Bæjarráð

5. nóvember 2020 kl. 08:15

á fjarfundi

Fundur 3560

Mætt til fundar

  • Ágúst Bjarni Garðarsson formaður
  • Kristinn Andersen varaformaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Friðþjófur Helgi Karlsson aðalmaður
  • Sigurður Þórður Ragnarsson aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Jón Ingi Hákonarson áheyrnarfulltrúi

Einnig sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

  • Guðríður Guðmundsdóttir

Einnig sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

  1. Almenn erindi

    • 2001456 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2021 og 2022-2024

      Rósa Steingrímsdóttir mætir til fundarins.

      Bæjarráð samþykkir að vísa tillögum um áframhaldandi vinnu við St. Jó. og skjalasafn bæjarfélagsins inn í fjárhagsáætlunargerð 2021.

    • 2003508 – Covid 19, aðgerðaráætlun

      Farið yfir.
      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs sat fundinn undir þessum lið.

      Farið yfir stöðuna. Í samræmi við 8. lið úr aðgerðaráætlun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar vegna Covid19 faraldursins samþykkir bæjarráð að heimilt verði að fella niður leigu á þá aðila þar sem fjöldatakmarkanir hafa haft áhrif á rekstur og tekjustreymi. Beiðni ásamt greinargerð skal send á fjárreiðudeild Hafnarfjarðar fyrir 15. nóvember nk.

    • 1809417 – Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins (SHB), kjörtímabil 2018-2022, samstarfssamningur

      Lögð fram fjárhagsáætlun, rekstraráætlun og gjaldskrá fyrir skíðasvæðin 2021 sem samþykkt var á fundi samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins 14.október 2020.

      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs sat fundinn undir þessum lið.

      Vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2021.

    • 2011041 – Tryggingar, úboð

      Lögð fram útboðsgögn um útboð á tryggingum fyrir Hafnarfjarðarkaupstað. Til afgreiðslu.

      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs sat fundinn undir þessum lið.

      Bæjarráð samþykkir að fara í útboð á tryggingum fyrir Hafnarfjarðarkaupstað og vísar til vinnu á fjármálasviði.

    • 2010298 – Heilbrigðiseftirlitssvæði

      12. liður úr fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 4. nóvember sl.:
      “Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að ósk sveitarfélaganna Mosfellsbæjar og Seltjarnarnesbæjar um að vera bætt við starfssvæði heilbrigðiseftirlitssvæðis (Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis)verði samþykkt.”

      Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskaði eftir afstöðu sveitarfélagsins um ósk Mosfellsbæjar og Seltjarnarnesbæjar um að sveitarfélögunum verði bætt við starfssvæði heilbrigðiseftirlitssvæðis Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis. Bæjarráð tekur undir umsögn umhverfis- og framkvæmdaráðs og samþykkir fyrir sitt leyti að Mosfellsbæ og Seltjarnarnesbæ verði bætt við starfssvæði heilbrigðiseftirlitssvæðis Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis.

    • 2010632 – Ósk um þjónustusamning

      Ósk um þjónustusamning við Hafnarfjarðarkaupstað um námskeið í myndlist og teikningu fyrir börn.

      Bæjarráð vísar framkominni beiðni frá Heiddis Illustrations slf. um þjónustusamning til íþrótta- og tómstundanefndar.

    • 2007447 – Verslunarmiðstöðin Fjörður, ósk um samstarf, erindi

      Tekið fyrir að nýju.

      Vísað til umræðu í bæjarstjórn.

    • 2010577 – Samstarf almenningsbókasafna á höfuðborgarsvæðinu

      3.liður úr fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 29.október sl.
      Lagt fram bréf frá forstöðumönnum almenningsbókasafna á höfuðborgarsvæðinu um að bókasafnsskírteini verði sameiginleg fyrir höfuðborgarsvæðið.
      Menningar- og ferðamálanefndar tekur vel í erindið og vísar því til staðfestingar í bæjarráði.

      Bæjarráð samþykkir að unnið verði að því að útgefin bókasafnsskírteini verði sameiginleg fyrir höfuðborgarsvæðið, þannig að skírteini gefið út í einu safni gildi í þeim öllum.

    • 1803160 – Ærslabelgur

      Lagt fram minnisblað bæjarlögmanns og persónuverndarfulltrúa.

      Lagt fram. Óskað er eftir upplýsingum um reynslu annarra sveitarfélaga af notkun öryggismyndavéla.

    • 1902125 – Þjónusta við botnlanga innan lóðarmarka

      Lagt fram álit lögmanns á stjórnsýslusviði.

      Ívar Bragason lögmaður og Helga Stefánsdóttir forstöðumaður mæta til fundarins.

      Bæjarráð samþykkir að farið verði í endurskoðun lóðarleigusamninga í samráði við lóðarhafa.

    • 2003493 – Bæjarráðsstyrkir 2020, seinni úthlutun

      Lagðar fram umsóknir um styrki bæjarráðs seinni úthlutun.

      Lagt fram.

