Bæjarráð

17. mars 2022 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3598

Mætt til fundar

 • Ágúst Bjarni Garðarsson formaður
 • Kristinn Andersen varaformaður
 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
 • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður
 • Gísli Sveinbergsson varaáheyrnarfulltrúi
 • Birgir Örn Guðjónsson varaáheyrnarfulltrúi

Mættir eru allir aðalbæjarráðsfulltrúar að undanskildum þeim Guðlaugu Kristjánsdóttir og Sigurði Þ. Ragnarssyni en í þeirra stað sátu fundinn Birgir Örn Guðjónsson og Gísli Sveinbergsson.

Auk þess sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigurður Nordal sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

 • Ívar Bragason Bæjarlögmaður

Mættir eru allir aðalbæjarráðsfulltrúar að undanskildum þeim Guðlaugu Kristjánsdóttir og Sigurði Þ. Ragnarssyni en í þeirra stað sátu fundinn Birgir Örn Guðjónsson og Gísli Sveinbergsson.

Auk þess sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigurður Nordal sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

 1. Almenn erindi

  • 2202347 – Hellubraut 8, lóðarstækkun

   Lögð fram umsókn um lóðarstækkun. Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs liggur fyrir.

   Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi beiðni um lóðarstækkun.

  • 2202438 – Klukkuberg 42, stækkun lóðar

   Lögð fram umsókn um lóðarstækkun. Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs liggur fyrir.

   Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi beiðni um lóðarstækkun.

  • 2107361 – Smyrlahraun 1, lóðastækkun

   Lögð fram umsókn um lóðarstækkun. Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs liggur fyrir.

   Bæjarráð synjar erindinu með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.

  • 2108341 – Reykjavíkurvegur 50, beiðni um að afmá kvöð á lóð

   Beiðni um að afmá kvöð á lóð.

   Bæjarráð samþykkir að aflétta kvöð um aldur barna í c. lið 14. gr. í lóðarleigusamningi.

  • 2201575 – Álhella 1, stækkun lóðar, umsókn

   Lögð fram beiðni Hringrásar ehf. um stækkun lóðar félagsins að Álhellu 1.Sigurður Einarsson arkitekt hjá Batteríinu mætir til fundarins.

   Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi beiðni um lóðarstækkun.

  • 2203160 – Straumhella 10 og 12, fyrirspurn

   Ósk um vilyrði fyrir lóðum við Straumhellu 10 og 12.

   Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

  • 2203366 – Áshamar 50 (þróunarreitur 6A), umsókn um lóð

   Lögð fram beiðni um lóðarvilyrði um (Hamranes 6A, þróunarreit) Áshamar 50.

   Bæjarráð samþykkir að veita Þarfaþingi hf. lóðarvilyrði fyrir þróunarreit 6A á grunni meðfylgjandi gagna og fyrri umsóknar. Bæjarráð felur jafnframt umhverfis- og skipulagssviði að útbúa skilmála fyrir reitinn í samræmi við minnisblað. Málinu vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

  • 1604079 – Húsnæðisáætlun

   Lagt fram.
   Sigurður Haraldsson sviðsstjóri mætir til fundarins.

   Bæjarráð staðfestir fyrirliggjandi húsnæðisáætlun og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar.

   Adda María Jóhannsdóttir leggur fram svohljóðandi bókun:

   Fulltrúi Samfylkingar tekur undir bókanir sem lagðar hafa verið fram í fjölskylduráði og skipulags- og byggingarráði varðandi húsnæðisáætlun.

   Íbúðauppbygging hefur verið hæg á undanförnum árum og er skýrasta birtingarmynd þess fækkun íbúa um 1% á seinasta ári. Á sama tíma hefur íbúum flestra nágrannasveitarfélaga okkar á höfuðborgarsvæðinu fjölgað.
   Í húsnæðisáætlun kemur fram að þrátt fyrir gríðarlegan skort á íbúðahúsnæði gerir miðspá áætlunarinnar einungis ráð fyrir um 152 nýjum íbúðum á árinu 2022 sem er hvergi nærri nóg til að bregðast við vandanum. Vandinn er ekki hvað síst mikill þegar kemur að félagslega íbúðakerfinu en þar samkvæmt húsnæðisáætlun eru 122 umsóknir á biðlista og ljóst að sá listi tæmist ekki á næstunni.

   Húsnæðisvandinn er brýnn og mun Samfylkingin gera það að forgangsmáli að leysa þann vanda að afloknum kosningum þannn 14. maí nk.

   Adda María Jóhannsdóttir

   Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar bóka eftirfarandi:

   Samkvæmt talningu HMS á íbúðum í byggingu voru 236 íbúðir í byggingu í Hafnarfirði í september 2021. Umhverfis- og skipulagssvið Hafnarfjarðar telur HMS vanmeta fjölda íbúða í byggingu í sveitarfélaginu þar sem fjöldi íbúða á matsstigi 1-5 voru 438 í desember 2021.

