Bæjarstjórn

14. september 2011 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1664

Mætt til fundar

 • Guðmundur Rúnar Árnason bæjarstjóri
 • Margrét Gaua Magnúsdóttir aðalmaður
 • Eyjólfur Sæmundsson aðalmaður
 • Sigríður Björk Jónsdóttir forseti
 • Valdimar Svavarsson aðalmaður
 • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
 • Kristinn Andersen aðalmaður
 • Geir Jónsson aðalmaður
 • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Guðfinna Guðmundsdóttir varamaður
 • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður

Ritari

 • Anna Jörgensdóttir lögmaður
 1. Almenn erindi

  • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

   Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 24.08.11 og 31.08.11. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.$line$$line$Lagt fram.$line$

  • 1105246 – Stekkjarhvammur 74, lóðarstækkun

   16.liður úr fundargerð BÆJH frá 8.sept.sl.$line$Arnar Þór Þorláksson Baxter, Harpa Þórsdóttir og Ingibjörg Brynjólfsdóttir sækja með bréfi dagsettu 8.6.2011 um lóðarstækkun á lóðinni nr. 74 við Stekkjarhvamm, sjá meðfl. gögn, sem nemur lóðarspildu sem þau hafa haft í fóstur.$line$Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa þann 29.6.2011, tekur jákvætt í erindið og vísar málinu til bæjarráðs$line$ $line$Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að veita umbeðna lóðarstækkun í samræmi við fyrirliggjandi gögn og nánari skilmála skipulags- og byggignarfulltrúa.”$line$

   Bæjarstjórn samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu.

  • 1104347 – Endurfjármögnun lána

   Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls. Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls. Þá Helga Ingólfsdóttir, Kristinn Andersen og Geir Jónsson. Valdimar Svavarsson tók til máls. Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls. Valdimar Svavarsson kom að andsvari. $line$$line$Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls og lagði fram f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks bókun.$line$$line$Gert stutt fundarhlé. Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls og las upp leiðrétta bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks sem var svohljóðandi:$line$”Bæjarfultrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir áhyggjum af erfiðri fjárhagsstöðu bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og þeirri þungu greiðslubyrði sem blasir við vegna fyrirhugaðrar endurfjármöngunar gjaldfallinna skulda bæjarsjóðs. Samkvæmt væntanlegum skilmálum endurfjármögnunarinnar sem fyrirhuguð er má gera ráð fyrir að ýmsar skuldir bæjarins, samtals að upphæð 14 milljarðar króna, verði endurfjármagnaðar með afar óhagstæðum vaxtakjörum. Hætta er á að þessi háu vaxtakjör muni sliga bæjarsjóð næstu árin og jafnvel næstu áratugina.$line$$line$Ennfremur er lýst yfir undrun á hversu langan tíma endurfjármögnunin hefur tekið og hversu seint var farið af stað í viðræður. Fljótt varð ljóst að ekki yrði um endurfjármögnun að ræða frá DEPFA og að of seint lágu fyrir áætlanir um að fara aðrar leiðir eins og sú leið sem líklegust er að nú verði niðurstaðan. Ekki var heldur reynt að semja um lækkun eða niðurfellingu hluta skuldanna við þennan stærsta lánadrottinn bæjarsjóðs, þe, þrotabú DEPFA, en niðurfelling skulda hefur tíðkast hjá íslensku bönkunum, fjölda fyrirtækja og fleirum. Þetta olli því að lán fóru í vanskil og varð þess valdandi að við erum nú að semja um endurfjármögnun skulda uppá 14 milljarða í stað 4,3 milljarða eins og lá fyrir að endurfjármagna á þessu ári. Miðað við þær upphæðir sem um ræðir, vexti og allar aðrar forsendur, (sbr. verðbólguspá, skuldaþolsviðmið, fyrirliggjandi viðhaldsþörf í bæjarfélaginu o.fl.) verður erfitt fyrir íbúa og fyrirtæki bæjarfélagsins að standa undir stóraukinni greiðslubyrði til lengri tíma, hvað þá að greiða niður höfuðstól skuldanna. Greiðslubyrði sveitarfélagsins má ekki verða svo íþyngjandi að hún komi niður á lögboðinni þjónustu bæjarfélagsins.”$line$$line$$line$Valdimar Svavarsson (sign), Rósa Guðbjartsdóttir (sign), Kristinn Andersen (sign),$line$Geir Jónsson (sign), Helga Ingólfsdóttir (sign).$line$$line$Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls og lagði fram f.h. fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna svohljóðandi bókun: $line$”Gerðar hafa verið greiningar af óháðum aðilum á greiðslugetu og fjárhagsstöðu Hafnarfjarðarbæjar sem sýna að bærinn hefur fulla burði til að standa undir þeirri endurfjármögnun sem fyrir stendur.”$line$$line$Guðmundur Rúnar Árnason (sign), Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign), Sigríður Björk Jónsdóttir (sign),$line$Margrét Gauja Magnúsdóttir (sign), Gunnar Axel Axelsson (sign), Eyjólfur Sæmundsson (sign).

