Bæjarstjórn

28. september 2011 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1665

Mætt til fundar

  • Guðmundur Rúnar Árnason bæjarstjóri
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir aðalmaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Eyjólfur Sæmundsson aðalmaður
  • Sigríður Björk Jónsdóttir forseti
  • Valdimar Svavarsson aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Geir Jónsson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir aðalmaður

Forseti bæjarstjórnar, Sigríður Björk Jónsdóttir, setti fundinn og stjórnaði honum. Forseti bar upp tillögu um að dagskrárliðurinn “Kosning í ráð og nefndir” yrði færður til í dagskrá og yrði tekin fyrir síðastur á dagskrá. Ekki voru gerðar athugasemdir við tillöguna. Gengið til dagskrár.

Ritari

  • Anna Jörgensdóttir lögmaður

Forseti bæjarstjórnar, Sigríður Björk Jónsdóttir, setti fundinn og stjórnaði honum. Forseti bar upp tillögu um að dagskrárliðurinn “Kosning í ráð og nefndir” yrði færður til í dagskrá og yrði tekin fyrir síðastur á dagskrá. Ekki voru gerðar athugasemdir við tillöguna. Gengið til dagskrár.

  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 07.09.11 og 14.09.11. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.$line$$line$Lagt fram.$line$

    • 0912139 – Reykjanesbraut, gatnamót við Straumsvík

      2.liður úr fundargerð SBH frá 20.sept. sl.$line$Tekin fyrir tillaga Arkis að deiliskipulagi gatnamótanna dags. 04.04.2011. Tillagan var auglýst samkvæmt 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt aðalskipulagsbreytingu og umhverfisskýrslu dags. 30.06.2011 skv. 7. grein laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Athugasemdafresti er lokið, engar athugasemdir bárust.$line$$line$Skipulags- og byggingarráð samþykkir deiliskipulagið og að málsmeðferð verði lokið skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytingu á deiliskipulagi lóðar álversins í Straumsvík hvað varðar gatnamót Reykjanesbrautar við Víkurgötu dags. 04.04.2011 og að málsmeðferð verði lokið skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010.”$line$

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu skipulags- og byggingarráðs.

    • 0705296 – Óseyrarbraut 25, olíubirgðastöð

      2.liður úr fundargerð hafnarstjórnar frá 20.sept. sl.$line$Formaður hafnarstjórnar greindi frá fundi sínum og hafnarstjóra með forsvarsmönnum Olíudreifingar ehf, þeim Herði Gunnarssyni framkvæmdastjóra og Auði Harðardóttur fjármálastjóra.$line$ $line$Hafnarstjórn samþykkir að leggja til við Bæjarstjórn Hafnarfjarðar að Bæjarstjórn samþykki að heimila Olíudreifingu ehf skil á lóðinni Óseyrarbraut 25.$line$

      Eyjólfur Sæmundsson tók til máls. $line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum svohljóðandi framlagða tillögu lesin upp af forseta bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn heimilar Olíudreifingu ehf. skil á lóðinni Óseyrarbraut 25 með vísan til ákvæða í lóðarleigusamningi og skv. nánari skilmálum Hafnarfjarðarhafnar.”

    • 1109147 – Hafnarreglugerð fyrir Hafnarfjarðarhöfn

      3.liður úr fundargerð hafnarstjórnar frá 20.sept. sl.$line$Drög að hafnarreglugerð fyrir Hafnarfjarðarhöfn tekin til umræðu.$line$ $line$Hafnarstjórn samþykkir að leggja til við Bæjarstjórn að sett verði ný reglugerð fyrir Hafnarfjarðarhöfn samkvæmt meðfylgjandi drögum.$line$

      Eyjólfur Sæmundsson tók til máls. Fyrsti varaforseti, Valdimar Svavarsson, tók við fundarstjórn. Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls. Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls. Forseti tók við fundarstjórn að nýju. $line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti að vísa hafnarreglugerð fyrir Hafnarfjarðarhöfn til annarrar umræðu í bæjarstjórn.

    • 1101098 – Fundargerðir 2011, til kynningar í bæjarstjórn.

