Bæjarstjórn

4. maí 2011 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1658

Mætt til fundar

  • Lúðvík Geirsson varamaður
  • Guðmundur Rúnar Árnason bæjarstjóri
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir aðalmaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Eyjólfur Sæmundsson aðalmaður
  • Sigríður Björk Jónsdóttir forseti
  • Valdimar Svavarsson aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Geir Jónsson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Guðfinna Guðmundsdóttir varamaður
  • Hörður Þorsteinsson varamaður
  • Ragnheiður Ólafsdóttir varamaður
  • Guðný Stefánsdóttir varamaður
  • Ólafur Ingi Tómasson varamaður
  • Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir varamaður
  • Helga R Stefánsdóttir varamaður
  • Elín Sigríður Óladóttir varamaður
  • Axel Guðmundsson varamaður
  • Jón Páll Hallgrímsson varamaður

Ritari

  • Guðmundur Rúnar Árnason bæjarstjóri
  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lögð fram fundargerð frá afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 13.04.11. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.$line$Lagt fram.$line$

      <DIV&gt;<DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    • SN010005 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar

      3. liður úr fundargerð SBH frá 26.apríl sl.$line$ Tekið til umræðu skipulag svæðis vestan Straumsvíkur sem frestað var til 4 ára í Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 – 2025. Frestunin rennur út 18.05.11. Lagt fram svarbréf Skipulagsstofnunar dags. 08.04.11, þar sem fram kemur það álit að málsmeðferð skv. 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010 eigi ekki við, og þar með beri ekki að auglýsa frestunina. Bent er á 35. grein skipulagslaganna.$line$ Skipulags- og byggingarráð samþykkir að fresta aðalskipulagi svæðisins enn um 4 ár skv. heimild í 33. grein skipulagslaga nr. 123/2010, og vísar málinu að öðru leyti til endurskoðunar Aðalskipulags Hafnarfjarðar sem Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti 30.06.10 að hafin skyldi vinna við. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að fresta hluta Aðalskipulags Hafnarfjarðar 2005 – 2025, svæði vestan Straumsvíkur, enn um 4 ár skv. heimild í 33. grein skipulagslaga nr. 123/2010.”$line$

      <DIV&gt;<DIV&gt;Fyrsti varaforseti, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, tók við fundarstjórn. Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls. Forseti tók við fundarstjórn að nýju. </DIV&gt;<DIV&gt;&nbsp;</DIV&gt;<DIV&gt;Bæjarstjórn samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu. </DIV&gt;</DIV&gt;<DIV&gt;<DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

    Fundargerðir

    • 1101098 – Fundargerðir 2011, til kynningar í bæjarstjórn.

      Fundargerð fræðsluráðs frá 27.apríl sl.$line$Fundargerð bæjarráðs frá 28.apríl sl.$line$Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 26.april sl.$line$a. Fundargerð umhverfisnefndar/Staðardagskrá 21 frá 20.apríl sl.$line$Fundargerð fjölskylduráðs frá 27.apríl sl.$line$Fundargerð framkvæmdaráðs frá 27.apríl sl.

