Bæjarstjórn

9. maí 2012 kl. 14:00

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 1681

Mætt til fundar

 • Guðmundur Rúnar Árnason bæjarstjóri
 • Margrét Gaua Magnúsdóttir aðalmaður
 • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
 • Eyjólfur Sæmundsson aðalmaður
 • Sigríður Björk Jónsdóttir forseti
 • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
 • Kristinn Andersen aðalmaður
 • Geir Jónsson aðalmaður
 • Helga Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir varamaður
 • Valdimar Svavarsson aðalmaður
 • Helga R Stefánsdóttir varamaður

Ritari

 • Anna Jörgensdóttir ritari bæjarstjórnar
 1. Almenn erindi

  • 1102236 – Varabæjarfulltrúi, lausn frá störfum.

   Lagt fram bréf, dags. 4. maí sl., frá Jóni Páli Hallgrímssyni, kt. 260468-2949, varabæjarfulltrúa, þar sem hann biðst lausnar á störfum sínum sem varabæjarfulltrúi.

   Bæjarstjórn samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum framlagða beiðni um lausn frá störfum sem varabæjarfulltrúi.

  • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

   Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 18.04.12, 25.04.11 og 02.05.12. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.$line$ $line$Lagt fram.$line$

  • 1007025 – Norðurbærinn uppfærsla deiliskipulags

   8.liður úr fundargerð SBH frá 4.maí sl.$line$Tekin fyrir að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs að endurgerð deiliskipulags fyrir Norðurbæ Hafnarfjarðar, sem samþykkt var í fjárhagsáætlun 2009 og 2010 og unnin er á skipulags- og byggingarsviði. Áður lögð fram fornleifaskráning, sem send hefur verið til umsagnar fornleifaverndar ríkisins. Forstigskynningarfundur var haldinn 31.03.11. skipulagið verði auglýst í samræmi við 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust. Haldinn var kynningarfundur á auglýsingatíma, þar sem fornleifaskráning svæðisins var jafnframt kynnt. Lögð fram samantekt skipulags- og byggingarsviðs á innkomnum athugasemdum.$line$ $line$Skipulags- og byggingarráð gerir svör skipulags- og byggingarsviðs að sínum. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar: “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir deiliskipulag fyrir Norðurbæ Hafnarfjarðar og að afgreiðslu verði lokið í samræmi við 41. gr. laga nr. 123/2010.”$line$

   Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls.$line$$line$Bæjarstjórn samþykkti framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.

  • 1111178 – Hamranesnáma, deiliskipulag

   12. liður úr fundargerð SBH frá 4.maí sl.$line$Lögð fram verkefnislýsing fyrir deiliskipulag Hamranesnámu dags. 23.04.12.$line$$line$Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða verkefnislýsingu. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir verkefnislýsingu fyrir deiliskipulag Hamranesnámu dags. 23.04.12.”$line$

   Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls.$line$$line$Bæjarstjórn samþykkti framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.

  • 1109091 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins heildarendurskoðun.

   16.liður úr fundargerð SBH frá 4.maí sl.$line$Tekin til umræðu tillaga starfshóps SSH skipuðum skipulagsfulltrúum sveitarfélaganna um aðferðafræði, sem vísað er til umsagnar sveitarfélaganna. Bæjarráð fól skipulags- og byggingarráði að gera umsögn um málið til bæjarstjórnar.$line$ $line$Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar: “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir tillögu starfshóps SSH.”$line$

   Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls.$line$$line$Bæjarstjórn samþykkti framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.

