Bæjarstjórn

15. júní 2011 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1661

Mætt til fundar

  • Guðmundur Rúnar Árnason bæjarstjóri
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir aðalmaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Eyjólfur Sæmundsson aðalmaður
  • Sigríður Björk Jónsdóttir forseti
  • Valdimar Svavarsson aðalmaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Geir Jónsson aðalmaður
  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson varamaður
  • Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir varamaður

Forseti bæjarstjórnar, Sigríður Björk Jónsdóttir, setti fundinn. Gengið til dagskrár.

Ritari

  • Anna Jörgensdóttir lögmaður Hafnarfjarðarbæjar

Forseti bæjarstjórnar, Sigríður Björk Jónsdóttir, setti fundinn. Gengið til dagskrár.

  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 25.05.11 og 01.06.11. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.$line$ $line$ Lagt fram.$line$

    • 1104089 – Aðalskipulag gatnamót við Straumsvík

      4.liður úr fundargerð SBH frá 7.júní sl.$line$ Tekin til umræðu tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 – 2025 dags. 08.04.11 hvað varðar gatnamót við innkeyrsluna af Reykjanesbrautinn á lóð álversins. Lagt er til að gerð verði undirgöng fyrir vinstri beygjur. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti að farið yrði með tillöguna sem óverulega breytingu á aðalskipulagi, en mat Skipulagsstofnunar er að hér sé um verulega breytingu að ræða.$line$Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 16.05.11 og bréf Fornleifaverndar ríkisins dags. , svar við erindi Byggðasafns Hafnarfjarðar. Áður lagðar fram lýsing á verkefninu og umhverfismati áætlana skv. 30. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Lögð fram umsögn skipulagsstofnunar dags. x. Kynningarfundur á tillögunni var haldinn 06.06.11.$line$ $line$ Skipulags- og byggingarráð samþykkir að aðalskipulagstillagan og umhverfismat áætlunarinnar verði auglýst skv. 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 – 2025 hvað varðar gatnamót Reykjanesbrautar og Víkurgötu við Straumsvík og umhverfismat áætlunarinnar verði send í auglýsingu skv. 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010.” $line$

      Fyrsti varaforseti, Valdimar Svavarsson, tók við fundarstjórn. Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls.$line$$line$Forseti tók við fundarstjórn að nýju. $line$$line$Bæjarstjórn samþykkti framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.

    • 1105242 – Skúlaskeið 42 fyrirspurn um lóðarstækkun.

      11.liður úr fundargerð BÆJH frá 9.júní sl.$line$Lagt fram erindi Jóns Snorra Bergþórssonar dags. 1.6.2011 þar sem óskað er eftir lóðarstækkun við ofangreinda lóð.$line$Skipulags- og byggingarráð tók jákvætt í erindið á fundi sínum 24. maí sl.$line$ $line$Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að veita Jóni Snorra Bergþórssyni lóðarstækkun við ofangreinda lóð í samræmi við fyrirliggjandi gögn og nánari skilmála skipulags- og byggingarfulltrúa.”$line$

      Bæjarstjórn samþykkti framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.

    • 1004556 – Samþykktir um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar, breytingar.

      Lögð fram breytingarsamþykkt við samþykkt um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar.

      Fyrsti varaforseti, Valdimar Svavarsson, tók við fundarstjórn. Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls. Forseti tók við fundarstjórn að nýju. Valdimar Svavarsson tók til máls. Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls. Þá Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls. Þá Margrét Gauja Magnúsdóttir. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Eyjólfur Sæmundsson tók til máls. Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir kom að andsvari. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari. $line$$line$Bæjarstjórn samþykkti að vísa breytingarsamþykkt við samþykkt um stjórn Hafnarfjarðar til síðari umræðu í bæjarstjórn.

