökum og að ekki yrði um tilraunaverkefni að ræða.
   Adda María Jóhannsdóttir

  • 1908561 – Jafnlaunavottun

   Farið yfir niðurstöður úttektar í ágúst 2019 og aðgerðaáætlun.

   Guðrún Þorsteinsdóttir mannauðsstjóri mætir til fundarins.

   Bæjarráð fagnar niðurstöðum viðhaldsúttektar á jafnlaunakerfi Hafnarfjarðarbæjar, sem sýna áframhaldandi jákvæða þróun í átt að launajafnrétti innan sveitarfélagsins. Óútskýrður launamismunur er ekki lengur til staðar og frávik minnka enn frekar milli úttekta og hafa minnkað um 2,8% frá því að sveitarfélagið fékk jafnlaunavottun fyrir tveimur árum.

  • 1510229 – Jafnréttisáætlun, Jafnréttis- og mannréttindastefna samþ. feb 2017

   Guðrún Þorsteinsdóttir mannauðstjóri og Andri Ómarsson verkefnastjóri mæta til fundarins.

  • 1908463 – Landsfundur jafnréttisnefnda 2019

   Lagt fram boð á Landsfund um jafnréttismál sveitarfélaga dagana 4. til 5. september nk. sem haldinn er af Jafnréttisstofu í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga

  • 1808075 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2019 og 2020-2022

   Lagður fram viðauki vegna hækkunar frístundastyrkja.

   Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.

   Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka og leggur fyrir bæjarstjórn til staðfestingar.

  • 1902408 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2020 og 2021-2023

   Farið yfir vinnu við fjárhagsáætlun 2020 – 2023.

   Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.

  • 1811035 – Hörgsholt, dreifistöð, umsókn um lóð

   Lögð fram umsókn HS Veitna um lóð fyrir dreifistöð H.S. hf við Hörgsholt.

   Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu mætir til fundarins.

   Bæjarráð samþykkir að úthluta lóð við Hörgsholt undir dreifistöð í samræmi við fyrirliggjandi umsókn og leggur fyrir bæjarstjón til staðfestingar.

  • 1901438 – Vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins, fyrirspurn

   4.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 15.ágúst sl.
   4. liður úr fundargerð bæjarstjórnar 6. febrúar sl.
   6.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 29.janúar sl.
   Þann 24. janúar barst erindi frá Vegagerðinni þar sem óskað er eftir afstöðu Hafnarfjarðarbæjar vegna fyrirhugaðrar lokunar syðri hluta Bláfjallavegar, suður undir Leiðarenda, og lagfæringar á norðurhluta Bláfjallavegar.
   Skipulags- og byggingarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
   Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson. Einnig tekur til máls Guðlaug Kritjánsdóttir. Því næst Sigurður Þ. Ragnarsson, og þarnæst Helga Ingólfsdóttir. Sigurður Þ. Ragnarsson kemur að andsvari. Ólafur Ingi Tómasson kemur einnig að andsvari.
   Til máls tekur Friðþjófur Helgi Karlsson. Einnig tekur til máls Kristín Thoroddsen.
   Rósa Guðbjartsdóttir tekur til máls. Hún ber upp tillögu um að vísa málinu til bæjarráðs til umfjöllunar.
   Tillagan samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum

   Til fundarins mæta Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri, Hörður Þorsteinsson framkvæmdastjóri og Páll Stefánsson heilbrigðisfulltrúi frá Heilbrigðiseftirliti og Bryndís Skúladóttir frá VSÓ.

   Bæjarráð þakkar fyrir kynninguna. Málinu er frestað til næsta fundar bæjarráðs og jafnframt er bæjarstjóra falið að vinna í málinu á milli funda í samræmi við þær umræður sem fram fóru á fundinum.

   Bæjarráð fellst á að syðri hluta Bláfjallavegar verði lokað að sinni vegna vatnsverndarsjónarmiða, frá Leiðarenda austur að afleggjara 417-01. Að mati bæjarráðs er þörf á frekara umhverfis- og áhættumati á vegarkaflanum og er óskað eftir því að Umhverfis- og framkvæmdaráð láti vinna slíkt mat sem liggi fyrir í síðasta lagi fyrir árslok 2021. Að því loknu verði teknar ákvarðanir um framtíð vegarins.

  • 1809259 – Stekkjarberg 11, lóðarstærð

   Lögð fram áfrýjunarstefna til Landsréttar.

  • 1905362 – Tinnuskarð 7, umsókn um lóð, úthlutun, afsal

   Lögð fram beiðni lóðarhafa um að fá að skila lóðinni.

   Bæjarráð samþykkir umsóknina og leggur fyrir bæjarstjón til staðfestingar.

  • 1908553 – Lóðaskil

   Áheyrnafulltrúi Viðreisnar, Jón Ingi Hákonarson, leggur fram svohljóðandi tillögu:

   Í ljósi þess að eitthvað er um lóðaskil er mikilvægt fyrir sveitarfélagið að fá betri upplýsingar um ástæður lóðaskilanna. Séu ástæður m.a. þær að skilmálar bæjarins séu ástæða er mikilvægt að fá nánari upplýsingar um hvaða skilmála við er átt. Með þessu fáum við betri upplýsingar og getum brugðist markvissar við mögulegum annmörkum skilmála.

