Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6
Mættir eru allir aðalbæjarráðsfulltrúar að undanskildum Sigurði Þórði Ragnarssyni áheyrnarfulltrúa en í hans stað sat fundinn Bjarney Jóhannesdóttir.
Auk þess sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigurður Nordal sviðsstjóri stjórnsýslusviðs
Formaður starfshóps um framtíðarnýtingu Krýsuvíkur, Skarphéðinn Orri Björnsson mætir til fundarins og kynnir niðurstöður starfshópsins.
Bæjarráð þakkar fyrir kynninguna og samþykkir að halda áfram að vinna samkvæmt tillögum starfshópsins um framtíðarnýtingu á Krýsuvíkursvæðinu. Bæjarráð felur bæjarstjóra að hefja og undirbúa frekari vinnu samkvæmt fyrirliggjandi tillögum og leggja fyrir bæjarráð. Lögð er áhersla á að gott samráð verði haft við íbúa með ítarlegri kynningu í öllu ferlinu.
Fulltrúar Samfylkingarinnar og Bæjarlista leggja fram svohljóðandi bókun: Fulltrúar Samfylkingarinnar og Bæjarlista benda á að á þeim tíma sem starfshópurinn hefur starfað hafa jarðhræringar verið á Reykjanesi sem geta haft áhrif og rétt er að gæta að. Undirritaðar árétta einnig þá fyrirvara sem fram koma í 4. lið skýrslunnar um að ekki verði farið í virkjunarframkvæmdir nema að undangenginni ítarlegri kynningu og íbúakosningu.
Lagðar fram rekstartölur jan.-sept. 2021. Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.
1.liður úr fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 3.nóvember sl. Lagður fram viðauki nr. IV við fjárhagsáætlun 2021.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar til bæjarráðs.
1.liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 3.nóvember sl. Viðauki vegna Lækjarskóla, Víðistaðaskóla og Setbergsskóla lagður fram til samþykktar.
Fræðsluráð samþykktir framlagðan viðauka og vísar til bæjarráðs.
3.liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 5.nóvember sl. Lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun 2021. Sérfræðingar fjármálasviðs mæta á fundinn.
Viðauki kynntur. Fjölskylduráð samþykkir viðaukann og vísar í bæjarráð.
Viðauki IV lagður fram og vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn
Lagt fram erindi frá framkvæmdastjóra Strætó bs. dags. 15.nóvember sl. þar sem óskað er ákvörðunar um að veita einfalda ábyrgð og veðsetningu í tekjum til tryggingar ábyrgð og að veita bæjarstjóra umboð til að undirrita lánssamning vegna láns frá Lánasjóði sveitarfélaga.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar í samræmi við hlutfall eignarhalds, sbr. heimild í 2. mgr. 68 gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns fyrirtæki hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að kr. 400.000.000 með lokagjalddaga 15. ágúst 2029, í samræmi við skilmála lánasamnings sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitastjórnin hefur kynnt sér. Nær samþykki sveitarstjórna jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir. Þá hefur sveitarstjórnin kynnt sér gildandi græna umgjörð Lánasjóðs sveitarfélaga og samþykkir að ráðstöfun lánsins falli að henni. Er lánið tekið til fjárfestingar í rafvögnum til endurnýjunar í flota Strætó bs með það að markmiði að lækka kolefnisspor Strætó, sem felur í sér að vera verkefnis sem hefur almenna efnahagslega þýðingu sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaganna nr. 150/2006. Jafnframt er Rósu Guðbjartsdóttur, kennitala 291165-3899, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarfélagsins að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. Framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Lögð fram eftirfarandi tillaga: Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að útsvarsprósenta við álagningu 2022 verði 14,48%.
Fulltrúar Samfylkingar og Bæjarlista leggja fram breytingartillögu í samræmi við tillögu sem lögð var fram við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun og er einnig undir þeim lið í dagskrá þessa fundar. Tillaga Samfylkingar og Bæjarlista er að útsvarsprósenta við álagningu 2022 verði 14,52%
Greinargerð: Vinna við gerð fjárhagsáætlunar sýnir að grunnrekstur sveitarfélagsins á árinu 2022 verður þungur. Lögbundin verkefni sveitarfélaga eru fjölmörg og sífellt bætist við þau verkefni sem þeim ber að sinna. Útsvarið er veigamesti tekjustofn sveitarfélaga og mikilvægt að það sé nýtt til að styrkja stöðu bæjarsjóðs. Hámarksnýting hefur ekki mikil áhrif á hvern bæjarbúa á mánaðargrundvelli (um 200-400 kr. á meðallaun) en bæjarsjóð munar sannarlega um þá fjármuni sem um ræðir (áætlað um 55-60 m.kr.).