   Húsnæðisáætlun er mikilvægt verkfæri til að fá mynd af stöðu mála hverju sinni. Bregðast þar við bæði í nútíð og framtíð og tryggja í skipulagi að hægt sé að skipuleggja ný hverfi samhliða þéttingu byggðar. Nú er ljóst að samkvæmt gildandi svæðisskipulagi er Vatnshlíðin eina nýbyggingarsvæði bæjarfélagsins til 2040 og er það nú þegar undir línum. Því er mikilvægt að svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins verði endurskoðað með það fyrir augum.

   Núverandi meirihluta er full alvara í því verkefni að tryggja íbúum bæjarfélagsins og framtíðar íbúum fjölbreytt búsetuúrræði og góða blöndu húsnæðis. Það sést vel á þeirri kröftugu uppbygginu sem í gangi er í Skarðshlíð, þeirri uppbyggingu sem hafin er í Hamranesi, samþykktu deiliskipulagi í Áslandi 4 og framkvæmdum á þéttingarreitum víðsvegar um bæinn; Dvergsreit, Hrauntungu, Stekkjarbergi og Hjallabraut. Vinnu við deiliskipulag á Óseyrarsvæði miðar vel.

   Við þetta má bæta að sérstök áhersla hefur verið lögð á að tryggja íbúðir fyrir alla í þeirri miklu uppbygginu sem nú er hafin í Hamranesi; uppbyggingu skóla, hjúkrunarheimilis og tengdri þjónustu.

  • 2203279 – Búseti og Brynja hússjóður, Ásland 4, byggingareitur, fyrirspurn

   Lagt fram erindi frá húsnæðissamvinnufélaginu Búseta í samstarfi við Brynju – hússjóð þar sem óskað er eftir vilyrði fyrir byggingarreit í Áslandi 4.

   Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

  • 2203319 – Brynja hússjóður Öryrkjabandalagsins, beiðni um stofnframlög, 2022 og 2023

   Lagt fram bréf frá Brynju, Hússjóður ÖBÍ,dags. 9.mars sl., beiðni um stofnframlög vegna 2022 og 2023.

   Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

  • 2112018 – Ásvellir 3, úthlutun

   Til afgreiðslu

   Bæjarráð samþykkir samhljóma að úthluta lóðinni Ásvellir 3 til Byggingarfélags Gylfa og Gunnars hf. og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

  • 1912116 – Flóttamenn, samræmd móttaka

   Lagt fram erindi frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu dags. 9.mars sl. vegna móttöku flóttamanna.

   Bæjarráð tekur undir framlagt bréf bæjarstjóra til félags- og vinnumarkaðsráðherra.

  • 1906424 – Hljóðkerfi, leiga 2019-2022

   Lagt fram erindi frá Hljóðkerfaleigu Marteins Péturssonar – MPSound, framlenging á verksamningi. Andri Ómarsson verkefnastjóri og Guðmundur Ragnar Ólafsson innkaupastjóri mæta til fundarins.

   Bæjarráð samþykkir að framlengja samninginn í samræmi við fyrirliggjandi erindi og felur innkaupastjóra að ljúka málinu.

  • 2003508 – Covid 19, aðgerðaráætlun

   Lögð fram minnisblöð

   Bæjarráð þakkar fyrir framlögð minnisblöð. Ljóst er að faraldurinn hefur haft margvísleg áhrif á hina ýmsu starfsemi bæjarfélagsins, bæði á starfsfólk og ýmsa þjónustu sem til staðar er. Bæjarráð ítrekar þakkir sínar til starfsfólk bæjarfélagins sem staðið hefur vaktina og tryggt góða þjónustu við bæjarbúa við erfiðar kringumstæður. Bæjarráð felur sviðsstjóra mennta- og lýðheilsusviðs, stjórnsýslusviðs og þjónustu- og þróunarsviðs að vinna tillögur að mótvægisaðgerðum eftir því sem við á og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs til umfjöllunar og afgreiðslu. Bæjarráð leggur auk þess til að 5 milljónum króna verði veitt í menningarviðburði og starf til stuðnings menningar- og listalífs bæjarins í kjölfar heimsfaraldurs. Vísað til viðaukagerðar.

  • 2203109 – Tekjur af lóðasölu, fyrirspurn

   Lagðar fram fyrirspurnir frá fulltrúa Miðflokksins.

  • 2005169 – Fyrirspurnir

   Lagðar fram fyrirspurnir frá fulltrúa Samfylkingarinnar.

  Fundargerðir

  • 2001560 – Húsnæði stjórnsýslunnar

   Lögð fram fundargerð starfshóps um húsnæði stjórnsýslunnar frá 9.mars sl.

  • 1510061 – Ásvellir, uppbygging

   Lögð fram fundargerð framkvæmdanefndar frá 22.febrúar sl.

  • 2202031F – Hafnarstjórn - 1616

   Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 2. mars sl.

  • 2201361 – Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2022

   Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness (HEF) frá 14. mars sl.

  • 2202019F – Menningar- og ferðamálanefnd - 385

   Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 2. mars sl.

  • 2203001F – Menningar- og ferðamálanefnd - 386

   Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 10.mars sl.

  • 2201358 – Strætó bs, fundargerðir 2022

   Lagðar fram fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 28. janúar og 25.febrúar sl.

  • 2201359 – Stjórn SSH, fundargerðir 2022

   Lögð fram fundargerð stjórnar SSH frá 7.mars sl.

Ábendingagátt