  • 1204313 – Sjálfstæðisflokkurinn,frumvarp um stjórnun fiskveiða, fyrirspurn 23.4.2012

   5.liður úr fundargerð BÆJH frá 3.maí sl.$line$Tekið fyrir að nýju.$line$Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að fyrirliggjandi frumvörp um stjórnun fiskveiða og veiðileyfagjald verði skoðuð með tilliti til hagsmuna Hafnarfjarðar.$line$$line$Bæjarráð vísar framkominni tillögu til bæjarstjórnar.$line$

   Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls. Guðmundur Rúnar Árnason kom að andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari við fyrri ræðu Rósu Guðbjartsdóttur. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari öðru sinni. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Rósu Guðbjartsdóttur. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Eyjólfur Sæmundsson tók til máls. Þá Gunnar Axel Axelsson. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Kristinn Andersen tók til máls. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. $line$$line$Gert stutt fundarhlé.$line$$line$Guðmundur Rúnar Árnason tók til máls og lagði fram svohljóðandi breytingartillögu f.h. fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna:$line$$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að þegar boðuð endurskoðun á frumvörpum um stjórnun fiskveiða og veiðileyfagjald liggur fyrir verði þau metin með tilliti til beinna áhrifa þeirra á tekjur bæjarins, rekstrarumhverfi hafnfirskra sjávarútvegsfyrirtækja, sem og fyrirtækja sem vinna í tengdum greinum.”$line$$line$Margrét Gauja Magnúsdóttir (sign), Guðmundur Rúnar Árnason (sign), Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign),$line$Gunnar Axel Axelsson (sign), Eyjólfur Sæmundsson (sign), Sigríður Björk Jónsdóttir (sign).$line$$line$Bæjarstjórn samþykkti framlagða breytingartillögu með 11 samhljóða atkvæðum.$line$$line$Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir vék af fundi kl. 19:30. Í hennar stað mætti Helga Ragnheiður Stefánsdóttir.$line$$line$Tekið 30 mínútna matarhlé.

  • 1201159 – Fundargerðir 2012, til kynningar í bæjarstjórn.

   Fundargerð fjölskylduráðs frá 2.maí sl.$line$a. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 25.apríl sl.$line$Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 2.maí sl.$line$Fundargerð fræðsluráðs frá 30.apríl sl.$line$Fundargerð bæjarráðs frá 3.maí sl.$line$a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 27.apríl sl.$line$b.Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 18.apríl sl.$line$Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 4.maí sl.$line$

   Geir Jónsson tók til máls undir 1. lið – Málefni fatlaðs fólks, yfirlit yfir stöðu málaflokksins – í fundargerð fjölskylduráðs frá 2. maí sl. Gunnar Axel Axelsson tók til máls undir 1. og 2. lið – Fatlað fólk, notendaráð – í fundargerð fjölskylduráðs frá 2. maí sl. Geir Jónsson kom að andsvari. Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari. Geir Jónsson kom að andsvari öðru sinni. Kristinn Andersen tók til máls undir 1. lið – Fjölgun skipulagsdaga í leikskólum – í fundargerð fræðsluráðs frá 30. apríl sl. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari.

  • 1204018 – Ársreikningur Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2011, síðari umræða

   Áður frestað á fundi bæjarstjórnar 25.apríl sl.$line$5.liður úr fundargerð BÆJH frá 23.apríl sl. $line$Lagður fram ársreikningur 2011 fyrir bæjarsjóð Hafnarfjarðar og fyrirtæki hans.$line$$line$Bæjarráð vísar ársreikningi 2011 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.$line$$line$Guðmundur Rúnar Árnason tók til máls og lagði fram tillögu um að málinu yrðu frestað til næsta fundar í bæjarstjórn.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu um frestun um málsins.$line$$line$Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls. Þá Valdimar Svavarsson.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum á fundi sínum þ. 2.maí sl. að vísa ársreikningi 2011 til síðari umræðu í bæjarstjórn.$line$

