Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg
Einnig sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.
Aðgerðaráætlun bæjarstjórnar vegna covid-19 faraldursins um nýsköpun ungs fólks, 10.verkefni.
Andri Ómarsson verkefnastjóri og Ida Jensdóttir verkefnastjóri mæta til fundarins.
Bæjarráð þakkar fyrir kynninguna og alla þá vinnu sem lögð var í að koma þessu góða nýsköpunarverkefni til framkvæmda.
Farið yfir tilraunaverkefni um samgöngustyrki til starfsmanna sem var 1. janúar til 1. ágúst 2020
Guðrún Þorsteinsdóttir mannauðsstjóri mætir til fundarins.
Bæjarráð þakkar fyrir kynninguna á tilraunverkefni vegna samgöngustyrkja sem samþykkt var haustið 2019. Málinu vísað til fjárhagsáætlunarvinnu.
Lagt fram minnisblað. Guðrún Þorsteinsdóttir mannauðsstjóri mætir til fundarins.
Bæjarráð samþykkir að stofnaðir verði stýrihópar í samræmi við minnisblað mannauðsstjóra.
Lögð fram tillaga að breytingu á skilmálum um þróunarreiti í Hamranesi. Til afgreiðslu.
Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs mætir til fundarins.
Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi breytingu á skilmálum um þróunarreiti í Hamranesi.
Fulltrúi Viðreisnar leggur fram svohljóðandi bókun: Fulltrúi Viðreisnar setur spurningarmerki við þá hugmynd að hafa lágmarksviðmið lóðargjalda við 75 fm íbúð. Með því er verið að refsa byggingaraðila fjárhagslega vilji hann byggja litlar íbúðir, einmitt þær íbúðir sem mikil eftirspurn er eftir.
2. liður úr fundargerð framkvæmdanefnar um uppbyggingu á athafnasvæði Hestamannafélagsins Sörla frá 8. september sl. „Útboðsgögn hönnunar. Lögð fram útboðsgögn vegna hönnunar og farið yfir þau. Búið er að laga þær athugasemdir sem hafa komið fram á vinnslutíma útboðsgagnanna. Starfshópurinn samþykkir að óska eftir því við bæjarráð að heimila framkvæmdanefndinni að bjóða út hönnun á mannvirkinu.“
Bæjarráð þakkar fyrir góða vinnu við gerð útboðsgagna á fullhönnun. Bæjarráð vísar fyrirliggjandi útboðsgögnum til yfirlestrar bæjarlögmanns.
Lagður fram viðauki nr. III. Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs mæta til fundarins.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka og vísar til samþykktar í bæjarsjórn.
Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.
Bæjarráð leggur til að bæjarstjórn samþykki eftirfarandi bókun: Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins: Bæjarstjórnar Hafnarfjarðarkaupstaðar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 932.000.000.- kr. til 35 ára, með lokagjalddaga 2055 í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggur fyrir fundinum. Af lánsfjárhæð er um 320 m.kr. til að ljúka fjármögn á erlendu kúluláni sem er á eindaga á árinu og 612 m.kr. vegna fjármögnunar Skarðshlíðarskóla. Verkefnin hafa almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Til tryggingar lánunum standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Jafnframt leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að samþykkja heimild til skammtímafjármögnunar allt að 947 milljónir króna þar til gengið verður frá endanlegri fjármögnun. Skammtímalánið ber 1,2% vexti óverðtryggt, mv. stöðuna í dag og verður greitt upp þegar endanleg fjármögnun á langtímaláni vegna fjármögnunar á byggingu á Skarðshlíðarskóla. Jafnframt er Rósu Guðbjartsdóttur, kennitala 291165-3899 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar að undirrita lánssamninga við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Lagður fram húsaleigusamningur um Arnarhraun 50 á milli Heimilanna íbúðafélgs hses og Hafnarfjarðarkaupstaðar til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi húsaleigusamning um Arnarhraun 50 á milli Heimilanna íbúðafélags hses og Hafnarfjarðarkaupstaðar og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Tekið fyrir að nýju. Til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi sérstakar verklagsreglur um tilfærslur innan málaflokka fjárhagsáætlunar hvers árs.
Lögð fram umsókn Guðmundar Leifssonar og Kristrúnar Runólfsdóttur um lóðina nr. 5 við Tinnuskarð.
Sótt er um lóðina nr. 3 við Tinnuskarð sem varalóð nr. 1 og lóðina nr. 5 við Völuskarð sem varalóð nr. 2.
Þrjár umsóknir eru um lóðina Tinnuskarð 5 og því dregið á milli umsækjenda. Fulltrúi sýslumanns dregur út nöfn umsækjendanna Guðmundar Leifssonar og Kristrúnar Runólfsdóttur.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Tinnuskarð 5 verði úthlutað til Guðmundar Leifssonar og Kristrúnar Runólfsdóttur.
