Bæjarráð

13. maí 2022 kl. 10:00

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3603

Mætt til fundar

 • Ágúst Bjarni Garðarsson formaður
 • Kristinn Andersen varaformaður
 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
 • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
 • Jón Ingi Hákonarson aðalmaður
 • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir varamaður
 • Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi

Auk framangreindra sitja fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigurður Nordal sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

Ritari

 • Ívar Bragason Bæjarlögmaður

Auk framangreindra sitja fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigurður Nordal sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.

 1. Almenn erindi

  • 2203546 – Bæjarráðsstyrkir 2022, fyrri úthlutun

   Lagt fram yfirlit yfir umsóknir um styrki bæjarráðs.
   Til afgreiðslu

   Bæjarráð samþykkir eftirfarandi styrki:

   Lífið ljósmæðraþjónusta kr. 800.000.-
   Ævisaga Eiríks Smith. Fyrirlestur á Betri stofunni kr. 350.000.-
   Lúðrasveit Hafnarfjarðar 150.000.-

  • 2205309 – Guðrún BA 127, forkaupsréttur

   Forkaupsréttur,

   Bæjarráð afsalar sér forkaupsrétti á Guðrúnu BA127 en skipið er með 0,0009981% aflahlutdeild í makríl en selst að öðru leyti án veiðiheimilda, aflamarks eða grásleppuleyfis.

  • 1705325 – Fjölsmiðjan, þjónustusamningur, endurnýjun

   Viðauki við þjónustusamning.

   Bæjarráð staðfestir drög að viðauka við þjónustusamning sveitarfélaganna við Fjölsmiðjuna. Þess er farið á leit að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu leggi til 11,5 milljónir króna fram til ársins 2024 til viðbótar því sem þegar er lagt fram skv. núgildandi samningi og nemur framlag Hafnarfjarðar 1.495 þúsund krónum. Bæjarstjóra er veitt fullt og ótakmarkað umboð til undirritunar samningsins.

  • 1903474 – Hestamannafélagið Sörli, framkvæmdasamningur, erindi

   Útboð, 1.áfangi, til afgreiðslu
   Bæjarráð felur umhverfis- og skipulagssviði að undirbúa útboð á fyrsta áfanga reiðskemmu Sörla.

   Bæjarráð samþykkir að ráðist verði í útboð á 1. áfanga reiðhallar Sörla í samræmi við fyrirliggjandi útboðs- og verkskilmála. Við útboðið áskilur sveitarfélagið sér rétt til þess að hafna öllum tilboðum yfir framlagðri kostnaðaráætlun. Það verður nýkjörinnar bæjarstjórnar að taka afstöðu til þess hvort og þá hvaða tilboði verður tekið að afloknu útboði.

   Málinu vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

   Jón Ingi Hákonarson kemur að svohljóðandi bókun:

   Fulltrúi Viðreisnar samþykkir að setja framkvæmdir við Reiðhöll Sörla í útboð. Það er mikilvægt að afstaða flokka í núverandi bæjarstjórn sé ljós. Viðreins hefur á kjörtímabilinu stutt byggingu reiðhallar Sörla og því er afstaða Viðreisnar í samræmi við vinnuna á kjörtímabilinu.

   Sigurður P. Sigmundsson kemur að svohljóðandi bókun:

   Bæjarlistinn mótmælir harðlega þeirri aðferð bæjarstjórnarmeirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar að taka til afgreiðslu í bæjarráði degi fyrir sveitarstjórnarkosningar tillögu um að farið verið strax í útboð á framkvæmdum við knatthús Hauka og reiðskemmu Sörla. Bæjarlistinn er sammála um að fara skuli í þessi verkefni enda búið að ákveða það fyrir löngu síðan. Hins vegar er ekki tímabært að taka þessa ákvörðun og ekki rétt stjórnsýslulega séð að binda hendur næstu bæjarstjórnar með þessum hætti. Réttara væri að bæjarstjórn taki málið til afgreiðslu og þannig myndu allir bæjarfulltrúar fá tækifæri til að taka þátt í umræðum og afgreiðslu. Þá skal á það bent að umhverfismat um byggingu knatthússins mun ekki liggja fyrir fyrr en í ágúst eða september 2022. Að samþykkja útboð með fyrirvara um niðurstöðu umhverfismatsins er ekki góð stjórnsýsla. Þá er nokkuð ljóst að ekki verður hægt að hefja jarðvinnu á starfssvæði Sörla fyrr en í september 2022. Það er sem sagt ekkert sem kallar á það að bjóða þessi verkefni út núna. Þá liggur ekki fyrir áætlun um það hvernig fjármagna skuli þessi verkefni. Fyrsti áfangi knatthússins mun kosta 2.800 m.kr. skv áætlun og fyrsti áfangi reiðskemmunnar mun kosta 1.100 m.kr., samtals bæði verkefnin 3.900 m.kr. en heildarkostnaður beggja er áætlaður um 4.500 milljónir króna. Í fjárfestingaráætlun 2022-2025, sjá greinargerð með fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2022, eru áætlaðar 350 m.kr. til knatthúss Hauka og 80 m.kr. til reiðskemmu Sörla, samtals 430 m.kr á árinu 2022. Á árunum 2023-2025 eru áætlaðar 800 m.kr. á hverju ári til fjárfestingaverkefna íþróttafélaga, samtals um 2.400 m.kr. Inni í þeirri tölu eru fjárfestingar til annarra verkefna en til Hauka og Sörla. Það liggur því fyrir að ekki er búið að tryggja fjármögnun til þessara verkefna. Ef þessar fjárfestingar eru ekki innan fjárhagsáætlunar þarf viðauka við fjárhagsáætlun, sem bæjarráð þarf að vísa til bæjarstjórnar til samþykktar.

