Bæjarráð

25. febrúar 2021 kl. 08:15

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 3568

Mætt til fundar

 • Ágúst Bjarni Garðarsson formaður
 • Kristinn Andersen varaformaður
 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
 • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Sigurður Þórður Ragnarsson aðalmaður
 • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Jón Ingi Hákonarson áheyrnarfulltrúi

Einnig sat fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.

Ritari

 • Ívar Bragason Bæjarlögmaður

Einnig sat fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.

 1. Almenn erindi

  • 1903121 – Hamranes, uppbygging

   Þróunarreitir og tillaga að skipitingu reita. Sigurður Haraldsson sviðsstjóri mætir til fundarins.

   Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi skiptingu reita og að auglýst verði eftir þróunaraðilum á viðkomandi reiti í takt við það sem fram kemur í minnisblaði umhverfis- og skipulagssviðs og verkefnastjóra.

  • 2012461 – Ráðning æðstu stjórnenda skv.56. gr.sveitarstjórnarlaga nr. 138 2011 og 80. gr. samþykkta um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar nr. 525 2016

   Hlynur Atli Magnússon hjá Hagvangi mætir til fundarins.

   Til umræðu.

  • 2012125 – ÍBH, íþróttafélög, stuðningur

   Tekjufall íþróttafélaga. Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi mætir til fundarins.

   Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu íþrótta- og tómstundafulltrúa vegna taps íþróttafélaga á útleigu og tekjum vegna leikja og reksturs. Búið er að taka tillit til aðgerða stjórnvalda, en ljóst er að það tap sem orðið er verður ekki eingöngu bætt með stuðningi ríkisins. Vísað til viðaukagerðar.

   Bæjarráð leggur jafnframt áherslu á að umræddum styrk verði útdeilt hlutfallslega til viðkomandi deilda íþróttafélaganna til samræmis við fyrirliggjandi tekjufall hverrar deildar.

  • 1802305 – Skíðasvæðin, framtíðarsýn, samstarfssamningur

   Kynning á stöðu málsins og samkeppnisútboðinu.
   Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH mætir til fundarins ásamt þeim Margréti Lilju Gunnarsdóttur, Magnúsi Árnasyni og Einari Kristjáni Stefánssyni.

   .

   Til umræðu.

  • 2001243 – Innkauparáð

   Skipan í innkauparáð.

   Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf og eftirfarandi skipan:

   Skarphéðinn Orri Björnsson, f.h. meirihluta ? formaður.
   Ingvar Kristinsson, f.h. meirihluta.
   Arnhildur Ásdís Kolbeins, f.h. minnihluta.

  • 2102282 – Innkaupareglur Hafnarfjarðarkaupstaðar

   Lagðar fram uppfærðar innkaupareglur. Jón Ingi Þorvaldsson lögmaður og Guðmundur Ragnar Ólafsson innkaupastjóri mæta til fundarins.

   Til umræðu.

  • 2102598 – Skjalavarsla og skjalastjórn sveitarstjórnarskrifstofa, eftirlitskönnun

   Lagt fram bréf frá Þjóðskjalasafni Íslands dags. 15.febr. sl. varðandi eftirlitskönnun með skjalasvörslu og skjalastjórn sveitarstjórnarskrifstofa.

  • 2102667 – Bæjar- og tónlistarhátíð, Hjarta Hafnarfjarðar 2021.

   Páll Eyjólfsson framkvæmdastjóri Bæjarbíó mætir til fundarins og kynnir fyrirkomulag á tónlistarhátíðinni Hjarta Hafnarfjarðar 2021

  • 2102133 – Sléttuhlíð B0, endurnýjun lóðarleigusamnings

   Lögð fram beiðni um endurnýjun lóðarleigusamnings

   Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi lóðarleigusamning.

  • 2011539 – Samtök aldraðra, byggingasamvinnufélagið Samtök, erindi

   10.liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 12.febrúar sl.
   Fjölskylduráð bókaði eftirfarandi á fundi þann 18.12.2020:
   ,,Fjölskylduráð tekur jákvætt í erindið og óskar eftir að starfshópur um húsnæðisáætlun Hafnarfjarðar sem vinnur að uppfærslu á húsnæðisáætlun Hafnarfjarðar taki erindið til skoðunar í sinni vinnu?.
   Starfshópurinn tók mjög jákvætt í erindið og er sammála um að við endurskoðun á húsnæðisáætluninni verði litið til erindisins með jákvæðum hætti.
   Bæjarráð óskaði eftir því að fjölskylduráð tæki málið til umfjöllunar. Umfjöllun fjölskylduráðs og starfshóps er því lokið og niðurstöðunni vísað til bæjarráðs.

   Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.

  • 1712087 – Átakið Í skugga valdsins, erindi

   Fulltrúi Viðreisnar óskar eftir eftirfarandi máli á dagskrá bæjarráðs:

   Þann 20. desember 2017 samþykkti Bæjarstjórn Hafnarfjarðar eftirfarandi bókun, einróma: “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar styður heilshugar átakið ,,í skugga valdsins”, #metoo, og fagnar þeirri vakningu sem af því hefur leitt, um kynferðislega áreitni, kynbundið ofbeldi og mikilvægi þess að menning á vettvangi stjórnnmála, vinnumarkaðar og samfélagsins alls breytist á þann veg að ofbeldi af þessu tagi verði ekki liðið. Unnið er að uppfærslu á viðbragðsáætlun Hafnarfjarðarbæjar gegn einelti, ofbeldi og áreitni á vinnustöðum bæjarins og leggur bæjarstjórn ríka áherslu á að ný áætlun verði vel og ítarlega kynnt fyrir starfsfólki bæjarins, ekki síst hvað varðar leiðir til að vinna gegn og tilkynna ofbeldi ef slíkt kemur upp. Forsetanefnd er falið að móta reglur og viðbragðsáætlun fyrir kjörna fulltrúa vegna kynferðislegrar áreitni eða kynbundins ofbeldis.” Fulltrúi Viðreisnar óskar eftir því að úttekt verði gerð, af óháðum aðila, hvort þessar reglur og viðbragðsáætlun hafi skilað tilætluðum árangri og að mál ef þessu tagi, sem upp hafa komið, hafi farið í viðunandi ferli.

   Bæjarráð óskar eftir upplýsingum um stöðu mála frá mannauðsstjóra.

  • 1906335 – ÞG verk ehf, skaðabótakrafa vegna útboðs, knatthús í Kaplakrika 2018

   Lagður fram dómur.

  Fundargerðir

  • 1510061 – Ásvellir, uppbygging

   Lagðar fram fundargerðir framkvæmdahópsins frá 10. og 24.nóvember, 17.desember og 26.janúar sl.

  • 2102007F – Hafnarstjórn - 1592

   Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 10.febrúar sl.

  • 2010357 – Samtök orkusveitarfélaga, fundargerðir

   Lögð fram fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 29.janúar sl.

  • 2101085 – Stjórn SSH, fundargerðir 2021

   Lögð fram fundargerð stjórnar SSH frá 15.febrúar sl.

  • 1909104 – SORPA bs, eigendafundir, fundargerðir

   Lögð fram fundargerð 31.eigendafundar Sorpu bs. frá 1.febrúar sl.

  • 1904277 – Strætó bs., eigendafundir, fundargerðir

   Lögð fram fundargerð 30.eigendafundar Strætó bs. frá 1.febrúar sl.

Ábendingagátt