Bæjarstjórn

7. desember 2011 kl. 13:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1670

Mætt til fundar

 • Lúðvík Geirsson varamaður
 • Guðmundur Rúnar Árnason bæjarstjóri
 • Margrét Gaua Magnúsdóttir forseti
 • Sigríður Björk Jónsdóttir aðalmaður
 • Valdimar Svavarsson aðalmaður
 • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
 • Kristinn Andersen aðalmaður
 • Geir Jónsson aðalmaður
 • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Guðfinna Guðmundsdóttir varamaður
 • Hörður Þorsteinsson varamaður

Ritari

 • Anna Jörgensdóttir lögmaður Hafnarfjarðarbæjar
 1. Almenn erindi

  • 1104347 – Endurfjármögnun lána

   6.liður úr fundargerð BÆJH frá 1.des. sl.$line$Tekið fyrir að nýju.$line$Bæjarstjóri og fjármálastjóri gerðu grein fyrir viðræðum við lánveitendur bæjarins. $line$Auk þess mættu á fundinn Guðmundur Hjaltason frá MP banka og Kristján Þorbergsson frá Landslögum.$line$ $line$Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.$line$

   Guðmundur Rúnar, bæjarstóri tók til máls undir fundarsköpum og lagði fram svohljóðandi tillögu:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir með vísan til 17. gr. samþykkta um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar að umfjöllun og afgreiðsla 1. liðar dagskrár bæjarstjórnarfundar þann 7. desember 2011 , endurfjármögnun lána, fari fram fyrir luktum dyrum.”$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu með 6 atkvæðum. 5 greiddu atkvæði á móti. $line$$line$Guðmundur Rúnar Árnason tók til máls að nýju og lagði fram svohljóðandi tillögu:$line$$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar samþykkir og staðfestir þá skilmála og þau viðskipti sem fjallað er um í skilmálaskjali dags. 5. desember 2011 (hér eftir nefnt skilmálaskjalið), sem kynnt var á fundi bæjarstjórnar og endurspeglar viðræður við DEPFA ACS Bank og FMS Wertmanagement. Hið síðarnefnda er lögaðili sem þýska ríkið stofnaði í júlí 2010 vegna endurskipulagningar á HRE Group (en DEFPA ACS Bank er hluti af þeirri samstæðu), og á af þeim sökum hina eiginlegu hagsmuni af eftirfarandi lánum milli Hafnarfjarðarbæjar og DEFPA ACS Bank:$line$(i) lánssamningur (e. facility agreement) dags. 1. desember 2003 (eins og honum var breytt með viðbótarsamningi dags. 27. mars 2007;$line$(ii) lánssamingur (e. facility agreement) dags. 22. janúar 2007; og $line$(iii) lánssamningur (e. facility agreement) dags. 1. apríl 2008$line$(til þessara samninga verður vísað í framhaldinu sem hinna eldri lánssamninga). Í skilmálaskjalinu er fjallað um endurfjármögnun/endurskipulagningu hinna eldri lánssamninga. Bæjarstjórn samþykkir þá endurfjármögnun/endurskipulagningu sem lýst er í skilmálaskjalinu, á þeim kjörum og með þeim skilmálum sem lýst er í skjalinu.$line$Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að ljúka samningsgerð efnislega í samræmi við þá skilmála sem fram koma í skilmálaskjalinu og felur honum fullt og ótakmarkað umboð til að undirrita með skuldbindandi hætti fyrir bæjarins hönd skilmálaskjalið, nýja lánssaminga, og eftir því sem nauðsynlegt er samþykkja breytingar á hinum eldri lánssamningum (öllum eða hverjum fyrir sig), veðsamninga og önnur þau skjöl, fyrirmæli og tilkynningar (þ.m.t. tilkynningu um að dregið sé á lán) eða aðrar tilkynningar sem nauðsynlegar eru til þess að koma til framkvæmdar þeim skilmálum sem settir eru fram í skilmálaskjalinu.”$line$$line$ $line$Valdimar Svavarsson kom að andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls. Þá Lúðvík Geirsson og Sigríður Björk Jónsdóttir. Guðmundur Rúnar Árnason tók til máls. Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls að nýju.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu með 6 atkvæðum. 5 greiddu atkvæði á móti.$line$$line$Gert stutt fundarhlé. $line$$line$Valdimar Svavarsson tók til máls og lagði fram f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks svohljóðandi bókun:$line$$line$”Þung greiðslubyrði og vandanum velt fram yfir næstu kosningar$line$$line$Sjálfstæðismenn gagnrýna harðlega það verklag sem viðhaft hefur verið við endurfjámögnun á lánum sveitarfélagsins og þá leynd sem hvílir yfir þessu mikla hagsmunamáli Hafnfirðinga.