   Loks er vert að árétta að þessi gjörningur útilokar 2 af 4 minnihlutaflokkunum frá því að taka formlega afstöðu, þar sem tillagan er sett fram í bæjarráði þar sem ekki allir hafa atkvæðisrétt. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þessi meirihluti hagar sér svona í sambærilegum málum.

   Sigurður Þ. Ragnarsson kemur að svohljóðandi bókun:

   Fulltrúi Miðflokksins bókar eftirfarandi:
   Fulltrúi Miðflokksins styður að setja framkvæmdir við Reiðhöll Sörla í útboð. Það er mikilvægt að afstaða flokka í núverandi bæjarstjórn sé ljós, enda kemur það í hlut nýkjörinnar bæjarstjórnar að samþykkja útboðið endanlega.

   Adda María Jóhannsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:

   Eftirfarandi er bókun bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar. Sambærileg bókun er lögð fram undir máli 5 á dagskrá fundarins um uppbyggingu á Ásvöllum.

   Samfylkingin styður heils hugar við uppbyggingu Hestamannafélagsins Sörla og samþykkir auglýsingu útboðs.

   Það er hins vegar athyglisvert að meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks ætli að enda kjörtímabilið með sama hætti og þeir hófu það, með því að dansa á línu þess löglega við afgreiðslu mála er varða uppbyggingu íþróttamannvirkja. Fundarboð fyrir þennan fund var sent út með minnsta löglega fyrirvara, á óhefðbundnum fundartíma, þegar umboð fráfarandi fulltrúa er um það bil að renna út. Það er augljóst að taugaveiklun er í hópi fulltrúa meirihlutans á síðustu metrum kosningabaráttunnar enda ekki verið staðið við fögur fyrirheit. Knatthús Hauka og reiðhöll Sörla hafa enn ekki risið.

   Með þessari tillögu er enn verið að gefa innihaldslaus loforð og óútfylltur tékki sendur áfram á nýja bæjarstjórn. Umhverfismat vegna knatthúss á Ásvöllum hefur ekki verið lokið og fyrirvari gerður um það í útboðsgögnum. Þá hefur heldur ekki fyllilega verið gert ráð fyrir fjármögnun þessara verkefna í gildandi fjárhagsáætlun og ekki verið gerður viðauki vegna útboðanna. Skv. sveitarstjórnarlögum er óheimilt að víkja frá fjárhagsáætlun nema sveitarstjórn hafi áður samþykkt viðauka, sem geri grein fyrir breytingum á útgjöldum og skuldbindingum.

   Þessi tillaga í dag ber því öll merki kosningaskjálfta. Það að lofa fjárútlátum bæjarstjóðs upp á ríflega fjóra milljarða króna innan við sólarhring áður en kjörstaðir vegna sveitarstjórnarkosninga opna er ekki góð stjórnsýsla, en því miður lýsandi fyrir vinnubrögð fráfarandi meirihluta Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Miklu er lofað en lítið framkvæmt.

   Fyrir um það bil einu ári tók bæjarstjóri fyrstu skóflustungu að knatthúsi Hauka og sama gerði formaður bæjarráðs að reiðhöll Sörla. Ekkert hefur hins vegar gerst fyrr en nú þegar málið er sett á dagskrá á lokametrum kosningabaráttunnar. Hér er um sýndartillögu að ræða til að slá ryki í augu kjósenda.

