Bæjarstjórn

29. júní 2011 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1662

Mætt til fundar

 • Guðmundur Rúnar Árnason bæjarstjóri
 • Margrét Gaua Magnúsdóttir aðalmaður
 • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
 • Eyjólfur Sæmundsson aðalmaður
 • Sigríður Björk Jónsdóttir forseti
 • Valdimar Svavarsson aðalmaður
 • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
 • Geir Jónsson aðalmaður
 • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Ólafur Ingi Tómasson varamaður
 • Hörður Þorsteinsson varamaður

Ritari

 • Anna Jörgensdóttir lögmaður Hafnarfjarðarbæjar
 1. Almenn erindi

  • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

   Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 08.06.11 og 15.06.11. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.$line$ $line$ Lagt fram.$line$

  • 1004556 – Samþykktir um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar, breytingar - síðari umræða

   Lögð fram breytingarsamþykkt við samþykkt um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar.$line$ $line$ Fyrsti varaforseti, Valdimar Svavarsson, tók við fundarstjórn. Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls. Forseti tók við fundarstjórn að nýju. Valdimar Svavarsson tók til máls. Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls. Þá Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls. Þá Margrét Gauja Magnúsdóttir. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Eyjólfur Sæmundsson tók til máls. Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir kom að andsvari. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari. $line$$line$Bæjarstjórn samþykkti að vísa breytingarsamþykkt við samþykkt um stjórn Hafnarfjarðar til síðari umræðu í bæjarstjórn.$line$

   Fyrsti varaforseti, Valdimar Svavarsson, tók við fundarstjórn. Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls og lagði fram breytingartillögu á framlagðri breytingarsamþykkt við samþykkt um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar auk skipurits Hafnarfjarðarbæjar í samræmi við tillöguna. Forseti tók við fundarstjórn að nýju. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls. Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Guðmundur Rúnar Árnason svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Guðmundur Rúnar Árnason svaraði andsvari öðru sinni. Valdimar Svavarsson tók til máls. Þá Geir Jónsson. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari.$line$$line$Framlögð breytingartillaga auk skipurits samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

