Bæjarráð

14. janúar 2021 kl. 08:15

á fjarfundi

Fundur 3565

Mætt til fundar

 • Helga Ingólfsdóttir varamaður
 • Ágúst Bjarni Garðarsson formaður
 • Kristinn Andersen varaformaður
 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
 • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Jón Ingi Hákonarson áheyrnarfulltrúi
 • Gísli Sveinbergsson varamaður

Ennig sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Ívar Bragason bæjarlögmaður.

Ritari

 • Guðríður Guðmunsdóttir

Ennig sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Ívar Bragason bæjarlögmaður.

 1. Almenn erindi

  • 1909560 – Tré lífsins, minningagarðar, erindi

   Tré lífsins, minningagarðar, erindi
   Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs

   Um leið og bæjarráð þakkar fyrir erindið sem er jákvætt frumkvöðlaverkefni, tekur ráðið undir umsögn umhverfis- og skipulagssviðs þar sem m.a. er vísað í þá lagaumgjörð sem til staðar er. Bæjarráð hafnar því erindinu að svo stöddu.

  • 1309562 – Flugvellir 1, lóðarumsókn, úthlutun

   Lögð fram viljayfirlýsing

   Bæjarráð fagnar þeirri ákvörðun stjórnar Icelandair að flytja höfuðstöðvar sínar til bæjarfélagsins sem mun þá bætast við þá starfsemi sem nú þegar er til staðar á vegum félagsins á Flugvöllum 1.

  • 2009454 – Stytting vinnuvikunnar, kjarasamningar 2020

   Lagðar fram reglur Hafnarfjarðarkaupstaðar um fjarveru á vinnutíma samhliða styttingu vinnuvikunnar. Guðrún Þorsteinsdóttir mannauðsstjóri mætir til fundarins.

   Bæjarráð þakkar fyrir kynningu mannauðsstjóra og samþykkir fyrirliggjandi reglur um fjarveru á vinnutíma samhliða styttingu vinnuvikunnar.

  • 2001560 – Húsnæði stjórnsýslunnar

   Breyting á starfshóp. Í starfshópinn kemur Ívar Bragason í stað Sigríðar Kristinsdóttur.

   Bæjarráð samþykkir breytingu á starfshópnum. Ívar Bragason kemur í stað Sigríðar Kristinsdóttur.

  • 2001274 – Lántökur 2020

   Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.

   Bæjarráð leggur til að bæjarstjórn samþykki eftirfarandi bókun:
   Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:
   Bæjarstjórnar Hafnarfjarðarkaupstaðar samþykkir hér með að taka eitt lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 396.046.108.- kr. til 35 ára, með lokagjalddaga 2055 og annað lán að fjárhæð 500.000.000 kr. til 2034 í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggur fyrir fundinum
   Lánin eru tekin vegna fjármögnunar Skarðshlíðarskóla en verkefnið hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
   Til tryggingar lánunum standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
   Jafnframt er Rósu Guðbjartsdóttur, kennitala 291165-3899 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar að undirrita lánssamninga við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

  • 2011573 – Samningar um sérhæfða akstursþjónstu og skóla- og frístundaakstur, tekjufall

   Tekið fyrir erindi frá Hópbílum.

   Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir fundarins.

   Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

  • 1905387 – Uppsala, vinabæjarmót 2021

   Lagður fram tölvupóstur vegna vinabæjarmóts 2021

   Lagt fram.

  • 2012461 – Ráðning æðstu stjórnenda skv.56. gr.sveitarstjórnarlaga nr. 138 2011 og 80. gr. samþykkta um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar nr. 525 2016

   Skipan í starfshóp.

   Bæjarráð samþykkir að skipa eftirtalda í starfshóp/valnefnd vegna fyrirhugaðrar ráðningar:

   Rósu Guðbjartsdóttur, f.h. meirihluta
   Ágúst Bjarna Garðarsson, f.h. meirihluta
   Sigurð Þórð Ragnarsson f.h. minnihluta

   Jafnframt tilkynnist að Ívar Bragason hefur verið ráðinn bæjarlögmaður frá og með 15. janúar.

  • 1802321 – Hverfisgata 12, lóð, úthlutun

   Lagðar fram til kynningar umsóknir um lóðina.

   Lagt fram.

