Bæjarráð

19. október 2020 kl. 16:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 3558

Mætt til fundar

  • Ágúst Bjarni Garðarsson formaður
  • Kristinn Andersen varaformaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Sigurður Þórður Ragnarsson aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Jón Ingi Hákonarson áheyrnarfulltrúi

Einnig sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

  • Guðríður Guðmundsdóttir

Einnig sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

  1. Almenn erindi

    • 2001456 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2021 og 2022-2024

      Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: “Bæjarráð samþykktir að óska eftir við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið að veittur verði frestur til 1. desember 2020 til að leggja fram tillögu að fjárhagsáætlun til bæjarstjórnar og að afgreiðsla bæjarstjórnar á fjárhagsáætlun verði eigi síðar en 31. desember 2020.”

      Til fundarins mæta Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs og Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs

      Bæjarráð samþykktir að óska eftir við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið að veittur verði frestur til 1. desember 2020 til að leggja fram tillögu að fjárhagsáætlun til bæjarstjórnar og að afgreiðsla bæjarstjórnar á fjárhagsáætlun verði eigi síðar en 31. desember 2020.

    • 2004407 – HS Veitur hf, sala hlutabréfa

      Á fundi bæjarráðs 22. apríl sl. var samþykkt að hafinn yrði undirbúningur að sölu hlutabréfa sveitarfélagsins í HS Veitum hf sem er 15,42% með það að markmiði að hlutabréf sveitarfélags verði seld

      Niðurstaða söluferlis kynnt.

      Til fundarins mæta Bjarki Logason og Magnús Edvardsson frá Kvikubanka hf og Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs og Sigurður Nordal hagfræðingur.

      Farið yfir ferlið og niðurstöður kynntar. Umræður.

Ábendingagátt