$line$Með fyrirhuguðum samningi við skilanefnd Depfa-banka er fjárhagsvanda sveitarfélagsins velt áfram til óvissrar framtíðar og tækifæri til að ná betri niðurstöðu fer forgörðum. Greiðslubyrði sveitarfélagsins verður gríðarleg á næstu árum og aðrir skilmálar í samningnum binda hendur bæjarins til vaxtar og þróunar á komandi árum. Augljóst er að meirihluti Samfylkingar og Vinstri grænna er að fresta því að taka á fjárhagsvandanum fram yfir næstu kosningar og reyna þannig að bjarga pólitísku lífi sínu. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn hafa ítrekað bent á að taka þurfi heildstætt á fjárhagsvandanum og fara í fjárhagslega endurskipulagningu á öllum skuldbindingum sveitarfélagsins með heildarhagsmuni bæjarbúa í huga til framtíðar. Slík áætlun verður að taka mið af greiðsluþoli sveitarfélagsins í samræmi við lögboðnar skyldur þess. Samningurinn sem nú liggur fyrir er óásættanleg niðurstaða fyrir Hafnfirðinga. $line$Þá er það óviðunandi og ólýðræðislegt að svo mikill trúnaður ríki um kjör og önnur ákvæði samningsins að bæjarbúar verði ekki upplýstir um innihald hans og að afgreiðsla samningsins hafi farið fram fyrir luktum dyrum. Þess vegna greiddu Sjálfstæðismenn atkvæði á móti samningnum.$line$Þennan mikla fjárhagsvanda sem bæjarfélagið glímir við má fyrst og fremst rekja til framkvæmdagleði og óráðsíu meirihluta Samfylkingarinnar síðastliðinn áratug, nú með stuðningi bæjarfulltrúa Vinstri Grænna.”$line$$line$Valdimar Svavarsson (sign), Rósa Guðbjartsdóttir (sign), Kristinn Andersen (sign),$line$Geir Jónsson (sign), Helga Ingólfsdóttir (sign).$line$$line$Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls og lagði fram, f.h. fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna, svohljóðandi bókun:$line$$line$”Mikilvægur áfangi sem mun styrkja stöðu og rekstur Hafnarfjarðar$line$Samkomulag Hafnarfjarðarbæjar við FMS Wermanagement f.h. Depfa banka á Írlandi, um endurfjármögnun á skuldum Hafnarfjarðarkaraupstaðar, er bæði mikilvægur og ánægjulegur áfangi sem mun treysta og styrkja enn frekar stöðu og rekstur bæjarfélagsins. Samkomulagið er bæjarfélaginu hagstætt í alla staði og um leið er það traustsyfirlýsing frá lánadrottnum um stjórnun og rekstur bæjarfélagsins. Samkomulagið er ekki síst ótvíræður vitnisburður um þann árangur sem náðst hefur í fjárhagslegri stjórnun bæjarfélagsins eftir þau áföll sem dundu yfir við efnahagshrunið fyrir liðlega 3 árum síðan. Með góðri samvinnu og samstarfi bæjaryfirvalda, bæjarstarfsmanna og bæjarbúa hefur tekist, þrátt fyrir þröngar aðstæður, að treysta innviði og afkomu bæjarfélagsins sem m.a. sýnir sig í góðri afkomu bæjarsjóðs á því ári sem nú er að líða og enn styrkari stöðu á komandi árum.$line$$line$Hafnarfjarðarbær nýtur verðskuldaðs trausts hjá lánadrottnum sem hafa kynnt sér vel rekstur og stöðu sveitarfélagsins.$line$$line$Óábyrgur málflutningur einstakra bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á umliðinum mánuðum og misserum, um fjárhagsleg mál bæjafélagsins, hefur síst af öllu verið til að auðvelda þá vinnu sem stjórnendur bæjarsins hafa staðið í við gerð þessa samkomulags, en staðreyndir skipta meiru en staðleysur og upphrópanir og í þeim efnum talar þessi samkomulagið sínu máli. Ljóst er af umræðu og bókunum bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að samkomulagið veldur þeim sárum vonbrigðum, en það er greinilega af öðrum ástæðum en þeim kjörum sem bæjarfélaginu stendur til boða.$line$$line$Viðsemjendur bæjarins hafa sett fram ófrávíkjanlega kröfu um trúnað um ákvæði samkomulagsins. Hins vegar hefði núverandi meirihluti gjarnan viljað upplýsa um öll ákvæði þess. Leyndarhyggja núverandi meirihluta er ekki meiri en svo að rætt hefur verið um endurfjármögnun á a.m.k. tuttugu fundum í bæjarráði og bæjarstjórn. Fullyrðingar bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um ólýðræðisleg vinnubrögð standast því enga skoðun.$line$Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna þakka þeim embættismönnum og ráðgjöfum bæjarfélagsins sem komið hafa að gerð þessa mikilvæga samkomulags.”$line$$line$Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign), Guðmundur Rúnar Árnason (sign), Lúðvík Geirsson (sign), Guðfinna Guðmundsdóttir (sign),$line$Margrét Gauja Magnúsdóttir (sign), Sigríður Björk Jónsdóttir (sign). $line$$line$Gert stutt fundarhlé.

  • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

   Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 16.11.11 og 23.11.11. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.$line$$line$Lagt fram.$line$

   Lúðvík Geirsson vék af fundi kl. 14:38. Í hans stað mætti Hörður Þorsteinsson. $line$$line$Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls.

  • 1111016 – SSH, breytingar á samþykktum

   3.liður úr fundargerð BÆJH frá 1.des.sl.$line$Lagt fram eindi SSH varðandi tilnefningu í nýtt fulltrúaráð Samtaka sveitarfél. á höfuðborgarsvæðinu.$line$ $line$Bæjarráð vísar kosningu 5 fulltrúa til bæjarstjórnar.$line$

   Lögð fram tilnefning um eftirfarandi:$line$Gunnar Axel Axelsson, Brekkugötu 18;$line$Sigríður Björk Jónsdóttir, Þrastarási 3;$line$Eyjólfur Sæmundsson, Fagrihvammur 7;$line$Helga Ingólfsdóttir, Brekkugötu 26$line$Kristinn Andersen, Austurgötu 42. $line$$line$Ekki bárust aðrar tilnefningar og teljast framangreind réttkjörin í nýtt fulltrúaráð Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

  • 1111127 – Erindisbréf ráða

   4.liður úr fundargerð BÆJH frá frá 1.des.sl.$line$Tekið fyrir að nýju.$line$Lögð fram drög að erindisbréfum ráða. $line$Einnig lögð fram drög að reglum um samninga.$line$ $line$Bæjarráð vísar erindisbréfunum og samningareglunum til bæjarstjórnar.$line$

   Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls. Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls og lagði fram svohljóðandi breytingartillögu á erindisbréfi umhverfis- og framkvæmdaráðs: Í stað eftirfarandi texta í 6. gr.: “Ráðið annast þau verkefni sem gróðurverndarnefnd eru falin samkvæmt lögum um landgræðslu nr. 17/1965 og náttúruverndarnefnd eru falin samkvæmt lögum um náttúruvernd nr. 44/1999″….kemur eftirfarandi texti: Umhverfis- og framkvæmdaráð fer með hlutverk náttúruverndarnefndar sbr. lög um náttúruvernd og gróðurverndarnefndar sbr. lög um landgræðslu.” $line$$line$Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls.$line$$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum framlögð erindisbréf bæjarráðs, umhverfis- og framkvæmdaráðs með áorðnum breytingum skv. breytingartillögu, fjölskylduráðs, fræðsluráðs og skipulags- og byggingarráðs.$line$$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum framlagðar reglur um samninga.

