Bæjarráð

7. nóvember 2019 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3532

Mætt til fundar

  • Ágúst Bjarni Garðarsson formaður
  • Kristinn Andersen varaformaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Hákonarson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi

Einnig sat fundinn Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og staðgengill bæjarstjóra.

Ritari

  • Guðríður Guðmundsdóttir

Einnig sat fundinn Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og staðgengill bæjarstjóra.

  1. Almenn erindi

    • 1902408 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2020 og 2021-2023

      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.
      Einnig mæta til fundarins Guðrún Þorsteinsdóttir mannauðsstjóri og Hrönn Hilmarsdóttir deildarstjóri þróunar og reksturs í málefnum fatlaðs fólks.

      Lagt fram minnisblað dags 1. nóvember 2019 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um forsendur fyrir vinnslu fjárheimilda ársins 2019 og fjárhagsáætlana til þriggja ára.

      Lögð fram svör fyrirspurnum Samfylkingar frá 24. október sl.

      Bæjarráð þakkar fjármálastjóra fyrir yfirferð á minnisblaði Sambands íslenskra sveitarfélaga.

      Svör við fyrirspurnum Samfylkingarinnar lögð fram.

      Bæjarráð leggur til að skoðaðar verði breytingar á starfstengdum réttindum sem starfsfólki Hafnarfjarðarbæjar stendur til boða til samræmis við það sem fram kemur í tilraunaverkefni um samgöngustyrki.

    • 18129596 – Dalshraun 24-26, lóðarleigusamningur

      Endurnýjun lóðarleigusamnings

      Bæjarráð samþykkir framlagðan lóðarleigusamning og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    Fundargerðir

Ábendingagátt