Fulltrúi Samfylkingar greiðir atkvæði með tillögunni. Fulltrúar meirihluta ásamt fulltrúa Viðreisnar greiða atkvæði gegn tilögunni. Tillögunni er hafnað.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að útsvarsprósenta við álagningu 2022 verði áfram 14,48%.
Fulltrúar meirihluta og Viðreisnar greiða atkvæði með tillögunni. Fulltrúi Samfylkingar greiðir atkvæði gegn tillögunni með vísan í framlagaða greinargerð með breytingartillögu. Tillagan er samþykkt.
Fulltrúar meirihluta bóka eftirfarandi: Það hefur verið ein af áherslum núverandi meirihluta að halda álögum og gjöldum á íbúa bæjarfélagsins í lágmarki. Síðustu mánuðir í alheimsfaraldri hafa reynt á allar stoðir samfélagsins, rekstur ríkis, sveitarfélaga og heimila. Heimilin munu njóta góðs af óbreyttri útsvarsprósentu líkt og hér er lagt til.
2. liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 5.nóvember sl. Eftirfarandi tillögur voru lagðar fram á fundi fjölskylduráðs þann 18.10.2021 sl. og eru lagðar hér fram til afgreiðslu.
1. Breyting á grunnviðmiði tekjutengingar Grunnviðmið tekjutengingar verði hækkuð úr 322.000 kr. í 351.000 kr. Þetta leiðir af sér að fleiri sem eru tekjulágir munu falla undir hærri afsláttarkjör vegna heimaþjónustu. Viðmið varðandi frístundastyrk hækkar í hlutfalli við þessa hækkun og geta þá fleiri nýtt sér frístundastyrk en áður.
Fjölskylduráð samþykkir þessa tillögu. Tillagan leiðir ekki til viðbótarkostnaðar á næsta ári, rúmast inn í þeirri áætlun sem rætt hefur verið um og vísað til bæjarstjórnar.
2. Hækkun greiðslna til stuðningsfjölskyldna Lagt til eftirfarandi breyting á gjaldskrá: – Umönnunarflokkur 1 fari úr 30.926 kr. og í 37.961 kr. – Umönnunarflokkur 2 fari úr 24.009 kr. og í 29.376 kr. – Umönnunarflokkur 3 fari úr 22.419 kr. og í 24.878 kr. Viðmið er gjaldskrá í Mosfellsbæ sem eru næst hæstir þegar borin eru saman sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Áætluð kostnaðaraukning er 5,5 milljónir á ári.
Fjölskylduráð samþykkir þessa tillögu og vísar til umræðu um fjárhagsáætlun í bæjarstjórn.
3. Ráðning verkefnastjóra vegna heimilislausra. Samstarfsverkefni. Hafnarfjörður tekur þátt í samstarfi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur um ráðningu verkefnastjóra vegna heimilislausra. Hlutverk verkefnastjóra er þá að samræma aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu og koma með tillögur að lausnum. Kostnaður á ári er 12.500.000 kr. og hlutur Hafnarfjarðar er þá rúmlega 3.600.000 kr. á næsta ári.
Eftir fund í SSH var rætt um að verkefnastjóri væri ráðinn í hálft ár og er þá kostnaður Hafnarfjarðar 1.800.000 kr. Fjölskylduráð samþykkir að ráðinn verði verkefnastjóri í hálft ár. Fjölskylduráð samþykkir þessa tillögu. Tillagan leiðir ekki til viðbótarkostnaðar á næsta ári, rúmast innan þeirra áætlunar sem rætt hefur verið um og vísað til bæjarstjórnar.
12. liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 10.nóvember sl. sjá bókun hér fyrir neðan.
Tillögur við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun 2022
Tillögur Samfylkingar og Bæjarlista:
Tillaga 1 – Tekjustofnar sveitarfélaga ? útsvarsprósenta Fulltrúar Samfylkingar og Bæjarlista leggja til að útsvarsprósenta við álagningu 2022 verði 14,52%
Tillaga að afgreiðslu: Tillögunni er vísað til frekari umfjöllunar í bæjarráði.
Vísað er til fyrri afgreiðslu.