  • 0805185 – Strandgata 8-10, húsnæðismál

   Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls. Þá Helga Ingólfsdóttir, Rósa Guðbjartsdóttir. Þá tók til máls Guðmundur Rúnar Árnason. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Guðmundur Rúnar Árnason svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Guðmundur Rúnar Árnason svaraði andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir kom að stuttri athugasemd. Guðmundur Rúnar Árnason kom að stuttri athugasemd.$line$$line$Eyjólfur Sæmundsson vék af fundi kl. 15:22. Í hans stað mætti Hörður Þorsteinsson. $line$$line$Helga Ingólfsdóttir tók til máls. Þá Geir Jónsson. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Geir Jónsson svaraði andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Guðmundur Rúnar Árnason kom að andsvari við fyrri ræðu Geirs Jónssonar. Geir Jónsson svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari öðru sinni.$line$$line$Helga Ingólfsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks:$line$Á fundi bæjarráðs þann 14.apríl s.l. var samþykkt að taka á leigu u.þ.b 700 fm skrifstofuhúsnæði af Byr hf að Strandgötu 8-10 sem liður í meintun hagræðingaraðgerðum sem felast í flutningi stofnana m.a. af Strandgötu 31 og 33 í fyrrnefnt húsnæði. Markmiðið á að vera að sameina undir eitt þak stofnanir og ná þannig fram hagræðingu í samræmi við fjárhagsáætlun fyrir árið 2011. Óvissa er um nýtingu á fasteignum í eigu bæjarsins sem munu standa auðar eftir breytingarnar. Meirhluti bæjarstjórnar hefur lýst því yfir að unnið sé að þessu verkefni í samræmi við markmið fjárhagsáætlunar.$line$Hvergi er í fjárhagsáætlun gert ráð fyrir að auka við fjárskuldbindingar bæjarstjóðs með viðbótarleiguhúsnæði, þvert á móti er því lýst að draga eigi sem mest úr leigu bæjarins á húsnæði af þriðja aðila.$line$$line$Á bls. 42 í greinargerð með fjárhagsáætlun er þessi texti:$line$Meðal þeirra aðgerða sem gripið verður til á næsta ári verður endurskipulagning á nýtingu á húsakosti bæjarins. Þannig er stefnt að því að draga sem mest úr leigu bæjarins á húsnæði af þriðja aðila og sú starfsemi sem fer fram í slíku húsnæði verði flutt í eigið húsnæði þar sem því verður við komið. Leitast verður við að fækka starfsstöðvum og sameina, Með því fæst betri nýting á húsnæði, mannafla og fjármunum, auk þess sem það skapar grunn til að bæta þjónustuna við bæjarbúa, með meiri samlegð og þverfaglegu samstarfi.$line$$line$$line$Einnig hlýtur það að teljast óábyrgt að skuldsetja sveitarfélagið með nýjum leigusamningi og kostnaði við endurbætur á húsnæðinu á meðan enn ríkir óvissa um endurfjármögnun lána sveitarfélagsins upp á milljarða króna og erfiðar aðstæður eru á fasteignamarkaði.”$line$Valdimar Svavarsson (sign), Rósa Guðbjartsdóttir (sign), Ólafur Ingi Tómasson (sign),$line$Geir Jónsson (sign), Helga Ingólfsdóttir. $line$$line$Gert stutt fundarhlé. Fundi framhaldið.$line$$line$Gunnar Axel Axelsson lagði fram svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna:$line$”Þær aðgerðir sem gert er ráð fyrir eru í fullu samræmi við þau markmið sem kveðið er á um í fjárhagsáætlun ársins 2011 um fækkun starfsstöðva og hagræðingu í rekstri. Með flutningi á starfssemi félagsþjónustunnar er jafnramt komið til móts við breyttar húsnæðisþarfir á því sviði sem tengjast yfirfæslu á þjónustu við fatlað fólk sem tók gildi um síðustu áramót. $line$Nauðsynlegar úrbætur vegna flutninganna verða fjármagnaðar með leigu eða sölu annarra eigna. Svo virðist, sem bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins hugnist hins vegar það illa að meirihluta bæjarstjórnar takist að leiða þau mál til lykta.$line$Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign), Gunnar Axel Axelsson (sign), Margrét Gauja Magnúsdóttir (sign),$line$Sigríður Björk Jónsdóttir (sign), Hörður Þorsteinsson (sign), Guðmundur Rúnar Árnason (sign).

  • 1006187 – Ráð og nefndir 2010-2014, kosningar, kosning forseta, varaforseta og skrifara.

