Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6
Mættir eru allir bæjarráðsfulltrúar að undanskildum Orra Björnssyni en í hans stað sat fundinn Rósa Guðbjartsdóttir.
Auk þess sat fundinn Sigurður Nordal sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.
Lögð fram 6 mánaða skýrsla um stöðu og framgang samgöngusáttmála. Davíð Þorláksson framkvæmdastjóri frá Betri samgöngum ohf. mætir til fundarins.
Lögð fram tillaga að breyttum reglum um launalaust leyfi starfsmanna. Kristín Sigrún Guðmundsdóttir mannauðsstjóri mætir til fundarins.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi reglur.
Lagt fram.
Tillaga lögð fram af Samfylkingunni í bæjarstjórn þann 17. ágúst sl.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að gengið verði hið fyrsta frá almennri viljayfirlýsingu/rammasamkomulagi milli Hafnarfjarðarbæjar, Hafnarfjarðarhafnar, Carbfix og eftir atvikum annarra hagsmunaaðila, s.s. ríkisvaldsins og Rio Tinto um uppbyggingu í Straumsvíkurhöfn vegna Carbfix verkefnisins. Mikilvægt er að þetta fyrirhugaða samstarf verði formgert hið fyrsta. Ennfremur að sett verði á laggirnar skipulags- og verkefnisstjórn um þetta verkefni, þar sem að komi kjörnir fulltrúar, embættismenn bæjarins og eftir atvikum aðrir hagsmunaaðilar.
Eftir umræðu sameinast bæjarráð um að leggja áherslu á að formgera sem fyrst samstarf Carbfix, Hafnarfjarðarhafnar og Hafnarfjarðarbæjar og eftir atvikum annarra hagsmunaaðila, sbr. Rio Tinto og íslenska ríkisins, vegna næstu skrefa í áformum Carbfix. Meðal annars vegna uppbyggingar í Straumsvíkurhöfn. Í slíku rammasamkomulagi yrðu framkvæmdaáfangar tímasettir, meginatriði samkomulags um hafnaraðstöðu Carbfix í Straumsvík tíunduð, sem og önnur þjónusta. Jafnframt yrðu fjárhagslegar forsendur og fjármögnun samkomulagsins skilgreindar. Mikilvægt er að kynna áformin vel fyrir íbúum og hagsmunaaðilum í bænum í aðdraganda hvers áfanga verkefnisins.Bæjarráð samþykkir einnig að skipaður verði starfshópur bæjarins um verkefnið og erindisbréf vegna hans og tilnefningar kláraðar á næsta fundi ráðsins.
Framangreindri afgreiðslu bæjarráðs er vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Lögð fram svör við fyrirspurnum.
Fulltrúi Samfylkingarinnar þakkar fyrir framkomin svör.
Lagt fram erindisbréf, til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
3. liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 23. ágúst sl.
Fyrir fundinum liggja upplýsingar um notendastýrða persónulega aðstoð. Fjölskylduráð samþykkir að tímagjald NPA samninga í Hafnarfirði taki mið af útreikningum NPA miðstöðvarinnar. Breytingin verður afturvirk og taki mið af kjarasamningi Eflingar og NPA miðstöðvarinnar frá 1. janúar 2022.
Málinu er vísað til viðaukagerðar og til samþykktar í bæjarráði.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokks situr hjá og áheyrnafulltrúi Viðreisnar tekur undir bókun Fjölskylduráðs.
Fulltrúar Samfylkingarinnar fagna því að þetta mál hafi loksins verið samþykkt í fjölskylduráði með atkvæðum fulltrúa Framsóknarflokks og Samfylkingar. Samfylkingin hefur lengi barist fyrir því að notendur NPA í Hafnarfirði sitji við sama borð og notendur í öðrum sveitarfélögum þar sem stuðst er við útreikninga NPA miðstöðvarinnar á tímagjaldi samninganna. Þeir útreikningar byggja á kjarasamningum NPA miðstöðvarinnar og Eflingar fyrir aðstoðarfólk NPA notenda. Það er hins vegar mjög bagalegt hversu langan tíma það hefur tekið að ná fram þessari niðurstöðu.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu fjölskylduráðs og samþykkir jafnframt fyrirliggjandi viðauka og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Samfylkingin leggur fram svohljóðandi bókun:
Bæjarráðsmenn Samfylkingarinnar fagna þessum endurbótum og lagfæringum á taxta NPA og styðja þessa hækkun framlaga til þessarar mikilvægu þjónustu. Það er athyglivert en fagnaðarefni, að fulltrúar Framsóknarflokksins og nú Sjálfstæðisflokksins í bæjarráði samþykki þessa réttarbót, sem Samfylkingin hefur barist fyrir síðustu misseri.
Viðreisn leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Viðreisnar fagnar þessari sjálfsögðu réttarbót og sinnaskiptum meirihluta Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins.
Lagt fram svar fjármálastjóra við fyrirspurn Samfylkingarinnar.
Minnisblað fjármálastjóra staðfestir áhyggjur Samfylkingarinnar á þröngri fjárhagsstöðu Hafnarfjarðarbæjar og hvetur til þess þessi áminning fjármálastjóra og Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga verði tekin alvarlega af meirihluta bæjarstjórnar.
6.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 11.ágúst sl. Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs sem skipulags- og byggingarráð óskaði eftir á fundi sínum þann 10. maí 2022 vegna beiðni Sjónvers ehf. um afnot af landi vegna bílastæða.
Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn skipulagsfulltrúa og vísar erindinu til bæjarráðs.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið. Sjónver ehf fær afnot af landi við Straum undir bílastæði. Slík framkvæmd þarf að vera í samráði við Umhverfis- og skipulagssvið.
12.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 11.ágúst sl. Karólína Helga Símonardóttir sækir 15.9.2020 um stækkun á stærð lóðar. Óskað er eftir stækkun á bakgarði er snýr að opnu svæði sem afmarkast af Hlíðarbraut, Holtsgötu og Hringbraut.
Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið og vísar til staðfestingar í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir framlagða umsókn um lóðarstækkun á bakgarði við Hólabraut 5.
13.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 11.ágúst sl. Tekið fyrir að nýju. Þann 23.2.2021 tók skipulags- og byggingarráð jákvætt í umsókn um lóðarstækkun mót opnu svæði og samþykkti að opið svæði sem afmarkast af lóðum við Hlíðarbraut Hringbraut og Holtsgötu yrði skipulagt sem útivistar og leiksvæði með aðkomu frá Hringbraut og Hlíðarbraut eins og deiliskipulag svæðisins gerir ráð fyrir. Afgreiðslu um lóðarstækkun Hlíðarbrautar 7 var frestað þar til heildarskipulag útivistarsvæðisins lægi fyrir. Skipulags- og byggingarráð fól auk þess skipulagsfulltrúa að koma með tillögu að breyttu svæði með tilliti til umsóknar og umsagna um lóðarstækkanir.
Bæjarráð samþykkir lóðastækkun Hlíðarbrautar 7. Sú stækkun sem var lögð fram og grenndarkynnt var metin sem svo að hún myndi hvorki skerða gæði hins opna svæðis né hindra aðkomu almennings að því.
Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 10.ágúst sl.
Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 17.ágúst sl.
Lögð fram fundargerð stjórnar SSH frá 12.ágúst sl.
Lögð fram fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 19.maí sl.
Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 1.júlí sl.