   Viðreisn leggur til breytingar á verkferlum þegar lóðaskil eiga sér stað með það að markmiði að afla betri gagna þannig að gefa þurfi upp nánari skýringar á lóðaskilum.

   Bæjarráð felur starfsmönnum að fara yfir verkferla vegna skila á lóðum og kynna niðurstöðu fyrir ráðinun í september.

  • 1804509 – Kaldárselsvegur 121309, Hlíðarendi, niðurrif hesthúsa

   Áheyrnafulltrúi Miðflokksins, Sigurður Þórður Ragnarsson, leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

   Geta notendur hesthúsanna fengið að vera með hross í húsunum þar til Ásvallabraut verður boðin út?

   Upplýst er að málið í heild sinni er í vinnslu hjá starfsmönnum sveitarfélagsins.

  • 1908412 – Samtök grænkera á Íslandi, áskorun

   Lögð fram áskorun frá Samtökum grænkera á Íslandi til umhverfisráðherra, ríkisstjórnar og sveitarfélaga Íslands.

   Bæjarráð vekur athygli á því að í haust voru gerðar breytingar í matarþjónustu Hafnarfjarðarbæjar sem stuðla að aukni aðgengi skólabarna að hollri og góðri næringu allan skóladaginn og valkostum hefur verið fjölgað. Frír hafragrautur og lýsi er í boði fyrir alla nemendur í upphafi skóladags, boðið er upp á áskrift að ávöxtum/grænmeti um miðjan morgun og val er um tvo rétti daglega í áskrift að hádegisverði þar sem annar rétturinn er með grænmetisáherslu og er hugsaður sem valkostur við kjöt eða fisk. Í nýlegu útboði um skólamat var lögð áhersla á að matvæli skyldu vera framleidd sem næst neytandanum, svokallaða staðbundna framleiðslu, sem skyldi koma til móts við auknar kröfur um gæði, hreinleika og umhverfisvernd.

  • 1902511 – Reykjanesbraut við Straumsvík, vegstæði

   Lagt fram svar við fyrirspurn frá fulltrúa Samfylkingarinnar.

   Fulltrúi Samfylkingarinnar óskar bókað:
   Svör við fyrirspurnum fulltrúa Samfylkingarinnar sýna að á undanförnum fjórum árum hafa einungis verið haldnir tveir fundir með forsvarsmönnum álversins í Straumsvík vegna legu Reykjanesbrautar. Fjölmiðlar fluttu af því fréttir í júlí sl. að óvissa ríki um framhald á breikkun Reykjanesbrautar framhjá Straumsvík vegna skipulagsbreytingar sem gerð var þegar til stóð að stækka álverið.

   Hafnarfjarðarbær hefur þrýst á breikkun Reykjanesbrautar undanfarin ár og mikilvægt að huga að aðgerðum á þessum hluta vegarins til að tefja ekki fyrir framkvæmdum. Óljóst virðist hver næstu skref eru og mikilvægt að fá upplýsingar um stöðuna.
   Fulltrúi Samfylkingarinnar óskar eftir að málið verði sett á dagskrá bæjarráðs eins fljótt og auðið er og bæjarráðsfulltrúar verði upplýstir um stöðuna.

   Adda María Jóhannsdóttir

  • 1808500 – Fjárhags- og rekstraráætlun 2019

   Lögð fram fyrirspurn frá fulltrúa Samfylkingarinnar.

   Í árshlutareikningi Hafnarfjarðarhafnar fyrir janúar – júní 2019, sem birtur er með fundargerð Hafnarstjórnar dags. 28. ágúst 2019, á vef Hafnarfjarðarbæjar, kemur fram að skammtímakröfur á „tengda aðila“ hafa hækkað á milli ára, frá því að vera 238.639.515 í ársreikningi 2018 en eru 343.595.037 við sex mánaða uppgjör 2019.
   Í svörum við fyrirspurnum frá fulltrúa Samfylkingarinnar í Hafnarstjórn kemur fram að um er að ræða millilán til bæjarsjóðs.
   Í ljósi þessa óskar undirrituð eftir:
   a) skýringum á þessari miklu hækkun milli ára, og
   b) samantekt á slíkum millilánum til bæjarsjóðs úr hafnarsjóði í ársreikningum áranna 2014 – 2018 ásamt með 6 mánaða uppgjöri fyrir 2019.
   c) upplýsingum um það hvort önnur B-hluta fyrirtæki bæjarins hafi veitt bæjarsjóði sambærileg lán á sama tímabili og þær fjárhæðir sem um kann að vera að ræða.

   Adda María Jóhannsdóttir

  Fundargerðir

  • 1908001F – Hafnarstjórn - 1555

   Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 14.ágúst sl.

  • 1908012F – Menningar- og ferðamálanefnd - 330

   Lögð fram fundargerð frá 22. ágúst sl.

  • 1801455 – Starfshópur um Ásvelli 2018

   Lögð fram fundargerð 17. fundar starfshóps frá 15. ágúst sl og 18. fundar hópsins frá 27. ágúst sl.

  • 1901144 – Stjórn SSH, fundargerðir 2019

   Lögð fram fundargerð 473. fundar stjórnar SSH frá 19. ágúst sl.

  • 1901142 – Sorpa bs, fundargerðir 2019

   Lögð fram fundargerð 411 fundar stjórnar Sorpu frá 16. ágúst sl.

Ábendingagátt