Bæjarráð

30. janúar 2020 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3537

Mætt til fundar

  • Ágúst Bjarni Garðarsson formaður
  • Kristinn Andersen varaformaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Hákonarson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi

Einnig sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

  • Ívar Bragason Lögmaður á stjórnsýslusviði

Einnig sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

  1. Almenn erindi

    • 1701084 – Hamranes I, nýbyggingarsvæði

      8. tl. úr fundargerð skipulags- og byggingarráðs 14. jan. sl.
      Skipulagsfulltrúi kynnir stöðu þróunarverkefnis reita 1-4. Uppfærð skipulagslýsing dags. jan 2020 þar sem tekið hefur verið tillit til athugasemda Skipulagsstofnunar ásamt tillögu að aðalskipulagsbreytingu lögð fram. Einnig er lagður fram deiliskipulagsuppdráttur Ask arkitekta dags. jan 2020 vegna reita 6, 10 og 11 og deiliskipulagsuppdráttur Tark arkitekta dags. 19.12.2019 vegna reita 7, 8 og 9.
      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti breytingu á skipulagslýsingu og landnotkunarflokki aðalskipulagins og að málsmeðferð verði í samræmi við 36.gr. skipulagslaga. Jafnframt samþykkir skipulags- og byggingarráð deiliskipulag fyrir reiti 6, 10 og 11 og deiliskipulag fyrir reiti 7, 8 og 9 og að málsmeðferð verði í samræmi við 41.gr skipulagslaga. Jafnframt er framlögðum deiliskipulagstillögum, breyting skipulagslýsingar og landnotkunarflokk aðalskipulagins vísað til staðfestingar í bæjarstjórn. Vinnu við þróunarreiti 1-4 er vísað til kynningar í bæjarráði.

      Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi mætir til fundarins.

      Lagt fram til kynningar.

    • 2001429 – Gallup, þjónusta við sveitarfélög 2019

      Fulltrúi frá Gallup Jóna Karen Sverrisdóttir mætti til fundarins undir þessum lið. mætir til fundarins og kynnir niðurstöður. Árdís Ármannsdóttir samskiptastjóri sat fundinn undir þessum lið.

      Það er ánægjulegt að sjá að ánægja íbúa Hafnarfjarðarbæjar með þjónustu bæjarfélagsins eykst umtalsvert á milli ára. Ánægjan eykst í öllum þrettán liðum sem spurt er um og marktækur munur er á tólf þeirra frá fyrra ári. Í þessu felst hvatning til að halda áfram á sömu braut og að gera enn betur fyrir íbúa Hafnarfjarðarbæjar á næstu misserum og árum.

    • 1510229 – Jafnréttisáætlun, Jafnréttis- og mannréttindastefna samþ. feb 2017

      Andri Ómarsson verkefnastjóri og Ólafur Heiðar Harðarson mannauðsráðgjafi mæta til fundarins.

      Frestað milli funda.

    • 1612120 – Barnvænt samfélag, vottun

      Farið yfir stöðu málsins.

      Lögð fram breyting á erindisbréfi stýrihóps um innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

      Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fjölskyldu- og barnamálasviðs mætir til fundarins.

      Bæjarráð fagnar því að vinnan sé farin af stað, auk þess að hafin sé vinna á fjölskyldu- og barnamálasviði er varðar stuðning við börn á flótta. UNICEF hefur haft aðkomu að verkefninu auk starfsfólks frá mennta- og lýðheilsusviði. Verkefnið felst í því að auka lífsgæði ungmennanna og vinna með þeim að ýmsum verkefnum og athöfnum sem nýtast þeim í lífi og starfi. Ánægjulegt að segja frá því að félagsmálaráðuneytið veitti styrk nú nýverið, kr. 4 milljónir í verkefnið. Að þessu sögðu leggur bæjarráð til brugðist verði ábendingum UNICEF er varðar aðkomu kjörinna fulltrúa meiri- og minnihluta í stýrihópinn og samþykkir að fulltrúar frá ungmennaráði verði fjórir. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf og tekur undir bókun fjölskylduráðs um að yfirumsjón verkefnisins verði hjá fjölskyldu- og barnamálasviði í góðu samstarfi við önnur svið eftir því sem við á.

