Bæjarráð

1. júlí 2021 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3577

Mætt til fundar

  • Ágúst Bjarni Garðarsson formaður
  • Kristinn Andersen varaformaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Jón Ingi Hákonarson áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Sveinbergsson varaáheyrnarfulltrúi

Auk þes sitja fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigurður Nordal sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

  • Ívar Bragason Bæjarlögmaður

Auk þes sitja fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigurður Nordal sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

  1. Almenn erindi

    • 1806149 – Ráð og nefndir 2018-2022, kosningar

      Á fundi bæjarstjórnar 23.júní sl. var kosið í ráð og nefndir til eins árs.
      Kosning í ráð og nefndir til eins árs:
      Bæjarráð
      Formaður Ágúst Bjarni Garðarsson Brekkuási 5
      Varaformaður Kristinn Andersen Austurgötu 42
      Aðalfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson Fjóluhvammi 9
      Aðalfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir Skógarhlíð 7
      Aðalfulltrúi Jón Ingi Hákonarson Nönnustíg 5
      Áheyrnarfulltrúi Guðlaug S. Kristjánsdóttir Kirkjuvegi 4
      Áheyrnarfulltrúi Sigurður Þ. Ragnarsson Eskivöllum 5
      Varafulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir Kirkjuvegi 7
      Varafulltrúi Helga Ingólfsdóttir Brekkugötu 26
      Varafulltrúi Valdimar Víðisson Brekkuási 7
      Varafulltrúi Friðþjófur Helgi Karlsson Miðvangi 4
      Varafulltrúi Árni Stefán Guðjónsson Hverfisgötu 35
      Varaáheyrnarfulltrúi Bjarney Grendal Jóhannesdóttir Miðvangi 107
      Varaáheyrnarfulltrúi Birgir Örn Guðjónsson Eskivöllum 1

      Lagt fram til kynningar.

    • 2105176 – Rekstrartölur 2021

      Rekstrartölur jan.-maí lagðar fram. Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.

      Lagt fram.

    • 2011573 – Samningar um sérhæfða akstursþjónstu og skóla- og frístundaakstur, tekjufall

      Til umræðu. Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs og Guðmundur Sverrisson á fjármálasviði mæta til fundarins.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1903474 – Hestamannafélagið Sörli, framkvæmdasamningur, erindi

      Matthías Imsland formaður framkvæmdanefndar mætir til fundarins og fer yfir stöðuna.

      Bæjarráð þakkar fyrir kynninguna og samþykkir að unnið verði áfram að málinu í samræmi við tillögu starfshópsins um breytingu á hönnun og félagshesthúsi.

    • 2106252 – Líkamsræktaraðstaða í Ásvallalaug, útboð

      Drög að leigusamningi við Gym Heilsu lagður fram.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi leigusamning við Gym Heilsu hf.

    • 2106621 – Höfði, malbikunarstöð

      Til umræðu.

      Bæjarráð lýsir yfir furðu sinni með þau áform sem fréttir berast af um að Malbikunarstöðin Höfði hyggist flytja starfsemi sína til Hafnarfjarðar. Bæjarstjóra er falið að ræða við borgarstjórann í Reykjavík vegna þessa og afla upplýsinga um fyrirætlanir fyrirtækisins, áhrif á umhverfi- og umferð á svæðinu og fleira sem málinu tengist.

    • 2106605 – Höfuðborgarsvæðið, nagladekk, gjaldtaka

      Lögð fram ályktun aðalfundar Landverndar frá 12.júní sl. um gjaldtöku fyrir notkun nagladekkja á höfuðborgarsvæðinu.

      Lagt fram.

    • 2101519 – Ásland 4, deiliskipulag

      2.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 29.júní sl.
      Tekin til umræðu framtíðar uppbygging svæðisins.

      Skipulags- og byggingarráð þakkar fyrir kynninguna og samþykkir jafnframt að hafin verði vinna við breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar varðandi afmörkun þess svæðis sem tekur til Áslands 4 og 5 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir að hafin verði vinna við breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar varðandi afmörkun svæðis sem tekur til Áslands 4 og 5.

      Adda María Jóhannsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:

      Í allri umræðu um skipulag og uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur Samfylkingin lagt áherslu á mikilvægi þess að tryggja fjölbreytni í íbúðauppbyggingu innan sveitarfélagsins. Mikilvægt er að hafa það í huga þegar ný hverfi eru skipulögð svo ná megi markmiðum húsnæðisáætlunar um að tryggja öllum íbúum sveitarfélagsins húsnæði við hæfi.

    • 2101520 – Ásland 5, deiliskipulag

      3.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 29.júní sl.
      Tekin til umræðu framtíðar uppbygging svæðisins.