   Kosning forseta, varaforseta og skrifara. Gengið til atkvæðagreiðslu.$line$$line$Sigríður Björk Jónsdóttir fékk 11 atkvæði sem forseti bæjarstjórnar til eins árs. Telst hún því réttkjörin í embættið.$line$$line$Valdimar Svavarsson fékk 11 atkvæði sem 1. varaforseti bæjarstjórnar til eins árs. Telst hann því réttkjörinn í embættið.$line$$line$Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir fékk 11 atkvæði sem 2. varaforseti bæjarstjórnar. Telst hún því réttkjörin í embættið.$line$$line$Helga Ingólfsdóttir og Gunnar Axel Axelsson fengu bæði 11 atkvæði sem skrifarar bæjarstjórnar. Teljast þau réttkjörin í embætti skrifara. $line$$line$Eyjólfur Sæmundsson og Geir Jónsson fengu báðir 11 atkvæði sem varaskrifarar bæjarstjórnar. Teljast þeir réttkjörnir í embætti varaskrifara. $line$$line$Forseti óskaði ofangreindum velfarnaðar í störfum sínum. $line$$line$Kosningar í ráð, nefndir og stjórnir:$line$$line$Til eins árs:$line$Bæjarráð: $line$Gunnar Axel Axelsson, Brekkugötu 18 $line$Margrét Gauja Magnúsdóttir, Suðurgötu 38$line$Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, Fjarðargötu 17$line$Valdimar Svavarsson, Birkibergi 30$line$Rósa Guðbjartsdóttir, Kirkjuvegi 7$line$ $line$Varamenn:$line$Guðmundur Rúnar Árnason, Eyrarholti 10$line$Eyjólfur Sæmundsson, Fagrahvammi 7$line$Jóhanna Marín Jónsdóttir, Álfaskeiði 78$line$Kristinn Andersen, Austurgötu 42$line$Geir Jónsson, Burknavöllum 1c$line$ $line$Fjölskylduráð: $line$Gunnar Axel Axelsson, Brekkugötu 18 $line$Guðný Stefánsdóttir, Stekkjarhvammi 3$line$Birna Ólafsdóttir, Hólabraut 2$line$Geir Jónsson, Burknavöllum 1c$line$Elín Óladóttir, Hellisgötu 35$line$ $line$Varamenn:$line$Kristín Gunnbjörnsdóttir, Sléttahrauni 30$line$Geir Guðbrandsson, Suðurholti 12$line$Jóhanna Marín Jónsdóttir, Álfaskeiði 78$line$Axel Guðmundsson, Lækjarbergi 32$line$Guðrún Jónsdóttir, Suðurgötu 67$line$ $line$Umhverfis- og framkvæmdaráð: $line$Margrét Gauja Magnúsdóttir, Suðurgötu 38$line$Hörður Þorsteinsson, Stuðlabergi 38$line$Árni Stefán Jónsson, Stuðlabergi 110 $line$Valdimar Svavarsson, Birkiberg 30$line$Helga Ingólfsdóttir, Hellubraut 8$line$ $line$Varamenn:$line$Árni Björn Ómarsson, Hverfisgötu 22$line$Guðrún Lísa Sigurðardóttir, Smyrlahrauni 12$line$Gestur Svavarsson, Breiðvangi 30$line$Helga Vala Gunnarsdóttir, Brekkuási 8$line$Konráð Jónsson, Þrastarási 42$line$ $line$Fræðsluráð:$line$Eyjólfur Sæmundsson, Fagrahvammi 7$line$Helena Mjöll Jóhannsdóttir, Austurgötu 29b$line$Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, Fjarðargötu 17$line$Kristinn Andersen, Austurgötu 42$line$Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, Lækjarkinn 6$line$ $line$Varamenn:$line$Friðþjófur Karlsson, Lækjarbergi 17 $line$Guðlaug Sigurðardóttir, Skipalóni 27$line$Gestur Svavarsson, Breiðvangi 30$line$Kristjana Ósk Jónsdóttir, Glitvangi 13$line$Halldóra Björk Jónsdóttir, Hverfisgötu 45$line$ $line$Skipulags- og byggingarráð: $line$Guðfinna Guðmundsdótti, Birkihvammi 15$line$Sigríður