Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg
Auk þeirra sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.
Ása B.Sandholt lögmaður og Ólafur H. Harðarson mannauðsráðsgjafi mæta til fundarins.
Bæjarráð þakkar fyrir kynninguna og yfirferðina á jafnréttisáætlun, jafnréttis- og mannréttindastefnu bæjarfélagsins. Umræður.
Lagt fram frumvarp til laga um jafn stöðu og jafnan rétt kynjanna.
Lagt fram.
Lagt fram frumvarp til laga um stjórnsýslu jafnréttismála
Lagðar fram umsóknir um launuð námsleyfi vor 2021. Guðrún Þorsteinsdóttir mannauðsstjóri mætir til fundarins.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um að fimm aðilum verði veitt launað námsleyfi á vorönn 2021.
Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: „Bæjarráð leggur til að gengið verði að fyrirliggjandi tilboði í hlut Hafnarfjarðarkaupstaðar í HS-Veitum hf.“
Tillaga: Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Miðflokks og Bæjarlista leggja til að málið verði lagt í dóm hafnfirskra kjósenda með íbúakosningu.
Greinargerð: Það er mikilvægt að framkvæma íbúakosningu um þetta umdeilda mál og leiða þannig vilja bæjarbúa í ljós. Til þess eru ríkar ástæður: Í fyrsta lagi átti engin umræða sér stað um eignarhlut Hafnfirðinga í HS Veitum eða öðrum fyrirtækjum fyrir kosningar. Einkavæðing opinberra orkuinnviða var ekki á stefnuskrá neins flokks. Enginn fulltrúi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar var kosinn til að framfylgja þeirri stefnu. Í öðru lagi fengu þeir flokkar sem mynda meirihlutann í bæjarstjórn Hafnarfjarðar færri atkvæði í síðustu kosningum en flokkarnir í minnihlutanum. Þessi staðreynd hlýtur að setja þá kröfu á meirihlutann að hann sýni auðmýkt og samstarfsvilja en keyri ekki umdeild mál í gegn í krafti eins manns meirihluta í bæjarstjórn. Í þriðja lagi er um gríðarlega umdeilt mál að ræða sem snertir bæði framtíðartekjur bæjarins og fyrirkomulag eignarhalds á orkuinnviðum. Slíkt krefst mun meiri umræðu og samráðs við bæjarbúa en raun ber vitni í þessu máli.
Fundarhlé gert kl. 10:15 Fundir fram haldið kl. 10:38
Tillagan er borin upp til atkvæða. Fulltrúar minnihluta greiða atkvæði með tillögunni, fulltrúar meirihluta greiða atkvæði á móti. Tillagan er því felld.
Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar bóka eftirfarandi: Niðurstaða söluferlisins er fagnaðarefni. Ljóst er að mjög gott verð hefur fengist fyrir hlutinn og bent er á að með sölunni eignast lífeyrissjóðir (sem eru yfir 90% bjóðenda) hlut bæjarins sem verður þá áfram í eigu almennings. Um minnihlutaeign í HS-Veitum er að ræða og hefur salan engin áhrif á íbúa í Hafnarfirði en verðlagning á raforkudreifingu er bundin ströngum skilyrðum í raforkulögum. Salan dregur verulega úr lánsfjárþörf bæjarins og þar með afborgunum og vaxtagreiðslum til framtíðar. Andvirði sölunnar gefur Hafnarfjarðarbæ jafnframt færi á því að sækja fram af meiri krafti með hagsmuni íbúa að leiðarljósi og draga úr skaða vegna Kovid-19 faraldursins. Niðurstaða nýlegrar undirskriftasöfnunar sýnir og staðfestir að ekki er tilefni til að halda íbúakosningu um málið.
Fundarhlé gert kl. 10:45 Fundi fram haldið kl. 10:55
Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Bæjarlista og Miðflokks leggja fram svohljóðandi bókun: Það er grundvallarmunur á tilgangi lífeyrissjóða og sveitarfélaga með eign í grunninnviðum. Lífeyrissjóðir eru fagfjárfestar sem ber lagaleg skylda til að skila arði af fjárfestingum sínum. Arður af flutningskerfi raforku verður einungis sóttur í vasa notenda þjónustunnar. Markmið sveitarfélags með eign í grunninnviðum er fyrst og fremst að tryggja örugga þjónustu á hagstæðum kjörum fyrir notendur. Frá árinu 2013, þegar sá aðili sem nú hefur boðið í hlut Hafnarfjarðarbæjar keypti fyrst í HS veitum, hafa arðgreiðslur til eigenda aukist til muna. Sú þróun mun líklega frekar aukast en minnka ef sala á hlut Hafnfirðinga gengur eftir. Með sölunni stuðlar meirihluti bæjarstjórnar því að auknum arðgreiðslum út úr rekstri veitnanna, með tilheyrandi áhættu fyrir verð þjónustunnar til notenda.
Fundarhlé gert kl. 10:59 Fundi fram haldið kl. 11:03
Tillaga: Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Bæjarlista og Miðflokks fara fram á að málinu verði frestað þar til fyrir liggur hver aðkoma ríkisins verður í rekstrarvanda sveitarfélaga.
Tillagan borin upp til atkvæða. Fulltrúar minnihluta greiða atkvæði með tillögunni, fulltrúar meirihluta greiða atkvæði á móti. Tillagan er því felld.
Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar bóka eftirfarandi: Meirihlutinn vísar í fyrri bókun sína undir sama lið.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tilboð og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Tillagan er samþykkt með þremur atkvæðum meirihluta. Fulltrúar minnihluta greiða atkvæði á móti.
Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Bæjarlistans og Miðflokks leggja fram svohljóðandi bókun: Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Bæjarlistans og Miðflokks lýsa furðu á þeirri afstöðu meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra að verjandi sé að leggja til sölu á hlut bæjarins í HS Veitum á þessum tímapunkti. Á fundi bæjarráðs í dag liggur fyrir röksemdafærsla fyrir sölunni sem í vantar mikilvæga þætti sem varða hagsmuni bæjarbúa. Ljóst má vera af umræðu um fjárhagsstöðu sveitarfélaga, bæði í fjölmiðlum og á pólitískum vettvangi, að sterk rök hníga að því að ríkissjóður verði að stíga inn með afgerandi hætti, annað hvort með afar hagstæðum lánum á ríkis- og/eða Seðlabankakjörum eða þá með beinum framlögum til að mæta tekjutapi. Samanburður innan OECD styður þau rök með afgerandi hætti. Sú greining sem meirihlutinn leggur fram til stuðnings á sölu almannaeignar í grunninnviðum tekur ekkert tillit til þess að þessi ríkisstuðningur sé til umræðu. Því er haldið fram að það felist bein áhætta í því að bærinn eigi áfram hlut sinn í HS Veitum en ekki vikið að því orði hvort áhætta geti falist í því að selja of snemma. Í gögnum með málinu er talið til áhættu að Hafnarfjörður geti orðið innlyksa með hlut sinn ef Reykjanesbær ákveði að selja leyfilegan hluta opinberra aðila í HS Veitum. Fulltrúum minnihlutans vitanlega hefur ekkert komið fram sem bendir til þess að Reykjanesbær sé í söluhugleiðgum. Því er asi málsins af hálfu meirihlutans óskiljanlegur. Síðast en alls ekki síst skal því haldið til haga að bæjarbúar hafa ekki verið spurðir álits á málinu, enda var sala á almannaeign alls ekki til umræðu í síðustu kosningum. Fyrir liggur að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hafa hafnað boði minnihlutans um aukið samstarf þvert á pólitískar línur í þeim stóru verkefnum sem framundan eru í rekstri bæjarins. Það skref sem þau stíga hér í dag er glögglega til marks um það að þeim hugnast best að keyra mál í gegn með meirihlutavaldi.
Fundarhlé gert kl. 11:16 Fundi fram haldið kl. 11:25
Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar bóka eftirfarandi: Ákvörðun meirihluta bæjarráðs í dag er tekin að vel ígrunduðu máli, með hag íbúa og bæjarfélagsins að leiðarljósi.
Tekið fyrir að nýju.
Bæjarstjóra er falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður.
Bæjarráð samþykkir breytta tímaáætlun. Bæjarráð samþykkir að Sigrún Sverrisdóttir komi inn í starfshópinn í stað Öddu Maríu Jóhannsdóttur.
Lagt fram afsal um kaup á 40% hluta í Brekkugötu 6. Til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir kaup á 40% hluta lóðarinnar Brekkugötu 6 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Lögð fram fjárhagsáætlun 2021 og tillögur að gjaldskrá 2021 heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- Kópavogs og Garðabæjar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gjaldskrá heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- Kópavogs og Garðabæjar verði samþykkt.
Lagt fram erindi frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu þar sem óskað er eftir afstöðu Hafnarfjarðarkaupstaðar um hugsanlega breytingu á heilbrigðiseftirlitssvæðum.
Bæjarráð vísar málinu til umhverfis- og framkvæmdaráðs til umsagnar.
Lagt fram bréf frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu
Lagt fram. Bæjarráð felur bæjarlögmanni að vinna að málinu.
Lögð fram útboðsgögn
Bæjarráð þakkar framkvæmdanefndinni góð störf og leggur til að málið verði unnið áfram samkvæmt fyrirliggjandi tillögum nefndarinnar. Málinu vísað áfram í vinnu við fjárhagsáætlun.
Lagt fram fundarboð Samtaka orkusveitarfélaga þar sem boðað er til aðalfundar fimmtudaginn 5. nóvember nk. kl. 13:00, fjarfundur.
Lögð fram drög að lóðarleigusamningi sem er í samræmi við gildandi deiliskipulag.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi lóðarleigusamning.
Drög að lóðarleigusamning um Íshellu 8 sem er í samræmi við gildandi deiliskipulag.
Drög að lóðarleigusamning um Íshellu 8a sem er í samræmi við gildandi deiliskipulag.
Lagður fram tölvupóstur frá lóðarhöfum að Fluguskeiði 9A þar sem óskað er eftir því að afsala sér lóðarúthlutun á lóðinni.
Bæjarráð samþykkir skil lóðar að og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Lagt fram bréf frá Þjóðskrá Íslands um niðurstöður undirskriftasöfnunar vegna ákvörðunar bæjarráðs Hafnarfjarðar um undirbúning á sölu hlutabréfa bæjarins í HS Veitum hf.
Alls rituðu 1593 nafn sitt á lista.
Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem boðað er til XXXV.landsþings sambandsins föstudaginn 18.desember nk. Landsþingið verður rafrænt.
Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 7.október sl.
Lögð fram fundargerð heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 19.október sl.
Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 15.október sl.
Lagðar fram fundargerðir stjórnar SSH frá 5. og 12. október sl.
Lagðar fram fundargerðir stjórnar SORPU bs. frá 25.september og 9.október sl.
Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 9.október sl.