Lögð fram umsókn Kristófers Sigurðssonar og Dagnýjar Bjarkar Gísladóttur um lóðina nr. 5 við Tinnuskarð. Sótt er um lóðina nr. 3 við Tinnuskarð sem varalóð.
Tvær umsóknir eru um lóðina Tinnuskarð 3. Fulltrúi sýslumanns dregur út nöfn umsækjendanna Jóhanns Karls Hermannssonar og Sonju Marsibil Þorvaldsdóttur.
Lögð fram umsókn Jóhanns Karls Hermannssonar og Sonju Marsibil Þorvaldsdóttur um lóðina nr. 5 við Tinnuskarð. Sótt er um lóðina nr. 3 við Tinnuskarð sem varalóð.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Tinnuskarði 3 verði úthlutað til Jóhanns Karls Hermannssonar og Sonju Marsibil Þorvaldsdóttur.
Lögð fram umsókn um atvinnuhúsalóðina nr. 6 við Búðarhellu. Umsækjandi Pétur Ólafsson byggverktak ehf
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 6 við Búðarhellu verði úthlutað til Péturs Ólafssonar byggverktak ehf.
Lögð fram umsókn um atvinnuhúsalóðina nr. 4 við Búðarhellu. Umsækjandi Pétur Ólafsson byggverktak ehf
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 4 við Búðarhellu verði úthlutað til Péturs Ólafssonar byggverktak ehf.
Lögð fram umsókn Fráveitu Hafnarfjarðar um lóð fyrir dæluhús vegna uppbyggingar á Hellnahrauni áfangi 3.
Bæjarráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu á umhverfis- og skipulagssviði.
Lagt fram bréf frá Garðyrkju ehf um afnot húsnæðis að Lyngbarði 2.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við fulltrúa Garðyrkju ehf.
Lögð fram tillaga frá bæjarfulltrúa Miðflokksins. Afsláttur fasteignaskatts til tekjulágra einstaklinga eða fjölskyldna á komandi fjárhagsári 2021.
Með vísan til tekjutengds afsláttar á fasteignaskatti til elli og örorkulífeyrisþega leggur fulltrúi Miðflokksins til að tekjulágir einstaklingar og fjölskyldur sem falla innan sömu tekjuviðmiða og elli og örorkulífeyrisþega njóti sama afsláttar af fasteignaskatti frá og með næsta fjárhagsári, 2021. Er lagt til að tillögunni verði vísað til fjármálasviðs til kostnaðargreiningar.
Greinargerð. Tilgangur afsláttar af tekjutengdum afslætti fasteignaskatts til elli- og örorkulífeyrisþega er að létta undir með þem sem við hvað lökust afkomukjör búa. Ekki verður annað séð en að fólk í sem býr við sambærilegar tekjur og elli- og örorkulífeyrisþegar og eiga íbúðarhússnæði sem það býr í sjálft búi við sambærilega kröpp kjör enda þótt það tilheyri ekki áðurnefndum viðmiðunarhópum, þ.e. elli- og örorkulífeyrisþegum. Því er það rökfræðilega eðlilegt að tekjulágum sé ekki mismunaði með þeim hætti sem tíðkast hefur.
Bæjarráð óskar eftir umsögn bæjarlögmanns.
8.líður úr fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 9.september sl. Tekið fyrir að nýju.
Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar erindinu til bæjarráðs.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar til fjárhagsáætlunarvinnu.
Lögð fram áskorun samtaka íslenskra handverksbrugghúsa á dómsmálaráðherra, þingmenn og sveitarstjórnarmenn.
Lagt fram.
Lögð fram áskorun til sveitarfélaga frá félagi atvinnurekenda um lækkun álagningarprósentu fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði.
Lagt fram. Bæjarráð vekur jafnframt athygli á að nýlega var fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði hér í bæ lækkaður verulega, þegar hann fór úr 1,57 í 1,40, og er með því lægsta sem gerist á höfuðborgarsvæðinu.
Lögð fram fundargerð starfshóps um Krýsuvík, framtíðarnýting frá 31.ágúst sl.
Lögð fram fundargerð framkvæmdahóps frá 16.september sl.
Lögð fram fundargerð starfshóps um deiliskipulag miðbæjarins frá 2.september sl.
Lögð fram fundargerð framkvæmdanefndar frá 26.ágúst og 8. sept. sl.
Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 9.september sl.
Lögð fram fundargerð 25.eigendafundar Sorpu bs. frá 7.september sl.
Lögð fram fundargerð 24.eigendafundar Strætó bs. frá 7.september sl.