Tillögur Samfylkingarinnar:
Tillaga 3 – Úttekt á á fólksfækkun í Hafnarfirði
Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja til að úttekt verði gerð á þeirri fólksfækkun sem hefur átt sér stað í Hafnarfirði síðustu misseri. Í því felst að kortleggja hvaða hópar eru einkum að flytja úr bænum, hvers konar húsnæði vantar og hvar eru tækifæri til uppbyggingar í landi Hafnarfjarðar. Með hliðsjón að úttektinni verði farið í átak að efla uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Hafnarfirði.
Greinargerð Í tölum Þjóðskrár kemur fram að íbúum hefur fækkað frá árinu 1. des. 2019 til 1. september 2021 um 312. Þetta er í fyrsta skiptið í 80 ár sem íbúum Hafnarfjarðar fækkar, en á sama tíma fjölgaði íbúum í nágrannasveitarfélögunum um 1.1-3.4%. Samkvæmt áætlunum aðalskipulags er gert ráð fyrir að íbúum fjölgi að lágmarki um 1.2% (335-445 íbúa) á ári fram til ársins 2040. Ljóst er að það þarf að lyfta grettistaki til að snúa þessari þróun við og vinna til baka umrædda fækkun.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
Tillaga 4 – Samgöngusamningar
Fulltrúar Samfylkingarinnar endurflytja tillögu um að Hafnarfjarðarbær bjóði starfsfólki sínu upp á samgöngusamninga.
Greinargerð: Í kjölfar tillögu frá fulltrúum Samfylkingarinnar um samgöngustyrki sem lögð var fram í bæjarstjórn sumarið 2018 var sett af stað tilraunaverkefni hjá Hafnarfjarðarbæ sem ekki hefur verið fylgt frekar eftir. Samgöngusamningar hafa hins vegar verið teknir upp í fjölmörgum fyrirtækjum og stofnunum, ásamt m.a. Reykjavíkurborg, með góðum árangri. Áhersla á lýðheilsu á að vera forgangsmál og mikilvægt að heilsubærinn Hafnarfjörður sýni gott fordæmi með því að bjóða starfsfólki sínu samgöngusamninga og hvetja þannig til umhverfisvænni ferðamáta.
Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.
Þá tekur Sigurður Þ. Ragnarsson til máls og leggur fram svohljóðandi tillögur við fjárhagsáætlun:
Bæjarfulltrúi Miðflokksins leggur fram eftirfarandi tillögur við fjárhagsáætlanagerð.
1)
Miðflokkurinn leggur til að Hafnarfjarðarbær hafi frumkvæði að því að leita til eigenda einkarekinna heilsugæslustöðva með það að markmiði að komið verði á fót slíkri heilsugæslustöð í bænum. Biðtími eftir tíma hjá heilsugæslulækni í Hafnarfirði er alltof langur. Biðtími á einkareknum heilsugæslustöðvum er mun styttri og boðleiðir markvissari. Vera kann að bærinn þurfi að liðka fyrir slíku með öflun húsnæðis eða afsláttar af fasteignaskatti til að byrja með. Raunveruleikinn er sú að fjölmargir Hafnfirðingar leita nú eftir heilsugæsluþjónustu utan sveitarfélagsins. Er lagt til að tillögunni verði vísað til bæjarráðs til efnislegrar umræðu.
Bæjarráð tekur undir markmið tillögunnar og vísar sérstaklega til þess að sérstök lóð hafi nú þegar verið tekin frá fyrir heilsugæslu og tengda starfsemi í nýju uppbyggingarhverfi Hafnarfjarðar, Hamranesi. Bæjarráð felur bæjarstjóra að halda áfram virku samtali við stjórnvöld vegna þessa.
Fulltrúi Miðflokksins bókar eftirfarandi: Það ríkir ófremdarástand í aðgengi að heimilslæknum í Hafnarfirði. Þúsundir Hafnfirðinga hafa ekki skráðan heimilislækni. Ekki er óalgengt að biðin sé 2-4 vikur eftir tíma hjá heilsugæslulækni. Slíkt er óþolandi. Ríkið dregur lappirnar í þessu endalaust og nú er svo komið að ekki verður við unað. Því þarf Hafnarfjarðarbær að hafa frumkvæði að því að fá einkarekna heilsugæslu í bæinn, ekki ósvipað því og er í Kópavogi. Þurfi að liðka til með til dæmis afslætti af fasteignagjöldum fyrsta árið verður svo að vera. Við þetta ástand verður ekki búið lengur.