    • 2001176 – Samvinna eftir skilnað

      3.liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 17.janúar sl.
      13.liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 22.janúar sl.
      Gyða Hjartardóttir, félagsráðgjafi MA og aðjúknt við HÍ og umsjónarmaður verkefnis félags- og barnamálaráðherra um eflingu skilnaðarráðgjafar mætir á fundinn og fer yfir hugmyndir að verkefni vegna innleiðingar og eflingar á nýrri framkvæmd félagslegrar ráðgjafar sem sérstaklega snýr að skilnaðarráðgjöf sbr. 17.gr.laga um félagsþjónustu sveitafélaga. Markmið verkefnisins er að innleiða og þróa nýtt vinnulag í samstarfi við ráðherra.
      Fjölskylduráð þakkar Gyðu Hjartardóttur fyrir góða kynningu.
      Fjölskylduráð tekur jákvætt í þetta verkefni. Sviðsstjóra falið að taka saman minnisblað um það hvernig þetta verður útfært á sviðinu, hvernig verklag mun breytast og hvaða áhrif þetta hefur á vinnuálag starfsmanna.
      Sviðsstjóra er falið að vinna þetta áfram og ganga til samninga við ráðuneytið. Um er að ræða tilraunaverkefni sem ber yfirskriftina Samvinna eftir skilnað (SES). Fjölskylduráð þakkar fyrir að Hafnarfjörður hafi verið valinn til að taka þátt í þessu verkefni. Verkefnið felur í sér aukna þjónustu fyrir fjölskyldur.
      Verkefninu vísað til bæjarstjórnar til kynningar.

      Lagt fram samkomulag milli Félagsmálaráðuneytis og Hafnarfjarðarkaupstaðar um innleiðingu tilraunaverkefnis um framkvæmd félagslegrar ráðgjafar sem sérstasklga snýr að skilnaðarráðgjöf sbr. 17. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga.

      Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fjölskyldu- og barnamálasviðs mætir til fundarins.

      Bæjarráð þakkar fyrir að Hafnarfjarðarkaupstaður hafi verið valinn til þátttöku í þessu tilraunarverkefni sem ber yfirskriftina Samvinna eftir skilnað (SES). Verkefnið felur í sér aukna þjónustu fyrir fjölskyldur. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning milli félagsmálaráðuneytisins og Hafnarfjarðarkaupstaðar.

    • 1902511 – Reykjanesbraut við Straumsvík, vegstæði

      Farið yfir stöðu málsins.

      Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssvið mætir til fundarins.

      Bæjarráð fagnar því að skipulags- og byggingarráð hafi samhljóða samþykkt að hafin verði vinna við breytingar á aðalskipulagi Hafnarfjarðar vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar á núverandi vegstæði, frá Krýsuvíkurvegi að mörkum Sveitarfélagsins Voga.

      Á fundi Hafnarfjarðarbæjar og Rio Tinto á Íslandi kom fram að aðilar eru sammála um mikilvægi þess að bæta umferðaröryggi á Reykjanesbraut og munu aðilar leggja sitt af mörkum til að ljúka megi tvöföldun brautarinnar frá gatnamótunum við Krýsuvík að Hvassahrauni á fyrsta tímabili samgönguáætlunar.

      Samgönguráðherra og Vegagerðin hafa lagt áherslu á, í samræmi við ný gögn, að brautin verði tvöfölduð á núverandi vegstað. Til að svo megi verða þarf að gera breytingar á aðalskipulagi Hafnarfjarðar og mun bærinn vinna þær í nánu samstarfi við fyrirtækið. Við breytingar á skipulaginu þarf um leið að treysta athafnasvæði Rio Tinto, en starfsemi fyrirtækisins er mikilvæg fyrir Hafnarfjörð.

