Bæjarstjórn

14. mars 2012 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1676

Mætt til fundar

 • Guðmundur Rúnar Árnason bæjarstjóri
 • Margrét Gaua Magnúsdóttir aðalmaður
 • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
 • Eyjólfur Sæmundsson aðalmaður
 • Sigríður Björk Jónsdóttir forseti
 • Valdimar Svavarsson aðalmaður
 • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
 • Kristinn Andersen aðalmaður
 • Geir Jónsson aðalmaður
 • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Lúðvík Geirsson varamaður

Forseti bæjarstjórnar, Margrét Gauja Magnúsdóttir, setti fundinn og stjórnaði honum. Allir aðalbæjarfulltrúar mættir. Gengið til dagskrár.

Ritari

 • Anna Jörgensdóttir lögmaður Hafnarfjarðarbæjar

Forseti bæjarstjórnar, Margrét Gauja Magnúsdóttir, setti fundinn og stjórnaði honum. Allir aðalbæjarfulltrúar mættir. Gengið til dagskrár.

 1. Almenn erindi

  • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

   Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 22.02.12 og 29.02.11. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.$line$ $line$Lagt fram.$line$

  • 1202366 – Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins gjaldskrá 2012

   9. liður úr fundargerð BÆJH frá 8.mars sl.$line$Lagt fram erindi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins dags. 20. febrúar 2012 og gjaldskrá fyrir slökkviliðið.$line$ $line$Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.”$line$

   Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða gjaldskrá með 10 samhljóða atkvæðum.

