Bæjarráð

20. janúar 2022 kl. 08:15

á fjarfundi

Fundur 3593

Mætt til fundar

  • Ágúst Bjarni Garðarsson formaður
  • Kristinn Andersen varaformaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi

Auk þess sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigurður Nordal sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

  • Ívar Bragason Bæjarlögmaður

Auk þess sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigurður Nordal sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

  1. Almenn erindi

    • 1810180 – Lífsgæðasetur St. Jó, gjaldskrá

      Ragngheiður Dögg Agnarsdóttir verkefnastjóri mætir til fundarins.

      Bæjarráð þakkar verkefnastjóra fyrir kynningu. Bæjarráð samþykkir jafnframt tillögu að gjaldskrá St. Jó. Leiguverð helst óbreytt og verður áfram 2500kr. pr. fm. fyrir rými með lofthæð yfir 1.80m. en 1500kr. fyrir rými með lofthæð undir 1.80m. Tímagjald á leigu á sal hækki hins vegar um 10% frá 1. mars 2022.

    • 2003508 – Covid 19, aðgerðaráætlun

      Tekið fyrir

      Bæjarráð felur stjórnsýslusviði, í samráði við önnur svið bæjarfélagsins, að greina áhrif samkomutakmarkanna á:

      a) starfsmenn bæjarins
      b) rekstur íþrótta- og tómstundastarfs bæjarins með sérstaka áherslu á börn.
      c) rekstur menningarlífs og menningarhúsa bæjarins.

    • 2110371 – Breiðhella 3,umsókn um lóð,úthlutun,skil

      Lagður fram tölvupóstur frá lóðarhöfum að lóðinni nr. 3 við Breiðhellu þar sem óskað er eftir því að afsala sér lóðarúthlutun á lóðinni.

      Bæjarráð samþykkir beiðni um afsal á lóð og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2112474 – Hringhamar 7, stækkun lóðar

      Lögð fram umsókn um lóðarstækkun. Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs liggur fyrir.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi beiðni um lóðarstækkun.

    • 2112359 – Hringbraut 70, endurnýjun lóðarleigusamnings

      Endurnýjun lóðarleigusamnings

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi lóðarleigusamning.

    • 2201458 – Kaplaskeið 22, endurnýjun á lóðarleigusamningi

      Endurnýjun lóðarleigusamnings

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi lóðarleigusamning.

    • 2201066 – Hamranes, þróunarreitir, lóðarleigusamningar

      Lögð fram drög að formi að lóðarleigusamningi vegna þróunarreita í Hamranesi.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi form að lóðarleigusamningi.

    • 2011573 – Samningar um sérhæfða akstursþjónstu og skóla- og frístundaakstur, tekjufall

      Tekið fyrir

      Til umræðu.

    • 2201188 – Hamranes, reitur 6a, lóðarvilyrði

      Lagt fram erindi frá Jörp ehf. þar sem óskað er eftir lóðavilyrði fyrir reit 6a við Hamranes.

      Bæjarráð vísar fyrirliggjandi erindi til umhverfis- og skipulagssviðs til umsagnar.

    • 1612120 – Barnvænt samfélag, vottun

      Breytingar á starfshóp.

      Bæjarráð leggur til að í stað Friðþjófs Helga Karlssonar verði Sigrún Sverrisdóttir skipuð í starfshóp um Barnvænt samfélag. Vísað til umhverfis- og framkvæmdaráðs til staðfestingar.

    Fundargerðir

    • 1811306 – St. Jó. framkvæmdahópur

      Lagðar fram fundargerðir framkvæmahópsins frá 9.september og 11.nóvember sl.

    • 2112019F – Menningar- og ferðamálanefnd - 382

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 13.janúar sl.

    • 2201360 – Samband íslenskra sveitarfélaga, fundargerðir 2022

      Lögð fram fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 14.janúar sl.

    • 2101080 – SORPA bs, fundargerðir 2021

      Lagðar fram fundargerðir stjórnar Sorpu bs. frá 26.nóvember og 20.desember sl.

    • 2201357 – Sorpa bs, fundargerðir 2022

      Lögð fram fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 14.janúar sl.

    • 2101085 – Stjórn SSH, fundargerðir 2021

      Lögð fram fundargerð stjórnar SSH frá 29.desember sl.

    • 2201358 – Strætó bs, fundargerðir 2022

      Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 7. janúar sl.

Ábendingagátt