Bæjarráð

11. febrúar 2021 kl. 08:15

á fjarfundi

Fundur 3567

Mætt til fundar

 • Ágúst Bjarni Garðarsson formaður
 • Kristinn Andersen varaformaður
 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
 • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Sigurður Þórður Ragnarsson aðalmaður
 • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Jón Ingi Hákonarson áheyrnarfulltrúi

Einnig sat fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.

Ritari

 • Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslusviði og ritari bæjarstjórnar

Einnig sat fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.

 1. Almenn erindi

  • 1903121 – Hamranes, uppbygging

   Sigurður Haraldssson sviðsstjóri mætir til fundarins.

   Bæjarráð felur umhverfis- og skipulagssviði í samstarfi við verkefnastjóra að taka frá lóð fyrir hjúkrunarheimili og tengda starfsemi innan reits nr. 22. Jafnframt er umhverfis- og skipulagssviði í samstarfi við verkefnastjóra falið útfæra frekar reiti nr. 22, 26 og 27 og auglýsa eftir þróunaraðilum.

  • 1809259 – Stekkjarberg 11, lóðarstærð

   Lögð fram ákvörðun Hæstaréttar Íslands vegna beiðni um leyfi til áfrýjunar.

  • 2010279 – Krýsuvíkurkirkja, lóðarleigusamningur

   Lögð fram drög að lóðarleigusamningi.

   Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi lóðarleigusamning.

  • 2012315 – Sveitarfélög, stafrænt ráð

   Tekið fyrir á ný. Áður á dagskrá bæjarráðs 17.desember sl.

   Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri skrifstofu þjónustu- og þróunarsviðs mætir til fundarins.

   Bæjarráð samþykkir þátttöku Hafnarfjarðarkaupstaðar í verkefninu stafrænu samstarfi sveitarfélaga og felur sviðsstjóra að ganga frá samkomulagi.

  • 1801574 – Stjórnsýsla sveitarfélaga, eftirlitshlutverk, samningar, erindi

   Lagður fram viðauki við samkomulag um beitarhólf.
   Jón Ingi Þorvaldsson lögmaður mætir til fundarins.

   Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning um beitarhólf ásamt viðauka og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

  • 1411212 – Borgarlína

   Kynning á frumdrögum Borgarlínu og staða mála.
   Hrafnkell Proppé verkefnastjóri Borgarlínunnar mætir til fundarins.

   Til kynningar.

  • 1903474 – Hestamannafélagið Sörli, framkvæmdasamningur, erindi

   Kynnt staða mála. Matthías Imsland formaður framkvæmdanefndarinnar mætir til fundarins.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1510061 – Ásvellir, uppbygging

   Kynnt staða mála. Kristinn Andersen formaður framkvæmdanefndar fer yfir stöðuna.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1809298 – Tækniskólinn, nýbygging, erindi

   Til upplýsinga

   Bæjarstjóri fór yfir stöðu mála. Dr. Helgi Þór Ingason, prófessor við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, hefur tekið að sér verkefnastjórn vegna erindis Tækniskólans sem lýtur að samningaviðræðum við lóðarhafa og fulltrúa skólans á komandi vikum.

  • 2001243 – Innkauparáð

   Lögð fram tillaga að stofnun innkauparáðs.

   Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að erindisbréfi með fyrirvara um breytingu á 4. gr. og að henni verði breytt til samræmis við þann texta sem til staðar er á bls. 8 í greinargerð með fjárhagsáætlun, sem er svohljóðandi:
   “Á árinu 2021 verður farið gaumgæfilega ofan í alla samninga sveitarfélagsins og sett verður á laggirnar innkauparáð skipað þremur kjörnum fulltrúum, fjármálastjóra, innkaupastjóra og sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs”.

   Skipað verður í ráðið á næsta fundi bæjarráðs.

  • 2102282 – Innkaupareglur Hafnarfjarðarkaupstaðar, tillaga

   Fulltrúi Miðflokksins leggur fram eftirfarandi tillögu:
   Fulltrúi Miðflokksins leggur til að skipaður verði starfshópur til að semja reglur um innkaup bæjarins sem eru undir þeim viðmiðunarfjárhæðum sem tilgreind eru í 23. gr. laga nr. 120/2016 um útboðsskyldu og taki reglurnar mið af meginreglum laganna um jafnræði, gagnsæi, meðalhóf og virka samkeppni, sbr. einnig 24. gr. sömu laga. Nýjar reglur taki gildi sem fyrst eða eigi síðar en 1. apríl n.k.