Björk Jónsdóttir, Þrastarási 3$line$Sigurbergur Árnason, Norðurvangi 44$line$Rósa Guðbjartsdóttir, Kirkjuvegi 7$line$Ólafur Ingi Tómasson, Fjóluhvammi 9$line$ $line$Varamenn:$line$Guðrún Margrét Ólafsdóttir, Hamarsbraut 4$line$Guðjón Sveinsson, Klukkubergi 19$line$Klara Hallgrímsdóttir, Kvistarvöllum 44$line$Jóhanna Fríða Dalkvist, Köldukinn 23$line$Þóroddur Steinn Skaftason, Miðvangi 3$line$ $line$Íþrótta og tómstundanefnd:$line$Ragnheiður Ólafsdóttir, Kvistabergi 1$line$Klara Hallgrímsdóttir, Kvistarvöllum 44$line$Lára Janusdóttir, Teigabyggð 8$line$ $line$Varamenn:$line$Magnús Sigurjónsson, Víðivangi 9$line$Fjölnir Sæmundsson, Lækjarkinn 10$line$Gísli Rúnar Gíslason, Hringbraut 17$line$$line$$line$Menningar- og ferðamálanefnd$line$Þorsteinn Kristinsson, Fjóluási 32$line$Jóhanna Marín Jónsdóttir, Álfaskeiði 78$line$Unnur Lára Bridde, Fjóluás 20$line$ $line$Varamenn:$line$Dagbjört Gunnarsdóttir, Víðivangi 3$line$Hlíf Ingibjörnsdóttir, Hverfisgötu 50$line$Kristinn Árni Lár. Hróbjartsson, Klausturhvammi 4 $line$ $line$Stjórn Hafnarborgar:$line$Almar Grímsson, Herjólfsgötu 38$line$Margrét Friðbergsdóttir, Lækjarhvammi 7$line$ $line$Reykjanesfólkvangur: $line$Helena Mjöll Jóhannsdóttir, Austurgötu 29b$line$ $line$Varamaður: Jóhanna Marín Jónsdóttir, Álfaskeiði 78$line$$line$Bláfjallanefnd:$line$Hörður Þorsteinsson, Stuðlabergi 38$line$ $line$Eftirlaunasjóður Hfj.: $line$Aðalmaður: Fjölnir Sæmundsson, Lækjarkinn 10,$line$Varamaður: Sigurbergur Árnason, Norðurvangi 44.$line$$line$Strætó bs.:$line$Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, Fjarðargötu 17$line$ $line$Varamaður:$line$Guðmundur Rúnar Árnason, Eyrarholti 10$line$$line$Sorpa bs.:$line$Margrét Gauja Magnúsdóttir, Suðurgötu 38$line$ $line$Varamaður:$line$Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, Fjarðargötu 17$line$ $line$Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins:$line$Guðmundur Rúnar Árnason, Eyrarholti 10,$line$ $line$Varamaður:$line$Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, Fjarðargötu 17$line$$line$Samvinnunefnd um svæðisskipulag á höfuðborgarsvæðinu:$line$Sigríður Björk Jónsdóttir, Þrastarási 3,$line$Rósa Guðbjartsdóttir, Kirkjuvegi 7.$line$$line$Fulltrúaráð Sambands íslenskra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu:$line$Helga Ingólfsdóttir, Hellubraut 8,$line$Gunnar Axel Axelsson, Brekkugata 18.$line$$line$Formaður bæjarráðs: Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, Fjarðargötu 17$line$ $line$Formaður fjölskylduráðs: Gunnar Axel Axelsson, Brekkugötu 18$line$ $line$Formaður fræðsluráðs: Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, Fjarðargötu 17$line$ $line$Formaður umhverfis- og framkvæmdráðs: Margrét Gauja Magnúsdóttir, Suðurgötu 38 $line$ $line$Formaður skipulags- og byggingarráðs: Sigríður Björk Jónsdóttir, Þrastarási 3$line$ $line$Þar sem fleiri tilnefningar komu ekki fram lýsti forseti öll þau er að ofan greinir rétt kjörin í ofangreindar nefndir, ráð og stjórnir.