      Fundargerð fjölskylduráðs frá 21.sept. sl.$line$a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 14.sept.sl.$line$Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 21.sept. sl.$line$Fundargerð fræðsluráðs frá 19.sept.sl.$line$Fundargerð bæjarráðs frá 22.sept.sl.$line$a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 20.sept. sl.$line$b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 13.sept. sl.$line$c. Fundargerð stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 1.sept. sl.$line$d. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 26.ágúst sl.$line$Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 20.sept. sl.

      Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls undir 6. lið – Endurfjármögnun lána – í fundargerð bæjarráðs frá 22. september sl. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Guðmundur Rúnar Árnason svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Geir Jónsson kom að andsvari við fyrri ræðu Guðmundar Rúnars Árnasonar. Guðmundur Rúnar Árnason svaraði andsvari. Geir Jónsson kom að andsvari öðru sinni. Guðmundur Rúnar Árnason svaraði andsvari öðru sinni. Helga Ingólfsdóttir tók til máls undir 6. lið – Hjúkrunarheimili á Völlum – í fundargerð umhverfis – og framkvæmdaráðs frá 21. september sl. og 6. lið í fundargerð bæjarráðs frá 22. september sl. Guðmundur Rúnar Árnason kom að andsvari. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari við fyrri ræðu Helgu Ingólfsdóttur. Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari. Gunnar Axel Axelsson tók til máls undir 6. lið í fundargerð bæjarráðs frá 22. september sl. Kristinn Andersen kom að andsvari. Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari. Geir Jónsson kom að andsvari við fyrri ræðu Gunnars Axels Axelssonar. Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari. Geir Jónsson kom að andsvari öðru sinni. Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari öðru sinni. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls undir 6. lið í fundargerð bæjarráðs frá 22. september sl. Valdimar Svavarsson kom að andsvari. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls undir 6. lið í fundargerð bæjarráðs 22. september sl. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Gunnar Axel Axelsson kom að stuttri athugasemd. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Rósu Guðbjartsdóttur. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að stuttri athugasemd. Eyjólfur Sæmundsson tók til máls undir 6. lið í fundargerð bæjarráðs frá 22. september sl. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Valdimar Svavarsson tók til máls undir 6. lið í fundargerð bæjarráðs frá 22. september sl. Gunnar Axel Axelsson tók til máls undir sama lið. Valdimar Svavarsson kom að andsvari. Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari öðru sinni. Geir Jónsson tók til máls undir títtnefndum 6. lið í fundargerð bæjarráðs frá 22. september sl. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari. Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls undir sama lið. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Gunnar Axel Axelsson tók til máls undir sama lið. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Eyjólfur Sæmundsson tók til máls undir sama lið. $line$$line$Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls og kom að svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks:$line$”Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að þar sem ýmsar forsendur í fjárhagsúttekt þeirri sem liggur til grundvallar endurfjármögnun lána sveitarfélagsins eru brostnar, sé erfitt að sjá hvernig bærinn eigi að geta staðið undir þeirri greiðslubyrði sem fyrirhugaðri endurfjármögnun mun fylgja næstu áratugina.