   Greinargerð:
   Með skipun starfshópsins er lagt til að núgildandi innkaupareglur Hafnarfjarðarbæjar frá 13.03.2013 verði felldar úr gildi, enda samræmast þær í veigamiklum atriðum ekki núgildandi lögum um opinber innkaup nr. 120/2016. þá er í raun sérkennilegt að bærinn sé með sérstakar innkaupareglur (nema auðvitað er varðar innkaup sem falla undir viðmiðunarfjárhæðirnar) því réttast er að farið sé eftir lögum nr. 120/2016 hvað varðar önnur innkaup og reglurnar í lögunum um það eru mjög skýrar. Hins vegar er lítið lýst reglum um innkaup undir viðmiðunarfjárhæðum, þótt það sé samt lýst þeim grundvallaratriðum sem miða á við.

   Sigurður Þ. Ragnarsson

   Bæjarráð tekur undir mikilvægi þess að uppfæra innkaupareglur bæjarfélagsins. Bæjarráð felur bæjarlögmanni að uppfæra gildandi innkaupareglur Hafnarfjarðarkaupstaðar í samræmi við breytingar á lögum um opinber innkaup, nr. 120/2016. Tillögur að nauðsynlegum breytingum skal leggja fyrir bæjarráð á næsta fundi.

  • 2011083 – Matarútboð 2020, ráðhús

   Tekið fyrir á ný. Áður á dagskrá bæjarráðs 3.desember sl. Guðmundur Ragnar Ólafsson innkaupastjóri mætir til fundarins.

   Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Í-mat ehf.

  • 2102204 – Hafnarfjarðarbær,útboð og þjónusta, fyrirspurn

   Fulltrúi Viðreisnar leggur fram fyrirspurn:

   Hversu mikið kaupir Hafnarfjarðarbær utanaðkomandi þjónustu án útboðs og hvað er þetta hátt hlutfall keyptrar þjónustu?

   Lagt fram.

  • 2102175 – Dofrahella 3,umsókn um lóð

   Lögð fram umsókn 1540 ehf. um lóðina nr. 3 við Dofrahellu.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 3 við Dofrahellu verði úthlutað til 1540 ehf.

  • 2101676 – Borgahella 13, umsókn um lóð

   Lögð fram umsókn Trönudals ehf. um lóðina nr. 13 við Borgarhellu.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 13 við Borgarhellu verði úthlutað til Trönudals ehf.

  • 2101728 – Hádegisskarð 8, umsókn um lóð

   Lögð fram umsókn Byggingarfélagsins Boga ehf. um lóðina nr. 8 við Hádegisskarð.

   Alls bárust fjórar umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var umsókn Byggingarfélagsins Boga ehf. og leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að lóðinni verði úthlutað til félagsins.

  • 2102137 – Hádegisskarð 8,umsókn um lóð

   Lögð fram umsókn Fjarðargarða ehf. um lóðina nr. 8 við Hádegisskarð.

   Alls bárust fjórar umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var umsókn Byggingarfélagsins Boga ehf.

  • 2102235 – Hádegisskarð 8, umsókn um lóð

   Lögð fram umsókn Fritz Hendrik Berndsen, Báru Björnsdóttur og Sigurðar Ernzt Berndsen um lóðina nr. 8 við Hádegisskarð.

   Alls bárust fjórar umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var umsókn Byggingarfélagsins Boga ehf.

  • 2102242 – Hádegisskarð 8, umsókn um lóð

   Lögð fram umsókn Sigurðar Berndsen og Hörpu Vigfúsdóttur um lóðina nr. 8 við Hádegisskarð.

   Alls bárust fjórar umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var umsókn Byggingarfélagsins Boga ehf.

  • 2101729 – Tinnuskarð 18,umsókn um lóð

   Lögð fram umsókn Skugga 3 ehf. um lóðina nr. 18 við Tinnuskarð.

   Alls bárust fjórar umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var umsókn þeirra Þorvarðar Sigurðar Jónssonar og Tinnu Rutar Njálsdóttur.

  • 2102098 – Tinnuskarð 18, umsókn um lóð

   Lögð fram umsókn Þorvarðar Sigurðar Jónssonar og Tinnu Rut Njálsdóttur um lóðina nr. 18 við Tinnuskarð.