  • 1101098 – Fundargerðir 2011, til kynningar í bæjarstjórn.

   Fundargerð bæjarráðs frá 23.júní sl.$line$a. Fundargerðir hafnarstjórnar frá 16.og 21. júní sl.$line$b. Fundargerðir heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 28.febr. og 24. mars sl.$line$c. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 30.maí sl.$line$d. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 3.júní sl.$line$Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 21. júní sl.$line$Fundargerð fjölskylduráðs frá 22.júní sl.$line$Fundargerð framkvæmdaráðs frá 22.júní sl.$line$Fundargerð fræðsluráðs frá 20.júní sl.

   Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls undir 3. lið – Endurfjármögnun lána – í fundargerð bæjarráðs frá 23. júní sl. Valdimar Svavarsson tók til máls undir sama lið og að auki 5. lið – Krýsuvík, orkurannsóknir – í fundargerð bæjarráðs frá 23. júní sl. Rósa Guðbjartsdóttir og Geir Jónsson tóku til máls undir fyrrnefndum 3. lið í fundargerð bæjarráðs auk þess sem Geir tók til máls undir 4. lið – Sólvangur – í fundargerð fjölskylduráðs frá 22. júní sl. Fyrsti varaforseti, Valdimar Svavarsson tók við fundarstjórn. Gunnar Axel Axelsson tók til máls undir 3. lið í fundargerð bæjarráðs frá 23. júní sl. Geir Jónsson kom að andsvari. Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari. Forseti tók við fundarstjórn að nýju. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Gunnars Axels Axelssonar. Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir kom að stuttri athugasemd. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Gunnars Axels Axelssonar. Helga Ingólfsdóttir tók til máls undir 3. lið í fundargerð bæjarráðs frá 23. júní sl. Gunnar Axel Axelsson tók til máls undir 4. lið í fundargerð fjölskylduráðs frá 22. júní sl. Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls. Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls undir 2. lið – Strætó – Álftanes – í fundargerð bæjarráðs frá 23. júní sl. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls undir 2. lið í fundargerð bæjarráðs frá 23. júní sl. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari öðru sinni.$line$$line$Valdimar Svavarsson kom að svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks:$line$”Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn hafa áhyggjur af því að lán bæjarsjóðs hjá DEPFA bank séu enn í vanskilum frá því í byrjun apríl. Sjálfstæðismenn vona að endurfjármögnun klárist hið allra fyrsta og að þannig verði eytt þeirri óvissu sem er í fjármálum sveitarfélagsins. Það er aftur á móti ljóst að hvernig sem þeirri vinnu lýkur þá munu vaxtagjöld bæjarins aukast verulega og þar með kreppa enn að rekstri sveitarfélagsins til lengri tíma. Áætlaður viðbótarkostnaður vegna aukins vaxtakostnaðar mun að öllum líkindum nema allt að 500 milljónum króna. Það samsvarar t.d. rekstri um 5 leikskóla. Jafnframt skipta skilmálar lána miklu því líklegt er að endurfjármögnun muni binda hendur sveitarfélagsins til frekari skuldsetningar og fjárfestinga á næstu árum og jafnvel áratugum. Sjálfstæðismenn ítreka því að forsenda þess að bærinn standi undir skuldbindingum sínum er sú að áætlanir standist á næstu mánuðum og árum.$line$Valdimar Svavarsson (sign), Rósa Guðbjartsdóttir (sign), Ólafur Ingi Tómasson (sign),$line$Geir Jónsson (sign), Helga Ingólfsdóttir (sign).$line$$line$Gert stutt fundarhlé.$line$$line$Guðmundur Rúnar Árnason lagði fram svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna:$line$”Verkefnin framundan felast í að ljúka við endurfjármögnun lána sveitarfélagsins og styrkja þar með stöðu þess. Nú sér fyrir endann á því verkefni, með því að Hafnarfjörður vinnur að því að endurfjármagna öll lán sveitarfélagsins hjá Depfa banka og draga þannig úr gengisáhættu og endurfjármögnunarþörf næstu ára. Eftir endurfjármögnunina gerbreytist staða Hafnarfjarðar, eins og fram kemur í skýrslu Reitunar um lánshæfi Hafnarfjarðar. Þar kemur m.a. fram, að fjárhagsáætlanir næstu ára eru varfærnar og miðast við núverandi efnahagsástand. Ekki er gert ráð fyrir fjölgun íbúa eða lóðasölu svo neinu nemi og því augljóst að um leið og efnahagslífið réttir úr kútnum, mun fjárhagur Hafnarfjarðar breytast mjög hratt til batnaðar.” $line$Hörður Þorsteinsson (sign), Gunnar Axel Axelsson (sign), Margrét Gauja Magnúsdóttir (sign),$line$Guðmundur Rúnar Árnason (sign), Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign)

  • 1106229 – Sumarleyfi bæjarstjórnar

   Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls og lagði fram svohljóðandi tillögu:$line$”Bæjarstjórn samþykkir að bæjarráð annist fullnaðargreiðslu allra mála meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar 2011 stendur frá 29. júní til 31. ágúst, með vísan til 65. gr. samþykktar um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar”.$line$$line$Bæjarstjórn samþykkti framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.

Ábendingagátt