Bæjarráð

13. febrúar 2020 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3538

Mætt til fundar

  • Ágúst Bjarni Garðarsson formaður
  • Kristinn Andersen varaformaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Hákonarson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi

Einnig sat fundinn Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslusviði.

Ritari

  • Guðríður Guðmundsdóttir

Einnig sat fundinn Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslusviði.

  1. Almenn erindi

    • 1702357 – Eftirlitsnefnd með fjármálum íþrótta- og æskulýðsfélaga

      Farið yfir störf eftirlitsnefndar um fjármál íþrótta- og æskulýðsfélaga árið 2019. Ljósbrá Baldursdóttir formaður nefndarinnar og lögg.endurskoðandi og Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi mæta til fundarins.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1901438 – Vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins, fyrirspurn

      Farið yfir stöðu málsins.

      Helga Stefánsdóttir forstöðumaður umhverfis- og rekstrardeildar umhverfis- og skipulagssviðs

      Bæjarráð þakkar Helgu Stefánsdóttur, aðstoðarsviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs, fyrir yfirferðina og leggur áherslu á að umhverfis- og áhættumati vegna vegarins verð flýtt eins og kostur er.

    • 1502214 – Markaðsstofa Hafnarfjarðar

      Lagður fram nýr samningur við MsH, breyting á samningi við MsH sem samþykktur var í bæjarstjórn 15. maí 2019.

      Sigurjón Ólafsson, sviðssstjóri þjónustu- og þróunarsviðs og Andri Ómarsson verkefnastjóri mæta til fundarins.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning fyrir sitt leyti og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 1804509 – Kaldárselsvegur 121309, Hlíðarendi, niðurrif hesthúsa

      Farið yfir stöðu málsins.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1802305 – Skíðasvæðin, framtíðarsýn, samstarfssamningur

      Lögð fram tillaga að breytingu á samkomulagi um endurnýjun og uppbyggingu á mannvirkjum skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 7.maí 2018.

      Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs og Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mæta til fundarins.

      Afgreiðslu málins frestað til næsta fundar.

    • 2002127 – Geymslusvæðið, vegstæði, Reykjanesbraut

      Lagt fram erindi frá Geymslusvæðinu ehf þar sem fram kemur ósk um að landsvæði sem Hafnarfjarðarbær keypti af Geymslusvæðinu ehf með kaupsamningi 2. júlí 2003 kom að nýju í hlut Geymslusvæðisins.

      Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs mætir til fundarins.

      Erindinu vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.

    • 2001560 – Húsnæði stjórnsýslunnar

      Lögð fram drög að erindisbréfi til samþykktar. Skipun í hópinn.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf og skipar eftirtalda í hópinn: Ágúst Bjarna Garðarsson, form., Kristin Andersen, Lovísu Traustadóttur, Öddu Mariu Jóhannsdóttur og Guðlaugu Svölu Steinunnar Kristjánsdóttur. Með hópnum starfa Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri, Sigríður Kristinsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og bæjarlögmaður og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs.

    • 2001388 – Fornubúðir 3

      Lagt fram erindi frá Haraldi Jónssyni ehf. vegna Fornubúða 3.

      Bæjarstjóra falið að ræða við aðila.

    • 1903474 – Hestamannafélagið Sörli, framkvæmdasamningur, erindi

      Tekið til umræðu.

      Farið yfir stöðu málsins og bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu í samræmi við greinargerð fjárhagsáætlunar. Bæjarráð óskar jafnframt eftir kynningu á vinnu starfshóps vegna uppbyggingar á íþróttasvæði Sörla.

    • 2001571 – Tinnuskarð 14, lóðarumsókn

      Lögð fram umsókn um parhúsalóðina Tinnuskarð 14-16.
      Lögð fram umsókn Viktors Inga Ingibergssonar og Margrétar Rutar Halldórsdóttur um lóðina nr. 14 við Tinnuskarð.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Tinnuskarði 14 verði úthlutað til Viktors Inga Ingibergssonar og Margrétar Rutar Halldórsdóttur.

    • 2001570 – Tinnuskarð 16, lóðarumsókn

      Löð fram umsókn um parhúsalóðina Tinnuskarð 14-16.
      Lög fram umsókn Andra Birgissonar og Laufeyjar Haraldsdóttur um parhúsalóðina nr. 16 við Tinnuskarð.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Tinnuskarði 16 verði úthlutað til Andra Birgissonar og Laufeyjar Haraldsóttur.

    • 1906335 – ÞG verk ehf, skaðabótakrafa vegna útboðs, knatthús í Kaplakrika 2018

      Lögð fram matsbeiðni frá ÞG verk ehf.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1511159 – Álverið í Straumsvík

      Til umræðu.

      Tekið til umræðu.

    Fundargerðir

    • 2001011F – Hafnarstjórn - 1566

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 29.janúar sl.

    • 2002002F – Menningar- og ferðamálanefnd - 341

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 4.febr. sl.

    • 2001038 – Samband ísl.sveitarfélaga, fundargerðir 2020

      Lögð fram fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 31.janúar sl.

    • 2001040 – Stjórn SSH, fundargerðir 2020

      Lögð fram fundargerð stjórnar SSH frá 3.febrúar sl.

    • 2001036 – Strætó bs, fundargerðir 2020

      Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 30.janúar sl.

Ábendingagátt