   Alls bárust fjórar umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var umsókn þeirra Þorvarðar Sigurðar Jónssonar og Tinnu Rutar Njálsdóttur og leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að lóðinni verði úthlutað til þeirra.

  • 2102233 – Tinnuskarð 18, umsókn um lóð

   Lögð fram umsókn Fritz Hendrik Berndsen, Báru Björnsdóttur og Sigurðar Ernzt Berndsen um lóðina nr.18 við Tinnuskarð.

   Alls bárust fjórar umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var umsókn þeirra Þorvarðar Sigurðar Jónssonar og Tinnu Rutar Njálsdóttur.

  • 2102240 – Tinnuskarð 18, umsókn um lóð

   Lögð fram umsókn Sigurðar Berndsen og Hörpu Vigfúsdóttur um lóðina nr. 18 vi Tinnuskarð.

   Alls bárust fjórar umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var umsókn þeirra Þorvarðar Sigurðar Jónssonar og Tinnu Rutar Njálsdóttur.

  • 2101730 – Tinnuskarð 20,umsókn um lóð

   Lögð fram umsókn Skugga 3 ehf. um lóðina nr. 20 við Tinnuskarð.

   Alls bárust fjórar umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var umsókn þeirra Fritz Hendrik Berndsen, Báru Björnsdóttur og Sigurðar Ernzt Berndsen. Til vara var dregin út umsókn Skugga 3 ehf.

  • 2102152 – Tinnuskarð 20,umsókn um lóð

   Lögð fram umsókn Þorvarðar Sigurðar Jónssonar og Tinnu Rut Njálsdóttur um lóðina nr. 20 við Tinnuskarð.

   Alls bárust fjórar umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var umsókn þeirra Fritz Hendrik Berndsen, Báru Björnsdóttur og Sigurðar Ernzt Berndsen. Til vara var dregin út umsókn Skugga 3 ehf.

  • 2102232 – Tinnuskarð 20, umsókn um lóð

   Lögð fram umsókn Fritz Hendrik Berndsen, Báru Björnsdóttur og Sigurðar Ernzt Berndsen um lóðina nr.20 við Tinnuskarð.

   Alls bárust fjórar umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var umsókn þeirra Fritz Hendrik Berndsen, Báru Björnsdóttur og Sigurðar Ernzt Berndsen og leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að lóðinni verði úthlutað til þeirra. Til vara var dregin út umsókn Skugga 3 ehf.

  • 2102239 – Tinnuskarð 20, umsókn um lóð

   Lögð fram umsókn Sigurðar Berndsen og Hörpu Vigfúsdóttur um lóðina nr. 20 við Tinnuskarð.

   Alls bárust fjórar umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var umsókn þeirra Fritz Hendrik Berndsen, Báru Björnsdóttur og Sigurðar Ernzt Berndsen. Til vara var dregin út umsókn Skugga 3 ehf.

  • 2102153 – Tinnuskarð 22,umsókn um lóð

   Lögð fram umsókn Þorvarðar Sigurðar Jónssonar og Tinnu Rut Njálsdóttur um lóðina nr. 20 við Tinnuskarð.

   Alls bárust fjórar umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var umsókn þeirra Sigurðar Berndsen og Hörpu Vigfúsdóttur.

  • 2102231 – Tinnuskarð 22, umsókn um lóð

   Lögð fram umsókn Fritz Hendrik Berndsen, Báru Björnsdóttur og Sigurðar Ernzt Berndsen um lóðina nr.22 við Tinnuskarð.

   Alls bárust fjórar umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var umsókn þeirra Sigurðar Berndsen og Hörpu Vigfúsdóttur.

  • 2102238 – Tinnuskarð 22, umsókn um lóð

   Lögð fram umsókn Sigurðar Berndsen og Hörpu Vigfúsdóttur um lóðina nr. 22 við Tinnuskarð.

   Alls bárust fjórar umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var umsókn þeirra Sigurðar Berndsen og Hörpu Vigfúsdóttur og leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að lóðinni verði úthlutað til þeirra.

  • 2101731 – Tinnuskarð 22,umsókn um lóð

   Lögð fram umsókn Skugga 3 ehf. um lóðina nr. 22 við Tinnuskarð.

   Alls bárust fjórar umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var umsókn þeirra Sigurðar Berndsen og Hörpu Vigfúsdóttur.