      <DIV>
      <DIV>Geir Jónsson tók til máls undir 1. lið – Vinnuskólinn – fundargerð fjölskylduráðs frá 27. apríl sl. Kristinn Andersen tók til máls undir sama lið og 5. lið – Endurfjármögnun lána – í fundargerð bæjarráðs frá 28. apríl sl. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari við fyrri ræðu Kristins Andersen. Kristinn Andersen svaraði andsvari. Margrét Gauja Magnúsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Kristins Andersen. Kristinn Andersen svaraði andsvari. Margrét Gauja Magnúsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Kristinn Andersen svaraði andsvari öðru sinni. Margrét Gauja Magnúsdóttir kom að stuttri athugasemd. Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls undir 5. lið í fundargerð bæjarráðs frá 28. apríl sl og 3. lið í fundargerð fræðsluráðs – Skólafundir 2011 – frá 27. apríl sl. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að stuttri athugasemd vegna fundarskapa. Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir tók til máls undir 3. og 5. lið – Framkvæmd íþróttakennslu í Hafnarfirði – í fundargerð fræðsluráðs frá 28. apríl sl. og 4. lið – Frístundabíllinn, samstarf, framlenging – í fundargerð bæjarráðs frá 28. apríl. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls undir 1. lið í fundargerð fjölskylduráðs frá 27. apríl sl. og 5. lið í fundargerð bæjarráðs frá 28. apríl sl. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Guðmundur Rúnar Árnason svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Guðmundur Rúnar Árnason svaraði andsvari öðru sinni. Geir Jónsson kom að andsvari við fyrri ræðu Guðmundar Rúnars Árnasonar. Eyjólfur Sæmundsson tók til máls undir 5. lið í fundargerð bæjarráðs frá 28. apríl sl. Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir kom að andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Eyjólfs Sæmundssonar. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari. Kristinn Andersen kom að andsvari við fyrri ræðu Eyjólfs Sæmundssonar. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari. Kristinn Andersen kom að andsvari öðru sinni. Helga Ingólfsdóttir tók til máls undir 6. lið – Strandgata 8-10, húsnæðismál, í fundargerð framkvæmdaráðs frá 27. apríl sl. </DIV>
      <DIV>&nbsp;</DIV>
      <DIV>Fyrsti varaforseti, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, tók við fundarstjórn. Guðmundur Rúnar Árnason kom að andsvari við ræðu Helgu Ingólfsdóttur. Geir Jónsson tók til máls undir 4. lið – Atvinnuástandið – í fundargerð fjölskylduráðs frá 27. apríl sl. Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, kom að andsvari. Forseti tók við fundarstjórn að nýju. Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir tók til máls undir 10. lið – Sókn í atvinnumálum, átakshópur – í fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 28. apríl og 1. lið í fundargerð fjölskylduráðs frá 27. apríl sl. Forseti úrskurðaði að bæjarfulltrúinn væri komin út fyrir dagskrárlið í ræðu sinni. Guðmundur Rúnar Árnason gerði stutta athugasemd vegna úrskurðar forseta. Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir sömuleiðis. </DIV>
      <DIV>&nbsp;</DIV>
      <DIV>
      <DIV>Gunnar Axel Axelsson tók til máls undir 1. lið – Vinnuskólinn -&nbsp;í fundargerð&nbsp;fjölskylduráðs frá 27. apríl sl. Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir kom að andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls undir 6. lið í fundargerð framkvæmdaráðs frá 27. apríl sl. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. </DIV>
      <DIV>&nbsp;</DIV>