    • 2001195 – Hrauntunga 5, lóð, úthlutun

      Lögð fram drög að auglýsingu og ákvörðun um lágmarksverð lóðar.

      Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs mætir til fundarins.

      Bæjarráð samþykkir lágmarksverð lóða við Hrauntungu 5 sbr. fyrirliggjandi útreikning. Tilboð undir lágmarksverði eru ógild.

    • 2001431 – Vesturgata 8

      Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum.
      “Bæjarráð samþykkir að auglýsa eftir rekstaraðila að Vesturgötu 8, sbr. fyrirliggjandi auglýsingu.”
      Sigurður Haraldsson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs mætir til fundarins.

      Bæjarráð samþykkir að auglýsa eftir rekstaraðila að Vesturgötu 8, sbr. fyrirliggjandi auglýsingu.

    • 1911351 – Vatnsveita, krafa um yfirferð gjaldskrár, vatnsgjald

      Lagt fram svarbréf til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.

      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs mæta til fundarins.

      Lögð fram drög að svarbréfi til ráðuneytisins.

    • 2001274 – Lántökur 2020

      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins

      Bæjarráð leggur til að bæjarstjórn samþykki eftirfarandi bókun:

      “Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:
      Bæjarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 1.130.000.000.- kr. til 14 ára, með lokagjalddaga 5. apríl 2034 í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggur fyrir fundinum. Um er að ræða tvo samhljóðandi lánasamninga, annan að fjárhæð 500.000.000.- kr. og hinn 630.000.000.- kr.
      Lánin eru til fjármögnunar á erlendu kúluláni sem er á eindaga á árinu sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
      Til tryggingar lánunum standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
      Jafnframt er Rósu Guðbjartsdóttur, kennitala 291165-3899 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar að undirrita lánssamninga við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.”

    • 2001568 – Brú lífeyrissjóður, réttindasafn eftirlaunasjóðs, endurgreiðsluhlutfall

      Lagt fram erindi frá BRÚ lífeyrissjóð vegna endurgreiðsluhlutfalls vegna réttindasafns Eftirlaunasjóðs starfsmanna Hafnarfjarðarkaupstaðar.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að endurgreiðsluhlutfall árið 2020 vegna réttindasafns Eftirlaunasjóðs starfsmanna Hafnarfjarðarkaupstaðar í B-deild Brúar lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga verði 69%.

    • 1804476 – Sorpa bs, innri endurskoðun

      Lögð fram skýrsla innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar, Sorpa bs. stjórnarhættir/áætlunargerð gas og jarðgerðarstöð. Desember 2019.

      Til fundarins mæta frá innri endurskoðun Reykjavíkurborgar, Anna Margrét Jóhannesdóttir staðgengill innri endurskoðanda,Jenný Stefanía Jensdóttir verkefnastjóri, Sigrún Jóhannesdóttir lögfræðinur og Þórunn Þórðardóttir verkefnastjóri. Einnig mæta til fundarins Birkir Jón Jónsson stjórnarformaður Sorpu bs og Líf Magneudóttir varaformaður stjórnar Sorpu bs. Þá sat fundinn einnig Rósa Steingrímsdóttir fjármálastjóri Hafnarfjarðarbæjar.

      Fulltrúar Samfylkingar, Bæjarlistans, Viðreisnar og Miðflokks leggja fram eftirfarandi bókun:

