Bæjarráð

27. febrúar 2020 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3539

Mætt til fundar

 • Ágúst Bjarni Garðarsson formaður
 • Kristinn Andersen varaformaður
 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
 • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir aðalmaður
 • Jón Ingi Hákonarson áheyrnarfulltrúi
 • Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi

Einnig sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

 • Guðríður Guðmundsdóttir

Einnig sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

 1. Almenn erindi

  • 2002072 – Heilsubærinn Hafnarfjörður, ársskýrsla 2019

   Lögð fram ársskýrsla heilsubæjarins Hafnarfjöður 2019.
   Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi mætir til fundarins.

   Bæjarráð þakkar kynninguna.

  • 1809386 – Lífsgæðasetur St. Jó.

   Eva Rún Michelsen verkefnastjóri mætir til fundarins og fer yfir starfsemi Lífsgæðaseturs St. Jó. frá opnun 5. september 2019.

   Bæjarráð þakkar Evu Michelsen verkefnastjóra fyrir kynninguna og vel unnin störf.

  • 1903474 – Hestamannafélagið Sörli, framkvæmdasamningur, erindi

   Fulltrúar úr starfshópi um uppbyggingu á athafnasvæði Sörla, Atli Már Ingólfsson, Sigríður Kristín Haraldsdóttir, Helga Ingólfsdóttir og Stefán Már Gunnlaugsson, kynna skýrslu hópsins ásamt endurmati.

   Bæjarráð þakkar fyrir kynninguna og felur bæjarstjóra að halda áfram að vinna málið í samræmi við greinargerð fjárhagsáætlunar. Mikilvægt er að rýna einstaka þætti vel og vandlega í samræmi við það sem fram kom á fundinum. Að því ber að huga við gerð samkomulags milli aðila og sem verkefni fyrir væntanlega framkvæmdanefnd. Gert er ráð fyrir að drög að samkomulag komi inn á næsta reglubundna fund bæjarráðs, þann 12. mars.

   Adda María Jóhannsdóttir fulltrúi Samfylkingarinnar leggur fram svohljóðandi bókun:
   Það er miður hversu mjög hefur dregist að svara erindi Hestamannafélagsins Sörla en starfshópur um uppbyggingu á félagssvæði Sörla skilaði skýrslu sinni fyrir tæpu ári síðan, þann 12. apríl 2019. Starfshópurinn var skipaður í september 2018 í samræmi við tillögur Íþróttabandalags Hafnarfjarðar (ÍBH) um forgangsröðun varðandi uppbyggingu á íþróttamannvirkjum. Samkvæmt minnisblaði frá formanni hópsins kemur fram að sumarið 2019 hafi verið óskað eftir því að hópurinn tæki til starfa að nýju til að yfirfara tillögur að uppbyggingu með það að markmiði að forgangsraða framkvæmdum, nýta betur innviði og leita leiða til hagræðingar. Því verkefni var lokið þann 14. október 2019. Bæði hestamannafélagið Sörli og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar hafa sent frá sér yfirlýsingar vegna seinagangs í málinu og því brýnt að taka það til efnislegrar umfjöllunar. Undirrituð fagnar því að gert séð ráð fyrir að drög að samkomulagi liggi fyrir á næsta fundi bæjarráðs. Það er mikilvægt að það komi skýrt fram að virða eigi þá forgangsröðun sem ÍBH hefur komið sér saman um.

   Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar bókar eftirfarandi:
   Rétt er að ítreka það, sem skýrt hefur komið fram, bæði á fundinum og í bókunum vegna málsins; að aldrei hefur staðið annað til en að virða greinargerð fjárhagsáætlunar 2020. Við það verður staðið.

  • 1701084 – Hamranes I, nýbyggingarsvæði

   Farið yfir umsóknir um þróunarreiti sem komu í kjölfar auglýsingar.

   Eftirfarandi tillögur liggja fyrir fundinum:

   “Bæjarráð samþykkir að farið verði viðræður við eftirtalda aðila um þróun á fyrsta áfanga svæðisins á reitum 1-4:

   Arkís , Verkís og Circular solutions;
   GP arkitektar, X-JB ehf. og VSÓ Ráðgjöf ehf.;
   Prospectus : Rafael Campos de Pinho, Jóhann Örn Logason og Sveinn Ragnarsson;
   Verkland, VSÓ ráðgjöf, Tendra og Klinka.”

