Bæjarstjórn

26. október 2011 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1667

Mætt til fundar

  • Lúðvík Geirsson varamaður
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir forseti
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Sigríður Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Valdimar Svavarsson aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Geir Jónsson aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Guðfinna Guðmundsdóttir varamaður
  • Ólafur Ingi Tómasson varamaður

Forseti bæjarstjórnar, Margrét Gauja Magnúsdóttir, setti fundinn og stjórnaði honum. Forseti lagði fram tillögu um að málið Landsspítali Hafnarfirði (St. Jósefsspítali – Sólvangur) yrði tekin á dagskrá með afbrigðum sem 7. dagskrárliður. Samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum. Gengið til dagskrár.

Ritari

  • Anna Jörgensdóttir lögmaður

Forseti bæjarstjórnar, Margrét Gauja Magnúsdóttir, setti fundinn og stjórnaði honum. Forseti lagði fram tillögu um að málið Landsspítali Hafnarfirði (St. Jósefsspítali – Sólvangur) yrði tekin á dagskrá með afbrigðum sem 7. dagskrárliður. Samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum. Gengið til dagskrár.

  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 05.10.11 og 12.10.11. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.$line$ $line$ Lagt fram.$line$

    • 1110179 – Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs 2011, endurskoðun

      1.liður úr fundargerð BÆJH frá 20.okt. sl.$line$Lögð fram tillag að endurskoðun fjárhagsáætlunar 2011.$line$Fjármálastjóri og rekstrarstjórar fjölskyldu- og fræðsluþjónust mættu á fundinn og gerðu grein fyrir tillögunni. $line$Jafnframt verður lögð fram tímaáætlun vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2012.$line$ $line$Bæjarráð vísar tillögunni til bæjarstjórnar.$line$

      Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls og lagði fram minnisblað vegna fjárhagsáætlunar 2012-2015 frá fjármálastjóra og greinargerð vegna endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar 2011. Þá tók til máls Valdimar Svavarsson. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Valdimar Svavarsson svaraði andsvari. Kristinn Andersen tók til máls. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að stuttri athugasemd. Fyrsti varaforseti, Valdimar Svavarsson, tók við fundarstjórn. Margrét Gauja Magnúsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Rósu Guðbjartsdóttur. Forseti tók við fundarstjórn að nýju. Lúðvík Geirsson kom að andsvari við fyrri ræðu Rósu Guðbjartsdóttur. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari og kom að svohljóðandi tillögu f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks:$line$$line$”Óskað er eftir því að fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar verði frestað. Nú stendur yfir fundur bæjarstjóra með fulltrúum Depfa-banka og ræðst frekari umræða um fjármál og framtíð Hafnarfjarðar mjög af því hvernig til hefur tekist á þeim fundi.”$line$$line$Rósa Guðbjartsdóttir (sign), Kristinn Andersen (sign), Geir Jónsson (sign),$line$Helga Ingólfsdóttir (sign), Valdimar Svavarsson (sign).$line$$line$Lúðvík Geirsson kom að andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Sigríður Björk Jónsdóttir kom að andsvari við upphaflegri ræðu Rósu Guðbjartsdóttur. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Sigríður Björk Jónsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Gunnar Axel Axelsson og Lúðvík Geirsson komu upp undir fundarsköpum.$line$$line$Gengið til atkvæða um framlagða tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokks um að fresta fundi bæjarstjórnar. Tillagan felld með 6 atkvæðum, 5 greiddu atkvæði með tillögunni. $line$$line$Gert stutt fundarhlé. $line$$line$Gunnar Axel Axelsson tók til máls. Þá Geir Jónsson. Sigríður Björk Jónsdóttir kom að andsvari. Geir Jónsson svaraði andsvari. Lúðvík Geirsson kom að andsvari við fyrri ræðu Geirs Jónssonar. Þá tók til máls Helga Ingólfsdóttir. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Sigríður Björk Jónsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Helgu Ingólfsdóttur. $line$$line$Bæjarstjórn samþykkti framlagða tillögu að endurskoðun fjárhagsáætlunar 2011 sem bæjarráð vísaði til bæjarstjórnar með 6 atkvæðum. 5 greiddu atkvæði á móti.$line$$line$Valdimar Svavarsson lagði fram svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks:$line$$line$”Framlögð endurskoðuð fjárhagsáætlun bæjarsjóðs fyrir árið 2011 sýnir að enn og aftur eru áætlanir meirihlutans ekki að standast og að útgjöld eru enn að aukast umfram tekjuaukningu. Tekjur aukast um 9% en samhliða eykst kostnaður hjá fræðslusviði um 11% og um 11% í málaflokknum íþrótta- og tómstundamál. Ebitda lækkar um 100 mílljónir frá fyrri áætlun og þannig er framlegð að minnka jafnvel þó að tekjur séu að aukast. Auknar tekjur eiga að auka framlegð, en forsendur þess eru að kostnaðaráætlunum sé fylgt.”$line$$line$Valdimar Svavarsson (sign), Rósa Guðbjartsdóttir (sign), Kristinn Andersen (sign), $line$Geir Jónsson (sign), Helga Ingólfsdóttir (sign).$line$$line$Gert stutt fundarhlé.$line$$line$Guðfinna Guðmundsdóttir kom að svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Vinstri grænna og Samfylkingar:$line$$line$”Staðið við skuldbindingar $line$$line$Það er ánægjulegt að sjá að þær áherslur sem unnið hefur verið eftir á árinu séu að skila bænum betri útkomu en gert hafði verið ráð fyrir. Er það ekki síst að þakka samráði og samvinnu stjórnmálamanna, starfsfólks og íbúa bæjarins.$line$Endurskoðun fjárhagsáætlunar ársins 2011 tekur tillit til nýrra kjarasamninga og endanlegra útfærslna á hagræðingaraðgerðum auk þess sem tekið er tillit til nýrra og breyttra samninga, ákvarðana bæjarráðs og bæjarstjórnar.$line$$line$Áætlaðar skatttekjur hækka um 994 millj.kr., útsvarstekjur hækka um 819 millj.kr. og verða 8,7 milljarðar krónur. Framlag úr jöfnunarsjóði er hækkað um 175 millj.kr. sem er í samræmi við raungreiðslur á árinu 2011. $line$$line$Áætlaður launakostnaður hækkar samtals um 989 millj.kr. vegna nýrra kjarasamninga og leiðréttingu á áætlaðri hagræðingu vegna uppsagna starfsmanna. Þar af er leiðrétting á lífeyrisskuldbindingar um 230 millj.kr.$line$$line$Fjárhagsáætlun ársins 2011 hafði það að leiðarljósi að Hafnarfjörður stæði við skuldbindingar sínar, tryggja óskerta grunnþjónustu og lágmarka álögur á bæjarbúa. Sýnir endurskoðun fjárhagsáætlunar 2011 að það hafi tekist.”$line$$line$Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign), Margrét Gauja Magnúsdóttir (sign), Guðfinna Guðmundsdóttir (sign),$line$Gunnar Axel Axelsson (sign), Lúðvík Geirsson (sign), Sigríður Björk Jónsdóttir (sign).