Þá tekur Guðlaug Kristjánsdóttir til máls og leggur fram svohljóðandi tillögur við fjárhagsáætlun:
Tillaga 2 – Aukið verði við stöðugildi fjölmenningarfulltrúa
Fulltrúar Samfylkingar og Bæjarlista leggja til að aukið verði við stöðugildi fjölmenningarfulltrúa úr 50% í 100%.
Bæjarráð óskar eftir umsögn frá á fjölskyldu- og barnamálasviði.
Greinargerð: Á fundi fjölskylduráðs þann 5. nóvember sl. var sama tillaga lögð fram en hafnað af fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra. Fulltrúar Samfylkingar og Bæjarlista telja hins vegar brýnt að bæjarstjórn taki afstöðu til málsins, enda hafa ekki allir flokkar atkvæðisrétt á fundum fjölskylduráðs. Nauðsynlegt er að efla starf fjölmenningarfulltrúa frá því sem nú er til þess að styðja við það mikilvæga starf sem hann sinnir. Við gerð síðustu fjárhagsáætlunar óskaði fjölmenningarráð eftir því að stöðugildi fjölmenningarfulltrúar yrði aukið úr 50% í 100% en meirihlutinn hafnaði þeirri tillögu. Við teljum mikilvægt efla þessa starfsemi hjá bæjarfélaginu og leggjum því tillögunna fram í bæjarstjórn fyrir fjárhagsáætlun 2022 og óskum eftir að bæjarstjórn taki afstöðu til hennar.
Þá tekur Friðþjófur Helgi Karlsson til máls og leggur fram svohljóðandi tillögur við fjárhagsáætlun:
Tillaga 8 – Niðurgreiðsla á strætókortum
Fulltrúar Samfylkingarinnar endurflytja tillögu um niðurgreiðslu á strætókortum fyrir börn að 18 ára aldri.
Greinargerð: Mikilvægt er að jafna og auðvelda aðgengi ungmenna að tómstundum. Niðurgreidd stætókort hvetja einnig til aukinnar notkunar á almenningssamgöngum og styðja þannig við umhverfissjónarmið. Kostnaðarmat hefur áður verið gert og leggja fulltrúar Samfylkingarinnar til að það verði uppfært og tillagan tekin aftur til umfjöllunar.
Tillaga að afgreiðslu: Tillögunni verði vísað til frekari umfjöllunar í umhverfis- og framkvæmdaráði og bæjarráði.
Bæjarráð óskar eftir umsögn frá umhverfis- og skipulagssviði.
Tillaga 10 – Uppbygging á hagkvæmu húsnæði
Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja til að Hafnarfjarðarbær leiti leiða til að fara í frekara og meira samstarf við óhagnaðardrifin leigufélög um uppbyggingu hagkvæmra íbúða í bæjarfélaginu.
Greinargerð: Í ljósi þeirrar erfiðu stöðu sem er á húsnæðismarkaði og fólksfækkunar á undanförnum árum í bænum leggja fulltrúar Samfylkingarinnar til að Hafnarfjarðarbær fari í frekara samstarf við óhagnaðardrifin leigufélög um uppbyggingu hagkvæmra leiguíbúða. Þannig verði hagkvæmum íbúðum á markaðnum fjölgað og bæjarfélagið gæti einnig fjölgað félagslegum íbúðum á vegum þess með þessari aðgerð.
Meirihlutinn óskar eftir að leggja fram eftirfarandi bókun: Undanfarin misseri hefur verið unnið að því að tryggja íbúum bæjarfélagsins og framtíðar íbúum fjölbreytt búsetuúrræði og góða blöndu húsnæðis í Hafnarfirði. Það má m.a. sjá með því að nefna uppbyggingu Bjargs íbúðafélags á 150 íbúðum í Hamranesi og þau samningsmarkmið sem samþykkt voru fyrir Hraun vestur, Gjótur í bæjarráði þann 17. janúar 2019. Þar koma eftirfarandi markmið m.a. fram: -Tryggja þarf blandaða byggð, þar sem 15-20% íbúða séu til þeirra sem eru að kaupa/leigja með áherslu á minni og ódýrari íbúðir. -Lóðarhafar skuldbinda sig að leita eftir samstarfi við félög sem sérhæfa sig í sérstökum búsetaréttaríbúðum og leiguíbúðum. -Ákveðið hlutfall íbúða verði leiguíbúðir með kaupréttarákvæði, horft verði til þess hóps á leigumarkaði sem ekki kemst í gegnum greiðslumat.
