Bæjarstjórn

31. ágúst 2011 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1663

Mætt til fundar

  • Guðmundur Rúnar Árnason bæjarstjóri
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir aðalmaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Sigríður Björk Jónsdóttir forseti
  • Valdimar Svavarsson aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Geir Jónsson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Hörður Þorsteinsson varamaður
  • Guðný Stefánsdóttir varamaður

Forseti bæjarstjórnar, Sigríður Björk Jónsdóttir, setti fundinn og stjórnaði honum.

Forseti óskaði eftir að málið Varabæjarfulltrúi, leyfi, málsnr. 1102236 og fundargerð bæjarráðs frá 29. ágúst sl.undir málinu Fundargerðir til kynningar yrðu tekin inn á dagskrá með afbrigðum. Var það samþykkt með

Ritari

  • Anna Jörgensdóttir lögmaður

Forseti bæjarstjórnar, Sigríður Björk Jónsdóttir, setti fundinn og stjórnaði honum.

Forseti óskaði eftir að málið Varabæjarfulltrúi, leyfi, málsnr. 1102236 og fundargerð bæjarráðs frá 29. ágúst sl.undir málinu Fundargerðir til kynningar yrðu tekin inn á dagskrá með afbrigðum. Var það samþykkt með

  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 10.8 2011 og 17.8.2011. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.$line$ $line$ Lagt fram.$line$

    • 0907153 – Hverfisgata-Mjósund-Austurgata-Gunnarssund deiliskipulag

      7.liður úr fundargerð SBH frá 23.ágúst sl.$line$Tekin fyrir að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs að deiliskipulagi reits sem afmarkast af Mjósundi, Austurgötu, Gunnarssundi og efri lóðamörkum húsa við Hverfisgötu 31-49. Skipulags- og byggingarsvið gerði áður grein fyrir athugun á aðkomu að vitanum bak við lóðina Hverfisgata 41 og fundi með íbúum umhverfis vitann 08.04.2010. Áður lögð fram athugun skipulags- og byggingarsviðs á nýtingarmöguleikum Hverfisgötu 41. Skipulagið var auglýst skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010 og er athugasemdatíma lokið. Athugasemdir bárust. Lögð fram á fundi 9.8.2011 samantekt skipulags- og byggingarsviðs á innkomnum athugasemdum og tillaga að svari við þeim$line$ $line$Skipulags- og byggingarráð gerir svör skipulags- og byggingarsviðs að sínum, samþykkir skipulagið og að meðferð verði lokið í samræmi við 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir tillögu að deiliskipulagi fyrir Hverfisgötu-Mjósund-Austurgötu-gunnarssund og að meðferð verði lokið í samræmi við 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.”$line$

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu skipulags- og byggingarráðs.

    • 1104089 – Aðalskipulag gatnamót við Straumsvík

      10. liður úr fundargerð SBH frá 23.ágúst sl.$line$Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 – 2025 hvað varðar gatnamót við innkeyrsluna af Reykjanesbraut inn á lóð álversins. Lagt er til að gerð verði undirgöng fyrir vinstri beygjur.$line$Tillagan var auglýst frá 8.7. til 19.8.2011. Engar athugasemdir bárust.$line$ $line$ Skipulags- og byggingarráð samþykkir tillöguna og að afgreiðslu verði lokið samkvæmt 32. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 – 2025 hvað varðar gatnamót við innkeyrsluna af Reykjanesbraut inn á lóð álversins dags. 08.04.2011 og að afgreiðslu verði lokið samkvæmt 32. grein skipulagslaga nr. 123/2010.”$line$Að kröfu Skipulagsstofnunar 29.08.2011 er jafnframt lögð fram til samþykktar greinargerð sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs um umhverfissjónarmið og athugasemdir á auglýsingatíma.$line$

      Fyrsti varaforseti, Valdimar Svavarsson, tók við fundarstjórn. Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls. Forseti bæjarstjórnar tók við fundarstjórn að nýju.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu skipulags- og byggingarráðs.