   Síðari umræða í bæjarstjórn:$line$$line$Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls. Þá Rósa Guðbjartsdóttir, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir og Kristinn Andersen. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari. Kristinn Andersen svaraði andsvari. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari öðru sinni. Kristinn Andersen svaraði andsvari öðru sinni. Eyjólfur Sæmundsson kom að stuttri athugasemd. Kristinn Andersen kom að stuttri athugasemd. Eyjólfur Sæmundsson tók til máls. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari. Valdimar Svavarsson tók til máls. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari. Valdimar Svavarsson svaraði andsvari. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari öðru sinni. Valdimar Svavarsson svaraði andsvari öðru sinni. Annar varaforseti, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, tók við fundarstjórn. Margrét Gauja Magnúsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Valdimars Svavarssonar. Forseti tók við fundarstjórn að nýju. Geir Jónsson tók til máls. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari. Gunnar Axel Axelsson tók til máls. Geir Jónsson kom að andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Gunnars Axels Axelssonar. Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Guðmundur Rúnar Árnason tók til máls. Geir Jónsson kom að andsvari. Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls. Geir Jónsson kom að andsvari. Sigríður Björk Jónsdóttir svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Sigríðar Bjarkar Jónsdóttur. $line$$line$Gengið til atkvæðagreiðslu um framlagðan ársreikning 2011.$line$ $line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti samantekinn ársreikning fyrir A-hluta, þ.e. ársreikning Aðalsjóðs, ársreikning Eignasjóðs og ársreikning GN-eigna ehf. með 6 atkvæðum, 5 sátu hjá. $line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti samantekinn ársreikning fyrir A- og B-hluta sem er ársreikningur A hluta og B hluta sem samanstendur af ársreikningi Hafnarfjarðarhafnar, ársreikningi Húsnæðisskrifstofu, ársreikningi Fráveitu og ársreikningi Vatnsveitu með 6 atkvæðum, 5 sátu hjá.$line$$line$Rósa Guðbjartsdóttir kom að f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks svohljóðandi bókun:$line$$line$”Skuldafen og afneitun$line$Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2011 sýnir enn og aftur þá erfiðu fjárhagslegu stöðu sem bærinn á við að etja eftir áralanga valdatíð vinstri flokkanna í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.$line$- Rúmlega milljarðshalli er á rekstrarniðurstöðu A- og B-hluta samt eru tekjur bæjarins tveimur milljörðum króna hærri en áætlað var.$line$- $line$- Fjármagnskostnaður er að sliga bæjarfélagið, hann nam 2.8 ma króna á árinu. Það þýðir um 100.000 krónur á hvern einasta íbúa í bænum. $line$$line$- Óásættanleg frávik eru á tekju- og gjaldahlið reikningsins frá upprunalegri áætlun til niðurstöðunnar. Munurinn er tæp 14% á gjöldum og 16% á tekjum.$line$- $line$- Skuldir og skuldbindingar nema 38. ma króna eða um einni og hálfri milljón á hvern íbúa.$line$- $line$- Uppsafnaðar fjárfestingar frá árinu 2002 umfram uppsafnað veltufé á sama tímabili á verðlagi ársins 2011 eru 10,3 milljarðar. Það skýrir stóran hluta þeirrar skuldasöfnunar sem átt hefur sér stað á síðustu árum.$line$$line$- Í stað þess að horfast í augu við raunveruleikann og leita leiða til framtíðarlausnar á endurfjármögnun við Depfa var vandanum ýtt yfir á næsta kjörtímabil en strax árið 2015 koma 10 ma til afborgunar hjá slitastjórn bankans. Ekki liggur fyrir hvernig það verður gert. $line$- $line$- Hafnarfjarðarbær þarf að greiða niður gríðarlegar upphæðir til að standast viðmið um skuldahlutfall sveitarfélaga, en nú nemur hlutfallið 250% en þarf innan tíu ára að lækka í 150%. Ekki liggur fyrir hvernig það verður gert. Ummæli bæjarstjóra um að það ,,verði léttur leikur?? eru óábyrg og lýsa vel afneituninni sem meirihlutinn er í.