Bæjarstjórn

9. nóvember 2011 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1668

Mætt til fundar

  • Guðmundur Rúnar Árnason bæjarstjóri
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir forseti
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Eyjólfur Sæmundsson aðalmaður
  • Sigríður Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Valdimar Svavarsson aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Geir Jónsson aðalmaður

Forseti bæjarstjórnar, Margrét Gauja Magnúsdóttir, setti fundinn og stjórnaði honum. Gengið dagskrár.

Ritari

  • Anna Jörgensdóttir lögmaður Hafnarfjarðarbæjar

Forseti bæjarstjórnar, Margrét Gauja Magnúsdóttir, setti fundinn og stjórnaði honum. Gengið dagskrár.

  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 19.10.11 og 26.10.11. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.$line$ $line$ Lagt fram.$line$

    • 1110301 – Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fjárhagsáætlun 2012

      5. liður úr fundargerð BÆJH frá 3.nóv. sl.$line$Lögð fram fjárhagsáætlun heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis fyrir árið 2012. Heilbrigðisnefnd fjallaði um áætlunina á fundi þann 24. október sl. $line$Jafnframt lagðar fram tillögur að gjaldskrám vegna heilbrigðis- og mengunarvarnaeftirlits og vegna hundahalds.$line$ $line$ Bæjarráð vísar fjárhags- og rekstraráætluninni til skoðunar í fjárhagsáætlunarvinnu 2012.$line$$line$Jafnframt leggur bæjarráð til við bæjarstjórn:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi tillögur að gjaldskrám.”$line$

      Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls. $line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.

    • 1110158 – Jarðvegstippur, staðsetning

      6.liður úr fundargerð SBH frá 1.nóv. sl.$line$ tekin til umræðu tillaga um að staðsetja nýjan jarðvegstipp í Hamranesnámu. Lagt fram minnisblað umhverfisteymisins um heppilega staðsetningu.$line$ $line$ Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að undirbúa tillögur að breytingu aðalskipulags og að deiliskipulagi fyrir námuna fyrir jarðvegslosun, þar sem áhersla verði á frágang hennar og landmótun. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að hafin verði vinna við breytingu aðalskipulags og að deiliskipulagi fyrir Hamranesnámu fyrir jarðvegslosun, þar sem áhersla verði á frágang hennar og landmótun.”$line$

      Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.

    Fundargerðir

    • 1101098 – Fundargerðir 2011, til kynningar í bæjarstjórn.

      Fundargerð fræðsluráðs frá 31.okt. sl.$line$Fundargerð bæjarráðs frá 3.nóv. sl.$line$a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 21.okt. sl.$line$b. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 18.okt. sl.$line$Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 1.nóv.sl.$line$Fundargerð fjölskylduráðs frá 2.nóv.sl.$line$a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 26.okt.sl.$line$Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 2.nóv. sl.

      Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls undir 9. lið – Endurskoðun lóðaverðs, starfshópur -, 10. lið – Endurfjármögnun lána – og 12. lið – Klukkuvellir 20-26, lóðarumsókn – í fundargerð bæjarráðs frá 3. nóvember sl. Kristinn Andersen kom að andsvari. Guðmundur Rúnar Árnason svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Guðmundar Rúnars Árnasonar. Guðmundur Rúnar Árnason svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Helga Ingólfsdóttir tók til máls undir 9., 10. og 12. lið í fundargerð bæjarráðs frá 3. nóvember sl. Valdimar Svavarsson tók til máls undir 9. og 10. lið. Sigríður Björk Jónsdóttir kom að andsvari. Eyjólfur Sæmundsson tók til máls undir 9. lið í fundargerð bæjarráðs frá 3. nóvember sl.

Ábendingagátt