  • 2005369 – Garðavegur 9, ósk um lóðarstækkun

   Lögð fram beiðni um lóðarstækkun

   Bæjarráð tekur undir umsögn skipulagsfulltrúa og tekur jákvætt í fyrirliggjandi beiðni um lóðarstækkun.

  • 2001372 – Hellubraut 3, lóðamál, afmá lóðarleigusamning

   Aflýsing lóðarleigusamnings.

   Guðlaug Kristjánsdóttir víkur af fundi.

   Bæjarráð samþykkir framkomna beiðni um aflýsingu á lóðarleigusamningi og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

  • 2101094 – Hraunskarð 2, 0102, kaup

   Lagt fram kauptilboð í íbúð að Hraunskarði 2 ásamt söluyfirliti.

   Guðlaug Kristjánsdóttir tekur aftur sæti á fundinum.

   Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi kauptilboð vegna íbúðar 0102 að Hraunskarði 2 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

  • 2101093 – Hraunskarð 4, 0102, kaup

   Lagt fram kauptilboð í íbúð að Hraunskarði 4 ásamt söluyfirliti.

   Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi kauptilboð vegna íbúðar 0102 að Hraunskarði 4 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

  • 2012120 – Völuskarð 24, umsókn um lóð

   Lögð fram umsókn Viktor Tyscenko Viktorson og Sylvíu Þ. Hilmarsdóttur um lóðina nr. 24 við Völuskarð.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Völuskarði 24 verði úthlutað til Viktors Tyschenko Viktorsonar og Sylvíu. Þ. Hilmarsdóttur.

  • 2012119 – Hádegisskarð 31, umsókn um lóð

   Lögð fram umsókn Guðmundu Vilborgar Jónsdóttur og Sigfúsar Arnar Sigurðssonar um lóðina nr. 31 við Hádegisskarð.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni við Hádegisskarð 31 verði úthlutað til Guðmundu Vilborgar Jónsdóttur og Sigfúsar Arnar Sigurðssonar.

  • 2012318 – Vikurskarð 5,umsókn um parhúsalóð

   Lögð fram umsókn Birgis Arnar Halldórssonar, Margrétar Dóru Þorláksdóttur og Hástígs ehf. um lóðina nr. 5 við Víkurskarð

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni við Víkurskarð 5 verði úthlutað til Birgis Arnar Halldórssonar, Margrétar Dóru Þorláksdóttur og Hástígs ehf.

  • 2012253 – Móbergsskarð 2,umsókn um lóð

   Lögð fram umsókn Harðar Þorgeirssonar ehf. um lóðina nr. 2 við Móbergsskarð.

   Tvær umsóknir bárust um lóðina Móbergsskarð 2 og því dregið á milli umsækjenda. Fulltrúi sýslumanns dregur út nafn Harðar Þorgeirssonar ehf.
   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Móbergsskarði 2 verði úthlutað til Harðar Þorgeirssonar ehf.

  • 2012485 – Móbergsskarð 2, umsókn um lóð

   Lögð fram umsókn Skugga 3 ehf. um lóðina nr. 2 við Móbergsskarð.

   Tvær umsóknir bárust um lóðina Móbergsskarð 2 og því dregið á milli umsækjenda. Fulltrúi sýslumanns dregur út nafn Harðar Þorgeirssonar ehf.

  • 2012489 – Móbergsskarð 9, umsókn um lóð

   Lögð fram umsókn Skugga 3 ehf. um lóðina nr. 9 við Móbergsskarð.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni við Móbergsskarð 9 verði úthlutað til Skugga 3 ehf.

  • 2012488 – Móbergsskarð 11, umsókn um lóð

   Lögð fram umsókn Skugga 3 ehf. um lóðina nr. 11 við Móbergsskarð.

   Tvær umsóknir bárust um lóðina Móbergsskarð 11 og því dregið á milli umsækjenda. Fulltrúi sýslumanns dregur út nöfn Marteins G. Þorlákssonar, Sigurbjargar Telmu Sveinsdóttur, Unnar S. Bjarnþórsdóttur og Þorláks Marteinssonar.

  • 2101044 – Móbergskarð 11, umsókn um lóð

   Lögð fram umsókn Marteins G. Þorlákssonar, Sigurbjargar Telmu Sveinsdóttur, Unnar S. Bjarnþórsdóttur og Þorláks Marteinssonar um lóðina nr. 11 við Móbergsskarð.