Fulltrúi Samfylkingarinnar óskar bókað: Uppbygging á íbúðum Bjargs íbúðafélags í Hamranesi er ánæguleg þróun og mikilvægt að það verkefni sé loksins komið í framkvæmd. Samningsmarkmið fyrir Hraun vestur, gjótur gefa góða von um fjölbreytta uppbyggingu á því svæði. Sú tillaga sem fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram í bæjarstjórn er brýning um að ávallt og enn frekar verði leitað leiða til frekara samstarfs við óhagnaðardrifin leigufélög um uppbyggingu hagkvæmra íbúða í bæjarfélaginu.
3.liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 3.nóvember sl. Lögð fram tillaga að breytingu á gjaldskrá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar.
Eiríkur Stephensen skólastjóri Tónlistarskóla Hafnarfjarðar mætti á fundinn undir þessum lið.
Fræðsluráð framvísar gjaldskrá tónlistarskóla til frekari samþykkis í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi breytingu á gjaldskrá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar.
Lagt fram yfirlit yfir umsóknir um bæjarráðsstyrki, seinni úthlutun 2021.
Lagt fram.
Lögð fram fyrirspurn bæjarráðsfulltrúa Samfylkingar. Fulltrúi Samfylkingarinnar óskar eftir yfirliti yfir þau svæði innan sveitarfélagsins sem skilgreind eru sem uppbyggingarsvæði og áætlaðan íbúafjölda á þeim svæðum. Lögð fram svör við fyrirspurn
4. Uppbyggingarsvæði ? fyrirspurn Fulltrúi Samfylkingarinnar óskar eftir yfirliti yfir þau svæði innan sveitarfélagsins sem skilgreind eru sem uppbyggingarsvæði og áætlaðan íbúafjölda á þeim svæðum.
Svar:
Eftirtalin eru þau svæði sem skilgreind eru sem uppbyggingarsvæði innan gildandi svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins til 2040.
Við áætlun á íbúafjölda er miðað við 2,5 íbúa á hverja íbúð. Séu öll eftirtalin svæði tekin saman er áætlaður fjöldi framtíðaríbúa á uppbyggingasvæðum um 19-20 þúsund manns.
Hamranes: Úthlutað hefur verið og framkvæmdir hafnar á verktakalóðunum fyrir 148 íbúðir í fjölbýli. Auk þess hefur Bjarg íbúðafélag hafið framkvæmdir við 148 íbúðir í fjölbýli. Á síðustu tveimur árum var úthlutað þróunarreitum í Hamranesi til átján aðila sem eru að vinna deiliskipulag á sínum reitum. Alls um að ræða 1.332 íbúðir í fjölbýli.
Ef miðað er við 2,5 íbúa /íbúð, þá má gera ráð fyrir 4.070 íbúum í Hamranesi
Skarðshlíð: Öllum lóðum hefur verið úthlutað í hverfinu og framkvæmdir eru að hefjast eða hafnar á 251 íbúð, þar af eru 203 í fjölbýli, 22 einbýli, 8 raðhús og 18 parhús.
Ef miðað er við 2,5 íbúa /íbúð, þá má gera ráð fyrir 628 íbúum í þessum íbúðum í Skarðshlíð.
Hraun-vestur (5-mínútna hverfið): Deiliskipulag er samþykkt fyrir fyrsta reit í Hraun-vestur með 490 íbúðum í fjölbýli og geta framkvæmdir hafist á þeim reit. Auk þess hafa þegar verið lagðar fram tillögur að öðru deiliskipulagi á svæðinu þar sem gert er ráð fyrir 262 íbúðum.
Í heild má búast við um 2.300-2.600 íbúðum í Hraun-vestur. Heildaríbúafjöldi í því hverfi, ef miðað er við 2,5 íbúa á íbúð, er 5.750-6.500 íbúar.
Hjallabraut: Framkvæmdir eru hafnar á lóð fyrir 7 íbúðir í raðhúsum og 3 einbýlishús.
Ef miðað er við 2,5 íbúa /íbúð, þá má gera ráð fyrir 25 íbúa í þessum íbúðum.
Ásvellir: Verið er að stofna lóð fyrir 100-110 íbúðir í fjölbýli. Úthlutun verður bráðlega.
Ef miðað er við 2,5 íbúa /íbúð, þá má gera ráð fyrir 250-275 íbúum á Ásvöllum.