   “Bæjarráð samþykkir að farið verði í viðræður við eftirtalda aðila um möguleika á öðrum þróunarreitum á svæðinu:

   Arkþing Nordic, Þingvangur og Efla;
   Lifandi samfélag, Sighvatur Lárusson og Steypustöðin;
   Skipan og Arkitektar ehf.”

   Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslusviði mætir til fundarins.

   Bæjarráð samþykkir að farið verði í viðræður við eftirtalda aðila um þróun á fyrsta áfanga svæðisins á reitum 1-4:

   Arkís , Verkís og Circular solutions;
   GP arkitektar, X-JB ehf. og VSÓ Ráðgjöf ehf.;
   Prospectus : Rafael Campos de Pinho, Jóhann Örn Logason og Sveinn Ragnarsson;
   Verkland, VSÓ ráðgjöf, Tendra og Klinka.

   Bæjarráð samþykkir að farið verði í viðræður við eftirtalda aðila um möguleika á öðrum þróunarreitum á svæðinu:

   Arkþing Nordic, Þingvangur og Efla;
   Lifandi samfélag, Sighvatur Lárusson og Steypustöðin;
   Skipan og Arkitektar ehf.

  • 1804509 – Kaldárselsvegur 121309, Hlíðarendi, niðurrif hesthúsa

   Farið yfir stöðu málsins.

   Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslusviði mætir til fundarins.

   Farið yfir málið.

  • 2002458 – Sorpa bs, tímabundin lántaka

   Lagt fram erindi frá stjórn SORPU bs. dags. 24.febr. sl. um heimild til skammtímalántöku allt að kr. 600 millj. króna.

   Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.

   Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu í bæjarstjórn.

   Fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingar, Miðflokks og Bæjarlistans í bæjarráði bóka eftirfarandi:

   Sveitarstjórnir þeirra sveitarfélaga sem eiga og reka Sorpu bs bera endanlega ábyrgð ábyrgð á rekstri byggðasamlagsins. Eðlilegt að bæjarfulltrúar fái að sjá og leggja mat á þær áætlanir sem liggja til grundvallar þeirri lánveitingu sem er til afgreiðslu. Ef bæjarfulltrúar eiga að bera ábyrgð á rekstri Sorpu þá er nauðsynlegt við kringumstæður eins og félagið er í núna að þeir fái að sjá þær áætlanir sem byggt er á.

   Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óðháðra bókar eftirfarandi:

   Stjórn Sorpu boðaði til fundar með öllum bæjarfulltrúum á höfuðborgarsvæðinu, mánudaginn 24. feb. sl., til að kynna stöðu og næstu skref í málefnum byggðasamlagsins. Stjórn byggðasamlagsins, framkvæmdastjóri og fjármálalegur ráðgjafi upplýstu um stöðuna og kynntu gögn þar að lútandi og áform um viðbrögð við lausafjárvanda Sorpu bs. Þar kom m.a. fram að unnið er að áætlun um greiningu á vanda fyrirtækisins og leiðir að úrbótum. Sú úttekt mun liggja fyrir í vor.

  • 1802305 – Skíðasvæðin, framtíðarsýn, samstarfssamningur

   Afgreiðslu frestað á fundi bæjarráðs 13.febr.sl.

   Lögð fram tillaga að breytingu á samkomulagi um endurnýjun og uppbyggingu á mannvirkjum skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 7.maí 2018.

   Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.

   Bæjarráð vísar framlögðum viðauka, við Samkomulag um endurnýjun og uppbyggingu á mannvirkjum skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 7. maí 2018, til afgreiðslu í bæjarstjórn.

  • 1901089 – Innheimtuþjónusta 2019

   Farið yfir niðurstöður úr verðfyrirspurn á innheimtu fyrir Hafnarfjarðarkaupstað.

   Guðmundur Ragnar Ólafsson innkaupastjóri og Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mæta til fundarins.

   Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Momentum.

  • 1903560 – Sérhæfð akstursþjónusta í Hafnarfirði

   Lögð fram tillaga um að ganga til samninga við lægstbjóðanda. Til afgreiðslu.