$line$$line$- Leigutekjur húsnæðisskrifstofu standa ekki undir rekstri og vanáætluð hefur verið fjárþörf vegna viðhalds þar eins og annars staðar á eignum Hafnarfjarðarbæjar. Sá kostnaður á eftir að falla með miklum þunga síðar bæjarfélagið. $line$$line$- Enn ríkir óvissa um uppgjör á lífeyrisskuldbindingu vegna starfsmanna Byrs, að upphæð 1.6 ma króna, ekki liggur fyrir hvernig staðið verður skil á skuldbindingunni falli hún á bæinn.$line$$line$- Óljóst er hvernig húsnæðisvandi í skólastofnunum verður leystur á komandi hausti vegna fjölgunar nemenda og mat liggur ekki fyrir á hugsanlegum auknum skuldbindingum vegna þess. $line$$line$- Fjármálastjórnun meirihlutans ber glöggt vitni afneitunar á ástandinu og því hefur verið slegið á frest að taka raunverulega á fjárhagsvandanum.”$line$ $line$Valdimar Svavarsson (sign), Rósa Guðbjartsdóttir (sign), Kristinn Andersen (sign),$line$Geir Jónsson (sign), Helga Ragnheiður Stefánsdóttir.$line$$line$Gunnar Axel Axelsson kom að f.h. fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna svohljóðandi bókun:$line$$line$”Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2011 sýna svo ekki verður um villst, að algjör viðsnúningur hefur orðið á rekstri Hafnarfjarðarbæjar. Aðgerðirnar sem gripið var til árið 2011 hafa skilað tilætluðum árangri ? og gott betur. Afkoma fyrir fjármagnsliði batnar umtalsvert á milli ára. Framlegð í A hluta er 1.829 milljónir, eða 12,7% af tekjum og framlegð í A og B hluta er 2.641 milljónir, eða tæp 17%.$line$Fjármagnsliðir vega aftur á móti þungt í rekstri sveitarfélagsins og námu 2.789 millj.kr, en þar af eru áfallnar verðbætur og gengismunur 1.616 millj.kr. $line$Veltufé frá rekstri í A hluta fjórfaldaðist á milli ára, var 321 milljón á árinu 2010 en var 1.342 milljóniir á árinu 2011 og hefur því hækkað rúman milljarð. Veltufé í A og B hluta var á árinu 1.894 millj.kr. en var 901 millj.kr. á árinu 2010.$line$$line$Rekstrartekjur A hluta nema 14.350 millj.kr og hafa hækkað um 1.986 millj.kr. á milli ára en rúmur milljarður er tilkominn vegna yfirtöku málefna fatlaðs fólks. Í A og B hluta nema tekjurnar 15.612 millj.kr. Rekstrargjöld hækka um 834 millj.kr. á milli ára í A hluta og um 826 millj.kr. í A og B hluta sem skýrist af áhrifum nýrra kjarasamninga og yfirtöku málefna fatlaðs fólks.$line$Nettóskuldahlutfall A og B hluta, þ.e. heildarskuldir að frádregnum veltufjármunum sem hlutfall af tekjur var 234% í árslok og fer hratt lækkandi.$line$Hafnarfjörður á lóðir fyrir um 10 milljarða króna. Þær eru ekki taldar til eigna í ársreikningi og áætlanir gera ekki ráð fyrir lóðasölu svo neinu nemi á næstu misserum. Um leið og hreyfing kemst þar á, verður viðsnúningurinn enn hraðari.$line$Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna þakka starfsfólki Hafnarfjarðarbæjar fyrir mikilvægt framlag í að ná þessum árangri, sem oft hefur reynt á og tekið í. Jafnfram ber að þakka íbúum fyrir þeirra biðlund og þolinmæði. $line$Ársreikingurinn fyrir árið 2011 sýnir, að öll meginmarkið fjárhagsáætlunar ársins 2011 náðust. Með fyrirliggjandi áætlunum fyrir árið 2012 og þriggja ára áætlun áranna 2013-2015, hefur skapast örugg viðspyrna til nýrrar sóknar fyrir Hafnarfjörð og Hafnfirðinga.”$line$$line$Margrét Gauja Magnúsdóttir (sign), Guðmundur Rúnar Árnason (sign), Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign),$line$Gunnar Axel Axelsson (sign), Eyjólfur Sæmundsson (sign), Sigríður Björk Jónsdóttir (sign).