  • 1101098 – Fundargerðir 2011, til kynningar í bæjarstjórn.

   Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 7.sept.sl.$line$Fundargerð fræðsluráðs frá 5.sept.sl.$line$Fundargerð bæjarráðs frá 8.sept. sl.$line$a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 7.sept. sl.$line$b. Fundargerðir heilbrigðisnefndar Hafnarfjarða- og Kópavogssvæðis frá 20.júní og 29.ágúst sl.$line$c. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 30.ágúst sl.$line$d.Fundargerð SSH frá 15.ágúst sl.$line$e. Fundargerð stjórnar Sorpu bs.frá 29.ágúst sl.$line$Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 6.sept. sl.$line$Fundargerð fjölskylduráðs frá 7.sept. sl.$line$a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 31.ágúst sl.

  • 0812160 – Álverið í Straumsvík.

   1.liður úr fundargerð BÆJH frá 8.sept. sl.$line$Tekið fyrir að nýju en á fundi bæjarstjórnar 31. ágúst sl. var málinu vísaði aftur til bæjarráðs.$line$$line$Gunnar Axel Axelsson vék af fundi við umfjöllun þessa máls.$line$ $line$Bæjarráð vísar málinu aftur til umfjöllunar í bæjarstjórn að beiðni fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.$line$

   Valdimar Svavarsson tók til máls og lagði fram svohljóðandi tillögu f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar telur mikilvægt að fram fari sem fyrst kosning um heimild álversins til stækkunar í samræmi við vilja íbúa. Í ljósi nýlegrar yfirlýsingar Hafnarfjarðarbæjar og Rio Tinto Alcan, og breyttra forsendna sem þar komu fram, má útfæra nýja tillögu sem kosið yrði um í íbúakosningu.$line$ $line$Greinargerð:$line$Með endurtekinni kosningu næst skýr niðurstaða á vilja bæjarbúa til þessa verkefnis og er það einnig í samræmi við ákvæði í samþykkt bæjarstjórnar frá 2002 þess efnis að 25% kosningabærra manna gætu krafist atkvæðagreiðslu um tiltekin mál. Einungis þannig fæst skýr niðurstaða í afstöðu bæjarbúa til þessa mikilvæga verkefnis. Meirihluti Samfylkingarinnar lagði mikla áherslu á virkt íbúalýðræði á undanförnum árum og setti ákvæði um atkvæðagreiðslur inn í samþykktir bæjarins. Með ákvarðnafælni meirihlutans á síðastliðnu kjörtímabili varð niðurstaðan sú að stækkunaráform álversins fóru forgörðum, bæjarfélagið og samfélagið allt varð af gríðarlegum tekjum og hundruð atvinnutækifæra glötuðust. Samfylkingin þarf að klára málið og bæta fyrir mistök sín. $line$Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vona að nú fylgi hugur máli hjá Samfylkingu og Vinstri grænum og hafist verði handa strax við að finna tækifæri til vaxtar hjá fyrirtækinu sem sátt er um og að bæjarfulltrúar meirihlutans sýni þann dug og heilindi að þora að taka afstöðu í jafn mikilvægu máli sem þessu. Bæjarbúar eiga það heldur ekki skilið að vilji þeirra sé hundsaður aftur . Nú er þvert á móti þörf á atvinnuuppbyggingu og að koma hjólum atvinnulífsins á skrið. Hér er tækifæri til þess og munu sjálfstæðismenn stuðla að framgangi málsins.”$line$$line$Valdimar Svavarsson (sign), Rósa Guðbjartsdóttir (sign), Kristinn Andersen (sign)$line$Geir Jónsson (sign), Helga Ingólfsdóttir (sign).