   Guðmundur Ragnar Ólafsson innkaupastjóri og Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mæta til fundarins.

   Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Hópbíla hf.

  • 1808551 – Hagsmunaskráning kjörinna fulltrúa

   Lagðar fram uppfærðar reglur m.t.t. álits Persónuverndar.

   Jón Ingi Þorvaldsson persónuverndarfulltrúi mætir til fundarins.

   Bæjarráð vísar erindinu til úrvinnslu hjá forsetanefnd.

  • 2002474 – Starfsmannafélag Hafnarfjarðar, atkvæðagreiðsla um verkföll, niðurstaða

   Lagt fram bréf dags. 20.febr. sl. frá formanni Starfsmannafélagi Hafnarfjarðar.

   Guðrún Þorsteinsdóttir mannauðsstjóri mætir til fundarins.

   Lagt fram.

  • 1901083 – Samband íslenskra sveitarfélaga, kjarasamningsumboð

   Farið yfir stöðu kjaraviðræðna.

   Guðrún Þorsteinsdóttir mannauðsstjóri mætir til fundarins.

   Farið yfir stöðuna.

  • 2001195 – Hrauntunga 5, lóð, úthlutun

   Kynnt framkomið tilboð í lóðina nr. 5 við Hrauntungu.

   Bæjarstjóra falið að hefja viðræður við tilboðsgjafa.

  • 2002206 – Suðurgata 40, lóðarumsókn

   Lögð fram umsókn Kristjáns Ragnars Þorsteinssonar og Kristínar Lindar Steingrímsdóttur um lóðina nr. 40 við Suðurgötu.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Suðurgötu 40 verði úthlutað til Kristjáns Ragnars Þorsteinssonar og Kristínar Lindar Steingrímsdóttur.

  • 2002402 – Dofrahella 7, umsókn um lóð

   Stjörnustál ehf sækir um atvinnuhúsalóðina nr. 7 við Dofrahellu.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Dofrahellu 7 verði úthlutað til Stjörnustáls ehf.

  • 2002459 – Suðurhella 12, lóðarumsókn

   Lögð fram umsókn Bjallabóls ehf um atvinnuhúsalóðina nr. 12 við Suðurhellu.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Suðurhellu 12 verði úthlutað til Bjallabóls ehf.

  • 2002403 – Suðurhella 14, umsókn um lóð

   Lögð fram umsókn Bjallabóls ehf um atvinnuhúsalóðina nr. 14 við Suðurhellu.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Suðurhellu 14 verði úthlutað til Bjallabóls ehf.

  • 0809072 – Hjallabraut 33, kosning í húsfélag

   Tilnefning bæjarráðs í stjórn húsfélagsins sbr. 9. gr. samþykkta húsfélagsins, Ólafur Ingi Tómasson formaður, Sjöfn Guðmundsdóttir og varamaður Kristinn Andersen.

   Bæjarráð samþykkir að tilnefna eftirtalda í stjórn húsfélagsins Hjallabraut 33: Ólaf Inga Tómasson, form., Sjöfn Guðmundsdóttur, og Kristin Andersen, varam.

  • 2002223 – Lánasjóður sveitarfélaga, framboð í stjórn, auglýsing

   Lagt fram bréf frá lánasjóði sveitarfélaga dags.12.febr.sl. þar sem auglýst er eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga.

   Lagt fram.

  • 2002236 – Þroskahjálp, húsbyggingasjóður, erindi

   Lagt fram bréf frá húsbyggingasjóð Þroskahjálpar dags. 10.febrúar sl.

   Erindinum vísað til fjölskylduráðs.

  • 1410199 – Öldugata 49, lóðarleigusamningur

   Lóðarleigusamningur við Veitur ohf í samræmi við deiliskipulag til OR

   Bæjarráð vísar fyrirliggjandi lóðarleigusamningi til staðfestingar í bæjarstjórn.

  • 2002217 – Selhella 1, lóðarleigusamningur

   Endurnýjun lóðarleigusamnings um Selhellu 1 þar sem breyting hefur verið gerð á deiliskipulagi svæðisins.

   Bæjarráð vísar fyrirliggjandi lóðarleigusamningi til staðfestingar í bæjarstjórn.

  Fundargerðir

Ábendingagátt