Bæjarstjórn

1. febrúar 2012 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1673

Mætt til fundar

 • Guðmundur Rúnar Árnason bæjarstjóri
 • Margrét Gaua Magnúsdóttir aðalmaður
 • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
 • Eyjólfur Sæmundsson aðalmaður
 • Sigríður Björk Jónsdóttir forseti
 • Valdimar Svavarsson aðalmaður
 • Kristinn Andersen aðalmaður
 • Geir Jónsson aðalmaður
 • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir varamaður

Forseti bæjarstjórnar, Margrét Gauja Magnúsdóttir, setti fundinn og stjórnaði honum. Allir aðalbæjarfulltrúar mættir nema Rósa Guðbjartsdóttir. Í hennar stað mætti Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir. Gengið til dagskrár.

Ritari

 • Anna Jörgensdóttir lögmaður

Forseti bæjarstjórnar, Margrét Gauja Magnúsdóttir, setti fundinn og stjórnaði honum. Allir aðalbæjarfulltrúar mættir nema Rósa Guðbjartsdóttir. Í hennar stað mætti Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir. Gengið til dagskrár.

 1. Almenn erindi

  • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

   Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 11.01.12 og 18.01.11. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.$line$ $line$Lagt fram.$line$

  • 1112138 – Jafnréttisstefna 2012-2014

   2.liður úr fundargerð BÆJH frá 26.jan.sl.$line$Tekið fyrir að nýju.$line$Lagðar fram jafnréttisskýrslur frá stjórnsýslu og umhverfi og framkvæmdum.$line$Einnig umsögn fræðsluráðs um jafnréttisstefnuna en engar efnislegar athugasemdir eru gerðar og umsögn fjölskylduráðs sem tekur undir efnisatriði hennar.$line$ $line$Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi drög að jafnréttisstefnu.”$line$

   Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls. Þá Kristinn Andersen. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Helga Ingólfsdóttir tók til máls. Þá Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Fyrsti varaforseti, Valdimar Svavarsson, tók við fundarstjórn. Margrét Gauja Magnúsdóttir tók til máls. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari. Margrét Gauja Magnúsdóttir svaraði andsvari. Forseti tók við fundarstjórn að nýju. Guðmundur Rúnar Árnason tók til máls. Kristinn Andersen kom að andsvari. Guðmundur Rúnar Árnason svaraði andsvari. Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu.

  • 1112124 – Öldrunarsamtökin Höfn fulltrúaráð

   3.liður úr fundargerð BÆJH frá 26.jan. sl.$line$Lagt fram erindi Valgerðar Sigurðardóttur dags. 8. janúar 2012 þar sem hún segir af sér sem 1 af fulltrúum Hafnarfjarðbæjari í fulltrúaráð Hafnar vegna flutnings úr bænum. .$line$ $line$Tillaga að afgreiðslu:$line$Kosningu vísað til bæjarstjórnar.$line$

   Lögð fram tillaga um Geir Jónsson, Burknavöllum 1c, sem fulltrúa Hafnarfjarðarbæjar í fulltrúaráð Hafnar. Engar aðrar tilnefningar bárust og var tillagan samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

  • 1201503 – Álfaskeið 59, umsókn um lóðarstækkun

   7.liður úr fundargerð BÆJH frá 26.jan.sl.$line$Lögð fram umsókn Smára Kristinssonar kt. 240352-4869 send í tölvupósti 23. janúar 2012 þar sem óskað er eftir stækkun við ofangreinda lóð í samræmi við hefðbundna notkun hennar.$line$Lögð fram umsögn afgreiðslufundar skipulags- og byggingarfulltrúa.$line$ $line$Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að veita lóðastækkun við ofangreinda lóð í samræmi við umsögn og nánari skilmála skipulags- og byggingarfulltrúa.”$line$$line$Bæjarráð synjar erindinu hvað flaggstöngina varðar.$line$

   Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu.

  Fundargerðir

  • 1201159 – Fundargerðir 2012, til kynningar í bæjarstjórn.

   Fundargerð fræðsluráðs frá 23.jan.sl.$line$Fundargerð bæjarráðs frá 26.jan.sl.$line$a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 24.jan.sl.$line$b.Fundargerðir heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 21.nóv. og 15.des. sl.$line$c. Fundargerð stjórnar Hafnarborgar frá 29.des. sl.$line$d. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 17.jan.sl.$line$e. Fundargerð stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 9.og 20.jan. sl.$line$f. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 16.des. sl.$line$Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 24.jan. sl.$line$Fundargerð fjölskylduráðs frá 25.jan. sl.$line$a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 18.jan. sl.$line$Fundargerð umhverfis- og framkvæmdasviðs frá 25.jan. sl.

   Gunnar Axel Axelsson tók til máls undir 2. lið – Félagsmiðstöðvar og heilsdagsskóli – í fundargerð fjölskylduráðs frá 25. janúar sl. Geir Jónsson kom að andsvari. Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari. Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir tók til máls undir 2. lið í fundargerð fjölskylduráðs frá 25. janúar sl. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari. Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir svaraði andsvari. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari öðru sinni. Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls undir 2. lið í fundargerð fjölskylduráðs frá 25. janúar sl., 3. lið – Skólaskipan í Hafnarfirði – í fundargerð fræðsluráðs frá 23. janúar sl. og 4. lið – Ríkisframlag til almenningssamgangna á höfuðborgarsvæði – í fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 16. desember sl. Kristinn Andersen kom að andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari. Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls undir 2. lið í fundargerð fjölskylduráðs frá 25. janúar sl. og 3. liðar – Meint tóbakssala til unglinga – í fundargerð heilbrigðisnefndar frá 21. nóvember sl. Kristinn Andersen kom að andsvari. Guðmundur Rúnar Árnason svaraði andsvari. Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Guðmundar Rúnars Árnasonar. Guðmundur Rúnar Árnason svaraði andsvari. Geir Jónsson tók til máls undir 2. lið í fundargerð fjölskylduráðs frá 25. janúar sl. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari. Geir Jónsson svaraði andsvari. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari öðru sinni. Geir Jónsson svaraði andsvari öðru sinni. Gunnar Axel Axelsson kom að stuttri athugasemd. Geir Jónsson kom að stuttri athugasemd. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari við fyrri ræðu Geirs Jónssonar. Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls undir 2. lið í fundargerð fjölskylduráðs frá 25. janúar sl. Valdimar Svavarsson kom að andsvari. Guðmundur Rúnar Árnason svaraði andsvari. Valdimar Svavarsson kom að andsvari öðru sinni. Guðmundur Rúnar Árnason svaraði andsvari öðru sinni. Valdimar Svavarsson kom að stuttri athugasemd. Guðmundur Rúnar Árnason kom að stuttri athugasemd. Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Guðmundar Rúnars Árnasonar. Guðmundur Rúnar Árnason svaraði andsvari. Helga Ingólfsdóttir tók til máls undir 3. lið – Snjómokstur og hálkuvarnir – í fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 25. janúar sl. Guðmundur Rúnar Árnason kom að andsvari.

Ábendingagátt