$line$$line$$line$Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls og lagði fram f.h. fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna svohljóðandi tillögu:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir með vísun til sameiginlegrar niðurstöðu viðræðunefnda Hafnarfjarðarbæjar og RTA um stöðu og framtíð álversins í Straumsvík, að ekki sé tímabært að efna til atkvæðagreiðslu um þá deiliskipulagstillögu sem var til umfjöllunar 2007. $line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar áréttar þann vilja sem fram kemur í niðurstöðu viðræðunefndanna, að ræða áfram um möguleika fyrirtækisins til eðlilegrar þróunar í bænum.”$line$$line$Guðmundur Rúnar Árnason (sign), Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign), Sigríður Björk Jónsdóttir (sign),$line$Margrét Gauja Magnúsdóttir (sign), Guðfinna Guðmundsdóttir (sign), Eyjólfur Sæmundsson (sign).$line$$line$Gert stutt fundarhlé. $line$$line$Valdimar Svavarsson kom að andsvari. Guðmundur Rúnar Árnason svaraði andsvari. Valdimar Svavarsson kom að andsvari öðru sinni. Guðmundur Rúnar Árnason svaraði andsvari öðru sinni. Geir Jónsson kom að andsvari við fyrri ræðu Guðmundar Rúnars Árnasonar. Guðmundur Rúnar Árnason svaraði andsvari. Geir Jónsson kom að andsvari öðru sinni. Kristinn Andersen kom að andsvari við fyrri ræðu Guðmundar Rúnars Árnasonar. Guðmundur Rúnar Árnson svaraði andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Kristinn Andersen kom að andsvari við fyrri ræðu Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttir. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur. Valdimar Svavarsson kom að andsvari við fyrri ræðu Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari. Valdimar Svavarsson kom að andsvari öðru sinni. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Valdimar Svavarsson kom að stuttri athugasemd. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að stuttri athugasemd. Eyjólfur Sæmundsson tók til máls. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Eyjólfs Sæmundssonar. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Margrét Gauja Magnúsdóttir tók til máls. Kristinn Andersen kom að andsvari. Margrét Gauja Magnúsdóttir svaraði andsvari. Kristinn Andersen kom að andsvari öðru sinni. Margrét Gauja Magnúsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Guðfinna Guðmundsdóttir tók til máls. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Guðfinna Guðmundsdóttir svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Guðfinna Guðmundsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir kom að stuttri athugasemd. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Guðfinnu Guðmundsdóttur. Guðfinna Guðmundsdóttir svaraði andsvari. Geir Jónsson tók til máls. Guðmundur Rúnar Árnason kom að andsvari. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari við fyrri ræðu Geirs Jónssonar. $line$$line$Fyrsti varaforseti, Valdimar Svavarsson, tók við fundarstjórn. $line$$line$Margrét Gauja Magnúsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Geirs Jónssonar. Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls. Forseti bæjarstjórnar tók við fundarstjórn að nýju. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari við ræðu Guðmundar Rúnars Árnasonar. Guðmundur Rúnar Árnason svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni.$line$$line$Gert stutt fundarhlé.