  • 1202155 – Lóðaverð, endurskoðun 2012

   7.liður úr fundargerð BÆJH frá 3.maí sl.$line$Tekið fyrir að nýju. Áður frestað á fundi bæjarstjórnar 25.apríl sl.$line$ $line$Til umræðu.$line$

   Forseti bæjarstjórnar las upp svohljóðandi framlagða tillögu um verð íbúðahúsalóða og breytingar á samþykkt um gatnagerðargjald:$line$$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að verð íbúðahúsalóða verði sem hér segir:$line$Einbýlishúsalóð 10.531.620 kr. 220m2 hús$line$Raðhúsalóð 8.616.780 kr. 180m2 hús$line$Parhúsalóð 9.574.200 kr. 200m2 hús$line$Fjölbýli 4-8 íbúðir 3.789.788 kr. hver íbúð, heildarstærð húss 950m2$line$Fjölbýli 9 íbúðir og fleiri 3.191.400 kr. hver íbúð, heildarstærð húss 1.200m2$line$Verðið er lágmarksverð miðað við ofangreindar stærðir og uppfærist mánaðarlega í samræmi við breytingar á byggingarvísitölu.”$line$$line$Byggingarvísitala aprílmánaðar 2012 er 113,4.$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að “Samþykkt um gatnagerðargjald í Hafnarfirði” breytist sem hér segir:$line$$line$Grunnur gatnagerðargjalds. 4. gr. $line$Við greinina bætist ný málsgrein: Af atvinnuhúsnæði greiðist að lágmarki 75% af byggingarmagni samkvæmt nýtingarhlutfalli í deiliskipulagi.$line$$line$Almenn lækkunarheimild. 5. gr.$line$3. liður breytist sem hér segist:$line$Af millilofti sem liggur milli hæðaskila eða hæðaskila og þakflatar í atvinnuhúsnæði í óskiptu eignarhaldi, skal greiða 10% af fermetragjaldi.”$line$$line$$line$Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls og lagði fram f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks svohljóðandi breytingartillögu:$line$$line$”Lóðaverð verði fært niður á kostnaðarverð og við bætist 10% álag vegna ófyrirséðs kostnaðar. Miðað við framkomnar forsendur þá mun verð á íbúða- og atvinnuhúsnæðislóðum lækka umtalsvert frá því sem nú er og færast í átt til þess verðgrunns sem notaður var fyrir verðhækkanir síðustu ára.$line$ $line$Greinargerð:$line$Verðlagning á fullgerðum lóðum í Hafnarfirði hefur undanfarin ár tekið mið af markaðsverði . Farin var sú leið að hækka verulega verð á lóðum á árunum 2004 – 2007. Svokallað “eftirmarkaðsverð” var meðal annars lagt til grundvallar og veruleg hækkun sett fram í tengslum við stöðu markaðarins á þeim tíma. Ef miðað er við stöðu á markaðnum í dag og magn lóða sem bærinn hefur yfir að ráða er eðlilegt að lækka nú verð til samræmis við breyttar aðstæður á byggingamarkaði. Mikilvægt er að bæjarfélagið lagi sig að þessum breyttu aðstæðum, leiðrétti lóðaverð og stuðli þannig að því að fjölga íbúum og efla atvinnu í sveitarfélaginu. $line$Grunnforsenda verðlagningar á lóðum var hér á árum áður miðuð við útlagðan kostnað við gatnagerð. Með því að hverfa aftur til þess fyrirkomulags verður best stuðlað að nýtingu þeirrar fjárfestingar sem lagt hefur verið í gatnagerð á nýbyggingarsvæðum í Hafnarfirði og horfið yrði aftur til þeirrar verðlagningar sem tíðkaðist fyrir verðhækkanir síðustu ára,$line$Áhersla er lögð á að áður en til úthlutunar á Völlum 7 kemur verði unnir nýir skilmálar sem miði að því að hverfið byggist upp í ákveðnum áföngum með það að leiðarljósi að unnt verði að stýra uppbyggingu á þjónustu í hverfinu á sem hagkvæmastan máta samhliða uppbygginu íbúðahúsnæðisins.$line$Einnig er mikilvægt að skilmálar lóðaleigusamninga verði uppfærðir og endurskoðaðir til samræmis við ríkjandi aðstæður í dag.” $line$$line$Rósa Guðbjartsdóttir (sign), Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir (sign), Kristinn Andersen (sign),$line$Geir Jónsson (sign), Helga Ingólfsdóttir (sign).