    • 1105210 – Sviðsstjóri fjölskylduþjónustu, ráðning

      Gunnar Axel Axelsson tók til máls og lagði fram, f.h. fulltrúa starfshóps fjölskylduráðs, svohljóðandi niðurstöðu, auk tillögu vegna ráðningar í starf sviðsstjóra fjölskylduþjónustu.$line$”Niðurstaða starfshópsins vegna ráðningar í starf sviðsstjóra fjölskylduþjónustu, að undangengnu ítarlegu ráðningarferli og mati á þeim 22 tveimur umsækjendur sem sóttu um starfið, er að Rannveig Einarsdóttir, félagsráðgjafi og MPA, nú starfandi sem yfirfélagsráðgjafi og staðgengill félagsmálastjóra í Reykjanesbæ, sé hæfust til starfans.” Í samræmi við þá niðurstöðu leggur starfshópurinn eftirfarandi til við bæjarstjórn: $line$ $line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að ráða Rannveigu Einarsdóttur, félagsráðgjafa, í stöðu sviðsstjóra félagsþjónustu og er bæjarstjóra falið að ganga frá ráðningarsamningi við Rannveigu.”$line$$line$Gunnar Axel Axelsson (sign), Birna Ólafsdóttir (sign), Elín Sigríður Ólafsdóttir (sign).$line$ $line$Bæjarstjórn samþykkti framlagða tillögu starfshópsins um ráðningu Rannveigu Einarsdóttur í stöðu sviðsstjóra fjölskylduþjónustu með 11 samhljóða atkvæðum.

    Fundargerðir

    • 1101098 – Fundargerðir 2011, til kynningar í bæjarstjórn.

      Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 7.júní sl.$line$a. Fundargerð umhverfisnefndar/Staðardagskrá 21 frá 1.júní sl.$line$Fundargerð fjölskylduráðs frá 8.júní sl.$line$a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 1.júní sl.$line$Fundargerð framkvæmdaráðs frá 8.júní sl.$line$Fundargerð fræðsluráðs frá 6.júní sl.$line$Fundargerð bæjarráðs frá 9.júní sl.$line$a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 7.júní sl.$line$b. Fundargerð stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 30.maí sl.$line$c. Fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 10.des., 4.febr.,25.mars og 29.apríl sl.

      Ólafur Ingi Tómasson tók til máls undir 9. lið – Drekavellir 9, breyting á deiliskipulagi – í fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 7. júní sl. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari. Ólafur Ingi Tómasson svaraði andsvari. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari öðru sinni. Ólafur Ingi Tómasson svaraði andsvari öðru sinni. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari við fyrri ræðu Ólafs Inga Tómassonar. Ólafur Ingi Tómasson svaraði andsvari. Fyrsti varaforseti, Valdimar Svavarsson, tók við fundarstjórn. Sigríður Björk Jónsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Ólafs Inga Tómassonar. Forseti tók við fundarstjórn að nýju. Gunnar Axel Axelsson tók til máls undir 1. lið – Evrópusamstarf -, 2. lið – Félagsþjónusta, ársskýrsla -, 3. lið – Fjárhagsaðstoð – og 7. lið – ÍBH, 47. þing – kynning – í fundargerð fjölskylduráðs frá 8. júní sl. Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir tók til máls undir 9. lið í fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 7. júní sl. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir svaraði andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Geir Jónsson tók til máls undir 2. lið í fundargerð fjölskylduráðs frá 8. júní sl. Kristinn Andersen tók til máls undir 5. lið – Ársreikningur, endurskoðun 2010 – síðari umræða – fundargerð fræðsluráðs frá 8. júní sl. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Fyrsti varaforseti, Valdimar Svavarsson, tók við fundarstjórn. Kristinn Andersen svaraði andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls undir lið 9.7 – Ungmennaráð Hafnarfjarðar – í fundargerð fjölskylduráðs frá 8. júní sl. Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir kom að andsvari.$line$$line$Forseti bæjarstjórnar tók við fundarstjórn. Fundi slitið.

Ábendingagátt