    • 1104027-1 – Lausar lóðir og verð 2011

      4. liður úr fundargerð BÆJH frá 25.ágúst sl.$line$Tekið fyrir að nýju. $line$$line$Lögð fram fundargerð frá 8. ágúst sl. með tilboðum í eftirfarandi lóðir í Hafnarfirði:$line$Hamarsbraut 16, Skógarás 1 og Skógarás 3.$line$$line$Lagðar fram umsagnir fjármálastjóra og skipulags- og byggingarsviðs.$line$ $line$ Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:$line$”Bæjarstjórn samþykkir að úthluta Ólöfu Ragnarsdóttur og Þresti Valdimarssyni lóðinni Hamarsbraut 16 í samræmi við fyrirliggjandi útboðsgögn og nánari skilmála skipulags- og byggignarfulltrúa.”$line$$line$Bæjarráð hafnar tilboðum í lóðirnar Skógarás 1 og 3.$line$

      Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu bæjarráðs.

    • 0812160 – Álverið í Straumsvík.

      5.liður úr fundargerð BÆJH frá 25.ágúst sl.$line$ Tekin fyrir að nýju áskorun um að efna til nýrra kosninga vegna stækkunar álversins í ljósi sameiginlegrar yfirlýsingar Hafnarfjarðarbæjar og Rio Tinto Alcan.$line$$line$Gunnar Axel Axelsson vék af fundi við umfjöllun þessa máls.$line$ $line$Kynning á skýrslu og yfirlýsingu Hafnarfjarðbæjar og Rio Tinto Alcan verður fyrir bæjarfulltrúa og varabæjarfulltrúa fyrir upphaf bæjarstjórnarfundar þann 31. ágúst nk. $line$$line$Umfjöllun og afgreiðslu málsins er vísar til bæjarstjórnar.$line$

      Gunnar Axel Axelsson vék af fundi við meðferð málsins.$line$$line$Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls og lagði fram, f.h. oddvita Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna, svohljóðandi tillögu:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir með vísun til sameiginlegrar niðurstöðu viðræðunefnda Hafnarfjarðarbæjar og RTA um stöðu og framtíð álversins í Straumsvík, að ekki sé tímabært að efna til atkvæðagreiðslu um þá deiliskipulagstillögu sem var til umfjöllunar 2007. $line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar áréttar þann vilja sem fram kemur í niðurstöðu viðræðunefndanna, að ræða áfram um möguleika fyrirtækisins til eðlilegrar þróunar í bænum.”$line$Guðmundur Rúnar Árnason (sign), Valdimar Svavarsson (sign), Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign). $line$$line$Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Helga Ingólfsdóttir tók til máls. Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, kom að andsvari. Geir Jónsson tók til máls. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Valdimar Svavarsson tók til máls. Þá Kristinn Andersen, Rósa Guðbjartsdóttir. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. $line$$line$Fyrsti varaforseti, Valdimar Svavarsson, tók við fundarstjórn. Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Sigríður Björk Jónsdóttir svaraði andsvari. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Sigríðar Bjarkar Jónsdóttur. Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls. Forseti tók við fundarstjórn að nýju. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari við ræðu Guðmundar Rúnars Árnasonar. Geir Jónsson kom að andsvari við fyrri ræðu Guðmundar Rúnars Árnasonar. Guðmundur Rúnar Árnason svaraði andsvari. Geir Jónsson kom að andsvari öðru sinni. Guðmundur Rúnar Árnason svaraði andsvari öðru sinni. Kristinn Andersen kom að andsvari við fyrri ræðu Guðmundar Rúnars Árnasonar. Guðmundur Rúnar Árnason svaraði andsvari.$line$$line$Gert stutt fundarhlé.$line$$line$Guðný Stefánsdóttir tók sæti á fundinum í stað Gunnars Axels Axelssonar. $line$$line$Valdimar Svavarsson tók til máls og lagði fram tillögu um að vísa málinu aftur til bæjarráðs. Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls. $line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum að vísa málinu aftur bæjarráðs.