$line$$line$$line$Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls. Kristinn Andersen kom að andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Guðmundar Rúnars Árnasonar. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Eyjólfur Þór Sæmundsson tók til máls. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir kom að stuttri athugasemd. Eyjólfur Sæmundsson kom að stuttri athugasemd. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Eyjólfs Sæmundssonar. Gunnar Axel Axelsson tók til máls undir fundarsköpum. Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls undir fundarsköpum. Gunnar Axel Axelsson tók til máls öðru sinni undir fundarsköpum. $line$$line$Gert stutt fundarhlé.$line$$line$Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls og lagði fram f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks svohljóðandi viðaukatillögu við fyrri breytingartillögu:$line$”Lóðaverð verði fært niður á kostnaðarverð í samræmi við útlagðan kostnað við gatnagerð og við bætist 10% álag vegna ófyrirséðs kostnaðar. Miðað við framkomnar forsendur þá mun verð á íbúða- og atvinnuhúsnæðislóðum lækka umtalsvert frá því sem nú er og færast í átt til þess verðgrunns sem notaður var fyrir verðhækkanir síðustu ára.”$line$$line$Rósa Guðbjartsdóttir (sign), Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir (sign), Kristinn Andersen (sign),$line$Geir Jónsson (sign), Helga Ingólfsdóttir (sign).$line$$line$Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari. Sigríður Björk Jónsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Rósu Guðbjartsdóttur. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari við fyrri ræðu Rósu Guðbjartsdóttur. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari. Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari öðru sinni. Annar varaforseti, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, tók við fundarstjórn. Helga Ingólfsdóttir tók til máls. Forseti tók við fundarstjórn að nýju. Guðmundur Rúnar Árnason kom að andsvari. Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari. Guðmundur Rúnar Árnason kom að andsvari öðru sinni. Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Guðmundur Rúnar Árnason kom að stuttri athugasemd. Helga Ingólfsdóttir kom að stuttri athugasemd. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari við fyrri ræðu Helgu Ingólfsdóttur. Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari. Eyjólfur Þór Sæmundsson kom að andsvari öðru sinni. Helga Ingólfsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Gunnar Axel Axelsson tók til máls. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari. Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Gunnars Axels Axelssonar. Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari. Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri, tók til máls. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Guðmundur Rúnar Árnason svaraði andsvari. Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari. Helga Ingólfsdóttir tók til máls. Guðmundur Rúnar Árnason kom að andsvari. $line$$line$Forseti bar upp til afgreiðslu breytingartillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokks með áorðnum breytingum. Tillagan var felld með 6 atkvæðum, 5 greiddu atkvæði með tillögunni.