      Skipulags- og byggingarráð þakkar fyrir kynninguna og samþykkir jafnframt að hafin verði vinna við breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar varðandi afmörkun þess svæðis sem tekur til Áslands 4 og 5 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir að hafin verði vinna við breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar varðandi afmörkun svæðis sem tekur til Áslands 4 og 5.

      Adda María Jóhannsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:

      Í allri umræðu um skipulag og uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur Samfylkingin lagt áherslu á mikilvægi þess að tryggja fjölbreytni í íbúðauppbyggingu innan sveitarfélagsins. Mikilvægt er að hafa það í huga þegar ný hverfi eru skipulögð svo ná megi markmiðum húsnæðisáætlunar um að tryggja öllum íbúum sveitarfélagsins húsnæði við hæfi.

    • 2103133 – Miðbær, deiliskipulag reitur 1

      4.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 29.júní sl.
      Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi miðbæjar Hafnarfjarðar. Breytingin nær til reits sem afmarkast af Strandgötu, Reykjavíkurvegi, Austurgötu og Linnetsstíg. Í breytingunni felst m.a. að byggingarheimildum frá 2001 er breytt.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða tillögu að deiliskipulagi reits 1, að teknu tilliti til lagfæringa á skýringarmynd, og að málsmeðferð verði í samræmi við skipulagslög. Jafnframt er erindinu vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

      Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar staðfestir afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 0809375 – Ásvellir, Haukasvæði, breyting á deiliskipulagi

      5.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 29.júní sl.
      Þann 20.04.2021 samþykkti skipulags- og byggingarráð að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Haukasvæðisins á ný. Bæjarstjórn staðfesti samþykkt ráðsins á fundi sínum þann 28.04.2021. Uppfærð umhverfisskýrsla var auglýst samhliða auglýsingu um breytt deiliskipulag. Tillagan var auglýst frá 08.05- 21.06.2021. Athugasemdir bárust. Lagt fram svar við athugasemdum.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða umsögn vegna athugasemda sem bárust við auglýstu deiliskipulagi, jafnframt er erindinu vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar og að erindinu verði lokið í samræmi við skipulagslög.

      Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar staðfestir afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

      Adda María Jóhannsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:

      Fulltrúar Samfylkingarinnar hafa í sínum málflutningi lagt áherslu á mikilvægi umhverfisþáttarins vegna uppbyggingar knatthúss á Ásvöllum. Bæjarstjórn ber hér mikla ábyrgð og mikilvægt að áhrif á lífríki Ástjarnar og friðlýsta svæðið verði ekki neikvæð og varanleg.
      Fulltrúi Samfylkingarinnar ítrekar fyrri bókanir um að við frekari framkvæmdir á Ásvöllum verði verndun friðlýsta svæðisins við Ástjörn ávallt sett í forgang.

    • 2103116 – Hraun vestur, aðalskipulag breyting

      12.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 29.júní sl.
      Lögð fram tillaga að breyttu aðalskipulagi Hrauns vesturs. Tillagan gerir ráð fyrir breyttri landnotkun.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingu aðalskipulags Hrauns vestur og vísar erindinu til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar staðfestir afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 2106248 – Selhraun suður, aðalskipulagsbreyting

      13.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 29.júní sl.
      Lögð fram breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 er tekur til landnotkunarbreytingu á hluta af Selhrauni Suður.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingu aðalskipulags Selhrauns suður og vísar erindinu til staðfestingar í bæjarstjórn.

      Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar staðfestir afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 2106329 – Hjallabraut 49, úthlutun

      Tekið fyrir að nýju.

      Bæjarráð samþykkir að lóðin verði auglýst til úthlutunar og leggur áherslu á að tilboð verði metin með hliðsjón af bæði fjárhæð tilboðs sem og raunhæfri framkvæmdaáætlun sem bjóðendur skulu leggja fram.

    Fundargerðir

    • 2001560 – Húsnæði stjórnsýslunnar

      Lögð fram fundargerð starfshópsins frá 14.júní sl.

    • 2106009F – Hafnarstjórn - 1602

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 16.júní sl.

    • 2101087 – Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2021

      Lögð fram fundargerð heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 28.júní sl.

    • 2106012F – Menningar- og ferðamálanefnd - 372

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 23.júní sl.

    • 2101086 – Samband íslenskra sveitarfélaga, fundargerðir 2021

      Lögð fram fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 11.júní sl.

    • 2101085 – Stjórn SSH, fundargerðir 2021

      Lögð fram fundargerð stjórnar SSH frá 23.júní sl.

    • 1904277 – Strætó bs., eigendafundir, fundargerðir

      Lögð fram fundargerð 31.eigendafundar Strætó bs. frá 15.júní sl.

    • 2106017F – Skipulags- og byggingarráð - 738

      Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 29.júní.

Ábendingagátt