Bæjarráð

16. desember 2021 kl. 08:15

á fjarfundi

Fundur 3591

Mætt til fundar

  • Ágúst Bjarni Garðarsson formaður
  • Kristinn Andersen varaformaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður
  • Bjarney Grendal Jóhannesdóttir varaáheyrnarfulltrúi
  • Birgir Örn Guðjónsson varaáheyrnarfulltrúi

Mættir eru allir aðalbæjarráðsfulltrúar að undanskildum þeim Guðlaugu Kristjánsdóttur og Sigurði Þ. Ragnarssyni en í þeirra stað sitja fundinn Birgir Örn Guðjónsson og Bjarney Grendal Jóhannesdóttir.

Auk þess sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigurður Nordal sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

  • Ívar Bragason Bæjarlögmaður

Mættir eru allir aðalbæjarráðsfulltrúar að undanskildum þeim Guðlaugu Kristjánsdóttur og Sigurði Þ. Ragnarssyni en í þeirra stað sitja fundinn Birgir Örn Guðjónsson og Bjarney Grendal Jóhannesdóttir.

Auk þess sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigurður Nordal sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

  1. Almenn erindi

    • 2103163 – Áfanga- og markaðsstofa fyrir höfuðborgarsvæðið, ráðgjafahópur, tilnefning

      Meðfylgjandi eru drög að samstarfssamningi um áfangastaðinn höfuðborgarsvæðið dags. 2. desember 2021 og eru þau lögð fram til umræðu og afgreiðslu sveitarfélagsins. Þess er óskað að samstarfssamningurinn verði staðfestur á vettvangi sveitarfélagsins og framkvæmdastjóra þess falið fullt og ótakmarkað umboð til að undirrita samstarfssamninginn.

      Einnig er farið fram á tilnefningu tveggja kjörinna fulltrúa í stefnuráð sbr. grein 2.3. í samningsdrögunum. Hvert sveitarfélag tilnefnir tvo fulltrúa að undanskilinni Reykjavíkurborg sem tilnefnir þrjá. Kjörnir fulltrúar verða aðeins skipaðir til 30. maí 2022 vegna sveitastjórnarkosninga

      Bæjarráð samþykkir samstarfssamning um áfangastaðinn höfuðborgarsvæðið og felur bæjarstjóra að undirrita samstarfssamninginn.

      Í stefnuráð fara eftirfarandi f.h. Hafnarfjarðar:
      Frá meirihluta: Kristinn Andersen.
      Frá minnihluta: Jón Ingi Hákonarson.

    • 2010298 – Heilbrigðiseftirlitssvæði

      Lögð fram drög að samþkkt fyrir sameinað Heilbrigðiseftirlit.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samþykkt fyrir sameinað Heilbrigðiseftirlit og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar.

    • 1702344 – Tjarnarvellir 5, lóðarumsókn, úthlutun

      Tekið fyrir erindi lóðarhafa um nafnabreytingu á úthlutun lóðar ásamt uppfærðum úthlutunarskilmálum.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi beiðni.

    • 2112220 – Golfklúbburinn Keilir, veðsetning

      Lagt fram erindi frá golfklúbbnum Keili þar sem óskað er eftir heimild til veðsetningar á lóð og fasteign

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi beiðni.

    • 1703022 – Hornsteinar gegn Hafnarfjarðarkaupstað, dómsmál, Hamranesskóli hönnun og ráðgjöf

      Lagður fram dómur Landsréttar frá 3. desember sl. í máli Hafnarfjarðarkaupstaðar gegn Hornsteinum arkitektum ehf. Niðurstaða dómsins var að sveitarfélagið var sýknað af kröfum Hornsteina arkitekta ehf.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1412156 – Námssamningar starfsmanna leikskóla

      2.liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 17.nóvember sl. Lögð fram drög að reglum um námssamninga starfsmanna leikskóla til samþykktar. Fræðsluráð samþykktir fyrir sitt leyti námssamninga starfsmanna í leikskólum og vísar til frekari samþykktar bæjarráðs.

      Bæjarráð vísar námssamningum starfsmanna í leikskólum aftur til umræðu í fræðsluráði og óskar jafnframt eftir frekari skýringum og áhrifum á fjórða lið í liðnum “Annað” í fyrirliggjandi reglum.

    • 2102598 – Skjalavarsla og skjalastjórn sveitarstjórnarskrifstofa, eftirlitskönnun

      Lagt fram minnisblað.

    • 2106645 – Gauksás 53, lóðarstækkun

      Lögð fram beiðni um lóðarstækkun, umsögn skipulags- og byggingasviðs liggur fyrir.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi beiðni um lóðarstækkun og um leið að kvöð verði sett á lóðin vegna lagna.

    • 2011573 – Samningar um sérhæfða akstursþjónstu og skóla- og frístundaakstur, tekjufall

      Tekið fyrir.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn Hópbíla hf.

    • 1611379 – Einkaframkvæmdasamningar, óháð úttekt.

      Lögð fram svör við fyrirspurn.

      Adda María Jóhannsdóttir leggur fram svohljóðandi bókun:

      Fulltrúi Samfylkingarinnar þakkar framlögð svör varðandi einkaframkvæmdasamninga á skólahúsnæði sem gerðir voru á árunum 1998-2002.
      Samningarnir renna út á árunum 2024-2027 og því brýnt að farið sé að huga að því hvað muni taka við að þeim tíma loknum.

      Samningarnir hafa reynst sveitarfélaginu dýrkeyptir eins og fram kemur í ársreikningum síðustu ára og námu greiðslur vegna þessara leigusamninga t.a.m. 256 m.kr. á árinu 2020. Í ársreikningi fyrir árið 2020 er gert ráð fyrir að til loka samninganna muni sveitarfélagið eiga eftir að greiða rúmlega 1,7 ma króna.

    Fundargerðir

    • 2103173 – Menntasetrið við lækinn, stýrihópur

      Lögð fram fundargerð stýrihópsins frá 3.desember sl.

    • 2111027F – Hafnarstjórn - 1611

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 1.desember sl.

    • 2101087 – Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2021

      Lögð fram fundargerð heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 29.nóvember sl.

    • 2101086 – Samband íslenskra sveitarfélaga, fundargerðir 2021

      Lagðar fram fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26.nóvember og 10.desember sl.

    • 2101080 – SORPA bs, fundargerðir 2021

      Lögð fram fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 1.nóvember sl.

    • 2101085 – Stjórn SSH, fundargerðir 2021

      Lögð fram fundargerð stjórnar SSH frá 6.desember sl.

Ábendingagátt