      <DIV>Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls og lagði fram f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks svohljóðandi bókun: “Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins harma þær uppsagnir og mikla niðurskurð sem átt hefur sér stað á meðal starfsmanna grunnskóla Hafnarfjarðar að undanförnu en ljóst er að niðurskurður og hagræðingaraðgerðir eru því miður óhjákvæmilegar vegna erfiðrar fjárhagsstöðu bæjarfélagsins og skuldasöfnunar síðastliðin ár. Það er ekki til að auka líkurnar á skilningi eða sátt á meðal starfsmanna og bæjarbúa um hagræðingaraðgerðir af því tagi ef þær eru ekki látnar ganga yfir allar stofnanir bæjarins. Því er óskiljanlegt að við úttekt og breytingar á stjórnsýslu Hafnarfjarðar hafi ekki verið leitað leiða til hagræðingar eða niðurskurðar, eins og til dæmis með sameiningu fræðslu- og fjölskyldusviðs og framkvæmda- og byggingarsviðs, í stað þess að bæta við nýju embætti sviðsstjóra á stjórnsýslusviði. Stjórnsýslubreytingarnar voru hins vegar keyrðar í gegn án umræðu t.d. í fjölskylduráði þar sem einnig á að gera breytingar á stjórnendahópnum. </DIV>
      <DIV>&nbsp;</DIV>
      <DIV>Þá hefur meirihluti bæjarstjórnar ákveðið að taka á leigu 700 fm húsnæði undir fræðslusvið og félagsþjónustu en flutningar þangað úr eigin húsnæði bæjarins og endurbætur á húsnæðinu munu kosta að lágmarki um 80 milljónir króna. Ber þetta vott um kolranga forgangsröðun og vekur upp spurningar um hvernig fjármunir geti verið til fyrir þeim framkvæmdum á sama tíma og fjöldauppsagnir eru í bæjarfélaginu. Þá er í hæsta máta óábyrgt að auka fjárhagslegar skuldbindingar bæjarins með flutningi úr eigin húsnæði í leiguhúsnæði á sama tíma og mikil óvissa ríkir um niðurstöðu endurfjármögnunar 4,3 milljarða erlends láns sem var á gjalddaga í upphafi síðasta mánaðar.” </DIV>
      <DIV>&nbsp;</DIV>
      <DIV>Rósa Guðbjartsdóttir (sign), Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir (sign), Kristinn Andersen (sign), Geir Jónsson (sign), Helga Ingólfsdóttir (sign). </DIV>
      <DIV>&nbsp;</DIV>
      <DIV>Gert stutt fundarhlé.</DIV>
      <DIV>&nbsp;</DIV>
      <DIV>Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls og lagði fram f.h. fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna&nbsp;svohljóðandi bókun:</DIV>
      <DIV>”Breytingar á stjórnsýslu eru sameiginleg niðurstaða af vinnu oddvita allra flokka. Þar var m.a. farið yfir það sem í bókun Sjálfstæðismanna er nefnt um hugsanlega sameiningu sviða og afstaða tekin til þeirra atriða. Stærsta hagræðingin í starfsmannamálum það sem af er árinu var í miðlægri stjórnsýslu, þannig að allt tal um viðbætur hefur holan hljóm. Jafnframt erum við að taka við flóknum verkefnum á vettvangi félagsmála, sem kallar á aukna samþættingu og samtvinnun verkefna og m.a. er horft til með flutning fræðslumála og fjölskyldumála á einn stað. Þær breytingar sem verið er að vinna að í húsnæðismálum munu leiða til mikillar fjárhagslegrar hagræðingar, auk þess sem mikið hagræði felst í því fyrir bæjarbúa að flytja starfsemina á einn stað. Dýrasti kosturinn hefði verið að fara ekki í þessar breytingar. </DIV>
      <DIV>&nbsp;</DIV>
      <DIV>Grundvöllur endurfjármögnunarvinnunar er að markmið fjárhagsáætlunar og þau verkefni sem þar eru skilgreind, gangi eftir. Þessi verkefni eru liður í þeirri vinnu. </DIV>
      <DIV>&nbsp;</DIV>
      <DIV>Það er dapurlegt til þess að vita að Sjáflstæðisflokkurinn skuli bóka enn einu sinni um mál sem búið er að fjalla um á mörgum fundum og afgreiða ? og eru ekki á dagskrá þessa fundar. Þau hafa augljóslega valið sér að gera öll mál tortryggileg, hversu jákvæð sem þau eru og þó oddviti þeirra, sem ekki er á þessum fundi, hafi tekið virkan þátt í undirbúningi þeirra.” </DIV>
      <DIV>&nbsp;</DIV>
      <DIV>Guðmundur Rúnar Árnason (sign), Sigríður Björk Jónsdóttir (sign), Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign), </DIV>
      <DIV>&nbsp;</DIV>
      <DIV>Margrét Gauja Magnúsdóttir (sign), Gunnar Axel Axelsson (sign), Eyjólfur Sæmundsson (sign)</DIV>
      <DIV>&nbsp;</DIV>
      <DIV>Rósa Guðbjartsdóttir kom að stuttri athugasemd við fundarstjórn forseta. </DIV>
      <DIV>&nbsp;</DIV>
      <DIV>Gert stutt fundarhlé. </DIV>
      <DIV>&nbsp;</DIV>
      <DIV>Fundi framhaldið og slitið. </DIV></DIV></DIV>

Ábendingagátt