    • 0706404 – Forsetanefnd, siðareglur kjörinna fulltrúa.

      13. liður úr fundargerð BÆJH frá 6.okt.sl.$line$Farið yfir gildandi siðareglur.$line$$line$Bæjarráð vísar siðareglunum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.$line$ $line$Annar varaforseti, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, tók við fundarstjórn. Margrét Gauja Magnúsdóttir tók til máls. Þá Geir Jónsson. Forseti tók við fundarstjórn að nýju. Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls. Þá Kristinn Andersen. Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, kom að andsvari. $line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum að vísa málinu til síðari umræðu í bæjarstjórn.$line$

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum framlagðar siðareglur kjörinna fulltrúa.

    • 1108348 – Skipulags- og byggingaráð - erindisbréf

      6.liður úr fundargerð SBH frá 18.okt. sl.$line$Teknar til umræðu að nýju breytingar á erindisbréfi Skipulags- og byggingarráðs m.t.t. breyttra laga og breytinga á stjórnsýslu Hafnarfjarðar.$line$ $line$Skipulags- og byggingarráð samþykkir erindisbréfið fyrir sitt leiti og vísar afgreiðslu þess til bæjarstjórnar.$line$

      Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls og lagði fram tillögu um að vísa erindisbréfinu til frekari yfirferðar í forsetanefnd.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum að vísa erindisbréfinu til frekari yfirferðar í forsetanefnd.

    • 1109147 – Hafnarreglugerð fyrir Hafnarfjarðarhöfn

      3.liður úr fundargerð hafnarstjórnar frá 20.sept. sl.$line$Drög að hafnarreglugerð fyrir Hafnarfjarðarhöfn tekin til umræðu.$line$$line$Hafnarstjórn samþykkir að leggja til við Bæjarstjórn að sett verði ný reglugerð fyrir Hafnarfjarðarhöfn samkvæmt meðfylgjandi drögum.$line$ $line$Eyjólfur Sæmundsson tók til máls. Fyrsti varaforseti, Valdimar Svavarsson, tók við fundarstjórn. Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls. Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls. Forseti tók við fundarstjórn að nýju. $line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti að vísa hafnarreglugerð fyrir Hafnarfjarðarhöfn til annarrar umræðu í bæjarstjórn.$line$

      Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls og lagði fram svohljóðandi breytingartillögu á 8. mgr. 3. gr. í nýrri reglugerð fyrir Hafnarfjarðarhöfn vegna lagatilvísunar. Lagt er til að málsgreinin orðist svo: ” Hafnarstjórn hefur eftirlit á hafnarsvæðinu, með byggingu mannvirkja sem undanþegin eru ákvæðum mannvirkjalaga nr. 160/2010.”$line$ $line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum framlagða hafnarreglugerð fyrir Hafnarfjarðarhöfn ásamt breytingartillögu.