  • 0907115 – Húsdýrahald, samþykkt,fyrri umræða

   5.liður úr fundargerð BÆJH frá 1.des. sl.$line$Tekin fyrir að nýju samþykkt um hús- og gæludýrahald. $line$Lögmaður bæjarins mætti á fundinn og gerði grein fyrir samþykktinni.$line$ $line$Bæjarráð vísar samþykktinni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.$line$

   Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls. Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum að vísa samþykkt um hús- og gæludýrahald til síðari umræðu í bæjarstjórn.

  • 1111384 – Samband orkusveitarfélaga,

   10.liður úr fundargerð BÆJH frá 1. des. sl.$line$Lagðar fram samþykktir og tilkynning um stjórn SO, Samband orkusveitarfélaga.$line$ $line$Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að gerast stofnfélagi í Sambandi orkusveitarfélaga og staðfestir jafnframt að Gunnar Axel Axelsson verði fulltrúi Hafnarfjarðar í stjórn sambandsins.”$line$

   Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls. $line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.

  Fundargerðir

  • 1101098 – Fundargerðir 2011, til kynningar í bæjarstjórn.

   Fundargerð fjölskylduráðs frá 30.nóv. sl.$line$a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 23.nóv. sl.$line$Fundargerðir umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 21. og 30.nóv.sl.$line$Fundargerð fræðsluráðs frá 28.nóv. sl.$line$Fundargerðir bæjarráðs frá 29.nóv. og 1.des. sl.$line$a. Fundargerðir heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 26.sept. og 24. okt. sl.$line$b.Fundargerðir menningar- og ferðamálanefndar frá 22. og 23.nóv. sl.$line$c. Fundargerð stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 3.nóv. sl.$line$d. Fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 28.okt.,11. og 25.nóv. sl.$line$Fundargerðir skipulags- og byggingaráðs frá 24. og 29.nóv. sl.

   Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls undir 6. lið – Endurfjármögnun lána – í fundargerð bæjarráðs frá 1. desember sl. Helga Ingólfsdóttir og Kristinn Andersen tóku til máls undir sama lið. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls undir sama lið. Kristinn Andersen kom að andsvari. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur. Geir Jónsson tók til máls undir sama lið. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Geir Jónsson svaraði andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Geir Jónsson svaraði andsvari öðru sinni. Valdimar Svavarsson tók til máls undir fyrrgreindum 6. lið í fundargerð bæjarráðs frá 1. desember sl. Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls undir sama lið. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Guðmundar Rúnars Árnasonar. Geir Jónsson kom að andsvari við fyrri ræðu Guðmundar Rúnars Árnasonar. Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls að nýju undir fyrrgreindum 6. lið í fundargerð bæjarráðs frá 1. desember sl. Geir Jónsson kom að andsvari. Guðmundur Rúnar Árnason svaraði andsvari.

  • 1110256 – Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og fyrirtækja hans 2012-2015, fyrri umræða

   7.liður úr fundargerð BÆJH frá 1.des. sl.$line$ Lögð fram drög að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og fyrirtækja hans árin 2012-2015.$line$Lögð fram afgreiðsla fræðsluráðs á áætlun vegna fræðslumála og tillaga að gjaldskrám.$line$Einnig afgreiðsla fjölskylduráðs vegna áætlunar fjölskylduþjónustu og gjaldskrám hennar.$line$ $line$Bæjarráð vísar drögum af fjárhagsáætlun 2012 -2015 ásamt fyrirliggjandi tillögum á gjaldskrám til fyrri umræðu í bæjarstjórn.$line$

   Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls.$line$$line$Rósa Guðbjartsdóttir vék af fundi kl. 17:30.$line$$line$Valdimar Svavarsson tók til máls.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 10 samhljóða atkvæðum að vísa drögum að fjárhagsáætlun 2012-2015 ásamt fyririrliggjandi tillögum á gjaldskrám til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Ábendingagátt