Bæjarráð

26. mars 2020 kl. 08:15

á fjarfundi

Fundur 3541

Mætt til fundar

  • Ágúst Bjarni Garðarsson formaður
  • Kristinn Andersen varaformaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Hákonarson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi

Einnig sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

  • Guðríður Guðmundsdóttir

Einnig sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

  1. Almenn erindi

    • 1811336 – Neyðarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar 2018-2022

      Farið yfir stöðuna.

      Árdís Ármannsdóttir samskiptastjóri, Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs og Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs sitja fundinn undir þessum lið.

      Farið yfir stöðuna.

    • 2003508 – Covid 19, aðgerðaráætlun

      Lögð fram tillaga frá stjórn SSH um fyrirkomulag afslátta af þjónustugjöldum leik-, grunnskóla og frístundaheimila. Til afgreiðslu.

      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins. Einnig sitja fundinn undir þessum lið Árdís Ármannsdóttir samskiptastjóri og Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu vegna afslátta af þjónustugjöldum leik-, grunnskóla og frístundaheimila.

      Farið yfir fyrstu greiningar og sviðsmyndir áhrifa kórónuveirunnar á fjárhag og sjóðsstreymi Hafnarfjarðarbæjar. Ræddar tillögur og mögulegar aðgerðir til að draga úr efnahagslegum áhrifum og tryggja velferð íbúa bæjarins. Unnið er að áætlun fyrstu fjárhagslegu aðgerða bæjarfélagsins sem miða að því að bregðast við tekjufalli, afslætti á gjöldum, frestun fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði og öðrum neikvæðum áhrifum kórónuveirunnar á sjóðsstreymi sveitarfélagsins. Grundvallaratriði er að styrkja stoðir grunnþjónustunnar á þeim krefjandi tímum sem nú ganga yfir en á sama tíma minnka niðursveifluna sem við blasir eins og nokkur kostur er. Í því skyni er mikilvægt að leita allra leiða til að halda fyrirhuguðum framkvæmdum sveitarfélagsins áfram, sbr. viðhaldi eigna og uppbyggingu innviða. Hugað verði ennfremur að sérstökum fjárfestingarverkefnum í samstarfi við ríkið, eins og boðaðar eru í aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Aukin áhersla verði lögð á að hraða skipulagsvinnu á framtíðaruppbyggingarsvæðum og þéttingarreitum í bænum.

    • 2001274 – Lántökur 2020

      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn eftirfarandi tillögu: Lagt er til að sækja um lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga vegna þess óvissuástands sem nú er yfirstandandi, að fjárhæð 1.000 milljónum króna vegna fjármögnunar til byggingar á Skarðshlíðarskóla. Jafnframt er veitt heimild að ganga frá skammtímafjármögnun allt að 1.000 milljónum króna þar til gengið verður frá endanlegri fjármögnun. Kjör Lánasjóðs á skammtímalánum miðað við stöðuna í dag eru óverðtryggðir 2,35% vextir. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja skammtímafjármögnun allt að 1000 milljónum króna þar til gengið verður frá endanlegri fjármögnun. Skammtímalánið ber 2,35% vexti óverðtryggt, mv. stöðuna í dag og verður greitt upp þegar endanleg fjármögnun á langtímaláni vegna fjármögnunar á byggingu á Skarðshlíðarskóla. Jafnframt er Rósu Guðbjartsdóttur, kennitala 291165-3899 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar að undirrita lánssamninga við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

    • 1701084 – Hamranes I, nýbyggingarsvæði

      Úthlutun lóðarvilyrða.
      Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslusviði og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs mæta til fundarins.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að reit 1 sé úthlutað til Arkís Verkís o.fl. – 75 einingar/íbúðir, reit 2 sé úthlutað til Tendra, Verklandshópurinn: – 50 einingar / íbúðir, reit 3 sé úthlutað til Rafael Campos de Pinho ,Vaxtarhús: – 75 einingar/íbúðir og reit 4 sé úthlutað til GP arkitektar fjölbýlishús: – 110-130 einingum/íbúðum.

    • 1804509 – Kaldárselsvegur 121309, Hlíðarendi, niðurrif hesthúsa

      Lagt fram bréf frá lögmanni hesthúsaeigenda.
      Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslusviði mætir til fundarins.

      Bæjarlögmanni falið að svara bréfi lögmanns hesthúsaeigenda.

    • 1906176 – Þinggerð Íþróttabandalags Hafnarfjarðar 2019

      Lögð fram þinggerð ÍBH frá 2019 og bréf um forgangsröðun frá 10.febrúar 2020.
      Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi mætir til fundarins.

      Varðandi forgangsröðun ÍBH um uppbyggingu íþróttamannvirkja bendir bæjarráð á að samtal er í gangi og verið að vinna að málum í samræmi við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.

    • 1910171 – ÍBH, óskir um hækkun í fjárhagsáætlun 2020

      Lagt fram bréf ÍBH frá 10.febrúar sl. varðandi afrekssjóð ÍBH.
      Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi mætir til fundarins.