Ásland 4: Verið er að sameina Ásland 4 og 5 og deiliskipulagsvinna er hafin. Alls gert ráð fyrir um 500 íbúðum í Áslandi 4.
Ef miðað er við 2,5 íbúa /íbúð, þá má gera ráð fyrir 1.250 íbúum í Áslandi 4.
Óseyrarsvæði: Aðalskipulagið er að klárast í auglýsingu, síðan fer af stað deiliskipulag, gert ráð fyrir 500-700 íbúðum.
Ef miðað er við 2,5 íbúa /íbúð, þá má gera ráð fyrir 1.250-1.750 íbúum á Óseyrarsvæðinu.
Slippsvæðið: Sama staða og á Óseyrarsvæði, gert er ráð fyrir 150-200 íbúðum.
Ef miðað er við 2,5 íbúa /íbúð, þá má gera ráð fyrir 375-500 íbúum á Slippsvæðinu.
Selhraun suður: Verið er að breyta atvinnusvæði í íbúðir, allt að 200 íbúðir í fjölbýli. Aðalskipulagsbreyting liggur fyrir hjá Skipulagsstofnun.
Ef miðað er við 2,5 íbúa /íbúð, þá má gera ráð fyrir 500 íbúum.
Ýmsir þéttingarreitir: Uppbygging á 13 íbúðum í fjórum raðhúsum í Setbergi er hafin. Ef miðað er við 2,5 íbúa /íbúð, þá má gera ráð fyrir 32 íbúum.
Einbýlishúsalóðum á Hverfisgötu og á Suðurgötu hefur verið úthlutað. Ef miðað er við 2,5 íbúa /íbúð, þá má gera ráð fyrir 5 íbúum.
Framkvæmdir eru hafnar á 5 íbúðum í Hrauntungu og 19-23 íbúðir í fjölbýli við Lækjargötu/Suðurgötu. Ef miðað er við 2,5 íbúa /íbúð, þá má gera ráð fyrir 60-70 íbúum.
Heimild veitt fyrir 12-15 íbúðum í fjölbýli við Suðurgötu. Ef miðað er við 2,5 íbúa /íbúð, þá má gera ráð fyrir 30-37 íbúum.
Tvö einbýlishús í byggingu á Hellubraut og parhús á Hamarsbraut. Ef miðað er við 2,5 íbúa /íbúð, þá má gera ráð fyrir 5 íbúum.
Deiliskipulag hefur klárast fyrir allt að 30 íbúðum í fjölbýli við Strandgötu. Ef miðað er við 2,5 íbúa /íbúð, þá má gera ráð fyrir 75 íbúum.
Deiliskipulag er lokið vegna lóða við Strandgötu og Linnetsstíg, alls um 20-25 íbúðir í fjölbýli. Ef miðað er við 2,5 íbúa /íbúð, þá má gera ráð fyrir 50-63 íbúum.
Verið að stofna lóðir fyrir 2 einbýlishús og 4 íbúðir í parhúsum sem fara í úthlutun á árinu við Hlíðarbraut. Ef miðað er við 2,5 íbúa /íbúð, þá má gera ráð fyrir 15 íbúum
Framtíðarskipulagssvæði: Vatnshlíð 1 og 2, samtals íbúðir 840.
Ef miðað er við 2,5 íbúa /íbúð, þá má gera ráð fyrir 2.100 íbúum
Fulltrúi Samfylkingarinnar þakkar framlögð svör. Það er mikilvægt að fá þessa yfirsýn yfir þá uppbyggingu sem framundan er í sveitarfélaginu til lengri og skemmri framtíðar litið. Þar sem framlögð samantekt lá ekki fyrir fundinum fyrr en við upphaf hans áskilur undirrituð sér rétt til að bregðast frekar við henni síðar.
Bæjarráð leggur til að hafinn verði undirbúningur að gerð málstefnu fyrir Hafnarfjarðarkaupstað í samráði við Íslenska málnefnd í samræmi við 130. gr. sveitarstjórnarlaga.
Bæjarráð samþykkir að hefja undirbúning við gerð málstefnu.
Endurnýjun lóðarleigusamnings
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi lóðarleigusamning.
Lagt fram til kynningar.
Endurnýjun lóðarleigusamnings.
Lagður fram tölvupóstur frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, fjarfundir, tímabundin heimild.
Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 3.nóvember sl.
Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 11.nóvember sl.
Lögð fram fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 15.október sl.
Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 29.október sl.