$line$$line$Forseti bar upp til afgreiðslu framlagða tillögu um verð íbúðahúsalóða og breytingar á samþykkt um gatnagerðargjald. Tillagan var samþykkt með 6 atkvæðum, 5 greiddu atkvæði á móti tillögunni.$line$$line$Rósa Guðbjartsdóttir f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks kom að svohljóðandi bókun: $line$$line$”Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins harma það að meirihlutinn í bæjarstjórn samþykki ekki tillögu um viðameiri lækkun á lóðaverði en upprunalegar tillögur gera ráð fyrir. Hér með sýnir meirihlutinn það í verki hver afstaða hans er í raun og veru til atvinnulífsins og annarra rekstraraðila. Í þeirri afar erfiðu fjárhagsstöðu sem bærinn er í þarf bæjarfélagið að gera allt hvað hægt er til að auka atvinnu og fjölga íbúum. Í tillögu Sjálfstæðisflokksins er er fyrst og fremst verið að bregðast við gjörbreyttum aðstæðum á byggingamarkaði og reyna að stuðla þannig að fjölgun íbúa og eflingu atvinnulífsins í bænum. Áframhaldandi þjónustuskerðing, niðurskurður og hækkanir á gjöldum blasir við verði ekki gripið til aðgerða sem gefa fyrirtækjum og fjölskyldum aukið svigrúm til að hefja nýja uppbyggingu í bæjarfélaginu.”$line$$line$Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir (sign), Rósa Guðbjartsdóttir (sign), Kristinn Andersen (sign),$line$Geir Jónsson (sign), Helga Ingólfsdóttir (sign).$line$$line$$line$Gunnar Axel Axelsson f.h. fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna kom að svohljóðandi bókun:$line$”Fyrir rúmu ári síðan var sett af stað sérstök vinna í því skyni að skoða hvernig bæjarfélagið gæti stutt við og hvatt til uppbyggingar í bænum. Í þeim tilgangi var m.a. settur á stofn starfshópur á vegum bæjarráðs til þess að fara yfir og endurmeta lóðarverð. Einnig var settur á stofn starfshópur skipaður fulltrúum úr skipulags-og byggingarráði og framkvæmdaráði til að skoða kosti þess að endurmeta eða uppfæra deiliskipulag í næsta nýbyggingarsvæði Hafnarfjarðar, Völlum 7. Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012 var ennfremur samþykkt að veita alls 13 milljónum í markaðsetningu bæði atvinnu- og íbúðarhverfa, tillaga sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sáu ekki ástæðu til að taka undir og greiddu atkvæði gegn.$line$Tillaga bæjarráðs um breytingar á lóðaverði byggir á ítarlegri greiningu starfshóps um lóðarverð sem í áttu sæti fulltrúar allra stjórnmálaflokka sem fulltrúa eiga í bæjarstjórn. Ekki hefur verið uppi ágreiningur um niðurstöður starfshópsins, né þá tillögu um lóðarverð sem á þeim byggja. Það sætir því nokkurri furðu að nú aðeins nokkrum klukkustundum fyrir fund bæjarstjórnar skuli koma fram tillögur frá fulltrúum sjálfstæðisflokksins sem stangast á við tillögur bæjarráðs. $line$Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna telja framkomna tillögu Sjálfstæðisflokkisins fullkomlega óábyrga. Meirihlutiinn telur rangt að taka ekki tilliti til gæða þjónustuuppbyggingar í hverfum bæjarins, sem um leið er forsenda raunhæfra áætlana um bæði rekstur og vöxt bæjarfélagsins.”$line$$line$Margrét Gauja Magnúsdóttir (sign), Guðmundur Rúnar Árnason (sign), Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign), $line$Gunnar Axel Axelsson (sign), Eyjólfur Sæmundsson (sign), Sigríður Björk Jónsdóttir (sign).$line$$line$Valdimar Svavarsson tók sæti á fundinum kl. 17:45. Helga Ingólfsdóttir vék af fundi kl. 17:45. Í hennar stað var mætt Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir.

Ábendingagátt