      Lagt fram.

    • 1801504 – Hafnarfjarðarkaupstaður, geymslur

      Lagðir fram leigusamningar um geymslurými Byggðasafns og Hafnarborgar að Hringhellu 14.
      Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs mætir til fundarins.

      Fundarhlé gert kl. 11:20
      Fundi fram haldið kl. 11:25

      Bæjarráð samþykkir framlagða leigusamninga um rými í Hringhellu 14 annars vegar vegna Byggðasafns og hins vegar vegna Hafnarborgar og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar. Bæjarráð samþykkir viðauka við leigusamning frá 16. júní 2006.

    • 2003458 – Rammasamningar 2020

      Lagt fram minnisblað.

      Lagt fram.

    • 2001431 – Vesturgata 8

      Kynnt framkomin tilboð.

      Lagt fram.

    • 1506568 – Sólvangur, hjúkrunarheimili á Sólvangssvæði

      Lagt fram svar frá heilbrigðisráðherra dags. 20.mars sl.

      Bæjarráð lýsir yfir miklum vonbrigðum og furðu með svar heilbrigðisráðuneytisins vegna málefna gamla Sólvangs. Bæjarstjóra er falið að svara bréfi ráðuneytisins.

    • 2002520 – Berghella 1H, umsókn um lóð dreifistöð

      HS Veitur hf. kt. 431208-0590 sækja um lóð fyrir færanlega dreifistöð og vegslóða við Berghellu 1H.

      Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni til umsækjanda og unninn verði deiliskipulagsbreyting vegna lóðarinnar. Málinu er vísað til skipulagsdeildar á umhverfis- og skipulagssviði.

    • 1909291 – Lækjarhvammur 1, ósk um lóðarstækkun

      1.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 10.mars sl.
      Umsókn Sigurbjörns Viðars Karlssonar og Svandísar Eddu Gunnarsdóttur um lóðarstækkun á lóðinni Lækjarhvammi 1 dags. 30.09.2019 er vísað til skipulags- og byggingarráðs frá afgreiðslufundi skipulags- og byggingarráðs. Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 17.12.2019 var samþykkt að grenndarkynna erindið og tillögu að breytingu á deiliskipulagi með vísan til 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Erindið var grenndarkynnt frá 21.01.-18.02.2020. Athugasemdir bárust. Samantekt skipulagsfulltrúa dags. 27.2.2020 vegna framkominna athugasemda lögð fram.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir lóðarstækkunina fyrir sitt leyti og vísar erindinu til bæjarráðs.

      Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti umbeðna lóðarstækkun en bendir á að vinna þarf tillögu að breytingu á deiliskipulagi þar sem gert verði ráð fyrir umræddri stækkun lóðar. Hafi umsókn um breytingu á deiliskipulagi ekki borist sveitarfélaginu innan 12 mánaða frá samþykkt þessari telst hún úr gildi fallin. Málinu er vísað til skipulags- og byggingaráðs.

    • 2002369 – Drangsskarð 10, breyting á lóð

      9.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 24.mars sl.
      Pétur Ólafsson byggverktak ehf. sækir 19.2.2020 um stækkun á lóð að bæjarlandi. Um óverulega breytingu á deiliskipulagi er að ræða. Hafnarfjarðarkaupstaður er eini hagsmunaaðilinn. Lögð fram umsögn arkitekts.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir lóðarstækkunina á grundvelli 3.mgr. 44.gr. skipulagslaga og vísar til staðfestingar í bæjarráði.

      Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti umbeðna lóðarstækkun en bendir á að vinna þarf tillögu að breytingu á deiliskipulagi þar sem gert verði ráð fyrir umræddri stækkun lóðar. Hafi umsókn um breytingu á deiliskipulagi ekki borist sveitarfélaginu innan 12 mánaða frá samþykkt þessari telst hún úr gildi fallin. Málinu er vísað til skipulags- og byggingaráðs.

    • 2003493 – Bæjarráðsstyrkir 2020, fyrri úthlutun

      Umsóknir um styrki bæjarráðs.

      Lagt fram.

    • 1511158 – Útboð á endurskoðun og kæra Enor vegna útboðs

      Lagður fram dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá 20.mars sl.

      Lagt fram.

    • 2003322 – Orlof húsmæðra 2020

      Orlof húsmæðra 2020

      Samkvæmt upplýsingum frá Félagsmálaráðuneytinu skal framlag sveitarfélaga til orlofsnefnda á hverju svæði vera minnst kr. 116,98 fyrir hvern íbúa sveitarfélagsins. Framlag þetta skal greiða orlofsnefnd viðkomandi orlofssvæðis fyrir 15. maí nk. sbr. 5. gr. laga nr. 53/1972.

      Lagt fram.

    Fundargerðir

    • 2003004F – Hafnarstjórn - 1569

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 11.mars sl.

    • 2001036 – Strætó bs, fundargerðir 2020

      Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 13.mars sl.

Ábendingagátt