   Kröftuglega skal áréttað að Samfylkingin mun leiða bæði þessi verkefni til lykta með farsælum hætti á næsta kjörtímabili.

   Adda María Jóhannsdóttir

   Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar bóka eftirfarandi:

   Bæjarráðsfulltrúar meirihlutans fagna því að þessi mikilvægu uppbyggingarverkefni séu komin í farsælan farveg eftir ítarlegan og góðan undirbúning á undanförnum misserum. Öllum þeim sem unnið hafa að málunum á tímabilinu er þakkað kærlega fyrir vel unnin störf. Það er mikið fagnaðarefni að brátt muni framkvæmdir hefjast og þar með styttist í að aðstaða fyrir knattspyrnuiðkendur á Ásvöllum og hestafólk hjá Sörla verði til fyrirmyndar og eins og best verður á kosið.

  • 1510061 – Ásvellir, uppbygging

   Útboð 1. áfangi, til afgreiðslu
   Bæjarráð felur umhverfis- og skipulagssviði að undirbúa útboð á fyrsta áfanga knatthúss Hauka.

   Bæjarráð samþykkir að ráðist verði í útboð á 1. áfanga knatthúss Hauka í samræmi við fyrirliggjandi útboðs- og verkskilmála. Við útboðið áskilur sveitarfélagið sér rétt til þess að hafna öllum tilboðum yfir framlagðri kostnaðaráætlun. Það verður nýkjörinnar bæjarstjórnar að taka afstöðu til þess hvort og þá hvaða tilboði verður tekið að afloknu útboði.

   Málinu vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

   Jón Ingi Hákonarson kemur að svohljóðandi bókun:

   Fulltrúi Viðreisnar samþykkir að setja framkvæmdir við Knatthús að Ásvöllum í útboð. Það er mikilvægt að afstaða flokka í núverandi bæjarstjórn sé ljós. Viðreisn hefur á kjörtímabilinu stutt byggingu knatthúss að Ásvöllum allt kjörtímabilið og því er afstaða Viðreisnar í samræmi við vinnuna á kjörtímabilinu

   Adda María Jóhannsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:

   Eftirfarandi er bókun bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar. Sambærileg bókun er lögð fram undir máli 4 á dagskrá fundarins um uppbyggingu hjá Sörla.
   Samfylkingin styður heils hugar við uppbyggingu á Ásvöllum og samþykkir auglýsingu útboðs.
   Það er hins vegar athyglisvert að meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks ætli að enda kjörtímabilið með sama hætti og þeir hófu það, með því að dansa á línu þess löglega við afgreiðslu mála er varða uppbyggingu íþróttamannvirkja. Fundarboð fyrir þennan fund var sent út með minnsta löglega fyrirvara, á óhefðbundnum fundartíma, þegar umboð fráfarandi fulltrúa er um það bil að renna út. Það er augljóst að taugaveiklun er í hópi fulltrúa meirihlutans á síðustu metrum kosningabaráttunnar enda ekki verið staðið við fögur fyrirheit. Knatthús Hauka og reiðhöll Sörla hafa enn ekki risið.
   Með þessari tillögu er enn verið að gefa innihaldslaus loforð og óútfylltur tékki sendur áfram á nýja bæjarstjórn. Umhverfismat vegna knatthúss á Ásvöllum hefur ekki verið lokið og fyrirvari gerður um það í útboðsgögnum. Þá hefur heldur ekki fyllilega verið gert ráð fyrir fjármögnun þessara verkefna í gildandi fjárhagsáætlun og ekki verið gerður viðauki vegna útboðanna. Skv. sveitarstjórnarlögum er óheimilt að víkja frá fjárhagsáætlun nema sveitarstjórn hafi áður samþykkt viðauka, sem geri grein fyrir breytingum á útgjöldum og skuldbindingum.
   Þessi tillaga ber því öll merki kosningaskjálfta. Það að lofa fjárútlátum bæjarstjóðs upp á ríflega fjóra milljarða króna innan við sólarhring áður en kjörstaðir vegna sveitarstjórnarkosninga opna er ekki góð stjórnsýsla, en því miður lýsandi fyrir vinnubrögð fráfarandi meirihluta Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Miklu er lofað en lítið framkvæmt.
   Fyrir um það bil einu ári tók bæjarstjóri fyrstu skóflustungu að knatthúsi Hauka og sama gerði formaður bæjarráðs að reiðhöll Sörla. Ekkert hefur hins vegar gerst fyrr en nú þegar málið er sett á dagskrá á lokametrum kosningabaráttunnar. Hér er um sýndartillögu að ræða til að slá ryki í augu kjósenda.
   Kröftuglega skal áréttað að Samfylkingin mun leiða bæði þessi verkefni til lykta með farsælum hætti á næsta kjörtímabili.