  • 2102083 – Tinnuskarð 26,umsókn um lóð

   Lögð fram umsókn Skugga 3 ehf. um lóðina nr. 26 við Tinnuskarð.

   Alls bárust fimm umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var umsókn þeirra Fritz Hendrik Berndsen, Báru Björnsdóttur og Sigurðar Ernzt Berndsen. Til vara var dregin út umsókn Fjarðargarða ehf.

  • 2102136 – Tinnuskarð 26,umsókn um lóð

   Lögð fram umsókn Fjarðargarða ehf. um lóðina nr. 26 við Tinnuskarð.

   Alls bárust fimm umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var umsókn þeirra Fritz Hendrik Berndsen, Báru Björnsdóttur og Sigurðar Ernzt Berndsen. Til vara var dregin út umsókn Fjarðargarða ehf.

  • 2102206 – Tinnuskarð 26,umsókn um lóð

   Lögð fram umsókn Björns Arnars Magnússonar og Rannveigar Sigurðardóttur um lóðina nr. 26 við Tinnuskarð.

   Alls bárust fimm umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var umsókn þeirra Fritz Hendrik Berndsen, Báru Björnsdóttur og Sigurðar Ernzt Berndsen. Til vara var dregin út umsókn Fjarðargarða ehf.

  • 2102230 – Tinnuskarð 26, umsókn um lóð

   Lögð fram umsókn Fritz Hendrik Berndsen, Báru Björnsdóttur og Sigurðar Ernzt Berndsen um lóðina nr.26 við Tinnuskarð.

   Alls bárust fimm umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var umsókn þeirra Fritz Hendrik Berndsen, Báru Björnsdóttur og Sigurðar Ernzt Berndsen og leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að lóðinni verði úthlutað til þeirra. Til vara var dregin út umsókn Fjarðargarða ehf.

  • 2102237 – Tinnuskarð 26, umsókn um lóð

   Lögð fram umsókn Sigurðar Berndsen og Hörpu Vigfúsdóttur um lóðina nr. 26 við Tinnuskarð.

   Alls bárust fimm umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var umsókn þeirra Fritz Hendrik Berndsen, Báru Björnsdóttur og Sigurðar Ernzt Berndsen. Til vara var dregin út umsókn Fjarðargarða ehf.

  • 2102228 – Víkurskarð 6, umsókn um lóð

   Lögð fram umsókn Fritz Hendrik Berndsen, Báru Björnsdóttur og Sigurðar Ernzt Berndsen um lóðina nr. 6 við Víkurskarð.

   Alls bárust tvær umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var umsókn þeirra Sigurðar Berndsen og Hörpu Vigfúsdóttur.

  • 2102241 – Víkurskarð 6, umsókn um lóð

   Lögð fram umsókn Sigurðar Berndsen og Hörpu Vigfúsdóttur um lóðina nr. 6 við Víkurskarð.

   Alls bárust tvær umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var umsókn þeirra Sigurðar Berndsen og Hörpu Vigfúsdóttur og leggur bæjarráð til að lóðinni verði úthlutað til þeirra.

  • 2102085 – Völuskarð 1, umsókn um lóð

   Lögð fram umsókn Heiðrúnar Ólafar Jónsdóttur og Agnars Freys Ingvasonar um lóðina nr. 1 við Völuskarð.

   Alls bárust sex umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var umsókn þeirra Fritz Hendrik Berndsen, Báru Björnsdóttur og Sigurðar Ernzt Berndsen. Til vara var dregin út umsókn Skugga 3 ehf.

  • 2102084 – Völuskarð 1, umsókn um lóð

   Lögð fram umsókn Skugga 3 ehf. um lóðina nr. 1 við Völuskarð.

   Alls bárust sex umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var umsókn þeirra Fritz Hendrik Berndsen, Báru Björnsdóttur og Sigurðar Ernzt Berndsen. Til vara var dregin út umsókn Skugga 3 ehf.

  • 2102135 – Völuskarð 1,umsókn um lóð

   Lögð fram umsókn Fjarðargarða ehf. um lóðina nr. 1 við Völuskarð.

   Alls bárust sex umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var umsókn þeirra Fritz Hendrik Berndsen, Báru Björnsdóttur og Sigurðar Ernzt Berndsen. Til vara var dregin út umsókn Skugga 3 ehf.