    • 0907038 – Gjaldskrár á fræðslusviði

      7.liður úr fundargerð BÆJH frá 25.ágúst sl.$line$ Lögð fram svohljóðandi samþykkt fræðsluráðs frá 22. ágúst sl.:$line$”Fræðsluráð samþykkir með öllum atkvæðum að hækka tekjuviðmið vegna viðbótarafsláttar leikskólagjalda um 5% til að mæta hækkun almennra kjarasamninga.$line$Á næsta fundi ráðsins verði lögð fram gögn um það hvernig núverandi niðurgreiðslukerfi kemur út miðað við það kerfi sem áður var.”$line$ $line$Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að hækka tekjuviðmið vegna viðbótarafsláttar leikskólagjalda um 5% til að mæta hækkun almennra kjarasamninga.”$line$

      Gunnar Axel Axelsson tók sæti á fundinum að nýju og Guðný Stefánsdóttir vék af fundi. $line$$line$Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls. Kristinn Andersen kom að andsvari. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu bæjarráðs með 6 atkvæðum. 5 sátu hjá.

    • 1108246 – Framkvæmd samnings SSH um samstarf vegna þjónustu við fatlað fólk

      9. liður úr fundargerð BÆJH frá 25.ágúst sl.$line$ Lagt fram erindi SSH dags. 19. ágúst 2011 varðandi tillögu stjórnar SSH til aðildarsveitarfélaga að samstarfssamningi um þjónustu fatlaðra um samþykkt sveitarfélaganna á verklagsreglum mats- og inntökuteymis.$line$ $line$ Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir framlögð drög að verklagsreglum mats- og inntökuteymis og yfirlit yfir verklag sem byggja á samningi aðildarsveitarfélaga SSH frá 12. nóvember 2010 um þjónustu við fatlað fólk.”$line$

      Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

    • 1108150 – Bókasafn Hafnarfjarðar. Ný lög um hámarkssektir bókasafna.

      4.liður úr fundargerð menningar-og ferðamálanefndar frá 17.ágúst sl.$line$12.4 1108150 – Bókasafn Hafnarfjarðar. Ný lög um hámarkssektir bókasafna.$line$Gjaldskrármál tekin til umræðu.$line$Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að hámarkssekt í bókasafni verði 4.000 kr. í samræmi við ný lög nr. 69/2011.”$line$

      Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu bæjarráðs.

    • 1102236 – Varabæjarfulltrúi, leyfi

      Lagt fram bréf, dags. 30. ágúst 2011, frá Jóni Páli Hallgrímssyni, kt. 260468-2949, þar sem hann óskar eftir áframhaldandi lausn frá störfum sínum sem varabæjarfulltrúi frá 1.september til 31. desember 2011. Jóhanna Marín Jónsdóttir, kt. 110765-5419, Álfaskeiði 78, kemur inn sem varabæjarfulltrúi í hans stað.

      Ekki voru gerðar athugasemdir við framlagt erindi og taldist það því samþykkt.

    Fundargerðir

    • 1101098 – Fundargerðir 2011, til kynningar í bæjarstjórn.

      Fundargerðir fræðsluráðs frá 15. og 22.ágúst sl.$line$Fundargerð bæjarráðs frá 25.ágúst sl.$line$a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 22.ágúst sl.$line$b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 17.ágúst sl.$line$ Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 23.ágúst sl.$line$Fundargerð fjölskylduráðs frá 24.ágúst sl.$line$Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 24.ágúst sl.$line$Fundargerð bæjarráðs frá 29. ágúst sl.$line$

      Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls undir 1. lið – Árshlutauppgjör 2011 – í fundargerð bæjarráðs frá 29. ágúst sl. Gunnar Axel Axelsson tók til máls undir 2. lið – Félagsmiðstöðvar og heilsdagsskóli – í fundargerð fjölskylduráðs frá 24. ágúst sl. Hörður Þorsteinsson vék af fundi kl. 17:40. Í hans stað mætti Guðný Stefánsdóttir. Kristinn Andersen kom að andsvari. Valdimar Svavarsson tók til máls undir 1. lið í fundargerð bæjarráðs frá 29. ágúst sl. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari. Valdimar Svavarsson svaraði andsvari. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari öðru sinni. Geir Jónsson tók til máls undir 2. lið í fundargerð fjölskylduráðs frá 24. ágúst sl. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls undir 3. lið – Félagsmiðstöðvar og heilsdagsskóli – í fundargerð fræðsluráð frá 22. ágúst sl. og 1. lið í fundargerð bæjarráðs frá 29. ágúst sl. Valdimar Svavarsson kom að andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari.

Ábendingagátt