      Úttekt innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á stjórnarháttum og áætlunargerð fyrir gas- og jarðgerðarstöð Sorpu BS er áfellisdómur. Í úttektinni kemur fram að veikleikar hafi verið í áætlanagerð og að þau eftirlitstæki sem áttu að vera til staðar virkuðu ekki sem skyldi. Mikilvægt er að læra af því og vinna að leiðum til úrbóta.
      Þá hefur lengi legið fyrir að stjórnarfyrirkomulag Sorpu hefur marga veikleika og ber með sér talsverða áhættu, sérlega hvað varðar skort á samfellu og stofnanaminni. Þetta alvarlega mál má að minnsta kosti að hluta til rekja til þessa veikleika.
      Brýnt er að eigendur Sorpu, sveitarfélögin sem að henni standa, endurskoði þessa stjórnarskipan með það fyrir augum að gera úrbætur og draga úr áhættunni sem fylgir núverandi fyrirkomulagi. Annað væri óábyrgt með öllu.
      Einnig er mikilvægt að skoða þörf á að skýra hæfisreglur varðandi samsetningu stjórnar, eins og bent er á í úttekt Innri endurskoðunar, og hvort ástæða sé til að skilyrðum í stofnanasamningi verði breytt þannig að í stjórn sitji einstaklingar sem eru óháðir eigendum.
      Adda María Jóhannsdóttir
      Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
      Jón Ingi Hákonarson
      Sigurður Þ. Ragnarsson

      Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins bóka eftirfarandi:

      Í úttekt Inni endurskoðunar Reykjavíkurborgar hefur komið fram að stjórn Sorpu bs. fékk reglulega framvinduskýrslur sem gert var ráð fyrir að sýndu heildarstöðu verkefnisins; þ.e. allur kostnaður frá upphafi verksins. Líkt og segir í fyrirliggjandi skýrslu Innri endurskoðunar, „Að mati Innri endurskoðunar verður alvarlegur misbrestur í upplýsingagjöf framkvæmdastjóra til stjórnar þegar Mannvit leggur fram nýja áætlun aðeins mánuði eftir að fimm ára áætlun SORPU 2019- 2023 er samþykkt af stjórn í október 2018 sem er 500 m.kr. hærri en stjórn hafði ráðgert. Stjórn var aldrei upplýst um hina nýju áætlun né kom hún til umfjöllunar á vettvangi hennar.“ Úttektin í heild hefur leitt það í ljós að upplýsingagjöf til stjórnar var verulega ábótavant í ferlinu. Mikilvægt er að brugðist verði við úttekt Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á viðeigandi hátt. Sú vinna er þegar hafin á vettvangi stjórnar Sorpu og hjá stjórn SSH þar sem stjórnsýsluleg staða byggðasamlaganna er til endurskoðunar.

    • 1804509 – Kaldárselsvegur 121309, Hlíðarendi, niðurrif hesthúsa

      Farið yfir stöðu málsins.

      Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslusviði mætir til fundarins.

      Bæjarstjóra er falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

    • 1510061 – Ásvellir, uppbygging

      Lagt fram erindisbréf framkvæmdanefndar. Skipað í nefndina.

      Til afgreiðslu

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf og skipar eftirfarandi aðila í Framkvæmdanefnd vegna fyrirhugaðar byggingar knatthúss að Ásvöllum:

      Kristinn Andersen verður formaður nefndarinnar
      Brynjar Þór Gestsson
      Daði Lárusson
      Samúel Guðmundsson
      Jóhann Unnar Sigurðarson

    • 2001560 – Húsnæði stjórnsýslunnar

      Lagt fram drög að erindisbréfi.

    • 1911725 – Dofrahella 9, umsókn um lóð

      ER hús ehf leggur inn umsókn um lóðina nr. 9 við Dofrahellu.

      Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinnu nr. 9 við Dofrahellu til ER húss ehf. og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar.

    • 1710601 – Hellubraut 5 og 7, dómsmál

      Lagður fram dómur Hæstaréttar, mál nr. 41/2019 uppkveðinn 22. janúar 2020.

    • 1806100 – Samband íslenskra sveitarfélaga, landsþing 2018-2022

      Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, boðun XXXV. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga 26. mars nk.

    Fundargerðir

    • 2001002F – Hafnarstjórn - 1565

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 15.janúar sl.

    • 2001039 – Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2020

      Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 27.janúar sl.

    • 2001009F – Menningar- og ferðamálanefnd - 340

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 21.janúar sl.

    • 2001037 – Sorpa bs, fundargerðir 2020

      Lögð fram fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 22.janúar sl.

    • 2001036 – Strætó bs, fundargerðir 2020

      Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 10.janúar sl.

Ábendingagátt