   Adda María Jóhannsdóttir

   Sigurður P. Sigmundsson kemur að svohljóðandi bókun:

   Bæjarlistinn mótmælir harðlega þeirri aðferð bæjarstjórnarmeirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar að taka til afgreiðslu í bæjarráði degi fyrir sveitarstjórnarkosningar tillögu um að farið verið strax í útboð á framkvæmdum við knatthús Hauka og reiðskemmu Sörla. Bæjarlistinn er sammála um að fara skuli í þessi verkefni enda búið að ákveða það fyrir löngu síðan. Hins vegar er ekki tímabært að taka þessa ákvörðun og ekki rétt stjórnsýslulega séð að binda hendur næstu bæjarstjórnar með þessum hætti. Réttara væri að bæjarstjórn taki málið til afgreiðslu og þannig myndu allir bæjarfulltrúar fá tækifæri til að taka þátt í umræðum og afgreiðslu. Þá skal á það bent að umhverfismat um byggingu knatthússins mun ekki liggja fyrir fyrr en í ágúst eða september 2022. Að samþykkja útboð með fyrirvara um niðurstöðu umhverfismatsins er ekki góð stjórnsýsla. Þá er nokkuð ljóst að ekki verður hægt að hefja jarðvinnu á starfssvæði Sörla fyrr en í september 2022. Það er sem sagt ekkert sem kallar á það að bjóða þessi verkefni út núna. Þá liggur ekki fyrir áætlun um það hvernig fjármagna skuli þessi verkefni. Fyrsti áfangi knatthússins mun kosta 2.800 m.kr. skv áætlun og fyrsti áfangi reiðskemmunnar mun kosta 1.100 m.kr., samtals bæði verkefnin 3.900 m.kr.
   en heildarkostnaður beggja er áætlaður um 4.500 milljónir króna. Í fjárfestingaráætlun 2022-2025, sjá greinargerð með fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2022, eru áætlaðar 350 m.kr. til knatthúss Hauka og 80 m.kr. til reiðskemmu Sörla, samtals 430 m.kr á árinu 2022. Á árunum 2023-2025 eru áætlaðar 800 m.kr. á hverju ári til fjárfestingaverkefna íþróttafélaga, samtals um 2.400 m.kr. Inni í þeirri tölu eru fjárfestingar til annarra verkefna en til Hauka og Sörla. Það liggur því fyrir að ekki er búið að tryggja fjármögnun til þessara verkefna. Ef þessar fjárfestingar eru ekki innan fjárhagsáætlunar þarf viðauka við fjárhagsáætlun, sem bæjarráð þarf að vísa til bæjarstjórnar til samþykktar.
   Loks er vert að árétta að þessi gjörningur útilokar 2 af 4 minnihlutaflokkunum frá því að taka formlega afstöðu, þar sem tillagan er sett fram í bæjarráði þar sem ekki allir hafa atkvæðisrétt. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þessi meirihluti hagar sér svona í sambærilegum málum.

   Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar bóka eftirfarandi:

   Bæjarráðsfulltrúar meirihlutans fagna því að þessi mikilvægu uppbyggingarverkefni séu komin í farsælan farveg eftir ítarlegan og góðan undirbúning á undanförnum misserum. Öllum þeim sem unnið hafa að málunum á tímabilinu er þakkað kærlega fyrir vel unnin störf. Það er mikið fagnaðarefni að brátt muni framkvæmdir hefjast og þar með styttist í að aðstaða fyrir knattspyrnuiðkendur á Ásvöllum og hestafólk hjá Sörla verði til fyrirmyndar og eins og best verður á kosið.

   Sigurður Þ. Ragnarsson kemur að svohljóðandi bókun:

   Fulltrúi Miðflokksins bókar eftirfarandi:
   Fulltrúi Miðflokksins styður að setja framkvæmdir við knatthús Hauka í útboð. Það er mikilvægt að afstaða flokka í núverandi bæjarstjórn til þessa máls sé ljós, enda kemur það í hlut nýkjörinnar bæjarstjórnar, með sitt endurnýjaða umboð, að samþykkja útboðið endanlega. Fulltrúi Miðflokksins lýsir hins vegar undrun sinni á að afgreiða svo stórt mál í bæjarráði, daginn fyrir kosningar.

   Sigurður Þ. Ragnarsson fulltrúi Miðflokksins.

Ábendingagátt