$line$$line$Bæjarstjóri, Guðmundur Rúnar Árnason, tók til máls og lagði fram svohljóðandi viðaukatillögu við fyrri framlagða tillögu f.h. fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna: $line$$line$”Leiði slíkar viðræður til þess að lögð verði fram tillaga um stækkun álversins, þá verður hún að sjálfsögðu lögð fyrir íbúa í Hafnarfirði”.´$line$$line$Guðmundur Rúnar Árnason (sign), Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign), Sigríður Björk Jónsdóttir (sign),$line$Margrét Gauja Magnúsdóttir (sign), Guðfinna Guðmundsdóttir (sign), Eyjólfur Sæmundsson (sign).$line$$line$Valdimar Svavarsson kom að andsvari. Guðmundur Rúnar Árnason svaraði andsvari. $line$$line$Tekin var til afgreiðslu framlögð tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks. Tillagan var felld með 6 atkvæðum. 5 greiddu atkvæði með tillögunni.$line$$line$Tekin var til afgreiðslu framlögð tillaga ásamt viðaukatillögu fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna. Tillagan með áorðnum breytingum var samþykkt með 6 atkvæðum. 5 greiddu atkvæði á móti. $line$$line$Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna:$line$”Sú tillaga sem hér er samþykkt, er í samræmi við þá niðurstöðu álversins og Hafnarfjarðar, að ekki sé raunhæft að kjósa um þá tillögu sem kosið var um árið 2007. Hún byggir á áherslu beggja aðila á mikilvægi sáttar um stöðu fyrirtækisins í samfélaginu og framtíðaráform þess. Kosningar um óskilgreindar hugmyndir bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins eru jafn óraunhæfar. Bæjarfulltrúar Samfylkingar og VG ítreka þann vilja sem fram kemur í samþykkt bæjarstjórnar um að ræða áfram um möguleika fyrirtækisins til eðlilegrar þróunar í bænum. Leiði slíkar viðræður til þess að lögð verði fram tillaga um stækkun álversins, þá verður hún að sjálfsögðu lögð fyrir íbúa í Hafnarfirði. $line$Meirihluti Samfylkingar og VG er þeirrar skoðunar að þessi bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sé hvorki í samræmi við sameiginlega tillögu oddvita flokkanna í bæjarstjórn, né sameiginlega yfirlýsingu Rio Tinto Alcan og oddvita flokkanna. Hún er ekki til þess fallin að ýta undir þessa sátt.”$line$$line$Guðmundur Rúnar Árnason (sign), Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign), Sigríður Björk Jónsdóttir (sign),$line$Margrét Gauja Magnúsdóttir (sign), Guðfinna Guðmundsdóttir (sign), Eyjólfur Sæmundsson (sign).$line$$line$Gert stutt fundarhlé.$line$$line$Kristinn Andersen tók til máls og lagði fram f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks svohljóðandi bókun:$line$$line$”Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vísa því á bug sem fram kemur í bókun meirihlutans og ítreka að þeir eru ekki að leggja til að deiliskipulagstillagan um stækkun álversins frá árinu 2007 verði endurtekin heldur að vilji íbúanna um kosningu verði virtur enda skýrt kveðið á um þann rétt í samþykktum Hafnarfjarðarbæjar. Hins vegar megi útfæra nýja tillögu um stækkun. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins vísa því á bug að þeirra tillaga og greinargerð sé ekki í samræmi við sameiginlega yfirlýsingu flokkanna við fulltrúa Rio Tinto Alcan.” $line$$line$Valdimar Svavarsson (sign), Rósa Guðbjartsdóttir (sign), Kristinn Andersen (sign)$line$Geir Jónsson (sign), Helga Ingólfsdóttir (sign).$line$$line$Guðfinna Guðmundsdóttir vék af fundi kl. 17:30. Í hennar stað mætti Gunnar Axel Axelsson.

Ábendingagátt