$line$ $line$Því ber að leita aftur til skilanefndar DEPFA bankans og reyna að endursemja við þrotabúið jafnhliða því sem unnið er að öðrum kostum. Samhliða þarf heildstæð áætlun að liggja fyrir um fjárhagslega endurskipulagningu sem tekur mið af greiðslugetu bæjarins. Slík áætlun verður að taka mið af þeirri lögbundnu þjónustu sem sveitarfélaginu ber að veita íbúum sínum og tekjustofnum sveitarfélagsins er ætlað að standa undir. Vert er að benda á að á síðustu 18 mánuðum hefur kostnaður farið um 1500 milljónum framúr áætlunum og það er óásættanlegt$line$ $line$Sveitarfélög hafa áður þurft að vinna sig út úr miklum fjárhagsvanda bæði hérlendis sem erlendis en Hafnarfjörður skilur sig hins vegar að frá öðrum aðilum í sams konar vanda með því að núverandi meirihluti Samfylkingarinnar og Vinstri grænna neitar að horfast í augu við mistökin sem gerð hafa verið á síðustu kjörtímabilum og taka raunverulega á fjárhagsvandanum með hagsmuni bæjarbúa og allra kröfuhafa að leiðarljósi.”$line$$line$Valdimar Svavarsson (sign), Rósa Guðbjartsdóttir (sign), Kristinn Andersen (sign), $line$Geir Jónsson (sign) og Helga Ingólfsdóttir (sign)$line$$line$Gunnar Axel Axelsson tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna:$line$”Mikilvægt er að opinber stjórnsýsla sé opin og gagnsæ og að almenningur hafi eðlilegan aðgang að gögnum og upplýsingum. Í einstaka tilfellum, vegna einka- eða almannahagsmun, samkvæmt lögum eða eðli máls, getur hins vegar verið mikilvægt að trúnaður sé um þær upplýsingar sem lagðar eru fram á lokuðum fundum ráða og nefnda. Um þagnarskyldu þá er hvílir á kjörnum fulltrúum í sveitarstjórnum er fjallað í 3. mgr. 32.gr. Sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. $line$Bæjarfulltrúar Samfylkingar og VG harma að upplýsingar sem lagðar voru fram í bæjarráði þann 25. ágúst sl. sem trúnaðargögn, hafi komist í almenna umferð. Slíkt er alvarlegt brot á samþykktum Hafnarfjarðarkaupstaðar (gr. 35., 39., og 48.) og á 6.gr í Siðareglum bæjarfulltrúa frá 19.maí 2010. Slík vinnubrögð eru óábyrg, draga út trausti og veikja anda góðrar samvinnu sem hingað til hefur ríkt um lausn þessa máls meðal fulltrúa í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Það er því ljóst að birting þessara gagna þjónar ekki hagsmunum Hafnarfjarðar. Þvert á móti er birting þeirra til þess fallin að draga úr trúverðugleika og skapa óvissu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. $line$Bæjarfulltrúar Samfylkingar og VG ítreka bókun sína frá síðasta bæjarstjórnarfundi, þar sem fram kemur að gerðar hafa verið greiningar af óháðum aðilum á greiðslugetu og fjárhagsstöðu Hafnarfjarðarbæjar sem sýna að bærinn hefur fulla burði til að standa undir þeirri endurfjármögnun sem fyrir stendur. $line$Í ljósi þeirra yfirlýsinga bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að hefja skuli viðræður við fulltrúa þeirrar skilanefndar sem fer með málefni Depfa banka, þá skal það áréttað að viðræður hafa staðið yfir á milli fulltrúa Hafnarfjarðarbæjar og fyrrgreindra aðila um langt skeið, eins og fulltrúum sjálfstæðislfokksinns í bæjarráði er full kunnugt um.”$line$$line$Sigríður Björk Jónsdóttir (sign), Gunnar Axel Axelsson (sign), Margrét Gauja Magnúsdóttir (sign),$line$Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign), Guðmundur Rúnar Árnason (sign), Eyjólfur Sæmundsson (sign).

    • 1006187 – Ráð og nefndir 2010-2014, kosningar.

      Lögð fram tilnefning um kosningu fulltrúa í bæjarráð:$line$Aðalmaður: Sigríður Björk Jónsdóttir, Þrastarási 3, í stað Margrétar Gauju Magnúsdóttur, Suðurgötu 38.$line$$line$Ekki voru gerðar athugasemdir við tilnefninguna og telst því framangreind réttkjörin sem aðalmaður í bæjarráði. Skipan ráðsins að öðru leyti óbreytt.$line$$line$Kosning forseta, varaforseta og skrifara. Gengið til atkvæðagreiðslu.$line$$line$Margrét Gauja Magnúsdóttir, Suðurgötu 38, fékk 11 atkvæði sem forseti bæjarstjórnar til eins árs. Telst hún því réttkjörin í embættið.$line$$line$Margrét Gauja Magnúsdóttir tók við fundarstjórn. Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls og þakkaði f.h. bæjarfulltrúa fráfarandi forseta fyrir röggsama fundarstjórn og óskaði nýkjörnum forsteta velfarnaðar í starfi.

Ábendingagátt