    • 2011067 – Mæðrstyrksnefnd Hafnarfjarðar, styrkbeiðni 2020

      Lögð fram styrkumsókn frá Mæðrastyrksnefnd í Hafnarfirði

      Lagt fram.

    • 2011035 – Hádegisskarð 25 og 27, áfangaskipti framkvæmda

      Lögð fram beiðni Nýsmíði ehf., um áfangaskipti framkvæmda á uppbyggingu á Hádegisskarði 25 og 27. Til afgreiðslu.

      Bæjarráð samþykkir framkomna beiðni og fyrirliggjandi tillögu frá Nýsmíði ehf.,um áfangaskipti framkvæmda á uppbyggingu á Hádegisskarði 25 og 27.
      Bæjarlögmanni falið að endurskoða samþykkt um gatnagerðargjöld hjá Hafnarfjarðarkaupstað.

    • 2011040 – Brenniskarð 1, fastanr. F2510638, kaup á íbúð

      Lagt fram kauptilboð í 2ja herbergja íbúð að Brenniskarði 1, ásamt söluyfirliti.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi kauptilboð vegna íbúðar F2510638 að Brenniskarði 1 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2010605 – Glimmerskarð 14 (16), umsókn um parhúsalóð

      Lögð fram umsókn Hauks Geirs Valssonar, Steinunnar Eiríksdóttur og Baldurs Eiríkssonar um lóðina nr. 14-16 við Glimmerskarð.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Glimmerskarð 14 (16) parhúsalóð verði úthlutað til Hauks Geirs Valssonar, Steinunnar Eiríksdóttur og Baldurs Eiríkssonar.

    • 2010604 – Völuskarð 18, umsókn um parhúsalóð

      Lögð fram umsókn Jóhanns Ögra Elvarssonar og Rutar Helgadóttur og Ingunnar um lóðina nr. 18 við Völuskarð.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Völuskarð 18 parhúsalóð verði úthlutað til Jóhanns Ögra Elvarssonar, Rutar Helgadóttur og Ingunnar Stefánsdóttur.

    • 2010636 – Borgahella 5, umsókn um lóð

      KB Verk ehf. kt. 4811170460, sækir um atvinnuhúsalóðina nr. 5 við Borgarhellu

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Borgarhellu 5 verði úthlutað til KB Verk ehf.

    • 2009568 – Borgahella 19H, lóðarumsókn

      Lögð fram lóðarumsókn HS Veitna hf. um lóðina Borgarhellu 19H.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Borgarhellu 19H verði úthlutað til HS Veitna.

    • 2010665 – Norðurhella 1, lóðarleigusamningur

      Lögð fram drög að lóðarleigusamningi í samræmi við gildandi deiliskipulag.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi lóðarleigusamning.

    • 2008433 – Norðurhella 1, lóð fyrir dreifistöð HS Veitna hf

      Lagður fram lóðarleigusamningur um Norðurhellu 1H í samræmi við gildandi deiliskipulag.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi lóðarleigusamning.

    • 2009498 – Reykjavíkurvegur 39a, ósk um stofnun lóðar

      Lögð fram drög að lóðarleigusamningi í samræmi við gildandi deiliskipulag.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi lóðarleigusamning.

    • 2010689 – Lækjargata 16, lóðarstækkun

      Beiðni um lóðarstækkun samkv. gildandi deiliskipulagi og drög að lóðarleigusamningi í samræmi við gildandi deiliskipulag.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi lóðarleigusamning.

    • 1706152 – Hverfisgata 49, lóðarstækkun, lóðarleigusamningur, endurnýjun

      Lögð fram drög að lóðarleigusamningi sem er í samræmi við gilandi deiliskipulag.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi lóðarleigusamning.

    • 2010455 – Hringbraut 65, lóðarleigusamningur

      Endurnýjun lóðarleigusamnings um Hringbraut 65.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi lóðarleigusamning.

    • 2009643 – Álfaskeið 36, ósk um lóðarstækkun

      Beiðni um lóðarstækkun í samræmi við gildandi deiliskipulag og drög að lóðarleigusamningi.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi lóðarleigusamning.

    • 1703022 – Hornsteinar gegn Hafnarfjarðarkaupstað, dómsmál, Hamranesskóli hönnun og ráðgjöf

      Lagður fram dómur Héraðsdóms Reykjanes frá 26. október sl. í máli nr. E-19/2018 Hornsteinar arkitektar ehf gegn Hafnarfjarðarkaupstað

      Lagt fram. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarlögmanni að áfrýja málinu til Landsréttar.

    • 1809259 – Stekkjarberg 11, lóðarstærð

      Lagður fram dómur Landsréttar frá 30.október 2020 í máli nr. 588/2019.

      Lagt fram.

    • 2011039 – Baráttuhópur aðila í ferðaþjónustu, yfirlýsing, kröfur og tillögur

      Lögð fram yfirlýsing baráttuhóps smærri fyrirtækja, einyrkja og sjálfstætt starfandi aðila í ferðaþjónustu.

      Lagt fram.

    Fundargerðir

Ábendingagátt