Bæjarráð

21. október 2021 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3586

Mætt til fundar

  • Ágúst Bjarni Garðarsson formaður
  • Kristinn Andersen varaformaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Bjarney Grendal Jóhannesdóttir varaáheyrnarfulltrúi

Auk þess sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigurður Nordal sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

  • Ívar Bragason Bæjarlögmaður

Auk þess sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigurður Nordal sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

  1. Almenn erindi

    • 1908561 – Jafnlaunavottun

      Kynning á jafnlaunavottun.
      Sandra Kristín Jónsdóttir og Ólafur H. Harðarson mannauðsráðgjafar og Ása Bergsdóttir lögfræðingur mæta til fundarins.

      Lagt fram til kynningar.

    • 2012315 – Sveitarfélög, stafrænt ráð

      Lagt fram bréf frá sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 7.okt.sl. til allra sveitarfélaga um þátttöku og framlög sveitarfélaga til samstarfs í stafrænni umbreytingu fyrir árið 2022. Sigurjón Ólafsson, sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs mætir til fundarins.

      Bæjarráð samþykkir þátttöku Hafnarfjarðar í samstarfi sveitarfélaga í stafrænni umbreytingu fyrir árið 2022 og vísar til fjárhagsáætunargerðar.

    • 2105289 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2022 og 2023-2025

      Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs og Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs mæta til fundarins.

      Til kynningar.

    • 2110368 – Sveitarfélög, reikningsskil, reglugerð, hlutdeild

      Lagt fram bréf frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu dags. 11.okt.sl. þar sem fram kemur að félög í eigu sveitarfélaga eiga að vera færð með hlutdeildaraðferð. Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.

      Lagt fram til kynningar.

    • 2110353 – Sveitastjórnir, fulltrúar, viðmiðunarlaunatafla

      Lagt fram bréf dags. 14.október sl. frá Sambandi ísl.sveitarfélaga varðandi viðmiðunarlaunatöflur fyrir fulltrúa í sveitarstjórnum.

    • 2110165 – Suðurhella 9,umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Aðalskoðunar hf. um atvinnuhúsalóðina nr. 9 við Suðurhellu.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni nr. 9 við Suðurhellu verði úthlutað til Aðalskoðunar hf.

    • 2103163 – Áfanga- og markaðsstofa fyrir höfuðborgarsvæðið, ráðgjafahópur, tilnefning

      Kynning. Inga Hlín Pálsdóttir verkefnastjóri mætir til fundarins. Lagt fram minnisblað.

      Lagt fram til kynningar.

    • 2110337 – Stuðlaskarð 9, fastanr. F2510470, kauptilboð

      Lagt fram kauptilboð ásamt söluyfirliti.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi kauptilboð vegna íbúðar við Stuðlaskarð 9, fastanr. F2510470 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2110338 – Stuðlaskarð 11, fastanr. F2510474, kauptilboð

      Lagt fram kauptilboð ásamt söluyfirliti.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi kauptilboð vegna íbúðar við Stuðlaskarð 11, fastanr. F2510474 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2105289 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2022 og 2023-2025

      1.liður úr fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 6.október sl.
      Lögð fram drög að gjaldskrá 2022, viðauka við rekstraráætlun 2022 og rekstraráætlun 2022. Fjárfestingaráætlun tekin til umræðu.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í viðbætur í rekstri skv. minnisblaði og vísar til bæjarráðs.
      Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi rekstraráætlun og gjaldskrár að undanskildu vatnsgjaldi, fráveitugjaldi og sorphirðugjaldi þar sem gögn varðandi þessa liði liggja ekki fyrir og vísar til bæjarráðs.

      Lagt fram.

    • 2109587 – Ísland Panorama center, erindi

      Lagt fram bréf dags. 13.sept. sl. frá Island Panorama Center.

      Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu eins og það liggur fyrir.

    • 2110313 – Félagsdómur, stefna

      Lögð fram stefna

      Lagt fram til kynningar.

    • 2110417 – Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, gjaldskrá

      Lagt fram bréf SHS vegna hækkunar á gjaldskrá.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gjaldskrá SHS fyrir árið 2022 verði samþykkt.

    • 2011067 – Mæðrstyrksnefnd Hafnarfjarðar, styrkbeiðni 2020

      Styrkbeiðni.

      Bæjarráð samþykkir að veita Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar styrk að upphæð kr. 1.000.000.-.

    Fundargerðir

    • 2110007F – Menningar- og ferðamálanefnd - 377

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 13.október sl.

    • 2010357 – Samtök orkusveitarfélaga, fundargerðir

      Lögð fram fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 8.október sl. og einnig ársreikningur Samtaka orkusveitarfélaga 2020

    • 2101080 – SORPA bs, fundargerðir 2021

      Lagðar fram fundargerðir stjórnar SORPU bs. frá 8. og 13. október sl.

    • 2101085 – Stjórn SSH, fundargerðir 2021

      Lagðar fram fundargerðir stjórnar SSH frá 4. og 15.október sl.

    • 1904277 – Strætó bs., eigendafundir, fundargerðir

      Lögð fram fundargerð 33.eigendafundar Strætó bs. frá 4.október sl.

Ábendingagátt