  • 1112145 – Eftirlaunasjóður starfsmanna Hafnarfjarðarkaupstaðar

   Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls. $line$$line$Gunnar Axel Axelsson vék af fundi kl. 15:00. Í hans stað mætti Lúðvík Geirsson. $line$$line$Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Guðmundur Rúnar Árnason kom að andsvari við fyrri ræðu Rósu Guðbjartsdóttur. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Guðmundur Rúnar Árnason kom að andsvari öðru sinni. Helga Ingólfsdóttir tók til máls. Guðmundur Rúnar Árnason kom að andsvari. Lúðvík Geirsson tók til máls. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Lúðvík Geirsson svaraði andsvari. Geir Jónsson kom að andsvari við fyrri ræðu Lúðvíks Geirssonar. Lúðvík Geirsson svaraði andsvari. Geir Jónsson kom að andsvari öðru sinni. Guðmundur Rúnar Árnason tók til máls undir fundarsköpum. Geir Jónsson hóf andsvar að nýju. Lúðvík Geirsson svaraði andsvari öðru sinni. Geir Jónsson kom að stuttri athugasemd. Valdimar Svavarsson tók til máls. Lúðvík Geirsson kom að andsvari. Valdimar Svavarsson svaraði andsvari. Lúðvík Geirsson kom að andsvari öðru sinni. Valdimar Svavarsson svaraði andsvari öðru sinni. Kristinn Andersen tók til máls. Helga Ingólfsdóttir tók til máls. Lúðvík Geirsson kom að andsvari. Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari við fyrri ræðu Helgu Ingólfsdóttur. Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls. Þá Lúðvík Geirsson. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari. Lúðvík Geirsson svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Lúðvíks Geirssonar. Lúðvík Geirsson svaraði andsvari. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari öðru sinni við fyrri ræðu Lúðvíks Geirssonar. Lúðvík Geirsson svaraði andsvari öðru sinni. Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Guðmundur Rúnar Árnason svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Guðmundur Rúnar Árnason svaraði andsvari öðru sinni. Kristinn Andersen kom að andsvari við fyrri ræðu Guðmundar Rúnars Árnasonar. Guðmundur Rúnar Árnason svaraði andsvari. Kristinn Andersen kom að andsvari öðru sinni. Guðmundur Rúnar Árnason svaraði andsvari öðru sinni.$line$$line$Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls og lagði fram f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks svohljóðandi bókun:$line$”Útúrsnúningar og afneitun einkennir umræðu fulltrúa Samfylkingarinnar um málefni Eftirlaunasjóðs starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar. Staðreyndin er sú að rekstur og afkoma sjóðsins fær afar slæma útreið í skýrslu úttektarnefndar um lífeyrissjóði á Íslandi sem birt var nýlega og er sjóðurinn sá sem tapaði næst mestu allra lífeyrissjóða í landinu á síðustu árum. Fjármálaeftirlitið gerði einnig mjög alvarlegar athugasemdir um verklag og ferla í stjórnun sjóðsins í úttekt sinni fyrir nokkrum mánuðum. Ekki hafa fulltrúar Samfylkingarinnar nokkurs staðar útskýrt hvers vegna ítrekaðar og viðvarandi athugasemdir eftirlitsaðila, sbr. endurskoðenda voru virtar að vettugi. Ljóst er að vinnubrögð hafa verið látin viðgangast sem alls ekki ætti að líðast við umsýslu á opinberu fjármagni eins og raun ber vitni í þessu tilviki.”$line$$line$Valdimar Svavarsson (sign), Rósa Guðbjartsdóttir (sign), Kristinn Andersen (sign), $line$Geir Jónsson (sign), Helga Ingólfsdóttir (sign).$line$$line$$line$Gert stutt fundarhlé.$line$$line$Guðmundur Rúnar Árnason tók til máls og lagði fram f.h. Samfylkingar og Vinstri grænna svohljóðandi bókun:$line$”Umfjöllun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á þessum fundi undirstrikar mikilvægi þess að fengin verði úttekt á því hversu mikið af 5,4 milljarða skuldbindingu er tilkomið vegna þess að 10% iðgjald er langt frá því að standa undir lögvörðum réttindum sjóðfélaga og hve stór hluti er til kominn vegna ákvarðana sjóðsstjórnar. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins setja sig upp á móti slíkri samantekt, enda hentar það ekki til upphrópana og lýðskrums að raunveruleg staða ESH og þróun áfallinna lífeyrisskuldbindinga bæjarsjóðs liggi fyrir. $line$ $line$Því fylgir ábyrgð að gegna starfi bæjarfulltrúa. Sú ábyrgð nær til þess sem bæjarfulltrúar aðhafast í störfum sínum ? en líka þess sem þeir segja og skrifa.” $line$$line$$line$Guðmundur Rúnar Árnason (sign), Margrét Gauja Magnúsdóttir (sign), Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign),$line$Lúðvík Geirsson (sign), Eyjólfur Sæmundsson (sign), Sigríður Björk Jónsdóttir (sign).

  • 1201159 – Fundargerðir 2012, til kynningar í bæjarstjórn.

   Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 6.mars sl.$line$Fundargerð fjölskylduráðs frá 7.mars sl.$line$a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 29.febr. sl.$line$Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 7.mars sl.$line$a. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 24.febr. sl.$line$Fundargerð fræðsluráðs frá 5.mars sl.$line$Fundargerðir bæjarráðs frá 1. og 8.mars sl.$line$a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 6.mars sl.$line$b. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 29.febr. sl.

   Helga Ingólfsdóttir tók til máls undir 4. lið – Íþróttahús Kaplakrika, framkvæmdir – í fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 7. mars sl. Fyrsti varaforseti, Valdimar Svavarsson, tók við fundarstjórn. Margrét Gauja Magnúsdóttir kom að andsvari. Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari. Forseti tók við fundarstjórn að nýju.

  • 1110256 – Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og fyrirtækja hans 2013-2015, fyrri umræða

   4. liður úr fundargerð BÆJH frá 8.mars sl.$line$Lögð fram drög að 3ja ára áætlun bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og stofnana hans 2013-2015.$line$ $line$Bæjarráð vísar fyrirliggjandi drögum að 3ja ára áætlun bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og stofnana hans til fyrri umræðu í bæjastjórn.$line$$line$Kynning á áætluninni verður kl. 13:00 fyrir bæjarstjórnarfundinn.$line$

   Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls. Þá Valdimar Svavarsson.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum að vísa drögum að 3ja ára áætlun bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og stofnana hans til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Ábendingagátt