    • 10101162 – Landspítali Hafnarfirði (St. Jósefsspítali-Sólvangur)

      Gunnar Axel Axelsson tók til máls. Geir Jónsson tók til máls. Þá Lúðvík Geirsson.

    Fundargerðir

    • 1101098 – Fundargerðir 2011, til kynningar í bæjarstjórn.

      Fundargerð bæjarráðs frá 20.okt. sl.$line$a. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 11.okt. sl.$line$b. Fundargerð stjórnar Hafnarborgar frá 11.okt. sl.$line$c. Fundargerðir stjórnar SORPU bs. frá 3. og 17.okt sl.$line$d. Fundargerðir stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 29.sept. og 12. okt. sl.$line$Fundargerð skipulags-og byggingaráðs frá 18.okt. sl.$line$Fundargerð fjölskylduráðs frá 19.okt. sl.$line$a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 12.okt. sl.$line$Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 19.okt.sl. $line$Fundargerð fræðsluráðs frá 17.okt. sl.

      Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls undir 7. lið – Fyrirspurn, bæjarráð 20.10.2011 – í fundargerð bæjarráðs frá 20. október sl. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að stuttri athugasemd. Rósa Guðbjartsdóttir kom að stuttri athugasemd. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari við fyrri ræðu Rósu Guðbjartsdóttur. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Valdimar Svavarsson tók til máls undir 7. lið í fundargerð bæjarráðs frá 20. október sl. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Valdimar Svavarsson svaraði andsvari. Lúðvík Geirsson kom að andsvari við fyrri ræðu Valdimars Svavarssonar. Helga Ingólfsdóttir tók til máls undir 7. lið í fundargerð bæjarráðs frá 20. október sl. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari.Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að stuttri athugasemd. Kristinn Andersen tók til máls undir 7. lið í fundargerð bæjarráðs frá 20. október sl. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Kristinn Andersen svaraði andsvari. Guðrún Ágúsa Guðmundsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Kristinn Andersen svaraði andsvari öðru sinni. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að stuttri athugasemd. Kristinn Andersen kom að stuttri athugasemd. Guðfinna Guðmundsdóttir tók til máls undir 3. lið – Hafnarborg, Listaverk í almenningsrými – í fundargerð stjórnar Hafnarborgar frá 11. október sl., 3. lið – Hellisgerði, hollvinasamtök – í fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 19. október sl. og 4. lið – Pappafleytiband – Bylgja – í fundargerð stjórnar Sorpu bs frá 17. október sl. Geir Jónsson tók til máls undir 7. lið í fundargerð bæjarráðs frá 20. október sl. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls undir 1. lið – Hringbraut 16, Bryndísarsjoppa – í fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 19. október sl. $line$$line$Valdimar Svavarsson vék af fundi kl. 17:45. Í hans stað mætti Ólafur Ingi Tómasson. $line$$line$Rósa Guðbjartsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks:$line$”Bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins finnst það óásættanlegt að hafa verið meinað um að setja endurfjármögnun Hafnarfjarðarbæjar á dagskrá þessa bæjarstjórnarfundar. Einnig er það með ólíkindum að fulltrúar minnihlutans hafi hvorki verið upplýstir um að fulltrúar Depfa-bankans væru komnir til landsins til viðræðna við fulltrúa Hafnarfjarðarbæjar né boðið að eiga sinn fulltrúa á fundinum sem nú stendur yfir. Undanfarna mánuði hafa fjármál Hafnarfjarðar og fyrirhuguð endurfjármögnun lána bæjarins verið mikið til umræðu í bæjarstjórn og bæjarráði þar sem bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt til að leitað yrði eftir nýjum samningum við Depfa og aðra lánadrottna með framtíðarhagsmuni bæjarbúa í huga. Að fundur með fulltrúum Depfa skuli haldinn í dag kemur fulltrúum minnihlutans algjörlega í opna skjöldu og sýnir svo ekki verður um villst að svokallað samráð og samstarf meirihluta Samfylkingarinnar og Vinstri grænna við aðra kjörna bæjarfulltrúa er einungis í orði en ekki í borði.”$line$$line$Rósa Guðbjartsdóttir (sign), Kristinn Andersen (sign), Ólafur Ingi Tómasson (sign), $line$Geir Jónsson (sign), Helga Ingólfsdóttir (sign).$line$$line$Gert stutt fundarhlé.$line$$line$Guðfinna Guðmundsdóttir kom að svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna:$line$”Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna lýsa furðu sinni á málflutningi bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Viðræður bæjaryfirvalda við lánadrottna bæjarfélagsins vegna endurfjármögnunar eru í eðlilegum og réttum farvegi og bæjarstjóri nýtur fyllsta trausts og stuðnings til að tryggja hagsmuni bæjarins og bæjarbúa í hvívetna.” $line$Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign), Margrét Gauja Magnúsdóttir (sign), Guðfinna Guðmundsdóttir (sign),$line$Gunnar Axel Axelsson (sign), Lúðvík Geirsson (sign), Sigríður Björk Jónsdóttir (sign).

Ábendingagátt