Bæjarráð

10. september 2020 kl. 08:15

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 3555

Mætt til fundar

 • Ágúst Bjarni Garðarsson formaður
 • Kristinn Andersen varaformaður
 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
 • Sigurður Þórður Ragnarsson aðalmaður
 • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Jón Ingi Hákonarson áheyrnarfulltrúi
 • Friðþjófur Helgi Karlsson varamaður

Einnig sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

 • Guðríður Guðmundsdóttir

Einnig sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

 1. Almenn erindi

  • 2005324 – Rekstrartölur 2020

   Árshlutareikningur 30.06.2020 lagður fram. Rósa Steingrímsdóttir sviðstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.

   Lagt fram.

  • 2009210 – Sérstakar verklagsreglur um tilfærslur innan málaflokka fjárhagsáætlunar hvers árs

   Lögð fram drög að verklagsreglum um tilfærslurs innan málaflokka fjárhagsáæltunar hvers árs. Til afgreiðslu.

   Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.

   Lagt fram.

  • 1906322 – Fjárhagsáætlun menningar- og ferðamálanefndar 2020

   1.liður úr fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 1.september sl.
   Lögð fram ósk Hafnarborgar um tilfærslu á fjármagni á fjárhagsáætlun ársins 2020 yfir á launalið.
   Menningar- og ferðamálanefnd samþykkir ósk Hafnarborgar og vísar tilfærslunni til viðaukagerðar og samþykkis bæjarráðs.

   Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs og Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs mæta til fundarins.

   Vísað til næstu viðaukagerðar.

  • 1309581 – Betri Hafnarfjörður

   Farið yfir samráðs- og lýðræðisverkefnið Betri Hafnarfjörður og framtíð þess. Lögð fram drög að verklagsreglum fyrir Betri Hafnarfjörð. Til afgreiðslu.

   Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs mætir til fundarins.

   Vísað til fjárhagsáætlunargerðar.

  • 1806351 – Menntasetrið við Lækinn

   Til umræðu.

   Farið yfir stöðu verkefna í Menntasetrinu við Lækinn.

  • 2008622 – Eskivellir 11, íbúð 0404, kaup

   Lagt fram kauptilboð í íbúð að Eskivöllum 11 ásamt söluyfirliti. Til afgreiðslu.

   Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi kauptilboð vegna íbúðar 0404 að Eskivöllum 11 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

  • 1906213 – Völuskarð 20, umsókn um lóð, úthlutun, skil lóðar

   Lagður fram tölvupóstur frá lóðarhöfum að Völuskarði 20 þar sem óskað er eftir því að afsala sér lóðarúthlutun á lóðinni.

   Bæjarráð samþykkir skil lóðar að Völuskarði 20 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

  • 2009199 – Völuskarð 32, umsókn um lóð

   Lögð fram umsókn frá Ragnari Kaspersen þar sem sótt er um lóð nr. 32 við Völuskarð.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Völuskarði 32 verði úthlutað til Ragnars Kaspersen.

  • 2003051 – Malarskarð 12-14, lóðarumsókn

   Lögð fram umsókn um lóðina nr. 12-14 við Malarskarð. Umsækjendur eru Jónína Berglind Ívarsdóttir og Hilmar K. Larsen og Ívar Björn H. Larsen og Magdalena Larsen.

   Bæjarráð leggur til við bæjastjórn að lóðinni nr. 12-14 við Malarskarð verði úthlutað til Jónínu Berglindar Ívarsdóttur og Hilmars K. Larsen og Ívars Björns H. Larsen og Magdalenu Larsen.

  • 2009137 – Hádegisskarð 25,umsókn um lóð

   Lögð fram umsókn Nýsmíði ehf. um lóðina nr. 25 við Hádegisskarð.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 25 við Hádegisskarð verði úthlutað til Nýsmíði ehf.

  • 2009136 – Hádegisskarð 27,umsókn um lóð

   Lögð fram umsókn Nýsmíði ehf. um lóðina nr. 27 við Hádegisskarð.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 27 við Hádegisskarð verði úthlutað til Nýsmíði ehf.

  • 2008273 – Drangsskarð 11, Umsókn um lóð

   Lögð fram umsókn Mission á Íslandi ehf um lóðina nr. 11 við Drangsskarð.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 11 vð Drangsskarð verði úthlutað til Mission á Íslandi ehf með fyrirvara um að lagður verði fram ársreikningur félagsins áritaður af löggiltum endurskoðanda fyrir fund bæjarstjórnar.

  • 1709249 – Samþykktir um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar

   Lagt fram svar við fyrirspurn

   Lagt fram.

  • 2008641 – Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga 2020

   Lögð fram dagskrá fjar-landsfundar um jafnréttismál sveitarfélaga 2020.

   Lagt fram.

  • 2009240 – Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2020

   Lagt fram boð á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem haldin verðu 1. og 2. október nk.

   Lagt fram.

  Fundargerðir

  • 1811306 – St. Jó. framkvæmdahópur

   Lögð fram fundargerð framkvæmdahóps frá 26.ágúst sl.

  • 2008016F – Hafnarstjórn - 1580

   Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 26.ágúst sl.

  • 2008022F – Menningar- og ferðamálanefnd - 353

   Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 1.september sl.

  • 2001039 – Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2020

   Lögð fram fundargerð heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 31.ágúst sl.

  • 2001038 – Samband íslenskra sveitarfélaga, fundargerðir 2020

   Lögð fram fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28.ágúst sl.

Ábendingagátt