   Tvær umsóknir bárust um lóðina Móbergsskarð 11 og því dregið á milli umsækjenda. Fulltrúi sýslumanns dregur út nöfn Marteins G. Þorlákssonar, Sigurbjargar Telmu Sveinsdóttur, Unnar S. Bjarnþórsdóttur og Þorláks Marteinssonar.
   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Móbergsskarði 11 verði úthlutað til Marteins G. Þorlákssonar, Sigurbjargar Telmu Sveinsdóttur, Unnar S. Bjarnþórsdóttur og Þorláks Marteinssonar.

  • 2012487 – Móbergsskarð 16, umsókn um lóð

   Lögð fram umsókn Skugga 3 ehf. um lóðina nr. 16 við Móbergsskarð.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni við Móbergsskarð 16 verði úthlutað til Skuagga 3 ehf.

  • 2012486 – Móbergsskarð 14, umsókn um lóð

   Lögð fram umsókn Skugga ehf. um lóðina nr. 14 við Móbergsskarð.

   Þrjár umsóknir bárust um lóðina Móbergsskarð 14 og því dregið á milli umsækjenda. Fulltrúi sýslumanns dregur út nafn Óskahúsa ehf.

  • 2101023 – Móbergsskarð 14, umsókn um lóð

   Lögð fram umsókn Andra Fannars Helgasonar um lóðina nr. 14 við Móbergsskarð.

   Þrjár umsóknir bárust um lóðina Móbergsskarð 14 og því dregið á milli umsækjenda. Fulltrúi sýslumanns dregur út nafn Óskahúsa ehf.
   Umsækjandi tilgreindi Völuskarð 8 sem varalóð. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Völuskarði 8 verði úthlutað til Andra Fannars Helgasonar.

  • 2101138 – Móbergsskarð 14, umsókn um lóð

   Lögð fram lóðarumsókn Óskahús ehf. um lóðina nr. 14 við Móbergsskarð.

   Þrjár umsóknir bárust um lóðina Móbergsskarð 14 og því dregið á milli umsækjenda. Fulltrúi sýslumanns dregur út nafn Óskahúsa ehf.
   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Móbergsskarði 14 verði úthlutað til Óskahúsa ehf.

  • 2012484 – Móbergsskarð 8, umsókn um lóð

   Lögð fram umsókn Skugga 3 ehf. um lóðina nr. 8 við Móbergsskarð.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni við Móbergsskarð 8 verði úthlutað til Skugga 3 ehf.

  • 2101071 – Völuskarð 6, umsókn um lóð

   Lögð fram umsókn Kristins Jónassonar og Thelmu Þorbergsdóttur um lóðina nr. 6 við Völuskarð.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni við Völuskarð 6 verði úthlutað til Kristins Jónssonar og Thelmu Þorbergsdóttur.

  • 2101072 – Drangsskarð 1, umsókn um lóð

   Lögð fram lóðarumsókn Sveins Rúnars Reynissonar og Sveins Hauks Herbertssonar um lóðina nr. 1 við Drangsskarð.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni við Drangsskarð 1 verði úthlutað til Sveins Rúnars Reynissonar og Sveins Hauks Herbertssonar.

  • 2101069 – Vikurskarð 1,umsókn um lóð

   Lögð fram umsókn Anitu Rúnar Guðnýjardóttur og Daníels Þórs Hafsteinssonar um lóðina Víkurskarð 1.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni við Víkurskarð 1 verði úthlutað til Anítu Rúnar Guðnýjardóttur og Daníels Þórs Hafsteinssonar.

  • 1901454 – Koparhella 5, umsókn um lóð, úthlutun

   Tillaga að úthlutun lóðar og áfangaskipting.

   Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi úthlutunarskilmála.

  • 2011530 – Borgahella 13, umsókn um lóð,úthlutun,skil

   Lagður fram tölvupóstur frá lóðarhöfum að lóðinni nr. 13 við Borgarhellu þar sem óskað er eftir því að afsala sér lóðarúthlutun á lóðinni.

   Bæjarráð samþykkir beiðni um afsal á lóð og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

  Fundargerðir

Ábendingagátt