  • 2102229 – Völuskarð 1, umsókn um lóð

   Lögð fram umsókn Fritz Hendrik Berndsen, Báru Björnsdóttur og Sigurðar Ernzt Berndsen um lóðina nr. 1 við Völuskarð.

   Alls bárust sex umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var umsókn þeirra Fritz Hendrik Berndsen, Báru Björnsdóttur og Sigurðar Ernzt Berndsen og leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að lóðinni verði úthlutað til þeirra. Til vara var dregin út umsókn Skugga 3 ehf.

  • 2102236 – Völuskarð 1, umsókn um lóð

   Lögð fram umsókn Sigurðar Berndsen og Hörpu Vigfúsdóttur um lóðina nr. 1 við Völuskarð.

   Alls bárust sex umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var umsókn þeirra Fritz Hendrik Berndsen, Báru Björnsdóttur og Sigurðar Ernzt Berndsen. Til vara var dregin út umsókn Skugga 3 ehf.

  • 2102155 – Völuskarð 1,umsókn um lóð

   Lögð fram umsókn Guðmundar Más Einarssonar og Eygló Scheving Sigurðardóttur um lóðina nr. 1 við Völuskarð.

   Alls bárust sex umsóknir um lóðina og dró fulltrúi sýslumanns úr umsóknum. Dregin var umsókn þeirra Fritz Hendrik Berndsen, Báru Björnsdóttur og Sigurðar Ernzt Berndsen. Til vara var dregin út umsókn Skugga 3 ehf.

  • 2102367 – Áhrif fólksfækkunar á tekjur sveitarfélagsins

   Fulltrúi Samfylkingarinnar leggur fram eftirfarandi fyrirspurnir:

   Skv. samantekt Þjóðskrár Íslands fækkaði íbúum Hafnarfjarðarkaupstaðar um 107 á tveggja mánaða tímabili, frá 1. desember 2020 til 1. febrúar 2021. Þessi fækkun kemur til viðbótar þeirri íbúafækkun sem varð á milli ára, frá 1. desember 2019 til 1. desember 2020 sem var um 300 manns. Samtals hefur íbúum sveitarfélagsins því fækkað um rúmlega 400 á 14 mánuðum. Þetta samsvarar því að fækkað hafi að meðaltali um tæplega 30 íbúa á mánuði frá 1. desember 2019 eða nálægt einum íbúa á dag.
   Samkvæmt Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 kemur fram að árleg fjölgun íbúa í Hafnarfirði á tímabilinu 2001-2013 hafi verið að meðaltali um 2,5% og gert ráð fyrir í mannfjöldaspá að hún geti verið á bilinu 1,6%-3,5%. Það er ljóst að um algjöran forsendubrest er að ræða sem hefur áhrif á tekjur sveitarfélagsins.

   Í ljósi þessa óskar fulltrúi Samfylkingarinnar eftir svörum við eftirfarandi spurningum:

   – Hver er áætluð lækkun á útsvarstekjum sveitarfélagsins sl. 14 mánuði í kjölfar fólksfækkunar?

   – Hvert er áætlað tekjutap sveitarfélagsins vegna fólksfækkunar sl. 14 mánuða?

   – Hvert er áætlað tekjutap sveitarfélagsins á árinu 2021 a) m.v. óbreytt ástand og b) ef áfram verður sambærileg fólksfækkun á þessu ári?

   – Hver hefði hækkun á útsvarstekjum sveitarfélagsins verið fyrir árið 2020 ef fjölgun íbúa hefði verið skv. meðaltali mannfjöldaspár Aðalskipulags Hafnarfjarðar, eða 2,5%?

   Adda María Jóhannsdóttir

   Lagt fram.

  Fundargerðir

  • 2101025F – Hafnarstjórn - 1591

   Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 27.janúar sl.

  • 2102004F – Menningar- og ferðamálanefnd - 362

   Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 3.febrúar sl.

  • 2001038 – Samband íslenskra sveitarfélaga, fundargerðir 2020

   Lögð fram fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 16.desember sl.

  • 2101085 – Stjórn SSH, fundargerðir 2021

   Lögð fram fundargerð stjórnar SSH frá 1.febrúar sl.

  • 2101080 – SORPA bs, fundargerðir 2021

   Lögð fram fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 29.janúar sl.

  • 2101084 – Strætó bs, fundargerðir 2021

   Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 29.janúar sl.

Ábendingagátt